Morgunblaðið - 23.08.2021, Side 25
sýsla. Sjálfstæðisfélagið í Hvera-
gerði keypti nýtt húsnæði núna við
þjóðveginn, á Mánamörk 2. Það er
á jarðhæð sem getur skipt máli,
sérstaklega fyrir eldri borgara
bæjarins, en laugardagskaffið er
orðið fastur þáttur í tilveru margra
hérna.“ Hann bætir við að það sé
mikilvægt að fólk hafi tækifæri til
þess að geta haft áhrif á eigið sam-
félag og viðrað sínar hugmyndir.
Hann segir að mikil tilhlökkun sé
komin í bæinn yfir að laugardags-
kaffið hefjist að nýju í haust. „Við
duttum svolítið út, eins og allir, í
þessari Covid-bylgju, en vonandi
getum við hafið starfið aftur í
haust. Þetta skiptir miklu máli fyr-
ir marga.“
Fjölskylda
Eiginkona Smára Björns er Svala
Ásgeirsdóttir, bókari og leikskóla-
liði, f. 11.5. 1977. Foreldrar hennar
voru hjónin Eiríkur Ásgeir Þorleifs-
son, f. 6.8. 1938, d. 14.4. 2008, og Jón-
ína Margrét Egilsdóttir, f. 25.5.
1939, d. 15.12. 2008.
Dóttir Smára Björns og Svölu er
Mábil, f. 21.10. 2011. Bræður Smára
Björns eru Ólafur Grétar, f. 18.11.
1984, og Hafþór Örn, f. 15.12. 1988.
Foreldrar Smára Björns eru hjón-
in Stefán Gunnar Gunnarsson húsa-
smiður, f. 15.3. 1962, og Birna
Björnsdóttir, húsfreyja og verslun-
armaður, f. 29.4. 1960. Þau búa í
Hveragerði.
Smári Björn
Stefánsson
Ragnheiður Jónsdóttir
húsfreyja á Seyðisfirði
Þórir Daníelsson
útgerðarmaður á Seyðisfirði
Guðrún Borghildur
Þórisdóttir
húsfreyja á Seyðisfirði
Björn Jón Sigtryggsson
bankagjaldkeri og
verkamaður á Seyðisfirði
Birna Björnsdóttir
húsfreyja og kaupmaður
í Hveragerði
María Ólafsdóttir
húsfr. á Gilsárteigi, Eiðasókn, S-Múl.
Páll Sigtryggur Björnsson
bóndi á Gilsárteigi, Eiðasókn, S-Múl.
Helga Júlíana Guðmundsdóttir
húsfreyja á Sauðárkróki
Stefán Jóhannesson
skósmiður og verslunarmaður á
Sauðárkróki
Kristín Harða
Stefánsdóttir
kaupmaður í Hveragerði
Gunnar Axel Davíðsson
húsasmíðameistari
og verslunarmaður í
Hveragerði
Kristjana Guðbrandsdóttir
Gröndahl
húsfreyja í Reykjavík
Davíð Björnsson
búfræðingur frá Hólum, fluttist
vestur um haf, stundaði sjóinn og
varð bóksali
Úr frændgarði Smára Björns Stefánssonar
Stefán Gunnar
Gunnarsson
húsasmiður í Hveragerði
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
vinnuföt fást einnig í
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OG HVAR HEFUR ÞÚ VERIÐ AÐ DANDALAST
TIL KLUKKAN ÞRJÚ UM NÓTT?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann dáist að
fegurð þinni daglega.
GEISP! SUMIR KALLA
ÞETTA GEISPA
ÉG KALLA ÞAÐ
SVEFNUPPHITUN
TAKTU EINA TÖFLU MEÐ VATNSGLASI SEX
SINNUM Á DAG!
ALLT Í
LAGI! EF
ÉG VERÐ!
LÆKNIR, ÞÚ LÉST HRÓLF HAFA
LYFLEYSU! ÉG VEIT.
ÞETTA ER
EINA LEIÐIN
TIL AÐ FÁ
HANN TIL
AÐ DREKKA
VATN!
VITNISBURÐUR BIRGIS OLLI SKJÁLFTA
Í DÓMSSALNUM VITNASTÚKUNNI.
Helgi R. Einarsson sendi mér gott
bréf: „Þegar manni dettur eitt-
hvert bull í hug er gaman að senda
það frá sér, hvort sem það fer lengra
eða ekki.
Hvað er betra en bros á vör,
blávatnið í glasi,
við öllum vanda’ að eiga svör
og ekki standa í þrasi.
Ég bar það undir mína heittelsk-
uðu að e.t.v. væri betra að hafa í ann-
arri línu brennivín í glasi, en það var
víst ekki svara vert.
Kosningar nálgast, – Baráttan um
brauðið.
Nú skal í brestina berja
brosa’ og á fávísum herja
lyfta upp korðum
með lævísum orðum
og loforðin gömlu’ aftur sverja.
Baldur Hafstað skrifar á sveitasím-
ann: „Ég held ég fari nú að hneigjast
til Framsóknar – eftir að Guðni
Ágústsson skrifaði fjöruga grein í
Fréttablaðið á dögunum undir fyr-
irsögninni „Framsókn er límið“ og
átti þar við að það er aðeins Fram-
sókn sem getur límt Sjálfstæðisflokk-
inn og VG saman eftir kosningarnar.
Ég sé Guðna nú fyrir mér ganga í
salinn á framboðsfundi og mæla með
sinni þungu rödd þau orð sem eru í
gæsalöppum í 3. og 4. braglínu:
Í hjartanu ég fögnuð finn
er fyllir Guðni rýmið:
„Sætur verður sigurinn
- Sigurður Ingi er límið.“
Það er alltaf skemmtilegt þegar
kastað er vísum á milli sín. Þorgeir
Magnússon yrkir á Boðnarmiði:
Sumarhýri Siglufjörður
sólar stafna’ og þil,
„að þú sért af guði gjörður“
get ég mér þess til.
Sigtryggur Jónsson svaraði:
Sbr Ljótur ertu Leirufjörður
líst mér illa á þig
að þú sért af guði gjörður
gengur yfir mig.
Og lét þess síðan getið að „við þuld-
um þetta þegar við þveruðum Leiru-
fjörðinn í sex daga Vestfjarðagöngu
1999. Því miður veit ég ekki hver höf-
undurinn er. Sigtryggur segir síðan
að við leit á netinu sjái hann, að höf-
undur sé ókunnur, en Kristinn H.
Gunnarsson muni hafa svarað:
Listafagri Leirufjörður
líst mér bara vel á þig
þú ert best af guði gjörður
gimsteinn fyrir mig og þig.
Að lokum eftir Guðmund á Sandi:
Þar til hinsti dagur dvín,
djörfum huga, gljúpri sál
Rán og Ægir syngja sín
Sólarljóð og Hávamál.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Margt er skrafað í sveitasímann