Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 ✝ Helga Sigrún Helgadóttir fæddist á Drangs- nesi 31. júlí 1942. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 8. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Helgi Ingólfur Sigurgeirsson, f. 29.7. 1903, d. 6.5. 1991, og Ólöf Bjarnadóttir, f. 17.8. 1909, d. 16.11. 2000. Systkini Helgu Sigrúnar voru Valgerður, f. 28.11. 1938, d. 29.1. 2018, og Bjarni Heiðar, f. 6.5. 1944, d. 29.5. 2017. Hildigunnur Kristinsdóttir, f. 22.10. 1983, þau eiga þrjú börn. b) Ingibjörg Elva, f. 5.3. 1988, unn- usti hennar er Magnús Þór Magn- ússon, f. 20.2. 1992, hún á tvö börn úr fyrra sambandi. c) Helgi Már, f. 4.1. 1993, unnusta hans er Ragn- heiður Özurardóttir, f. 24.3. 1998 2) Helgi Ingólfur, f. 3.10. 1965, eiginkona hans er Þórdís Árný Sigurjónsdóttir, f. 15.6. 1970. Börn þeirra eru: a) Birnir Snær, f. 24.10. 1991. b) Ernir Snær, f. 18.9. 1996. 3) Harpa, f. 11.4. 1971, d. 17.12. 1971. 4) Ólöf Elín, f. 25.9. 1973, eiginmaður hennar er Ró- bert Jóhann Guðmundsson, f. 6.2. 1972. Börn þeirra eru: a) Elvar Ingi, f. 27.4. 1998, unnusta hans er Guðrún María Bjarnadóttir, f. 7.1. 1999. b) Garðar Ingi, f. 30.11. 2001, unnusta hans er Andrea Júníusdóttir, f. 15.9. 2002. Eig- inmaður Helgu, Rafn Markús, átti úr fyrra sambandi son, Friðrik, f. 5.2. 1959, eiginkona hans er Eydís Ýr Guðmundsdóttir, f. 1.3. 1960. Börn þeirra eru: a) Elvar, f. 12.6. 1986, unnusta hans er Guðrún Alma Einarsdóttir, f. 14.1. 1988, þau eiga tvö börn. b) Helga Þórey, f. 29.10. 1991, unnusti hennar er Snorri Örn Daníelsson, f. 24.3. 1990, þau eiga eitt barn. Helga bjó á Drangsnesi til ell- efu ára aldurs en flutti ásamt for- eldrum og systkinum til Njarðvík- ur árið 1955. Helga og Rafn hófu búskap í Njarðvík árið 1963 og bjuggu þar alla tíð. Helga vann ýmis störf á lífsleiðinni en var lengst af við verslunarstörf í Friðjónskjöri (Fíabúð) og við ræstingar á Kefla- víkurflugvelli. Útför Helgu Sigrúnar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 24. ágúst 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Helga Sigrún gift- ist 19. desember 1965 Rafni Markúsi Skarphéðinssyni, f. 25.9. 1938, d. 4.7. 2003. Foreldrar hans voru Helena Ingibjörg Schmidt, f. 14.9. 1912, d. 25.6. 1976, og Skarphéð- inn Frímannsson, f. 24.10. 1912, d. 13.2. 1987. Börn Helgu og Rafns eru: 1) Helena, f. 11.4.1964, eiginmaður hennar er Vilberg Jóhann Þor- valdsson, f. 7.11. 1962. Börn þeirra eru: a) Rafn Markús, f. 8.10. 1983, eiginkona hans er Þú varst góð fyrirmynd, elsku yndislega mamma, þú varst líka alveg frábær, stórkostleg amma. Takk fyrir allt, við elskum þig svo mikið, við þurrkum tárin, sjáum fyrir okkur Drangsnes-blikið. Þú varst Strandastelpa og svo stolt af því, þú og Vallý hoppuðuð í pollana, stígvél- unum í. Nú hafið þið hist aftur og gleðin hún skín, í augunum ykkar, nú sjáið þið fallega nýja sýn. Kvalirnar horfnar og útsýnið stórkost- legt, Bói er með ykkur, já allt er svo marg- breytilegt. Svo situr pabbi hjá ykkur, stoltur af sinni frú, við erum svo ánægð að þið eruð sam- einuð nú. Þið báruð okkur myndarlega á ykkar höndum, það er það sem sameinar fjölskylduna böndum. Þið kennduð okkur að njóta, treysta og trúa, vinna, gleðja og að öðru fólki að hlúa. Minningar lifa, við pössum vel upp á þær, þú veist að þú ert okkur svo kær. Fylgist með að öll hér á jörðinni vel dafni við biðjum fyrir þér í heilaga Drottins nafni Minning um góða konu lifir í hjörtum okkar. Mamma við