Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
✝
Kristinn Kaj
Olafsen (Ólafs-
son) fæddist í
Reykjavík 14. maí
1932. Hann lést 12.
ágúst 2021 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk í
Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Jens Kaj Olaf-
sen mat-
reiðslumeistari,
fæddur í Danmörku 22.7. 1906,
d. 29.10. 1968, og kona hans,
Halldóra S. Kristinsdóttir, hús-
móðir frá Ánanaustum, f. 19.7.
1906, d. 13.9. 1993. Eftirlifandi
systir Kristins er Anna Hulda
Norðfjörð, f. 9.10. 1938, hún er
gift Árna Stefáni Norðfjörð, f.
1.2. 1932. Þau eiga tvær dætur,
Unni Dóru, f. 15.11. 1955 og
Sigrúnu Birnu, f. 11.8. 1966.
Kristinn ólst upp í Vestur-
bænum í Reykjavík og átti þar
heima allt þar til hann fluttist
ungur maður í eigið húsnæði í
eignuðust fjögur börn, en þrjú
eru á lífi. a) Kristinn Ólafur,
eiginkona Íris Björk Ásbjarn-
ardóttir, b) Páll Ágúst (f. 23.
des. 1981, d. 23. des. 1981) c)
Stefán Freyr, eiginkona Imane
Errajea, d) Súsanna María,
ógift. Svavar og Anna eign-
uðust fjögur börn sem eru a)
Sólveig María, eiginmaður Jón
Heiðar Hannesson, b) Svavar
Már, sambýliskona Elísabet Est-
er Sævarsdóttir, c) Sigríður
Inga, eiginmaður Rósant Frið-
rik Skúlason, d) Sindri Snær,
sambýliskona Heiðrún Sæ-
mundsdóttir.
Barnabarnabörn Kristins
Jóns og Stefaníu eru: Mikael
Andri Kristinsson, Viktor Ágúst
Kristinsson, Kristinn Arnar
Kristinsson, Tómas Fannar
Kristinsson, Björgvin Elí Abra-
hamsson, Lilja Helena.
Barnabörn Svavars heitins
og Önnu eru: Steindór Sólon
Arnarsson, Ísold Svava Jóns-
dóttir, Bjarmi Snær Jónsson,
Maísól Mirra Jónsdóttir, Baltas-
ar Frosti Svavarsson, Ronja
Rósantsdóttir, Skúli Rósants-
son.
Útförin fer fram frá Guðríð-
arkirkju í Grafarholti í dag, 23.
ágúst 2021, klukkan 13.
nýbyggingu við
Ljósheima. Hann
stundaði nám við
Iðnskólann og út-
skrifaðist með
sveinsbréf í raf-
virkjun 1952 rétt
tvítugur að aldri.
Hann starfaði lengi
hjá Johan Rönning
sem rafvirki og
rafvirkjameistari. Í
allmörg ár starfaði
hann svo sem sjálfstæður raf-
verktaki. Kristinn kvæntist 16.
júlí 1953 Súsönnu Maríu Krist-
insdóttur, f. 13.7. 1935. Hún
starfaði lengi sem aðstoðar-
stúlka á tannlæknastofu. Þau
eignuðust tvo drengi, Kristin
Jón rafiðnfræðing, f. 18.2. 1953,
kvæntur Stefaníu Sigrúnu
Ólafsdóttur sjúkraliða, f. 14.12.
1957, og Svavar rafverktaka, f.
25.1. 1961, d. 28.10. 2017. Hann
var kvæntur Önnu Steindórs-
dóttur sjúkraliða, f. 15.6. 1963.
