Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
BAKSVIÐ
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Flugmönnum og flugliðum flugfélags-
ins Play hefur verið boðið að taka á sig
allt að 50% lækkun á starfshlutfalli
gegn því að fá fastráðningu í vetur. Var
þessi hugmynd kynnt á fjarfundi sem
stjórnendur Play héldu með starfs-
mönnum félagsins á miðvikudag í liðinni
viku. Heimildir Morgunblaðsins herma
að hljóðið í flugmönnum sé þungt eftir
fundinn.
Hugmyndin að breytingunum kom
ekki frá stjórnendum Play, að sögn
Birgis Jónssonar
þegar hann er innt-
ur eftir viðbrögð-
um.
„Ég var nú
reyndar ekki á
fundinum sjálfur,
en það er mikilvægt
að árétta að þessi
hugmynd kemur
ekki frá stjórninni
heldur vaknar hún
hjá hópnum,“ segir hann. „Það var aldr-
ei sest niður hérna í stjórninni og sagt
að við þyrftum að draga saman seglin
því við erum langt frá því að gera það.“
Á fundinum hafi það þó verið til um-
ræðu hvernig hægt væri að tryggja að
fleiri starfsmenn fái vinnu í vetur og
forða fólki þannig frá því að lenda í at-
vinnuleysi, að sögn Birgis.
„Í stað þess að þeir sem eru bara með
ráðningarsamning út sumarið myndu
detta út í haust og koma svo kannski
aftur inn í vor, var sú hugmynd lögð
fram að þeir starfsmenn sem gætu og
vildu, tækju á sig lækkun á starfshlut-
falli,“ segir hann.
Vegna kórónuveirufaraldursins
þurfti Play að fella niður 14 flug í sept-
ember og er nú ofmönnun í áhafnaflota
félagsins, að sögn Birgis.
„Við erum að fljúga frekar lítið eins
og er, þannig að við erum með miklu
meiri afkastagetu en við erum í raun og
veru að nota,“ segir hann.
Með því að fjölga fastráðnum starfs-
mönnum er einnig verið að sjá til þess
að Play geti aukið framboð sitt hraðar
þegar eftirspurn eykst á ný eftir ára-
mót, en næsta vor hyggst félagið sækja
inn á Bandaríkjamarkað og mun þá
þurfa á öllum tiltækum mannskap að
halda, að sögn Birgis.
„Allt sem við erum að gera núna er
bara upphitun fyrir næsta vor og erum
við að þjálfa áhöfnina fyrir Bandaríkin,“
segir hann. „Fólk vissi það alveg þegar
það byrjaði hjá okkur í sumar að við
þurfum að vera fleiri á næstu mánuðum
heldur en flugáætlunin gerir ráð fyrir
eins og hún er núna.“
Aðspurður segist Birgir ánægður
með framvindu fundarins í síðustu viku
og að starfsfólk hafi heilt yfir tekið vel í
hugmyndina þótt það óskaði þess vissu-
lega að árferði væri eðlilegt.
„Þetta sýndi bara andann sem ríkir
hér innan fyrirtækisins og það að fólk
sé að hugsa um heildina,“ segir hann.
.„Ég er samt ekki að segja að fólk sé
eitthvað gríðarlega ánægt með þetta,
að sjálfsögðu ekki. Við myndum auðvit-
að öll vilja að það væri ekki heimsfar-
aldur og að við gætum verið í 100% af-
köstum.“
Lækkun á starfshlutfalli
starfsmanna Play til umræðu
Morgunblaðið/Eggert
Jómfrúarflug Flugfélagið Play hóf sig fyrst til flugs 24. júní sl. þegar það fór í jómfrúarferð sína til London.
Leikur að tölum
» Flugliðar hjá Play eru 52
talsins og eru þeir allir í fullu
starfi í dag. Þar af eru 16 flug-
liðar fastráðnir en hinir á tíma-
bundnum samningum.
» Flugmenn Play eru 26 tals-
ins og eru allir þeirra fastráðn-
ir í fullu starfi í dag.
» Á skrifstofu Play starfa 53
og eru allir nema tveir í fullu
starfi.