elskum þig. Helena, Helgi, Ólöf Elín og tengdabörn. Það var haustið 1990 ég var 18 ára á leið á Hraunsveg 21 í Njarð- vík til að hitta Ólöfu, en við vorum nýlega byrjuð að vera saman, þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti foreldra hennar, þannig að hjartað sló hraðar en venjulega, ég gekk upp að húsinu og bankaði, dyrnar opnuðust en áður en ég gat komið upp orði sagði húsmóðirin: „nei nei, við ætlum ekki að kaupa neitt núna“ og þar með var hurðinni skellt aftur, ég stóð þarna og vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga. Ég herti mig þó upp og bankaði aftur og nú náði ég að segja: „ég er bara að athuga hvort hún Ólöf sé heima“. Þetta voru fyrstu kynni okkar Helgu Sigrúnar Helgadótt- ur og þvílík tengdamóðir og vinur sem ég eignaðist. Helga var eins og stormsveipur hún stoppaði aldrei, alltaf á fullu hvort heldur sem var í vinnu eða heima við og stóri plúsinn var að sunnudagslærið var í hádeginu á sunnudögum. Sumarið 1991 fórum við Ólöf með Helgu og Rabba til Costa del Sol og vorum með þeim í íbúð í þrjár vikur og allan tíman vorum við Ólöf í svefnherberginu en Helga og Rabbi létu sér svefn- sófann í stofunni nægja, þetta finnst mér lýsa þeim vel, þau settu alla aðra í fyrsta sæti. Við Helga náðum alla tíð ótrú- lega vel saman, hún gat verið stríð- in eins og ég en við gátum líka tal- að saman í alvöru. Mikið þykir mér vænt um öll matarboðin hjá Helgu og Rabba og svo núna í seinni tíð þegar Helga kom á Yaris-num til okkar í mat þá var nú oft kátt á hjalla og sultutertan sem Helga bakaði alltaf fyrir jólin, ég hef ekki bragðað betri tertu. Ferðin á Drangsnes, þegar Helga varð sjö- tug, gleymist aldrei en þá gátu börnin hennar og barnabörn kom- ið með og fagnað með henni. Helga missti Rabba sinn árið 2003 og eftir það bjó hún ein á Hraunsveginum svo á Vallarbraut- inni og nú síðast á Njarðarvöllum. Það var alveg sama hvað Helga var veik, en hún var búin að vera sjúk- lingur alltof lengi, alltaf var heim- ilið svo fallegt og snyrtilegt og allt- af eitthvert góðgæti til að bjóða gestum. Elsku Helga, það á eftir að verða erfitt að geta ekki heimsótt þig um helgar á Njarðarvelli og spjallað, segja fréttir af Elvari og Garðari sem þú varst svo stolt af sem og öllu þínu fólki og já, þú get- ur svo sannarlega verið stolt af hópnum þínum sem stendur sig svo vel. Ég veit líka að þú ert komin á góðan stað þar sem Rabbi, Harpa, Vallý, Bói og þitt fólk tekur vel á móti þér, mikið held ég að þú sért ánægð með það. Við hittumst aftur þótt síðar verði. Elsku Helga mín, takk fyrir allt. Róbert Jóhann Guðmundsson. Helga var einkar hjartahlý og góð kona. Hún var höfðingi heim að sækja og tók okkur ævinlega opnum örmum þegar við heimsótt- um hana. Hún var alltaf glöð og brosmild, ástrík mamma, amma og langamma og bar hag allrar fjöl- skyldunnar mjög fyrir brjósti. Við vorum svo gæfusöm að eiga margar notalegar samverustundir með henni. Fyrir þær erum við af- ar þakklát og við hlökkuðum til að eiga þær fleiri með henni. Það var því sorglegt að frétta að hún hefði látist eftir erfið veikindi. Blessuð sé minning Helgu, þeirrar góðu konu. Friðrik og Eydís. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þegar ég hugsa til elsku Deddu frænku, kemur þakklæti fyrir upp- vaxtarárin í Ytri-Njarðvík á árun- um 1954 – 1963 upp í hugann. Móð- ir Deddu, Lóa frænka, sem hét fullu nafni Ólöf og pabbi, Jón Mich- ael Bjarnason, voru systkin, bæði fædd á Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum, í upphafi síðustu aldar. Fjöldi Strandamanna flutti á Suð- urnesin upp úr miðri síðustu öld. Þau systkinin fluttu til Ytri-Njarð- víkur um og eftir 1950 ásamt tveimur öðrum systkinum sínum, þeim Soffíu og Eyjólfi. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna, náið samband myndaðist á milli okkar systkinabarnanna enda stutt á milli húsanna okkar. Dedda, Vallý og Bói bjuggu á Hólagötu 39, við á Þórustíg 5. Gleði, kátína og hlátur einkenndu samverustundirnar. Stutt var í sprellið. Dedda og Vallý voru mjög nánar systur. Þegar ég hugsa til Deddu er Vallý alltaf með inni í myndinni og öfugt – og Bói á hliðarlínunni. Ung- lingsárin þeirra systranna ein- kenndust af mörgum skemmtileg- um uppátækjum. Í dag yrði sagt að þær hefðu verið mjög skapandi. Minnisstæð er sagan af því þegar þær systurnar sigruðu grímubún- ingakeppni sem haldin var í Kross- inum. Þær klæddu sig upp sem brúðarpar, gengu alvarlegar um salinn allt kvöldið og enginn „fatt- aði“ að þetta voru þær systur fyrr en grímurnar voru felldar um mið- nætti. Ógleymanlegt er árið í kring- um 10 ára afmælisdaginn minn sem bar upp á páskadag. Þá færðu þær systurnar litlu frænku sinni stærsta páskaeggið sem til var á Suðurnesj- um. Rabbi var stóra ástin í lífi Deddu frænku. Þegar kom að því að stofna heimili, byggja hús og eignast börn var það gert af sama myndarskap, sömu hlýju og alúð og annað sem Dedda tók sér fyrir hendur. Þegar óbærileg sorg knúði dyra kom í ljós hversu traust sambandið var og heilsteypt. Þakklæti kemur upp í hugann þegar ég hugsa til Deddu frænku. Hún var mér mikil fyrirmynd á mikilvægum uppvaxtarárum. Mér fannst allt merkilegt sem hún tók sér fyrir hendur, það var alltaf gam- an í kringum hana. Hún var ein- staklega hlý, kraftmikil og skemmtileg. Ég sendi börnunum hennar og stórfjölskyldunni allri mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll elsku frændsystkin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Helga Sigrún Helgadóttir ✝ Bergþóra Bach- mann Frið- geirsdóttir eða Lillý Friðgeirsdóttir, eins og vinir og fjöl- skylda þekktu hana, fæddist 21. júlí 1929 að Holti í Hafn- arfirði. Það heitir í dag Hringbraut 64. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 10. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Eyrún Guðmundsdóttir frá Holti í Hafn- arfirði, f. 11.10. 1908, d. 8.11. 1936, og Friðgeir Grímsson, f. 7.10. 1909, d. 15.2. 2005. Berg- þóra var eina barn þeirra hjóna. Bergþóra átti þrjú hálfsystk- ini, samfeðra frá seinna hjóna- bandi föður hennar og Guðrúnar Soffíu Gísladóttur. Þau eru Gísli Halldór eðlisfræðingur, f. 13.11. 1943; Grímur Rúnar tæknifræð- móðir hennar af berklum. Í fjarveru föður síns naut hún umönnunar Guðmundar Sig- urðssonar móðurafa, sem bjó í sama húsi. Um tíma varð fjöl- skyldan að grípa til þess ráðs að koma barninu í umönnun til nunnanna á St. Jósefsspítala við Suðurgötu í Hafnarfirði. Berg- þóra fluttist alfarið til föð- urömmu sinnar og afa, Bryn- dísar Bachmann Jónsdóttur og Gríms Ásgrímssonar að Berg- þórugötu 17 í Reykjavík, sem varð heimili hennar fram að fermingu. Hún saknaði alltaf heimahaganna suður í Hafn- arfirði þótt hún væri í góðum höndum hjá fjölskyldunni á Bergþórugötu og öðrum ætt- ingjum er þar bjuggu. Berg- þóra kallaði Bryndísi föð- urömmu sína alltaf mömmu, raunar allt til dauðadags. Bergþóra lauk prófi sem nudd- og snyrtisérfræðingur í Kaupmannahöfn árið 1967. Hún starfaði í allmörg ár