Kristinn Jón og Stefanía
Kristinn, oftast kallaður Hói í
minni fjölskyldu, og Sússý hafa
verið órjúfanlegur hluti af minni
ævi síðan ég var smábarn og á ég
margar góðar minningar tengdar
þeim hjónum. Sem móðurbróðir
minn hlaut Hói þetta gælunafn
frá eldri systur minni (Hói/bróð-
ir). Í Ljósheimunum man ég eftir
að hafa gist heima hjá þeim og
mér þótti vænt um það þegar Hói
pakkaði mér inn í sængina fyrir
svefn og sagðist pakka mér í
„pulsu“. Ég hafði ekki kynnst því
áður. Lengst af, þegar þau hjón
bjuggu á Langholtsveginum,
voru haldnar villibráðarveislur
þar sem ég kynntist fyrst rjúpu
og gæs sem veidd var af Hóa. Þær
veislur voru í sérflokki og oftar en
ekki lenti ég í að fá höglin upp í
mig úr bitunum. Hói naut sín best
í uppvaskinu en Sússý var frammi
í stofu og sinnti gestunum. Á
þessum árum kallaði Hói mig allt-
af „óþekka barnið“, sem var mikið
öfugmæli, því stilltara og fámálla
barn hafði vart sést. Seinna, á
fullorðinsaldri, þegar ég hóf störf
sem flugfreyja, kallaði Hói mig
alltaf „glanspíuna“, sem gæti
sennilega flokkast sem næst-
mestu öfugmæli sem sögð hafa
verið um mig. Hói var alltaf dag-
farsprúður en stríðinn, þegar sá
gállinn var á honum, fámáll og ef
til vill hlédrægur, en hafði gaman
af því að vera innan um fjölskyldu
sína. Eftir fráfall sonar síns,
Svavars, 2017 var eins og einhver
neisti slokknaði innra með Hóa og
fjara fór undan heilsu hans. Hann
naut áfram ástríkis og samvista
við sterka eiginkonu sína, sem
sýnt hefur aðdáunarverðan styrk
og þrautseigju á erfiðum tímum
með sínu góða lundarfari og já-
kvæða viðhorfi.
Nú er búið að slökkva á ljósum
rafvirkjans og komin er nótt.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
þakka ég langa og góða samfylgd.
Ljós minninganna lifir.
Blessuð sé minning Kristins
Kaj Ólafssonar, móðurbróður
míns.
Sigrún Birna Norðfjörð.
Elskulegur bróðir minn hefur
nú kvatt þetta líf. Við vorum að-
eins tvö systkinin og hann var
alltaf minn trausti, stóri bróðir,
ljúfur og hjálpsamur. Aldrei nein
styggðaryrði þó hann þyrfti oft að
hafa þolinmæði og líta eftir litlum
fjörkálfi. Sjálfur var hann ein-
stakt prúðmenni, en átti til sína
spaugsemi og glettni.
Það kom snemma í ljós hversu
handlaginn hann var og fær til
allra verka. Faðir okkar var oft
langtímum saman fjarri heimilinu
vegna atvinnu sinnar og þá féllu
mörg verk í hendur bróður míns
þegar mamma þurfti aðstoð, sem
bæði gat verið utanhúss sem inn-
an.
Hann gekk ungur í hjónaband
og fékk fljótt það verkefni að búa
sér heimili. Móðursystir okkar og
hennar maður áttu einbýlishús
skammt frá okkur og í kjallaran-
um hjá þeim fékk hann að útbúa
litla, notalega íbúð. Þar bjuggu
þau ungu hjónin með son sinn í
nokkur ár þar til hann keypti sína
eigin íbúð. Annað verkefni átti
eftir að veita fjölskyldunni gleði
ævilangt. Ungur byrjaði hann að
byggja sumarbústaðinn við
Hafravatn, byggði hann frá
grunni og þá voru ekki rafmagns-
verkfærin fyrir hendi. Allt bar
vott um snyrtimennsku og hag-
leik. Nú er þetta unaðsreitur um-
vafinn trjágróðri þar sem Sús-
anna og Kristinn hafa tekið á móti
sonum sínum og fjölskyldum
þeirra árum saman.
Áhugamálin tengdust líka úti-
vist og ferðum í óbyggðir. Krist-
inn var mikill veiðimaður og
stundaði þær lengi. Ferðir hans í
silungsveiði, á gæsaskytterí og
rjúpu voru hans líf og yndi.
Heima var svo Súsanna tilbúin að
bjóða vinum og ættingjum til
dýrðlegrar veislu þar sem villi-
bráðin var á borðum.
Mörg hin síðari ár áttum við
systkinin kost á því að ferðast
saman með okkar mökum. Skips-
ferðirnar voru margar og þar átt-
um við ógleymanlegar samveru-
stundir. Með sárum söknuði og
þakklæti kveð ég nú elskulegan
bróður þegar hann leggur upp í
sína hinstu för.
Anna Hulda.
Kristinn K.