- Segir félagið ekki vera að draga saman seglin - Vilja forða fólki frá atvinnuleysi
Birgir Jónsson
« Alls var 53 kaupsamningum og af-
sölum um viðskipti með atvinnu-
húsnæði þinglýst á höfuðborgar-
svæðinu í júlímánuði. Þetta kemur
fram í tölum Þjóðskrár. Þar má einnig
sjá að í sama mánuði í fyrra var 39
slíkum skjölum þinglýst. Í júnímán-
uði síðastliðnum voru þau 74 en að-
eins 22 í sama mánuði í fyrra. Heild-
arkaupverð á bak við samningana 53 í
júlí nam tæpum 4,6 milljörðum króna
en veltan á sama tíma í fyrra nam 1,3
milljörðum króna.
Meiri umsvif á markaði
með atvinnuhúsnæði
STUTT
24. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.0
Sterlingspund 174.22
Kanadadalur 99.14
Dönsk króna 20.089
Norsk króna 14.094
Sænsk króna 14.467
Svissn. franki 139.46
Japanskt jen 1.1672
SDR 181.24
Evra 149.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.9866
Fasteignafélagið Reitir hf. hagnaðist
um 861 milljón króna á öðrum fjórð-
ungi þessa árs. Á sama tíma á síðasta
ári var 191 milljónar króna tap á
rekstrinum. Jákvæðar virðisbreyting-
ar fjárfestingareigna námu 1,3 millj-
örðum króna á öðrum fjórðungi en
voru einungis jákvæðar um 20 millj-
ónir króna á sama tímabili í fyrra.
Hagnaður fyrri árshelmings var
rúmlega 1,8 milljarðar króna, saman-
borið við 1,2 milljarða tap á fyrri árs-
helmingi í fyrra. Munar þar um mats-
breytingar sem voru neikvæðar um
2,1 milljarð króna á fyrri árshelmingi
síðasta árs en jákvæðar um 2,3 millj-
arða á fyrri helmingi 2021.
Eignir Reita nema nú rúmum 160
milljörðum króna en þær voru rúmir
156 milljarðar króna í lok síðasta árs.
Aukningin nemur 2,3%.
Eigið fé félagsins er 54 milljarðar
króna og hefur aukist lítillega milli
ára en það var tæpir 53 milljarðar á
sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfall
Reita er 34%.
Atvinnulífið við góða heilsu
Guðjón Auðunsson, forstjóri fyrir-
tækisins, segir í tilkynningunni að
uppgjör fyrri árshelmings beri merki
um að atvinnulífið sé almennt við góða
heilsu þrátt fyrir að Covid-19-farald-
urinn sé ekki enn að fullu að baki.
Tekjur hafi verið að aukast eftir því
sem liðið hefur á árið og áhrif farald-
ursins minnkað í takt við spár félags-
ins.
„Fjórða bylgja faraldursins er ekki
að hafa jafn mikil áhrif á leigutaka fé-
lagsins eins og fyrri bylgjur höfðu.
Verslun og þjónusta er í góðum vexti
og er velta í sögulegu hámarki í
Kringlunni. Nýting eigna hefur aukist
jafnt og þétt síðustu mánuði og inn-
heimta leigutekna er ágæt.“
Þá segir Guðjón í tilkynningunni að
efnahagur Reita sé mjög traustur og
skuldsetningarhlutfall um mitt ár hafi
verið 57,6%.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fasteignir Guðjón Auðunsson segir
efnahag Reita traustan.
Reitir hagnast
um 861 milljón
- Eiginfjárhlutfall
34% - Virðisbreyt-
ingar skipta sköpum
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
« Þátttakendur í hlutafjárútboði Ice-
landair Group, sem fram fór í sept-
ember í fyrra, nýttu áskriftarréttindi
að fjárhæð 16,4 milljónir dollara í
fyrstu lotu af þremur sem fylgdu með
í kaupum bréfanna. Icelandair mun
vegna þessa gefa út nýtt hlutafé fyrir
1.862 milljónir króna að nafnverði og
kaupa hluthafarnir þau á 1,13 krónur á
hlut, eða u.þ.b. 20% undir núverandi
gengi bréfa félagsins í Kauphöll Ís-
lands. Á komandi misserum mun fé-
lagið veita innlausnarrétt á frekari
áskriftarréttindum en þá á hærra
verði, sem fyrirfram hefur verið
ákvarðað.
Samkvæmt upplýsingum frá Ice-
landair Group nýttu eigendur 97,1%
þess hlutafjár sem gefið var út í fyrra
í tengslum við útboðið, áskriftarrétt-
indi sín að þessu sinni.
97,1% nýttu áskriftina
hjá Icelandair Group