Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 10

Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Smiðjuvegi 34 Gul gata Kópavogi biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR 544 5151tímapantanir Bíljöfur – Varahlutir Smiðjuvegi 72 Þjónustuaðilar IB Selfossi Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endur- skoðun og förum með bifreiðina í skoðun Kominn tími á aðalskoðun?Sérhæfð þjónusta fyrir Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Andrés Magnússon andres@mbl.is Þrír frambjóðendur til Alþingis telja ekki verulegan ágreining um megin- línur í utanríkisstefnu Íslands, svo sem fríverslunarstefnu, aðild að EES og aðild að Atlantshafsbandalaginu, þó flokkana greini að einhverju leyti á um áherslur og leiðir. Hins vegar var munur á afstöðu til útlendinga- málanna svokölluðu, einkum hvað varðar veitingu hælis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, og Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, eru gestir Dagmála í dag, streymi Morgunblaðsins sem opið er áskrifendum. Afganistan í brennidepli Ógnarástandið í Afganistan var hið fyrsta, sem rætt var í þættinum, og þá sér í lagi í hverju skyldur Íslend- inga við afganska starfsmenn vest- rænna ríkja þar lægju. Áslaug Arna gerði grein fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í gær um þau efni, en sagði að fleira þyrfti að gera eftir því sem málum yndi fram þar. Þar á meðal væru frekari fjárútlát. Dómsmálaráðherra tók undir að valdatöku talíbana kynni að fylgja aukin hryðjuverkaógn og staðfesti að þau mál væru til athugunar í stjórn- kerfinu, þar á meðal í þjóðaröryggis- ráði. Rósa Björk minnti á að gott starf hefði unnist í Afganistan þótt svona hefði farið og ný flóttamannabylgja fram undan, en þaðan hefði einnig komið fjöldi flóttamanna á liðnum ár- um, um þrjár milljónir alls. Sigmundur Davíð tók undir að Ís- lendingar hefðu skyldur við Afgani, en það væri ekki sama hvernig að því væri staðið. Stefnan hefði verið óljós og léleg, þar sem alveg hefði verið látið vera að forgangsraða, svo stjórnleysi blasti við. Áslaug Arna hafnaði því með öllu og sagði að mikið hefði miðað í út- lendingamálum undanfarin ár, um það væri tölfræðin óyggjandi. Umræðan var fjörleg, en þegar Rósa sagði stefnu Miðflokksins í út- lendingamálum ekki hafa reynst vera til vinsælda fallin, sagði Sig- mundur Davíð hana tala eins og Framsóknarmann, en sagði Mið- flokkinn sækja útlendingastefnu sína í smiðju danskra jafnaðar- manna. Sú stefna yrði kynnt nánar á fundi í dag. Bandaríkin sem bandamenn Ákvörðun Bandaríkjanna um skyndilegt undanhald frá Afganistan var nokkuð rædd, heimspólitísk áhrif þess og hvort Ísland eða aðrir banda- menn Bandaríkjanna gætu lengur reitt sig á þau. Áslaug Arna taldi svo vera, þó ekki væri nema vegna þess að hagsmunir ríkjanna á Norður-Atlantshafi færu saman Sigmundur Davíð taldi hins vegar að Biden Bandaríkjaforseti hefði nið- urlægt sig og Bandaríkjamenn, af því hlytu allir bandamenn þeirra að hafa ríkar áhyggjur, en ljóst væri að bæði Kínverjar og Rússar gengju á lagið. Rósa Björk var spurð um afstöðu hennar til aðildarinnar að Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Hún svar- aði því þó ekki með beinum hætti. „Ég er þingmaður Samfylkingar og aðild að NATO er yfirlýst stefna Samfylkingarinnar, sem ég var með- vituð um þegar ég gekk í þann flokk.“ Þegar eftir því var gengið sagði Rósa Samfylkinguna enn stefna að aðildarumsókn að Evrópusamband- inu ef þjóðin vildi það, en féllst á að sú umræða hefði ekki verið í for- grunni. Deilt um útlendinga en ekki útlönd - Sammála um skyldur Íslendinga við Afgani - Hætta á aukinni hryðjuverkaógn til umfjöllunar - Frambjóðendur ræða utanríkis- og útlendingamál í málefnaþætti Dagmála fyrir þingkosningar Morgunblaðið/Hallur Dagmál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræða um utanríkismál og útlendingamál. 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.