í starfsgreininni, bæði með sjálfstæðan rekstur en einnig á sjúkrastofnunum, s.s. Hrafn- istu í Reykjavík og á Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. Hún nam píanóleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík ung að árum og í framhaldi fékkst hún m.a. við kennslu í nokkur ár. Bergþóra var fyrst og síðast mikil félagsvera. Hún stundaði skátastarf af miklum krafti á yngri árum, spilaði handbolta með Fram, söng í Sólskins- kórnum og síðar Pólýfónkórn- um til fjölda ára. Hún var mikil skíðakona og sat í stjórn Íþróttafélags kvenna. Berg- þóra var fulltrúi félagsins í skíðaráði Reykjavíkur og kom sem slík að undirbúningi að stofnun skíðasvæðisins í Blá- fjöllum. Bergþóra stundaði leir- muna- og keramikmálun. Útför Bergþóru fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 24. ágúst 2021, og hefst athöfnin kl. 13. ingur, f. 8.3. 1948, og Sigríður Sólveig hjúkrunar- fræðingur, f. 3.1. 1952. Á afmælisdegi sínum 1951 giftist Bergþóra eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Baldri Magnúsi Stefánssyni setjara, f. 13.11. 1928. Börn þeirra eru Stefán Rúnar augnsmiður, f. 11.3. 1952, fráskilinn; Friðgeir Magni hag- fræðingur, f. 30.5. 1954, kvæntur Björgu Pétursdóttur; Egill Brynj- ar setjari, f. 31.12. 1957, í sambúð með Höllu Arnar; Eyrún, f. 30.3. 1959, d. 16.6. 1959, og Eyrún Þóra símsmiður, f. 30.4. 1960, frá- skilin. Niðjar þeirra nú eru á fjórða tuginn. Bergþóra ólst upp í foreldra- húsum til 7 ára aldurs, en þá lést Amma Lillý er látin. Þetta símtal sem við fengum að morgni dags þann 10. ágúst sl. mun seint gleymast. Amma var mögnuð kona. Félagslynd, fyndin, hlý og um- fram allt alltaf til staðar þegar einhver þurfti á henni að halda. Hún sýndi fram á að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi þegar hún, þá orðin 5 barna móð- ir, skellti sér í nám til Danmerk- ur. Amma verður ávallt ein af okkar helstu fyrirmyndum í líf- inu og hennar er sárt saknað af okkur öllum. Hún skilur eftir fallegar minn- ingar sem við munum varðveita um alla tíð. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Hvíldu í friði, elsku amma. Ingi Steinn, Guðríður, Tómas Óli, Ástrós, Sóley Rut, Jökull Smári og Bergþóra Líf. Fyrir nærri hálfri öld kynntist ég, nýorðin 17 ára, Agli syni Bergþóru eða Lillýjar eins og hún var oftast kölluð. Lillý var fædd á Holti í Hafn- arfirði og ólst þar upp þar til móðir hennar lést úr berklum. Um tíma var hún hjá systrunum á St. Jósepsspítala en síðan flutti hún til föðurömmu sinnar í Reykjavík. Ég gerði mér strax grein fyrir því hve sterk þessi fíngerða kona var. Heimilið í Háagerði 81, þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu lengst af, var mjög fal- legt og listrænt. Þar ríkti líka sérstakur húmor, sem er enn við lýði innan fjölskyldunnar. Það var gert grín að öllu og öllum. Ég var fljótlega kynnt fyrir „lukku- tröllum“ sem var snyrtilega rað- að ofan á flygilinn í stofunni. Öll höfðu þau nöfn ættingja og þegar ég hitti þetta fólk stóð ég mig að því að reyna að sjá myndlíking- arnar við tröllin. Matur hafði annað nafn en ég hafði vanist. Til dæmis var spag- hettí og hakk nefnt „þrumur og eldingar“, svo sterkur þótti sum- um rétturinn. Uppskriftin kom frá Suður-Tíról. Púðursykur- skaka með rjóma, döðlum og súkkulaði var kölluð „kúadella“. Lillý var á undan sinni samtíð. Hún ræktaði til að mynda græn- meti í eldhúsglugganum yfir vetrarmánuðina sem var ekki tíðkað á Íslandi í þá daga og á sumrin var sérstakur reitur í garðinum fyrir grænmetisrækt- un. Hún kenndi mér að búa til aðventukrans úr greni en það hafði ég aldrei séð áður. Hún elskaði að rækta blóm, jafnt inni sem úti, og bar garðurinn í Háa- gerðinu þess merki. Hún var mjög stundvís og var vel kynnt alls staðar þar sem ég kom. Lillý kom mér til dæmis í kynni við Ingu saumakonu í Hafnarfirði sem hafði saumað kjóla á hana oft eftir teikningum Lillýjar. Inga sagðist vera hætt að taka á móti nýjum kúnnum en þegar hún heyrði að Lillý hefði bent mér á hana ljómaði hún í framan og sagði að hún gæti ekki neitað hennar fólki. Árið 1978 vann ég um tíma hjá nunnunum á St. Jósepsspítalan- um. Lillý bað mig að skila kveðju til gömlu systranna, sérstaklega kennara hennar sem ég man ekki lengur hvað hét, þá var hún há- öldruð kona. Þegar ég bar henni kveðjuna táraðist hún og sagði með sínum erlenda hreim: „Lillý dansaði á tánum þegar hún var lítil hér í þessu eldhúsi.“ Lillý var ekki bara húsmóðir, heldur lærði hún til nudd- og snyrtisérfræðings í Kaupmanna- höfn 1966-1967 og starfaði lengst við það á Hrafnistu og á Heilsu- hælinu í Hveragerði. Hún var mikil félagsvera og var margt til lista lagt og tók þátt í félagsstarfi ýmissa félaga. Hún var mjög músíkölsk og söng t.a.m. með Pólýfónkórnum í mörg ár. Þá var hún táknmálstúlkur fyrir heyrn- arlausa vinkonu sína, talaði að mér virtist reiprennandi fingra- og varamál. Það er kaldhæðnislegt að þeg- ar hún var komin nær áttræðu fær hún slag og málstol og átti erfitt með að tjá sig eftir það þótt hugsunin væri óskert. Undir það síðasta töluðum við saman með augunum og handahreyfingum því heyrnin var að mestu farin. Hún lést, södd lífdaga, í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem vel var hugsað um hana. Ég votta fjöl- skyldunni mína dýpstu samúð. Halla Arnar. Tengdamóðir mín, sem við öll kölluðum Lillý ömmu, er látin. Hún var björt yfirlitum, bros- mild, tónelsk, með ástríðu fyrir blómum og köttum. Þrátt fyrir að missa móður sína einungis 7 ára, á tímum þeg- ar samfélagsstuðningur var lítill og fátækt mikil, var atgervi hennar slíkt og stuðningur nán- ustu fjölskyldu í uppvexti hennar þannig að upp óx glaðlynd, barn- elsk, umhyggjusöm og þrautseig kona, sem lærði og kenndi á pí- anó, söng í Pólýfónkórnum og var mikill íþróttaiðkandi, bæði í handbolta og á skíðum. Kona sem vílaði ekki fyrir sér að flytj- ast með manni og börnum til Kaupmannahafnar til að sækja sér menntun. Hún var einnig óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir. Á unga aldri samdi hún við hljóðfæraverslun um að selja henni flygil og nurlaði fyrir af- borgunum í mörg ár. Þegar við Friðgeir hófum sambúð var þessi sami flygill enn þá miðpunktur heimilisins. Það skiptust á skin og skúrir á lífsleið Lillýjar ömmu og reyndi oft á þrautseigju hennar og út- sjónarsemi. Sorgin við að missa tæplega þriggja mánaða dóttur fylgdi henni alla lífsleiðina og fann maður gjörla hve stutt var í sársaukann ef barnabörnin urðu mikið veik. Umhyggjusemin var henni eðlislæg og nutum við hennar gegnum árin. Árið 2007 fékk Lillý amma heilablóðfall sem hafði þær af- leiðingar að hún bjó við málstol upp frá því. Þetta hafa verið henni þung 14 ár og er hún örugglega hvíldinni fegin. Við hjónin gleðjumst yfir arf- leifð hennar sem við sjáum í börnum okkar og þökkum henni samfylgdina. Innilegar samúðarkveðjur til Baldurs afa. Björg Pétursdóttir. Bergþóra Bachmann Friðgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.