Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 15
MINNINGAR 15Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 ✝ Reynir Hall- grímsson fæddist á Kringlu í Torfalækj- arhreppi 29. nóv- ember 1938. Hann lést á HSN Blöndu- ósi 11. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Hermína Sig- valdadóttir, f. 19.6. 1909, d. 28.6. 1994, og Hallgrímur Sveinn Kristjánsson, f. 25.9. 1901, d. 18.5. 1990. Systkini Reynis eru Gerður, f. 4.4. 1935, d. 26.1. 2021, og Ásdís Erna, f. 28.12. 1949. Fóst- urbróðir hans er Sigvaldi Her- mann Hrafnberg, f. 18.6. 1937, 2) Hallgrímur Svanur, f. 28.5. 1963. Eiginkona Svans er Hildur Þöll Ágústsdóttir, f. 25.4. 1966. Börn Svans eru Hugrún Sif, f. 22.11. 1981, Heimir, f. 9.1. 1987, Re- bekka, f. 12.4. 1991, Katrín, f. 4.10. 1991, og Inga Rún, f. 14.1. 1998. 3) Arnar Bjarki, f. 14.10. 1972. Börn hans eru Reynir Örn, f. 15.10. 1999, Anton Þór, f. 27.6. 2002, og Tristan Máni, f. 25.10. 2006. Reynir ólst upp á Kringlu og tók ásamt Sigurbjörgu við búi foreldra sinna og var hann bóndi alla sína starfs- ævi. Kringla átti hug hans allan allt til dánardags. Síð- ustu árin bjó hann á Blöndu- ósi eftir að Baldur sonur hans og Anna tóku við búinu. Hann var jarðsunginn í kyrrþey frá Þingeyraklaust- urskirkju 21. ágúst 2021. er flutti um tveggja mánaða gamall á heimili hans á Kringlu. Eftirlifandi kona Reynis er Sigurbjörg Ólafs- dóttir, f. 18.5. 1944. Þeirra syn- ir eru: 1) Ólafur Bald- ur, f. 8.12. 1961. Eiginkona Bald- urs er Anna Hjálmarsdóttir, f. 30.6. 1956, og eiga þau saman Sigurbjörgu, f. 17.7. 1986, og Maríu, f. 2.2. 1993. Áður átti Baldur soninn Kristin, f. 6.5. 1983, og Anna dótturina Ar- dísi Ólöfu, f. 1.1. 1982. Elsku hjartans afi minn. Ég og kveðjustundir eigum enga samleið í hvaða mynd sem þær eru og ég reyni hvað ég get að komast hjá því að þurfa að kveðja hvort sem það er til styttri eða lengri tíma. Ég kemst víst ekki hjá því núna. Afi minn var mikill dugnað- arforkur. Hann var bóndi sem stóð vaktina sama hvað og tók sér aldrei frí. Hann var mikill húmoristi, það var alltaf stutt í grínið, hláturinn og brosið, ég gat alltaf verið viss um það. Svo bakaði hann líka bestu súkkulaðikökuna. Ég minnist þess þegar maður fékk að fara með þér í traktorinn og þegar maður hossaðist til og frá þeg- ar þú gafst í úti á túni á Löd- unni þegar kindurnar voru að fara kolvitlausa leið. Elsku afi, þín verður sárt saknað en ég trúi því og vona að þér líði betur núna og að þú sért kominn í sveitina að vappa um móana og segja okkur að hlaupa suðvestur með girðing- unni eða fara austan megin þegar á að fara reka rollurnar þótt ég hafi enn þá ekki hug- mynd um í hvaða átt það er þegar ég stend úti á túni. Ég ætla að fá að ímynda mér að þú takir núna fast utan um mig, kyssir á kinnina og segir „blessuð góða“. Þangað til næst afi minn, Guð geymi þig. María Ólafsdóttir. Afi minn, Reynir frá Kringlu, var lagður til hinstu hvílu um helgina. Eflaust hvíldinni feginn eftir erfiða tíma. Sárt þykir mér að hafa ekki getað fylgt honum síðasta spölinn og raunar hafði ég ekki séð afa í tvö ár vegna fjar- lægðar og heimsfaraldurs. Áratugir af minningum ylja hins vegar. Afi var bóndi í húð og hár. Fæddur og uppalinn á Kringlu og lifði þar lengstan hluta ævinnar eða þar til heils- an brást honum. Hefði sjálf- sagt dáið á þessum sama bletti ef ekki hefði verið fyrir ömmu sem hafði vit fyrir honum. Hvergi annars staðar undi hann sér. Staðurinn er mér sjálfri kær enda mörgum stundum varið í sveitinni sem krakki og síðar meir. Þar var lífið yfirleitt í föstum skorðum enda afi og amma bæði vinnu- söm með eindæmum. Dagur- inn var tekinn snemma og hús- verkum sinnt, allt þar til tími var kominn á hádegismat er haldið var heim á bæ. Nokkrar sögur voru sagðar og stuttu seinna heyrðust hrotur frá eld- húsbekknum. Miðdegislúrinn heilagi. Hann varði þó yfirleitt stutt því brátt var mál að skunda af stað að nýju og halda áfram vinnu. Þetta var síðan endurtekið með kaffi og loks kvöldmat. Amma sá um matseðilinn með heitum mat í