Ólafsson
Sigurður Péturs-
son fæddist 20.
september 1944 og
lést 26. janúar sl. Foreldrar hans
voru Pétur Sigurðsson forstjóri
Landhelgisgæslunnar og Ebba
kona hans. Pétur reisti húsið á
Hrólfsskála sem enn stendur, en
þar bjó afi hans og nafni, útvegs-
bóndinn, sem gerði út og stýrði
skútunni Sigurfara til veiða úr
Hrólfsskálavör. Hana höfðu fjór-
ir bændur af Seltjarnanesi keypt
frá Skotlandi, en þá hét hún
Millý. Nú stendur hún við
byggðasafnið á Akranesi og
grotnar þar niður. Siggi, eins og
við kölluðum hann alltaf, átti
eldri bróður, Ólaf, sem lést fyrir
nokkrum árum. Hann var kenn-
ari við Menntskólann í Reykja-
vík, en Siggi var lektor í latínu
og grísku við Háskóla Íslands.
Frændurnir og nafnarnir pabbi
og aðmírállinn, eins og forstjóri
Sigurður
Pétursson
✝
Sigurður Pét-
ursson fæddist
20. september
1944. Hann lést 26.
janúar 2020.
Útförin hefur
farið fram í
kyrrþey að ósk hins
látna.
Gæslunnar var
stundum kallaður,
voru góðir vinir og
það kom oftar en
ekki fyrir að varð-
skip flytti Gríms-
eyjarprest til að
þjónusta Grímsey-
inga ef önnur ráð
brugðust. Oft vor-
um við í fjölskyldu-
boðum í Hrólfsskála
og þá sáu Óli og
Siggi um það að frændsystkinum
þeirra leiddist ekki. Óli átti for-
láta safn af leikfangabílum og
stundum hlupum við yfir Val-
húsahæð og litum inn til systr-
anna Laugu og Önnu, frænkna
okkar í Pálsbæ, og þágum góð-
gerðir. Þeir bræður voru ein-
staklega ljúfir og skemmtilegir
og alltaf glaðir og ræktarsamir
við foreldra sína og frændfólk.
Siggi var mjög fróður ættfræð-
ingur og gat sagt fram ættir
manna í það óendanlega og oft
flutu með skemmtisögur um það
fólk sem um var rætt.
Við kveðjum þennan góða
frænda okkar með söknuði og
þökkum margar góðar samveru-
stundir.
Pétur, Kristín og
Sólveig Pétursbörn.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
JÓNA S. GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 5. ágúst. Útför hefur farið
fram í kyrrþey.
Hafsteinn Pálsson Hafdís Vilhjálmsdóttir
Hugrún Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓDÍSAR DAGNÝJAR
VILHJÁLMSDÓTTUR,
Bjarkargötu 4, 101 Reykjavík.
Bestu þakkir færum við starfsfólki á 11G
fyrir góða umönnun.
Jón Pétursson
Vilhjálmur Jónsson Agnes Margrét Eiríksdóttir
Benedikt Jónsson Unnur Eva Jónsdóttir
Pétur Gauti Jónsson
Elsku Alli minn.
Ég trúi því varla
ennþá að þú sért
farinn svona
snemma frá okkur.
En nú ertu laus frá öllum þraut-
um, og ég veit að pabbi, amma
og afi tóku vel á móti þér.
Ég gleymi aldrei þegar þú
varst nýbyrjaður að æfa fótbolta
með KR, þú hefur verið sex eða
sjö ára og vildir sýna vinum þín-
um, þeim systkinunum Þór og
Þurý, hvað þú værir búinn að
læra. Þú fannst ekki bolta svo
þú ákvaðst að nota plastfötu í
Aðalsteinn
Smárason
✝
Aðalsteinn
Smárason
fæddist 30. júlí
1977. Hann lést 19.
júlí 2021.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
staðinn. Skotið
heppnaðist ekki
betur en svo að
fatan lenti í
herbergis-
glugganum mínum
og leit hann út eins
og einn risastór
kóngulóarvefur og
var glugginn látinn
vera þannig í
nokkra daga til að
reyna að hemja
skapið í mér því að það var
stundum of stórt fyrir mig til að
ráða við.
Það var mikið áfall þegar þú
greindist með krabbamein, en
þú tókst á því með miklu æðru-
leysi og hugrekki og gafst aldrei
upp, þú gafst þér alltaf tíma fyr-
ir börnin þín, Benna og Tanyu,
og fjölskyldu þína og vini.
Eftir að þú varðst að hætta
að vinna vegna veikinda þinna
áttum við margar góðar stundir
heima hjá mér á Bústaðaveg-
inum bæði í eldhúsinu og á
sumrin í garðinum næstum því á
hverjum degi. Þar ræddum við
saman um allt milli himins og
jarðar, óskir okkar og drauma.
