Morgunblaðið - 25.08.2021, Page 2

Morgunblaðið - 25.08.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þrjár bandarískar sprengjuflugvélar af gerðinni Northrop Grumman B-2 lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 21 í fyrrakvöld. Er um að ræða eina dýrustu flugvél heims og kostar stykkið hátt í 100 milljarða króna. Flugvélar af þessari gerð eru torséðar á ratsjám og sérstaklega hannaðar til að bera kjarnavopn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslu Íslands eru þær komnar hingað til lands til að taka þátt í æfingum, en með þeim í för eru 200 liðsmenn flughersins. Þetta er í annað skiptið sem sprengjuvélar af gerðinni B-2 sækja Ísland heim, gerðist fyrst árið 2019. Var þá um að ræða eina flugvél og stoppaði hún stutt við. Þær vélar sem hér um ræðir munu hafa tímabundið aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Komu þær hingað frá Whiteman- herflugvellinum í Missouri í Bandaríkjunum. Árin 1987 til 2000 var alls 21 B-2 framleidd og eru 20 þeirra í þjónustu flughersins í dag en ein fórst í flugtaki frá Ander- sen-herflugvelli á Gvam árið 2008. Bilun í tölvukerfi í kjölfar rakavandamáls orsakaði slysið. khj@mbl.is Sjaldséðar kjarnasprengjuvélar æfa við strendur Íslands Ljósmynd/Bandaríski flugherinn Hernaðarmáttur Á þessari mynd má sjá eina af þeim þremur sprengjuflugvélum Bandaríkjamanna sem nú æfa hér við land. Myndin er tekin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hitamet var slegið í gær á Hall- ormsstöðum á Austurlandi en sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar skreið hitinn upp í 29,3 gráður. Er þetta hæsta hitastig sem mælst hefur á landinu þetta árið en hingað til var hlýjasta mælingin 27,5 gráður frá Akureyri þann 20. júlí. „Það er möguleiki á að þetta sé það mesta sem hefur nokkurn tím- ann mælst í ágústmánuði,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Metið mun þó mögulega ekki fá að standa lengi en búist er við því að hitinn í dag verði enn meiri. Hæsti hiti sem mælst hefur á Ís- landi var árið 1939 þegar 30,5 gráð- ur mældust á Teigarhorni í Beru- firði. Að sögn Teits þykir ólíklegt að það met verði slegið á næstunni. „Það þarf allt að ganga upp til að hitinn fari þangað.“ hmr@mbl.is Hátt í 30 gráður á Austurlandi í gær - Hitametið líklegt til að falla í dag Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sól Mesti hiti ársins mældist í gær þegar hann fór yfir 29 gráður. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Frá fyrri verkefnum þekki ég að- stæður á Haítí og veit því hverju má búast við. Þetta er ögrandi verkefni, þar sem ég tek því sem að höndum ber,“ segir Ólafur Loftsson. Hann er einn liðsmanna UNDAC, viðbragðs- hóps Sameinuðu þjóðanna sem kalla má út í kjölfar náttúruhamfara, hvar sem er í veröldinni, til þess að leggja línur um uppbyggingu og aðstoð eftir fyrstu björgunaraðgerðir. Haítí er nú í brennidepli. Nær 2.200 eru látnir og rúmlega 12 þúsund slas- aðir eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir í landinu 14. ágúst sl. Upptök skjálftans urðu um 160 km vestur af höfuðborginni Port-au-Prince. Skjálftinn mældist 7,2 að styrk, örlitlu meira en skjálftinn sem reið yfir eyj- una í byrjun árs 2010, en þá létust um 200 þúsund manns. Ólafur var ræstur út í gærmorgun og flaug utan í nótt. Hann hafði gær- daginn til að taka saman föggur sínar og nauðsynlegan búnað. Þá flaug hann fyrst til Parísar, ætlar þaðan yf- ir Atlantshafið til Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu þaðan sem stutt flug er til Port-au-Prince. „Að vera á lista UNDAC þýðir að ég hef undanfarin ár farið mjög reglu- lega í þjálfun til að mæta hamförum og óvæntum atburðum, sem lamað geta samfélög og brotið innviði þess. Þá var ég í íslensku alþjóðabjörgunar- sveitinni sem fór til Haítí í ársbyrjun 2010, þá með nánast engum fyrirvara. Við vorum komin héðan frá Íslandi til þessa fátæka ríkis í Karabíska hafinu um sólarhring eftir að skjálftinn reið yfir,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Rústabjörgun á Haítí nú er að mestu lokið, enda fara líkurnar á því að finna fleiri á lífi þverrandi. Aðgerð- ir hópsins sem ég starfa með ganga því út á að meta ástandið og undirbúa hjálparstarf sem alþjóðasamfélagið mun væntanlega koma að. Í þessa vinnu er fengið fólk sem hefur reynslu af björgunarstörfum víða um veröld og meðal annars er það skilyrði sett að við getum hvert og eitt verið sjálf- um okkur næg fyrstu 72 klukkustund- irnar frá því lagt er upp. Ég á annars ekki von á öðru en að allt gangi upp í þessu úthaldi sem verður fram í miðj- an september,“ segir Ólafur. Meta ástand og frekara hjálparstarf undirbúið - Ólafur til Haítí - Skjálftaland - Alþjóðasamfélagið hjálpi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðafær Ólafur Loftsson flaug utan í nótt, en í gær tók hann saman föggur sínar fyrir þriggja vikna úthald á Haítí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.