hádegi og á kvöldin og að sjálf- sögðu heimabökuðu með kaffinu. Þess á milli mátti heyra prjónana slást ótt og títt. Sem krakki reyndi maður eftir fremsta megni að vera til gagns, með misjöfnum árangri. Oft var líf og fjör en stundum var eins og um líf og dauða væri að tefla. Verst var þegar reka átti á hús en þá varð gjarnan uppi fótur og fit. Hrópað og kallað og gefnar skipanir um að opna hlið eða dyr úr hinum og þessum áttum sem maður oftar en ekki rugl- aði saman og hlaut fyrir miklar skammir. Þá hefði nú stutt yf- irferð í helstu áttum ásamt „úteftir og frameftir“ komið sér vel áður en haldið var af stað í herlegheitin. En enginn er fullkominn og fyrir utan tímabundna örvinglun yfir þekkingarleysi á áttum og staðháttum var lífið í sveitinni ljúft. Afi var mikill húmoristi og gerði óspart grín, að sjálf- um sér og öðrum. Hafði gaman af því að hlusta á sögur, ekki verra ef hann fékk að segja þær sjálfur. Hrekkjóttur. Í uppáhaldi hjá mér var þegar við vorum á ferð á Rússanum og afi „skaut“ á bílana að sunnan sem reyndu að taka fram úr. Ekki veit ég nákvæm- lega hvernig þetta fór fram en tilþrifin ollu að minnsta kosti skothvelli sem fékk bílstjórana til að hrökkva í kút og afi hló hrossahlátri lengi á eftir. Þeg- ar amma og afi fluttu frá Kringlu var tvennt algjörlega skýrt af hálfu afa: Jörðin yrði að vera áfram í fjölskyldunni og þar skyldi vera búskapur. Við keflinu tók faðir minn sem ásamt mömmu hefur sinnt búinu af nánast sömu alúð og eljusemi og afi og amma áður og líklega langafi og –amma þar áður. Ég tilheyri stolt þessari arfleifð sem afi elskaði og vona að hann hafi kvatt sáttur. Ég kveð að minnsta kosti afa full af þakklæti og stolti. Minningin um hlýjan, góðan og drepfyndinn afa mun lifa. Elsku afi. Takk fyrir húm- orinn, grínið og glensið. Takk fyrir alvöruna. Takk fyrir allt. Hvíl í friði, við hittumst framfrá. Þín Sigurbjörg. Ég kynntist Reyni og Sifu fljótlega eftir að við Jóhanna fluttum norður að Akri 1980. Strax þá fann ég hve nágrenn- ið var gott. Það var alltaf sjálf- sagt að hjálpa til. Á þessum tíma var skylt að baða sauðféð á tveggja ára fresti vegna fjárkláða. Við Jó- hanna höfðum aldrei tekið í þátt í böðun, þannig að Reynir kom okkur strax til hjálpar og tók stjórnina, sem við vorum þakklát fyrir. Þetta var fyrst í nóvember og féð var rekið um morguninn í Stóru-Giljá, en þar var það baðað. Eftir böð- unina var rekið heim og þá byrjaði að mugga fyrst en svo tók að hríða. Okkur tókst að koma fénu á hús og þá gáfum við Jóhanna út að nú færum við í mat. Reynir tók það ekki í mál, við skulum gefa fénu fyrst sem við og gerðum. Þetta lýsir best hve Reynir var um- hyggjusamur við skepnur. Þess má geta að það gekk á með hríðarveðrum og kulda fram í lok febrúar þennan vet- urinn. Reynir var fyrirhyggjusam- ur. Gott dæmi um það var að hann gætti þess alltaf að eiga lyf við höndina ef einhver skepnan veiktist. Þau voru ófá skiptin sem hann bjargaði okk- ur ef einhver kindin veiktist, því þrátt fyrir ásetning okkar um að fara að dæmi Reynis, gleymdist að útvega lyf. Þegar Jóhanna gekk með Helgu kom fram í lok með- göngu að það þurfti að flytja hana til Reykjavíkur. Þetta bar mjög brátt að og flugvél var send til að sækja okkur. Ég hringdi í Reyni og spurði hvort hann gæti ekki bjargað gjöfinni fyrir sauðféð fyrir mig í einhverja daga? Ég vissi ekk- ert hvað ég yrði lengi í Reykjavík. Ekki stóð á svari. Reynir sagði okkur að hafa okkur til og gott ef hann keyrði okkur ekki út á flugvöll líka. Í réttum hefur alltaf verið góð samvinna milli bæjanna. Á Kringlu hefur alla tíð verið til kerra til að flytja fjárhópa í. Það þótti og þykir ekkert til- tökumál að taka féð frá okkur í leiðinni, nú eða lána okkur kerruna. Þessir punktar mínir eru ör- fá dæmi um vinskap og hjálp- semi Reynis og Sifu. Ekki má gleyma skemmtilegu spjalli við kaffiborðið á Kringlu, en það var ekki við annað komandi en að gengið yrði í bæinn hvenær sem var, líka þótt erindið væri lítið. Kæra Sifa og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Gunnar