Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Japanir eru staðráðnir í að
fylgja eftir góðum Ólympíuleikum
með ekki síðra Ólympíumóti fatl-
aðra en það verður sett í dag á
hinum glæsilega leikvangi í Tókýó
sem ber nafn sömu hreyfingar.
Hvað varðar skipulag, ná-
kvæmni, kurteisi og einbeittan
vilja til að hjálpa og leysa öll
vandamál er í það minnsta ljóst
að fáir geta slegið þeim japönsku
við í gestgjafahlutverkinu.
Allt frá fyrsta skrefi út úr flug-
vélinni á Haneda-flugvelli á
sunnudag hefur árvökult starfs-
fólk, væntanlega stór hluti sjálf-
boðaliða í þeim hópi, séð til þess
að gesturinn frá Íslandi fari sér
hvergi að voða og sé leiddur í
gegnum allar hindranir og þrautir
með bros á vör.
Veiran sem hefur gert okkur
lífið leitt í hálft annað ár setur að
sjálfsögðu stóran svip á móts-
haldið. Hér í Tókýó greinast um
þessar mundir um 4.000 ný smit
á dag og strangar takmarkanir
vegna sóttvarna eru í gildi. Meðal
annars með þeim afleiðingum að
engir áhorfendur verða á
Ólympíumótinu, frekar en á Ól-
ympíuleikunum.
En í leiðinni má nefna að hér í
Tókýó búa reyndar um það bil
hundrað sinnum fleiri en í
Reykjavík, um 14 milljónir
manna, og hlutfallslega er þetta
því svipað og ef 40 smit greind-
ust daglega í íslensku höfuð-
borginni. Ef stærðfræði gamals
máladeildarnemanda gengur
upp.
Umræða hefur verið í gangi
um að stöðva mótið eða aflýsa
því ef yfirstandandi bylgja vex
enn frekar og tapar sér í veldis-
vextinum margumtalaða. Sam-
kvæmt tölum gærdagsins var
hinsvegar staðan betri en um
helgina og allt stefnir í að mótið
hefjist um miðnættið í kvöld.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
West Ham United er í efsta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4:1-
stórsigur á öflugu liði Leicester
City á Ólympíuleikvanginum.
West Ham er í banastuði í upp-
hafi tímabilsins og hefur skorað
átta mörk í fyrstu tveimur leikj-
unum.
Michail Antonio skoraði tvívegis,
en Pablo Fornals og Said Ben-
rahma skoruðu einnig fyrir West
Ham. Youri Tielemans skoraði
mark Leicester. Ayoze Pérez hjá
Leicester var rekinn af leikvelli á
40. mínútu eða í stöðunni 1:0.
West Ham í
toppsætinu
AFP
London Andinn í herbúðum West
Ham virðist vera afar góður.
Andri Fannar Baldursson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, sem leikur
með Bologna á Ítalíu, hefur verið
lánaður þaðan til Köbenhavn í Dan-
mörku. Danski netmiðillinn bold.dk
skýrir frá þessu og segir að um
leigusamning til eins árs sé að ræða
ásamt kauprétti að honum loknum.
Hjá Köbenhavn eru fyrir þeir Há-
kon Arnar Haraldsson og Orri
Steinn Óskarsson.
Andri, sem er 19 ára gamall, kom
til Bologna frá Breiðabliki árið
2019 og á að baki 15 leiki með lið-
inu í A-deildinni.
Lánaður til
Danmerkur
Morgunblaðið/Eggert
Danmörk Andri Fannar Baldursson
er á leið til Kaupmannahafnar.
Í TÓKÝÓ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir eins árs frestun er loksins
komið að því að Ólympíumót fatl-
aðra, Paralympics, verði sett í dag í
japönsku höfuðborginni Tókýó. Sex
Íslendingar eru mættir til leiks og
keppa frá morgundeginum og til
föstudagsins 3. september.
Þórður Árni Hjaltested formaður
Íþróttasambands fatlaðra er mætt-
ur á Paralympics í sjötta skipti og
sagði við Morgunblaðið í Tókýó að
hann væri afar feginn að sjá leikana
loksins fara af stað eftir langa bið,
þungan undirbúningstíma og mikla
óvissu.
