Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 13

Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Hraðferð Vinsælt er meðal ferðamanna að fara í siglingu í kringum Vestmannaeyjar. Hraðbátar eru þar vinsælir þar sem siglt er á fleygiferð á milli áningarstaða. Eggert Stafrænar lausnir hafa haldið innreið sína í heilbrigðisþjón- ustuna. Úthlutanir á styrkjum úr Rann- sóknasjóði og Tækniþróunarsjóði sýna að rekin er um- fangsmikil nýsköpun og þróun sem skila mun árangri á kom- andi árum. En betur má ef duga skal. Við verðum tryggja að okkar besta unga fólk í háskólum og nýsköpun sjái stærstu tækifærin í heilbrigð- isvísindum. Frábært vísinda- og tæknifólk skapar lausnir sem gagnast víða. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið til á heilbrigðissviði sem vakið hafa at- hygli bæði heima og erlendis. Fjár- festar hafa stutt við þessa þróun með fjármagni og við- skiptaþekkingu. Galdrar einka- framtaks Bekkjarfélagi minn úr menntó er frum- kvöðull og hefur skap- að forsendur fyrir far- sælli drefingu Pfizer-bóluefnisins um heimsbyggðina. Hver hefði spáð því að fyrir- tæki stofnað í Háskóla Íslands af vanefnum tæki sér þetta hlut- verk í heimshagkerfinu? Þetta eru galdrar einkaframtaksins sem allt of margir líta fram hjá. Þótt jafnt og þétt heyrist gagn- rýni á einstaka þætti heilbrigðis- þjónustunnar er óumdeilt að þjón- ustan er frábær og sinnt af starfsfólki í fremstu röð. Til að mynda eru dauðsföll af völdum Co- vid-19 hvergi færri en hér á landi þegar miðað er við hlutföll af smit- uðum. En rekstrarformið má ekki kæfa snilldina sem býr í fólkinu. Nýr Landspítali rís sem vafalaust mun greiða úr fjölmörgum vanda- málum sem hrjáð hafa spítalann og verið umtöluð á undanförnum árum. Þar er af nógu að taka. Ríkið ákvarðar verð, magn og gæði Í rekstri fyrirtækja næst mestur árangur þegar fólk með mismun- andi bakgrunn vinnur saman að sameiginlegu markmiði. Ein- staklingar með iðnmenntun, tækni- og verkfræðingar, viðskiptafólk, karlar og konur, fólk af ýmsum uppruna og með alls konar reynslu tekur höndum saman um að lág- marka kostnað, auka framleiðni, finna nýjar lausnir og auka umsvif. Einföld regla þarf að stýra heil- brigðisþjónustunni: Ríkið ákvarðar verð, magn og gæði þjónustunnar en einkaaðilar, ríkisstofnanir og önnur rekstrarform keppast við að veita þjónustuna á sem hagkvæm- astan og bestan máta. Þannig tryggjum við sátt um heilbrigðis- kerfið og komum í veg fyrir mynd- un tvöfalds heilbrigðiskerfis, þar sem efnamiklir einstaklingar geta keypt meiri og betri þjónustu en aðrir. Það er til mikils að vinna að stöðva þá þróun. Hvatakerfi Gagnrýnt hefur verið að Land- spítalinn fái fjármagn án þess að skilgreint sé hvernig það verði nýtt sem best. Björn Zoëga, for- stjóri Karolinska sjúkrahússins, sagði nýlega fullreynt að fjár- magna sjúkrahúsrekstur með föstum fjárframlögum. Tengja verði fjármagn við afköst og gæði þjónustu. Þannig skapist hvati fyrir nýja nálgun, hagræðingu og einföldun rekstrar í þágu sjúk- linga og starfsfólks. Við þurfum sterkt háskólasjúkrahús en til hliðar þarf öflugan einkarekstur sem styður við og hjálpar rík- isreknum spítala að vera fram- úrskarandi til að mæta þeim áskorunum sem blasa við. Þannig ætti öll heilbrigðisþjónustan að vera rekin. Um þessi mál verður fjallað á ráðstefnu SA og SVÞ um heil- brigðiskerfi á krossgötum kl. 16 í dag á Grand hóteli. Eftir Halldór Benja- mín Þorbergsson » Við þurfum sterkt háskólasjúkrahús en til hliðar þarf öflugan einkarekstur sem styð- ur við og hjálpar ríkis- reknum spítala að vera framúrskarandi. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Frumkvæði, afköst og gæði Í harðri pólitískri bar- áttu getur verið áhrifa- ríkt að endurtaka stöðugt staðleysur. Hamra á rangfærslum í tíma og ótíma. Sé þeim ekki mót- mælt er hættan sú að jafnvel þeir sem ættu að vita betur og hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með og jafnvel tekið þátt í ákvörðunum, trúa mat- reiðslu áróðursmeistaranna. Líklega er fátt betra hráefni fyrir meistara villandi upplýsinga en skatt- ar og gjöld. Í matreiðslunni eru möguleikarnir aðeins takmarkaðir við hugmyndaauði. Og jafnvel réttar upp- lýsingar geta gefið villandi niðurstöðu til að þjóna pólitískum markmiðum. Dæmi: Árið 2017 var Gunnar með 350 þús- und krónur í mánaðarlaun. Hann greiddi í tekjuskatt og útsvar rúmar 71 þúsund krónur. Skattbyrðin var 20,35%. Á þessu ári er Gunnar í nýju starfi og með töluvert hærri laun, eða 550 þúsund krónur á mánuði. Hann borg- ar nær 127 þúsund krónur í skatta. Skattbyrðin er 25,38%. Áróðursmeistarinn nýtir sé þessar upplýsingar og heldur því fram að skattar hafi hækkað. Auðvitað lítur hann fram hjá hærri launum og eðli stighækkandi tekjuskatts. Hann hirð- ir í engu um að umfangsmiklar kerf- isbreytingar voru gerðar á tekju- skattskerfi einstaklinga sem gjörbreytir niðurstöðunni og tryggir að Gunnar er að greiða á þessu ári umtalsvert lægri fjárhæð í skatta en hann hefði gert að óbreyttu. Raunveruleg lækkun Árin 2020 og 2021 tóku gildi rót- tækar breytingar á tekjuskattskerf- inu með því að innleitt var nýtt lægra skattþrep. Markmiðið var og er að lækka skattbyrði einstaklinga og þá sérstaklega þeirra sem eru tekjulágir. Tryggja að eftir sitji fleiri krónur í vösum launafólks. (Og þrátt fyrir óáran vegna kórónuveir- unnar var breyting- unum hrint í fram- kvæmd). Dæmið um Gunnar lítur því nokkuð öðru- vísi út þegar skatt- greiðsla er reiknuð út frá sömu launum. Í hverjum mánuði er Gunnar að greiða lið- lega 15 þúsund krón- um minna í stað- greiðslu en hann hefði gert að óbreyttum reglum m.v. 550 þúsund króna laun. Með öðrum orðum: Ráðstöfunartekjur hans eru tæplega 183 þúsund krónum hærri á þessu ári en þær hefðu verið ef engar breyt- ingar hefðu náð fram að ganga. Þetta er raunveruleg og áþreifanleg skatta- lækkun á kjörtímabilinu. Svo er hægt að líta á þróunina út frá stöðu Gunnars 2017. Með 350 þús- und krónur á mánuði var skattbyrðin 25,38% eins og kemur fram hér að of- an. Hefði hann notið kerfisbreyting- anna sem gerðar hafa verið síðustu tvö árin, hefði skattbyrðin verið rétt um 15,7%. Á kjörtímabilinu, sem nú er að ljúka, hefur tekjuskattur einstaklinga lækkað í heild um liðlega 21 milljarð króna. Þessi lækkun kemur eftir um- talsverða lækkun tekjuskatts á ár- unum 2016/17. Það má því ætla að ein- staklingar séu að greiða rúmlega 30 milljörðum minna í tekjuskatt á þessu ári en þeir hefðu gert ef Sjálfstæð- isflokkurinn hefði setið með hendur í skauti og haldið skattkerfinu óbreyttu frá tíð vinstri stjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur. Þessar kerfisbreytingar hafa allar verið gerðar undir forystu Bjarna Benediktssonar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Áfangasigrar Þeir sem þekkja skoðanir mínar í skattamálum vita að ég er óþol- inmóður og hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfi einstaklinga en einnig verulega lækkun og upp- stokkun á öðrum skattstofnum rík- isins. En ég get ekki annað en glaðst yfir áfangasigrunum. Frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn hefur trygginga- gjaldið lækkað nær árlega. Árið 2013 var það 7,69% en er komið niður í 6,10%. Lækkun um meira en 20% eða yfir 25 milljarða á ári. Á sama tíma hafa útgjöld sem tryggingagjaldinu er ætlað að standa undir hækkað verulega. Hitt er rétt að trygginga- gjaldið er enn of hátt og raunar vond- ur skattur sem leggst á laun – störf. Nauðsynlegt er að endurskoða hug- myndafræðina að baki trygginga- gjaldinu og þá ekki síst til að létta undir með litlum og meðalstórum fyr- irtækjum. Áfangasigrarnir hafa verið fleiri. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyr- ir því að einstaklingum væri heimilt að nýta séreignasparnað – skattfrjálst – vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. Skattfrelsismark erfðafjárskatts var hækkað úr 1,5 milljónum í fimm milljónir króna. Söluhagnaður frístundahúsnæðis í eigu einstaklinga var gerður skatt- frjáls með sama hætti og af íbúðar- húsnæði enda hafi viðkomandi átt eignina í a.m.k. sjö ár. Um leið tryggt að sala skerði ekki réttindi í almanna- tryggingakerfinu. Með skattabreytingum voru kyn- slóðaskipti í landbúnaði auðvelduð. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigldi málinu í höfn. Frítekjumark fjármagnstekna var tvöfaldað og nú eru fjármagnstekjur allt að 300 þúsund. Færri greiða fjár- magnstekjuskatt en áður þrátt fyrir að skattprósentan hafi hækkað úr 20% í 22%. Þvert á skoðanir póli- tískra andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins, held ég því hins vegar fram að skattprósentan sé hættulega há og að nauðsynlegt sé að lækka hana á komandi árum. En frí- tekjumarkið kemur hlutfallslega þeim best sem hafa ekki háar fjár- magnstekjur. Stoðir almannaheilla styrktar Það var sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í að hrinda í framkvæmd baráttumáli Bjarna Benediktssonar um skattalega hvata til að styrkja al- mannaheillafélag. Nú geta ein- staklingar dregið framlög til al- mannaheillastarfsemi fyrir allt að 350 þúsund krónur á ári frá skatt- skyldum tekjum. Á sama tíma var svigrúm fyrirtækja til að styrkja al- mannaheillafélög tvöfaldað. Ég er sannfærður um að með þessum breytingum muni líknarfélög, björg- unarsveitir, skátar, íþróttafélög og önnur samtök sem vinna að almanna- heillum, styrkjast og eflast. Og það er undir okkur, hverju og einu, kom- ið að taka ákvörðun um það. Dæmin eru fleiri um hvernig byrð- arnar hafa orðið léttari hjá heimilum og fyrirtækjum. Breyting á skatt- lagningu tekna vegna höfundaréttar styrkir skapandi greinar. Upp- stokkun á skattaumhverfi atvinnu- lífsins vegna rannsókna og þróunar hefur rennt nýjum og styrkari stoð- um undir nýsköpun og sprotafyr- irtæki. Hvatar til grænna fjárfest- inga fyrirtækja hafa verið innleiddir. Og fyrir sjálfstæðismenn er gott að muna eftir að árið 2015 rættist gamall draumur. Þá voru almenn vörugjöld felld niður að frumkvæði Bjarna Benediktssonar. Ekki var þar við látið sitja. Tollar voru felldir niður á öllum vörum, að búvörum undanskildum. Þessar skattabreyt- ingar ýttu undir aukna samkeppni og lækkuðu vöruverð. Enn er verk að vinna Ótaldar eru margvíslegar aðrar breytingar en hitt er rétt að dæmi eru um að gjöld og skattar hafi hækk- að. Álagning krónutöluskatta er ómarkviss og ógagnsæ. (Hafa raunar stundum lækkað milli ára að raun- gildi). Þá er einnig ljóst að gjaldskrá opinberra stofnana endurspeglar oft illa þann kostnað sem fellur til við þjónustuna og ekki hefur verið nægj- anlega tryggt að viðskiptavinir við- komandi stofnunar njóti þess hag- ræðis sem hefur eða mun nást með stafrænu Íslandi. Ég fæ heldur ekki séð að hægt sé að leggja á kolefnisgjöld með óbreytt- um hætti, en þau hafa hækkað veru- lega á síðustu árum. Þetta er eitthvað öfugsnúið að fyrirtæki sem sann- arlega hefur dregið úr losun skuli þurfa að sæta stöðugt hærra kolefn- isgjaldi. Það sem oft eru kallaðir grænir skattar þurfa í heild sinni end- urskoðunar og við þá endurskoðun verður að hafa hugfast að slík skatta- heimta er ekki ætluð til að auka tekjur ríkisins, heldur leysa aðra skattlagningu af hólmi. Eðli máls samkvæmt eru grænir skattar tíma- bundnir og renna sitt skeið þegar markmiðum er náð. Það er því enn verk að vinna varð- andi tekjuskattskerfi einstaklinga – gera það enn einfaldara og skýrara, draga úr jaðarsköttum og létta skatt- byrði, (ég hef lagt fram róttækar kerfisbreytingar, sem ekki verður farið yfir hér enda gert áður). Í gegn- um skattkerfið er hægt að auðvelda launafólki að taka með beinum hætti þátt í atvinnulífinu og skjóta þannig styrkari stoðum undir fjárhagslegt sjálfstæði þess. Um leið verður að lækka skattprósentu fjármagnstekna. En þótt mörg verkefni séu enn óunnin á sviði skattamála, stendur sú staðreynd óhögguð – skiptir engu hvernig meistarar villandi upplýsinga matreiða – að álögur á einstaklinga og fyrirtæki eru tugum milljarða lægri á þessu ári en þær hefðu orðið með óbreyttum leikreglum vinstri stjórn- arinnar. Eftir Óla Björn Kárason » Sú staðreynd er óhögguð að álögur á einstaklinga og fyrir- tæki hafa lækkað um tugi milljarða í stjórnar- tíð Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Meistarar villandi upplýsinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.