Haustið 2018 veiktist ég og lagð-
ist inn á Landspítalann og var
þar í 17 daga. Þú tókst heimili
mitt og börnin mín að þér á
meðan og ákvaðst að þrífa og
mála alla íbúðina með aðstoð frá
krökkunum mínum og mömmu.
Þú varst svo örlátur á þinn tíma
og gjafmildur.
Og þegar þú bauðst krökk-
unum þínum og mömmu með
þér í lúxusferð í sólina þá
hringdir þú liggur við annan
hvern dag í myndsímtali þannig
að ég gæti fengið að sjá ykkur,
það var stundum eins og ég væri
með ykkur í ferðinni.
Ferðin norður í Skagafjörð í
maí með mömmu, Braga, Ástu
og Magga þegar okkur var boðið
til Leifs frænda og Helgu er
mér svo minnisstæð, því að við
tvö gengum með Leifi og Helgu
lengst af öllum eða næstum
fimm kílómetra í þinni fyrstu
veiðiferð og náðir þú að landa
tveimur silungum. Þú varst svo
ánægður og stoltur af sjálfum
þér. Svo áttum við eftir að
ganga til baka, sem var ekki létt
verk, því við vorum með vindinn
í fangið og ekki í neinni göngu-
æfingu eins og Leifur og Helga.
Við héldum á tímabili að við
kæmumst ekki á leiðarenda og
grínuðumst með að Leifur yrði
einhvern veginn að koma á bíln-
um að sækja okkur öryrkjana
tvo! En okkur tókst að komast
þetta þótt það tæki okkur góðan
tíma. Við vorum svo stolt og
hreykin af okkur hvað við hefð-
um verið dugleg.
Þremur vikum seinna fórum
við í sumarbústað í Svignaskarði
með mömmu, Benna, Tanyu og
krökkunum hennar Ástu, það
var svo gaman þar. Það var
spjallað mikið og spilað.
Ég bið Guð að vaka yfir
Benna, Tanyu, mömmu og Ástu
og gefa ykkur styrk.
Þín systir,
Sigríður (Sísí).
Manngæska er
það sem kemur upp
í hugann þegar ég
hugsa um Sigga.
Sigurður H.
Eiríksson
✝
Sigurður Helgi
Eiríksson
fæddist 5. nóv-
ember 1930. Hann
lést 10. ágúst 2021.
Útför Sigurðar
fór fram 18. ágúst
2021.
Fyrstu kynni mín af
honum voru þegar
ég kom með mann-
inum mínum,
barnabarni hans, í
fyrsta sinn í heim-
sókn yfir helgi til
þeirra Lillu á
Hvammstanga. Við
komum seint um
kvöld og dóttir mín
af fyrra sambandi
var með í för, stein-
sofandi. Ég ber hana inn og fyrir
var útbúið rúm sem ég lagði
hana í. Þá heyrist í Sigga: „Þetta
er allt í lagi, afi skal passa hana,“
og þannig var það. Við vorum
strax, í augum Sigga, hluti af
fjölskyldunni. Mikið ótrúlega
þótti mér vænt um það.
Það varð því fljótt hefð hjá
okkur, litlu fjölskyldunni, að
skreppa norður á Hvammstanga
yfir helgi þar sem mér hlotnaðist
sá heiður að fá að kynnast Sigga.
Og þótt ég hafi aðeins fengið að
kynnast honum sem gömlum
manni get ég glöggt séð hvernig
hann var ungur, bæði af verkum
hans en einnig í afkomendum
hans. Því það er ljóst að hann lif-
ir áfram í sonum sínum og
barnabörnum. Dugnaður, seigla
og elja er einkenni þeirra allra.
Í þeim lifir þó einna helst
sama óþolið fyrir orðunum
„þetta er ekki hægt“. Ef þau
heyrast þá er nokkuð víst að þeir
munu hugsa um vandamálið þar
til einn þeirra hefur fundið lausn.
Með sama hætti og Siggi var
vanur að gera. Þennan frum-
kvöðulshátt sé ég einstaklega
sterkt í manninum mínum, sem
hefur eftir afa sínum svo marga
takta. Einkenni sem mér þykir
einstaklega vænt um. Ég hugsa
því með hlýju og þakklæti til
Sigga afa sem skildi svo aug-
ljóslega eftir sig svo margt fal-
legt í þessum heimi.
Íris Eva Gísladóttir.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát