Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 ✝ Eggert Guð- mundsson fæddist 9. júlí 1931. Hann lést 12. ágúst 2021 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Ármann Björnsson, bóndi í Görðum á Álftanesi, f. 1896, d. 1968, og Þor- björg Halldórs- dóttir húsfreyja, f. 1905, d. 1934. Guðmundur kvæntist síðar Helgu Sveinsdóttur húsfreyju, f. 1911, d. 1998. Bræður Eggerts voru Gústaf, f. 1926, d. 1927, og Halldór, f. 1928, d. 2004. Systur Eggerts, samfeðra, eru Sigríður Bergþóra, f. 1943, og Þórunn Erla, f. 1950. Uppeldisbræður Eggerts eru Sveinn, f. 1930, og Þorsteinn, f. 1936, d. 1998. Eggert kvæntist 30.12. 1969 Ásdísi Skúladóttur frá Urð- þeirra eru Hafsteinn Freyr, f. 2013, og Ægir Þór, f. 2016. Börn Vignis og Lilju eru Kristján Páll, f. 1989, Ásdís Huld, f. 1993, í sambúð með Pálma Geir Jóns- syni. Dætur þeirra eru Bjartey Lilja, f. 2016, og Lísa Bára, f. 2019. Yngsta dóttir Vignis og Lilju er Heiðrún Arna, f. 2002. 3) Guðmundur Ármann, f. 1965, d. 2017, maki Sif Jóns- dóttur, f. 1964, d. 2015. Börn þeirra eru tvö, Arnar Jón, f. 2001, í sambúð með Ragnheiði Dís Embludóttur, f. 2001, og Katrín Ósk, f. 2006. 4) Birna, f. 1969, maki Rúnar Hrafn Ingimarsson, f. 1965. Dætur þeirra eru Freyja, f. 1998, í sambúð með Daníel Sig- valdasyni, f. 1993, og Fjóla, f. 2004. Eggert ólst upp á kirkju- staðnum Görðum á Álftanesi, og var hann oft kenndur við Garða. Móðir hans lést ung úr berklum og var faðir hans þá einn með bræðurna Halldór og Eggert þar til Helga, seinni kona Guð- mundar, flutti að Görðum ásamt sonum. Eggert var gagnfræðingur frá Flensborg í Hafnarfirði og nam síðan við MA í tvo vetur. Hann lauk sveinsprófi í pípu- lögnum frá Iðnskólanum í Kefla- vík og þremur árum síðar fékk hann meistararéttindin. Hann sótti einnig nám við Tækniskól- ann. Eggert fékkst við ýmis störf á yngri árum, vann á Keflavíkur- flugvelli og fór á síld, en upp úr 1960 hóf hann að starfa sjálf- stætt sem pípulagningameistari. Hann vann sjálfstætt upp frá því ef frá eru talin nokkur ár í Mætti við viðhald og fleira. Eggert og Ásdís bjuggu sína búskarpartíð í Kópavogi. Árið 1978 fluttu þau í raðhús sem þau byggðu í Stórahjalla. Ásdís lést eftir skammvinn veikindi árið 1982, aðeins 46 ára, en Eggert hélt heimili í Stórahjalla þar til hann flutti á Hrafnistu fyrir rúmu ári. Útför Eggerts fer fram frá Garðakirkju í dag, 24. ágúst 2021, klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Streymt verður frá útförinni á: https://youtu.be/uBbCjPT3iyc Virkan hlekk má finna á: https://mbl.is/andlat arteigi í Berufirði, f. 18.2. 1936, d. 15.7. 1982. For- eldrar hennar voru Málfríður Halldóra Snjólfsdóttir, f. 1909, d. 1992, og Skúli Sigurðsson, f. 1904, d. 1981. Börn Eggerts og Ásdísar eru fjögur: 1) Óli Már, f. 1962, maki Eydís Dögg Sigurðardóttir, f. 1975. Dóttir Óla og Gunnlaugar Fíu Aradóttur er Anna Margrét, f. 1988, í sambúð með Þorleifi Úlf- arssyni, f. 1989. Dætur Óla og Eydísar eru Ása Októvía, f. 2010, og Þórunn Una, f. 2013. 2) Vignir, f. 1963, maki Lilja Björk Kristjánsdóttir, f. 1967. Dóttir Vignis og Júlíu S. Ás- valdsdóttur er Hrefna Rún, f. 1984. Hún er gift Halldóri Berg Sigmundssyni, f. 1984, og synir Þá er komið að því að kveðja elsku pabba. Minningarnar eru margar sem koma upp í hugann. Fyrstu minningar mínar af pabba eru í litla húsinu í suður- hlíðum Kópavogs, þar sem við bjuggum fyrstu 9 ár ævi minnar, en fjölskyldan var nýflutt þangað þegar ég fæddist. Pabbi kom oft heim í hádeginu og eftir matinn reyndi ég stundum að smygla mér með honum