„Það er mikil gleði að Ólympíu-
leikarnir skyldu geta farið fram án
þess að upp kæmu stór vandamál
varðandi kórónuveiruna, vegna þess
að við óttuðumst að ef það myndi
gerast yrði Paralympics-leikunum
einfaldlega slaufað. Það gat alveg
gerst og Japanirnir voru búnir að
gefa út að ef eitthvað stórkostlegt
myndi gerast hefðu þeir mögulega
lokað á einstakar greinar á Ólymp-
íuleikunum og síðan í kjölfarið hætt
við Paralympics,“ sagði Þórður
Árni.
„Sem betur fer gerðist það ekki
en óvissan allt árið var verst fyrir
afreksfólkið okkar. Bæði komu
tímabil þar sem það mátti ekki æfa,
sundlaugunum var t.d. lokað og það
var mikil barátta hjá Sundsamband-
inu og okkur með þeim að afreks-
fólkið fengi að æfa. Því var sýndur
skilningur þegar leið á þennan tíma.
Lokunin var mjög hörð í upphafi en
svo sáu menn að vel væri passað upp
á allt, fjarlægðarmörk og allt slíkt. Í
sundlauginni er allt vel sótthreinsað
með klór í lauginni og þetta var
aðallega spurning um búningsklef-
ana.
Mikið keppnisár fyrir leika
Þetta hafði mikil áhrif á undirbún-
inginn að því leyti að alltaf er gert
ráð fyrir því að árið fyrir Ólympíu-
mót sé mikið keppnisár þar sem við
förum með okkar fólk utan og tök-
um þátt í ýmsum mótum, bæði fyrir
þeirra undirbúning og fyrir þau til
að öðlast keppnisreynslu. Og í sum-
um keppnisgreinunum þarf líka að
taka þátt í mörgum mótum því það
er stigalistinn sem ræður. Þú kemst
ekki á leikana nema vera búinn að
ná ákveðnum fjölda stiga til að kom-
ast ofar á lista. Stigin færðu ekki
nema með því að vera með.
Auðvitað hefur óvissan haft þessi
áhrif og það hefur jafnvel komið upp
æfingaleiði. Fólk sá að mót sem það
ætlaði að taka þátt í höfðu allt í einu
gufað upp, verið frestað og oftar en
ekki aflýst. Ég heyrði oft í gegnum
yfirmenn okkar landsliðsmála sem
voru með puttana á púlsinum að það
væru meiri þyngsli en áður. Mótinu
sem búið var að stefna að í þrjú ár
var allt í einu ýtt fram um eitt ár.
„Ég var kominn svo nálægt en nú
þarf ég að æfa áfram og djöflast.“
En nú fer þetta í gang og við getum
huggað okkur við að það eru bara
þrjú ár í næsta mót,“ sagði Þórður
Árni Hjaltested.
Óvissan verst fyrir afreksfólkið
Morgunblaðið en ítarlegt viðtal við
hann birtist á ólympíuvef mbl.is í
dag.
Róbert á síðan eftir að keppa í
tveimur öðrum greinum í Tókýó, í
100 metra bringusundi á sunnudag-
inn og í 200 metra fjórsundi næsta
þriðjudag.
Gríðarlega hörð keppni
Morgunblaðið fékk fjóra úr ís-
lenska fylgdarliðinu í Tókýó til að
segja stuttlega frá Róberti og
möguleikum hans.
Kristín Guðmundsdóttir, formað-
ur sundnefndar Íþróttasambands
fatlaðra og fyrrverandi landsliðs-
þjálfari:
„Á góðum degi ætti Róbert að
komast í úrslit og kannski ná í
verðlaun ef hann er vel stemmdur
og allt tikkar í rétt box. Hann er
S14 og það má ekki vera neitt sem
fer í taugarnar á honum því þá er
dagurinn ónýtur. Keppnin verður
mjög hörð og hann byrjar einmitt á
100 metra flugsundi, það og 200
metra fjórsundið eru hans sterku
greinar.“
Steindór Gunnarsson sundþjálfari
hjá ÍRB:
„Róbert er gríðarlega góður
sundmaður sem hefur náð flottum
árangri, m.a. á síðasta Evrópumóti.
Hann hefur staðið sig vel á Íslandi
og veitt mínum drengjum sem
keppa fyrir ÍRB mjög harða keppni.
Hann er mjög flottur sundmaður og
ég er afar spenntur að fylgjast með
því hvað Róbert gerir.“
Þórður Árni Hjaltested, formaður
Íþróttasambands fatlaðra:
„Róbert var í verðlaunasæti á EM
í vor og vann gull á HM í Mexíkó,
þótt þar vantaði kannski reyndar
nokkra sterka keppendur. En það
dregur ekki úr hans árangri, hann
er heimsmeistari, kominn með
reynslu og búinn að æfa geipilega
vel síðasta árið. Það er aldrei að
vita hvernig fer, hann gerir sitt
besta og ætlar sér stóra hluti.“
Jón Björn Ólafsson, aðalfarar-
stjóri íslenska hópsins í Tókýó:
„Róbert Ísak keppir í brjálæðis-
lega flottum flokki. Þarna eru of-
boðslega sterkir íþróttamenn og
eins og oft er sagt getur dags-
formið skipt miklu máli. Róbert
hefur litið rosalega vel út á æfing-
um hér á svæðinu og í Tama, og
möguleikarnir eru alfarið í hans
höndum. Það er bjart yfir honum
og hann er meira að segja farinn að
grufla við það að læra japönsku.
Hann er eins og innfæddur hérna.“
„Möguleikarnir eru
alfarið í hans höndum“
- Róbert Ísak keppir í sinni aðalgrein á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í nótt
Ljósmynd/ÍF
Kraftur Róbert Ísak Jónsson á fullri ferð á æfingu í Tókýó en hann ætlar sér að slá Íslandsmetið í 100 metra flug-
sundi í nótt og komast í úrslitin. Reiknað er með gríðarlega harðri keppni í hans flokki.
Í TÓKÝÓ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Róbert Ísak Jónsson keppir fyrstur
Íslendinganna á Ólympíumóti fatl-
aðra í Tókýó, Paralympics. Hann er
aðeins tvítugur að aldri en hefur þó
þegar unnið til gull- og silfur-
verðlauna á heimsmeistara- og Evr-
ópumótum í flokki S14, þroska-
hamlaðra.
Þrátt fyrir áðurnefnd afrek er
Róbert með þrettánda besta tímann
af þeim nítján fremstu sundmönn-
um heims í 100 metra flugsundi í
þessum flokki. Það segir sitt um
styrkleikann í greininni og ljóst er
að hann þarf að hafa mikið fyrir því
að komast í gegnum undanrásirnar
og í úrslitasundið.
Undanrásirnar fara fram laust
eftir miðnættið í kvöld, á miðviku-
dagsmorgni að staðartíma, og kom-
ist Róbert í úrslitin keppir hann
aftur um það bil átta tímum síðar,
laust eftir klukkan níu í fyrramálið,
sem er á miðvikudagskvöldi að jap-
önskum tíma.
Vill stórbæta Íslandsmetið
Sjálfur er hann staðráðinn í að
ná langt. „Ég myndi segja að ég
væri 110 prósent tilbúinn og ég
byrja á minni aðalgrein, 100 metra
flugsundinu. Ég þori ekki að svara
til um hverjir möguleikarnir eru á
að ná ákveðnu sæti eða komast á
verðlaunapall því ég veit aldrei
hvað hinir keppendurnir gera. En
mig langar til að bæta tímann minn
og setja nýtt Íslandsmet, helst að
stórbæta það,“ sagði Róbert við
FH-ingurinn
Gunnar Nielsen
og Valsmaðurinn
Kaj Leo í Bar-
talsstovu eru í
landsliðshópi
Færeyinga í
knattspyrnu sem
var tilkynntur í
gær fyrir þrjá
leiki í undan-
keppni heims-
meistaramótsins í fyrstu vikunni í
september.
Færeyingar leika þá gegn Ísrael,
Danmörku og Moldóvu en leikirnir
fara allir fram í Þórshöfn dagana 2.,
5. og 8. september.
Færeyska liðið lék þrjá útileiki í
mars og gerði jafntefli í Moldóvu,
1:1, en tapaði 3:1 í Austurríki og 4:0 í
Skotlandi.
Einnig eru þrír fyrrverandi leik-
menn íslenskra liða í færeyska hópn-
um, þeir Brandur Olsen frá Hels-
ingborg í Svíþjóð, René Shaki
Joensen frá HB í Þórshöfn og Sonni
Ragnar Nattestad sem leikur með
Dundalk á Írlandi.
Íslenska landsliðið mun leika þrjá
leiki og verða þeir allir á heimavelli.
Gegn Rúmeníu 2. september, gegn
N-Makedóníu 5. september og gegn
Þjóðverjum 8. september. Lands-
liðshópurinn verður tilkynntur á
morgun.
Gunnar og
Kaj á leið í
landsleiki
Kaj Leo
í Bartalsstovu