Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 198. tölublað . 109. árgangur . MIKIL JÁKVÆÐNI MÆLIST GAGN- VART ÍSLANDI SÁLFRÆÐI OG POPPMENNING Í POPPSÁLINNI TRYMBILINN CHARLIE WATTS LÉST Í GÆR HLAÐVARP 24 ROLLING STONES 11VIÐSKIPTAMOGGINN Ólympíumót fatlaðra, öðru nafni Paralympics, var sett við hátíðlega afhöfn á Ólympíuleikvanginum í Tókýó í gær. Mótið mun standa til 5. september. Frjálsíþróttamaðurinn Patrekur Andrés Axelsson og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir voru fánaberar Íslands en af sex ís- lenskum keppendum hefur aðeins Thelma áður keppt á Ólympíu- móti. Ólympíumót fatlaðra var fyrst haldið árið 1960 í Róm en vetrar- mótið var í fyrsta skipti árið 1976. Mótið hefur verið haldið á sama ári og Ólympíuleikarnir en ekki alltaf verið í sömu borg. Síðustu áratugina hefur það verið reglan og síðustu mót hafa hafist fljótlega eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Hefur þá verið notast við sömu mannvirkin líkt og gert er í Tókýó nú. Ítarlega verður fjallað um Ól- ympíumótið og íslensku keppend- urna í Morgunblaðinu og á mbl.is. Í blaðinu í dag er rætt við reynslu- boltana Kristínu Guðmundsdóttur og Kára Jónsson. »22, 23, 28 Patrekur og Thelma fánaberar Ljósmynd/Torstein Bøe/NTB Glæsileg setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó í gær _ Réttur til atvinnuleysis- bóta hjá Vinnu- málastofnun og viðmið skattsins um reiknað end- urgjald vegna sjálfstæðrar starfsemi hefur lengi valdið sjálf- stæðum lista- mönnum vandræðum, að sögn Er- lings Jóhannessonar, forseta Bandalags íslenskra listamanna. Báðir þessir þættir hafi komið skýr- ar í ljós í því tekjufalli sem margir hafi orðið fyrir í kórónuveiru- faraldrinum. Listamaður sem starfar einn þarf að reikna sér að lágmarki 582 þús- und krónur í laun á mánuði, sama hvað hann þénar. Erling segir að þetta valdi vandræðum því verkefni og tekjur séu óregluleg. »9 Vandinn kemur skýrar í ljós í faraldrinum Erling Jóhannesson _ Hitamet sem slegið var á Hall- ormsstað í gær fær líklega ekki að standa lengi, en búist er við því að hitinn í dag verði enn hærri. Hitinn fór upp í 29,3 gráður á Hallormsstað í gær og er það hæsti hiti sem mælst hefur í sumar. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi er 30,5 gráður en það var árið 1939. »2 Búast við enn hærri hita í dag Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Starfsfólki Landspítalans hefur fjölgað um tæpan fjórðung á áratug og starfa nú 6.390 manns á vettvangi hans. Stöðugildin eru mun færri eða 4.378 og skýrist mismunurinn á því að tæp 60% starfsfólks eru í hluta- starfi á spítalanum. Hefur það hlut- fall farið hækkandi nær óslitið frá árinu 2010. Framlög ríkissjóðs til Landspítalans hafa aukist mjög að raunvirði frá árinu 2010 eða um 26,8%. Var framlagið 75,5 milljarðar króna í fyrra. Hefur það vaxið í hlut- falli við útgjöld ríkissjóðs og nemur framlagið um 9% af heildarútgjöld- um ríkisins. Hlutdeild Landspítalans í útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigð- ismála hefur haldist nær óbreytt frá árinu 2010 og stendur í u.þ.b. 30%. Hver höndin upp á móti annarri Mjög skiptar skoðanir eru innan spítalans um það hvernig til hefur tekist við rekstur hans og má líkja stöðunni milli yfirstjórnar og yfir- lækna við kalt stríð. Hafa læknarnir oftar en einu sinni leitað ásjár Um- boðsmanns Alþingis sem kveðið hef- ur upp það álit sitt að skipurit og sú ábyrgð sem lögð er á sístækkandi lag millistjórnenda við spítalann stand- ist vart lög um heilbrigðismál. Fag- leg ábyrgð hljóti á endanum að vera á höndum yfirlækna. Margir við- mælendur Morgunblaðsins segja skrifræðið hafa blásið út á síðustu árum innan spítalans og að það sogi til sín mikilvæga starfskrafta sem betur myndu nýtast í beinni þjón- ustu við sjúklinga. Skrifstofa spítal- ans hefur tvöfaldast á áratug og kostaði 4,2 milljarða króna í fyrra. Skrifstofan blásið út - Starfsfólki Landspítalans hefur fjölgað um 24% á áratug - Framlög til hans hafa aukist um 26,8% á sama tíma - Starfsmönnum skrifstofu fjölgað um 115% MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landspítalinn Nýr spítali rís nú upp úr gríðarstórri holunni við Hringbraut. Framkvæmdin mun að áliti fjárveiting- arvaldsins kosta tæpa 80 milljarða króna. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim efnum og enn er langt í land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.