í vinnuna með því að fela mig bak við bílstjórasætið, en þessi brella tókst aldrei. Hann vann oft langan vinnudag og einn- ig um helgar en samt gaf hann sér tíma til að lesa Andrésar andar- blöðin fyrir mig á dönsku og þýddi jafnóðum yfir á íslensku. Seinna meir, bað hann mig oft um að fletta upp í dönsku alfræðiorða- bókinni, sem innihélt nokkur bindi. Þetta var ekki í uppáhaldi hjá mér þá, en mér þótti þetta fyndið seinna meir. Minnisstæð eru ferðalögin austur á firði á æskuslóðir mömmu þar sem ættingjar mömmu voru heimsóttir. Oftast var tjaldið með í för í þessum ferð- um eins og öðrum sem við fórum í um landið. Pabbi tók oft ferða- langa upp í á leiðinni og hafði gaman af því að spreyta sig á ensku og þýsku en þýskuna sagð- ist hann hafa lært að mestu með því að lesa orðabókina og sagðist hafa aðstoðað samnemendur sína í MA við þýskunámið. Leiðin lá oft á æskuheimili pabba, út að Görðum á Álftanesi, þar sem Helga amma bjó. Frá þeim heimsóknum á ég margar góðar minningar m.a. þegar sett- ar voru niður kartöflur á vorin og teknar upp á haustin og einnig frá jólaboðunum þegar stórfjölskyld- an safnaðist saman. Pabbi fór einungis í tvær utan- landsferðir um ævina. Á þrítugs- aldri fór hann með góðum vinum til Spánar með nokkurra nátta stoppi í Kaupmannahöfn og París. Seinni ferðin var með mömmu til Spánar, þar sem þau dvöldu í þrjár vikur, aðeins nokkrum mán- uðum áður en hún lést, og var það eina utanlandsferð hennar. Ég hugsa oft til áranna eftir að mamma dó, en þá var ég 12 ára og strákarnir 16-20 ára. Það hefur eflaust ekki alltaf verið auðveldur tími fyrir pabba, þó kvartaði hann aldrei. Vinkonur mínar fjöl- menntu iðulega og vinahópur bræðranna fyllti stofurnar. Alltaf var pabbi jákvæður og kátur og ekki býsnaðist hann yfir ung- lingaskaranum eða uppátækjun- um. Pabbi var alltaf til staðar fyrir okkur Rúnar og stelpurnar, sem hann passaði oft. Þá skreið hann með þeim á gólfinu og lék við þær út í eitt. Hann borðaði með okkur stundum oft í viku og það var allt- af notalegt að hafa hann hjá sér, hann hafði svo góða nærveru og var svo hlýr og skemmtilegur. Vikuna áður en pabbi dó fórum við í nokkra bíltúra um gamlar slóðir. Þá, eins og alltaf þegar við keyrðum um Garðahverfið, minntist hann liðinna tíma. Nú er gott að ylja sér við minningu þess- ara dýrmætu stunda og huggun að hugsa til þess að síðasta árið í lífi hans dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og hafði þaðan gott útsýni út að Görðum. Ég er þakklát fyrir lífið með pabba, hann reyndist mér og fjöl- skyldu minni svo vel alla tíð. Loksins sameinast hann og mamma og ég veit að hún, ásamt Gumma bróður og Sif, eiga eftir að taka vel á móti honum. Hvíl í friði, pabbi minn, Birna. Elsku afi. Ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farinn frá okkur, að ég muni ekki fá að kyssa þig á kinnina og segja þér frá því sem ég er að gera í lífinu. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég er mjög þakklát fyrir. Mér fannst ekkert lítið gaman að fá að koma í pössun til þín þegar það var frí í skólanum og við brölluðum saman í bíl- skúrnum, spiluðum og dunduð- um okkur í garðinum þegar veðr- ið var gott. Ein af mínum uppáhaldsminningum með þér er þegar við smíðuðum saman koll fyrir þig til að geta staðið upp á og teygt þig í efstu hillurnar í bíl- skúrnum. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af mér með sög- ina. Þú kenndir mér að tefla, leysa sudoku og alls kyns útgáfur af því að leggja kapal. Þú varst mikill húmoristi og alltaf var stutt í hláturinn. Þú varst góður afi. Ég sé þig fyrir mér veifa okk- ur bless úr eldhúsglugganum í Stórahjalla. Góða ferð elsku afi. Ég mun sakna þín. Þín Freyja. Elsku afi Eggert, það var allt- af gott að koma heim til þín þar sem þú tókst á móti manni með bros á vör. Ef þú heyrðir ekki hvað maður var að segja þér þá sagðirðu bara já endilega fáið ykkur ís þið vitið hvar hann er og passaðir að eiga alltaf til ís í stóru frystikistunni fyrir öll barna- börnin sem komu reglulega í heimsókn. Gleðin skein einnig af þér við að sjá öll langafabörnin sem þú áttir, enda góður maður með stórt hjarta. Einstaki per- sónuleiki þinn, húmor, ást og kærleikur mun lifa með okkur um ókomna tíð. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Þín barnabörn Hrefna Rún, Kristján Páll, Ásdís Huld og Heiðrún Arna. Þakklæti er mér efst í huga á kveðjustund Eggerts, tengda- pabba míns. Rétt um 22 ára gamall var ég fluttur í Stórahjallann. Ég hafði krækt í Birnu og flutti fljótlega inn til þeirra feðgina og Gumma sem þá var enn heima. Við Birna hefðum líklega ekki getað komið undir okkur fótunum og lagt drögin að okkar fyrstu íbúðar- kaupum án þess að hafa notið að- stoðar Eggerts og fengið að búa hjá honum. Á þessum árum kynntist ég vel hversu ljúfur og góður maður hann var; aldrei neinn asi eða fyrirferð, allt mátti gerast í rólegheitum og aldrei mátti neitt hafa fyrir honum. Fyrir þessi ár er ég ákaflega þakklátur, ekki síst fyrir það hve velkominn ég upplifði mig og hversu notalegt og gaman var að búa í Stórahjallanum. Þar var allt- af líf og fjör á báðum hæðum, þeir eldri uppi og við yngri niðri. Heima hjá Eggerti var gesta- gangur mikill og var líflegt á heimilinu, venslafólk fjölskyld- unnar og vinir utan af landi dvöldu þar til lengri og skemmri tíma. Eftir að öll börnin hans voru flog- in úr hreiðrinu voru öll herbergi samt oftar en ekki fullskipuð. Ég er ekki síður þakklátur fyrir hvað Eggert var góður afi og hvað stelpurnar okkar Birnu fengu að kynnast honum vel. Fyrir þeim var afi algjört krútt (eins og þær segja sjálfar), var alltaf í lopa- peysu og inniskóm, með tóbaks- klútinn á lofti og tók af og til í nef- ið. Hann var svo hlýr og góður við þær og hafði alltaf nægan tíma til að dunda eitthvað með þeim. Nú kveð ég Eggert á sama hátt og hann kvaddi mig svo óteljandi oft eftir að hafa kysst stelpurnar bless eftir heimsóknir, með því að lyfta hendi, nikka kollinum, brosa og segja „ég kyssi þig bara seinna“. Rúnar. Elsku tengdapabbi hefur nú kvatt okkur, mikið sem maður á eftir að sakna hans þar sem hann var svo stór partur af lífi okkar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Egg- ert er hversu þægilegur hann var, hafði svo góða nærveru, oft sátum við saman uppi í Stórahjalla í þögninni, ég að lesa blöðin og hann í sudoku, svo tókum við oft spjallið, en hann var fróður og hafði gaman af að segja sögur og var vel að sér í svo mörgum mál- um, hafði sterkar skoðanir á ýmsu þótt þær færu ekki hátt. Það má svo sannarlega margt af honum Eggerti læra en hann kvartaði aldrei, var umburðar- lyndur, nægjusamur og nýtinn og að því sögðu þá varð honum stundum á orði við okkur, börnin sín, ef við keyptum nýja hluti „já og vantaði ykkur svona“ og svo glotti hann eða hló en hann var mikill húmoristi, hafði húmor fyr- ir sjálfum sér og tók sig ekkert of hátíðlega, lifði sáttur við sjálfan sig og fólkið sitt og allir voru vel- komnir til hans, hvort sem var í kaffi eða gistingu, enda margir sem áttu athvarf í Stórahjallanum um lengri eða skemmri tíma. Eggert átti gott