Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 32

Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 32
SÉRSMÍÐI BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR AKRÝLSTEINN Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun. • Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun • Sérsmíðum eftir máli • Margrir litir í boði • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenis og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987 Jóhannes Atli Hinriksson opnaði um helgina einka- sýninguna Marmari í Ásmundarsal. Verkin vann hann sérstaklega fyrir sýninguna og eru þau blanda af þrívíðum skúlptúrum og tvívíðum verkum. „Óhlutbundin höggmyndalist er í besta falli orða- leikur, í versta falli brandari. Hluturinn er alltaf hlutbundinn. Það segir sig bók- staflega sjálft, Jónas minn. Og dag nokkurn verður ungur listamaður loks miðaldra. Þá hefur hann einn val- kost (ef einn kost- ur er þá val- kostur): Hina hreinu uppgjöf fyrir klass- íkinni,“ segir um sýninguna á Facebook. Hrá- efnið sé einhvers konar marmari eða svipi að minnsta kosti til marmara. Marmari til sýnis í Ásmundarsal MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Chelsea, Liverpool, Brigthon og Tottenham eru með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Romelu Lukaku fer vel af stað með sínu nýja félagi, Chelsea, og það tók hann einungis fimm- tán mínútur að koma sínu liði yfir í stórleiknum gegn Arsenal á Emirates-vellinum í London. Þá reyndist Ma- son Greenwood hetja Manchester United þegar liðið heimsótti Southampton á St. Mary’s-völlinn en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Dele Alli tryggði svo Tottenham 1:0-sigur gegn Wolves á Molineux-vellinum. » 27 Fjögur lið með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ÍÞRÓTTIR MENNING Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Svifflugfélag Íslands fagnaði á dög- unum 85 ára starfsafmæli sínu með pomp og prakt. Starfsemi félagsins hefur farið fram á Sandskeiði frá árinu 1937 og var því ekki nema við hæfi að veislan færi þar fram. Gestir komu að úr öllum áttum, bæði keyr- andi og fljúgandi, og var uppistand- arinn Ari Eldjárn fenginn til að hafa ofan af fyrir mannskapnum. Kom að sjálfsögðu ekkert annað til greina en að skemmtikrafturinn yrði síðan sendur á loft með einni svifflugunni. Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, for- maður Svifflugfélags Íslands, segir veisluna vel heppnaða. Margar skemmtilegar uppákomur voru í af- mælinu, meðal annars óvænt uppá- tæki á vegum Fisfélags Reykjavíkur en á annan tug flugvéla á þess vegum kom fljúgandi frá Hólmsheiði og flugu lágflugi yfir flugbrautina á Sandskeiði. Margt breyst á 85 árum Svifflugfélag Íslands var stofnað þann 10. ágúst árið 1936 og var fyrsta flugið farið 31. janúar árið 1937. Hefur nú margt breyst síðan þá en að sögn Þórhildar eru heim- ildir um að fyrstu svifflugurnar hafi verið sendar í loft upp með eins kon- ar teygjubyssum í Vatnsmýrinni. Voru þá svifflugurnar byggðar upp eins og einn stór vængur og sátu flugmennirnir í grindum þar sem enginn flugmannsklefi var til staðar. Í dag eru tímarnir breyttir og eru nú meðal annars komnar svifflugur sem ganga á rafmagni og þarf því ekki að draga þær í gang. Hvetur Þórhildur alla sem hafa áhuga á flugi að kynna sér Svifflug- félagið og starfsemi þess. Eru fé- lagsmenn nú á fimmta tug og hefur félagið leyfi frá Samgöngustofu til að kenna nemendum svifflug. Að sögn Þórhildar er þetta töluvert ódýrara en hefðbundið flugnám og er þetta jafnframt einn besti grunn- ur sem fólk getur fengið fyrir at- vinnuflugmennskuna. Geta ungling- ar hafið nám við 13 ára aldur en til að mega fljúga einflug eru nemar al- mennt að taka verklega námið í rúmlega 30 til 40 flugum til að ljúka þeim æfingum sem eru í námskrá. Tekur þetta oft ekki nema tvö sum- ur. Braut blað í sögunni Þórhildur er eina konan í sögu fé- lagsins sem hefur sinnt formennsku en hún kynntist svifflugi fyrir hálfgerða tilviljun. Hafði hún, ásamt tveimur vin- konum sínum, endað á Sandskeiði verslunarmannahelgina árið 1990, í kjölfar þess að kunningi þeirra hafði skrökvað því að svifflug myndi lækna flughræðslu. „Þetta er að sjálfsögðu al- gjör della því þér er skotið á loft eins og tappa úr kampavínsflösku,“ segir Þórhildur hlæjandi. Enduðu vinkon- urnar þó á að láta reyna á þessa tilgátu en eins og gefur að skilja var lækn- ingamáttur svifflugsins takmarkaður. Sat vinkona hennar uppi með flug- hræðsluna en Þórhildur varð aftur á móti heilluð og hefur hún nú lagt stund á þetta áhugamál í rúm 30 ár. Svifflugfélagið 85 ára - Svifflugum ekki lengur skotið á loft með „teygjubyssu“ Afmæli Hópflug félaga í Fisfélagi Reykjavíkur kom Þórhildi og öðrum af- mælisgestum skemmtilega á óvart. Á annan tug véla kom fljúgandi. Ljósmynd/Baldur J. Baldursson Flugskýli Afmælið var haldið í blíðviðri á Sandskeiði þar sem félagið hefur verið starfrækt frá fyrsta flugtaki í janúar 1937.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.