samband við börnin sín og þau hugsuðu líka vel um hann og hafði hann orð á því hvernig hann færi af án hennar Birnu sinnar og það þyrftu bara allir að eiga eina slíka í sínu lífi, sem var svo rétt hjá honum. „Hún er með allt skipulagið því ég man ekkert stundinni lengur,“ sagði hann oft, baðaði út höndum, sló á lærið og hló. Elsku Eggert, farðu í friði, það var kært að kynnast þér og hafa í mínu lífi Minning þín er mér ei gleymd; Mína sál þú gladdir; Innst í hjarta hún er geymd, Þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín Lilja. Hlustaðu á ljósið sem logar kyrrlátt í brjóstinu hvernig sem viðrar. Rödd þess er mjúklega björt og bylgjast um þig í mildri þögn og því verður að hlusta vandlega. Einungis þögn nemur þögn. Og þá fyrst andar ljósið lifandi birtu. (Njörður P. Njarðvík) Þessar ljóðlínur komu til mín eins og kallaðar nokkrum dögum eftir að Eggert, föðurbróðir minn, hafði kvatt þessa jarðvist. Þær eiga svo vel við minn elskulega frænda sem gekk sinn æviveg í mildi og rósemd, brá aldrei skapi og kom ávallt fram af hógværð og heiðarleika. Ljós, var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég leit- aði orða til að minnast hans, því ljós bar hann með sér og léttleika. Hann var glettinn og hlýr og gaf sig aldrei drunga eða barlómi á vald þótt sorgarskugga bæri fyrir sólu. Það var hans gæfa. Minningin um Eggert kallar óhjákvæmilega fram minninguna um Halldór, pabba minn. Pabbi og litli bróðir hans voru á einhvern undarlegan hátt svo líkir en samt svo ólíkir, bæði í útliti og að eig- inleikum. Það var sterkur bræðra- svipur með þeim en pabbi var há- vaxinn og Eggert lágvaxinn. Báðir höfðu þeir miklar námsgáf- ur til að bera en skaphöfn þeirra var ólík, pabbi var úthverfan og Eggert innhverfan, má segja. En í brjósti þeirra beggja bjó góðvilji og örlæti og greiðviknir voru þeir báðir. Þeir voru bara litlir pattar þegar þeir misstu mömmu sína úr berklum og þrátt fyrir misjafnt göngulag á lífsins vegi var taugin á milli þeirra sterk. Nú taka þeir aftur saman höndum. Frá hjartarótum þakka ég kærum frænda fyrir samfylgdina og bið börnum hans og ástvinum öllum huggunar. Oddný Halldórsdóttir. Eggert Guðmundsson, vinur minn, lést 12. ágúst 2021 á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Á kveðjustund langar mig til að minnast hans og rifja upp minningar frá liðnum áratugum. Mágur minn, Þor- steinn Þorsteinsson (1936-1998) járnsmiður, og Eggert voru upp- eldisbræður frá Görðum á Álfta- nesi. Eggert er ég búinn að þekkja síðan sumarið 1959, en þá var ég 10 ára gamall. Öðlingur er orðið sem ég tel lýsa best persónu hans og nærveru. Hann var hóf- samur maður í orðum og lagði bara gott til málanna. Ég vissi að hann hafði stundað nám við Menntaskólann á Akur- eyri og var góður stærðfræðingur, en sá hæfileiki er ættarfylgja í fjölskyldunni frá Görðum. Hann lærði pípulögn og var orðinn meistari. Síðar lauk hann námi (fyrri hluta) í tæknifræði þegar kennsla hófst í því fagi í Reykja- vík. Ef ég man rétt var Eggert með þeim efstu í bekknum, ef ekki efstur. Nokkrir skólabræðra hans fóru til Danmerkur og luku tækni- fræðináminu við Københavns Bygningsteknikum. Á námsárum mínum kom það oft fyrir að ég leitaði til Eggerts um leiðbeiningar þegar vafðist fyrir mér að reikna algebrudæm- in. Eftir samtal við Eggert voru dæmin auðveld. Í áratugi vann Eggert fyrir mig og mína fjölskyldu allt sem sneri að pípulögnum, tengdi ofna og krana og sá til þess að samræmi væri í heitavatnsnotkun og stærð íbúðar og/eða húss. Margir vinir mínir og frændur voru einnig viðskiptavinir Egg- erts. Það orð fór af Eggerti í faginu að hann væri fljótur að finna bil- anir sem erfitt var að finna. Þar held ég að honum hafi nýst eðl- isfræðiþekking sín. Eggert var oft kvaddur til sem matsmaður þegar ágreiningsmál enduðu fyrir dómi. Kona Eggerts, Ásdís Skúla- dóttir, lést fyrir aldur fram sum- arið 1982. Mikið jafnræði var með þeim hjónum og Ásdís var manni sínum mikill styrkur. Þau voru góð heim að sækja, það þekkti ég vel. Fyrst kom ég til þeirra haust- ið 1964 og hélt því áfram á meðan Eggert hélt heimili. Afþreying hans, eftir að hann hætti að vinna, var í fyrstu að lesa blöð og bækur, en sífellt meira af tíma hans fór í að leysa þrautir sudoku. Stundum hafði hann orð á því að hann næði ekki lengur að lesa blöðin – af því að allur tími færi í sudoku. Sumarið 2020 náði ég að heim- sækja hann á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Við notuðum tækifærið til þess að vera úti á svölum og horfa vestur yfir Garðahverfið. Garða- hverfið á Álftanesi er í raun lítið breytt frá því að Eggert átti heima á Görðum og hann rifjaði upp með mér nöfnin á húsunum og örnefnin. Síðast hitti ég Eggert í veisl- unni þegar hann fagnaði 90 ára af- mæli með fjölskyldu og vinum. Við hjónin sendum samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar. Guð blessi minningu Eggerts Guðmundssonar pípulagninga- meistara. Þorgils Jónasson. Í dag kveðjum við kæran vin okkar og heiðursmann, Eggert Guðmundsson. Eggert, pabbi Birnu vinkonu okkar, var okkur öllum mjög kær enda var næstum alveg sama hvað við vinkonurnar vorum að vesenast, aldrei varð hann pirraður á okkur, heldur brosti bara sínu blíðasta og jafnvel hló, þótt hann hafi eflaust oft hrist höfuðið yfir okkur þegar við sáum ekki til. Það kunnum við ungling- arnir að meta. Það var nefnilega þannig að við gerðum heimili þeirra Eggerts, Birnu og bræðr- anna að okkar helsta samkomu- stað. Þar eyddum við megninu af okkar frítíma á unglingsárum og brölluðum ýmislegt. En það voru ekki bara við vinkonurnar sem komum okkur fyrir í Stórahjalla 37 heldur líka allir vinir bræðr- anna og einnig frændfólkið að austan þegar það átti erindi í borgina. Eggert átti líka sína ætt- ingja og vini sem gjarnan litu við þannig að oft var ansi margt um manninn. Eggert kippti sér lítið upp við þennan gestagang, allir voru velkomnir, við stelpurnar vorum niðri, strákarnir í borðstof- unni, Eggert með sína gesti í stof- unni og allir voru miklu meira en sáttir. Í einu af fjölmörgum kenn- araverkföllum á okkar unglings- árum gaf hann okkur leyfi til að innrétta að eigin vild rýmið niðri í Stórahjallanum þar sem við höfð- um hreiðrað um okkur. Þá vantaði okkur auðvitað alls konar verk- færi og græjur og þá fór hann bara í bílskúrinn og fann það sem okkur vantaði og lánaði okkur, því Eggert átti allt til alls í bílskúrn- um. Hann lagði líka sitt af mörk- um til að reyna að fræða okkur. Einhvern tíma var sólmyrkvi og þá hvatti hann okkur til að koma út, sjá og upplifa. Hann lagðist sjálfur í grasið, fræddi okkur um fyrirbærið en við og bræðurnir stóðum bara og dáðumst að fróð- leik Eggerts ekki síður en sól- myrkvanum. Í Stórahjallanum urðu einnig til ýmsar hefðir sem síðar áttu eftir að ryðja sér til rúms. Ein af þeim var að á föstu- dagskvöldum var alltaf bökuð pítsa. Þá var oftast sett á hana hakk, sveppir og græn paprika en Eggert skellti síðan kokteilsósu yfir til að „íslenska“ pítsuna að- eins. Það var alveg sama hvenær Eggert Guðmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.