á Akri. Nú hefur okkar kæri ná- granni, Reynir Hallgrímsson, kvatt okkur og dvelur hann nú í sumarlandinu þar sem grænu grösin vaxa og fallegur búfén- aður röltir um kring. Til Sigurbjargar og Reynis á Kringlu var alltaf gott að koma. Þau voru einstaklega gestrisin og teljum við að fáir dagar þar hafi verið án gesta- komu enda alltaf gott að koma við í spjall og hugleiðingar. Ferðum og erindum hefur fækkað eftir að þau fluttu út á Blönduós en hugur okkar til þeirra hefur ekki breyst þrátt fyrir það og alltaf er jafn ynd- islegt að koma á Mýrabraut- ina. Erfitt er að nefna Reyni án þess að nefna Sifu um leið, en þau sómahjón voru einstaklega samhent í öllum sínum verk- um. Reynir var mikill búmaður, vinnusamur, fjárglöggur og einstaklega natinn við skepn- ur. Hann var sjálfbjarga um flesta hluti og hagsýnn. Frá fyrstu tíð hefur verið mikill vinskapur á milli fólksins á Kringlu og Akri og brá aldrei skugga þar á. Við systkinin minnumst hans sem góðs og trygglynds vinar sem reyndist Akursheim- ilinu, bæði foreldrum okkar og síðar Jóhönnu og Gunnari, ein- staklega vel. Eins myndaðist einstök vinátta á milli Reynis og Ómars á þeim tíma er hann vann sem læknir á Blönduósi. Þau Kringluhjón voru ein- staklega hjálpsöm og fljót til ef eitthvað var. Foreldrar okkar töluðu oft um það að þau væru viss um að engir væru eins heppnir og þau með góða ná- granna og tökum við sannar- lega undir það. Reynir sinnti samfélaginu vel, sat lengi í sveitarstjórn og var réttarstjóri í Auðkúlurétt til margra ára, ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Hann mætti í réttir á meðan stætt var og alltaf var hann fyrstur til að taka á móti safninu er það kom ofan af heiðinni. Ljúfmennska hans, lipurleiki og sáttfýsi kom oft að góðum notum í þeim störfum og sýndi hann þá hversu góðan mann hafði að geyma. Reynir söng lengi í kirkjukór Þingeyrakirkju og var eftir því tekið hversu ein- staklega fallegan bassa hann hafði, bassa sem bætti allan söng. Með þessum fáu orðum vilj- um við systkinin frá Akri og fjölskyldur okkar þakka Reyni vináttuna og samfylgdina. Um leið sendum við Sifu okkar, Baldri, Svani, Arnari og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur og óskum fólkinu hans Reynis blessunar. Jón, Jóhanna og Nína Margrét og fjölskyldur. Fallinn er frá Reynir Hall- grímsson, bóndi á Kringlu. Hann var bóndi af lífi og sál. Kringla var hans ríki og hugur hans þar alla tíð. Elsku Reynir minn, ég mun ætíð minnast þín með þakklæti og hlýju og kveð þig með ljóði Jóns frá Ljárskógum, Kveðja heimanað. Aftanblærinn andar, undurtær og hlýr. Upp af gleymsku grafast gömul ævintýr. Hvað er það, sem hreyfir hjartans innsta streng? Allt, sem áður seiddi ungan sveita- dreng. Létt á lóuvængjum líður hugurinn yfir höf og heiðar heim í dalinn minn, þar sem grasið græna grær um bernskuspor, þar sem leið mitt ljúfa ljósa æsku- vor. Töfrar liðins tíma tendra forna glóð. Tóna hrannir hrynja hellist geisla- flóð. Vorsins leifturlitir ljóma augum við. Heyra má til heiða hundrað vatna nið. Sindrar yfir sundum sólarlagsins glóð, fuglar kveða’ og kvaka kvöldsins vögguljóð endurómur titrar innst við hjarta- stað: Flytur kannski kvakið kveðju heima- nað? (Jón frá Ljárskógum) Anna. Reynir Hallgrímsson Ríkisfjármálin verða erfiðasta úr- lausnarefni stjórn- valda á næstu árum. Mestallt annað, sem við ræðum í kosn- ingabaráttunni, velt- ur á því hvernig við tökumst á við þann vanda. Lykillinn að skynsamlegum ákvörðunum og samkomulagi ólíkra flokka um ríkisfjármála- stefnu byggist á glöggum upplýs- ingum og raunsæju mati á öllum efnahagslegum forsendum. Sjald- an hefur jafn mikið verið í húfi í þessum efnum. Ég tel því að ekki verði hjá því komist að gerð verði óháð úttekt á stöðu ríkisfjármála, hagvaxt- armöguleikum og áhrifum þeirr- ar miklu lántöku, sem óhjá- kvæmilegt var að ráðast í vegna faraldursins. Horfum fram á við, ekki aftur Lögbundnar fjármálareglur verða ekki í gildi næsta kjörtíma- bil vegna þessara óvenjulegu að- stæðna. Brýnast er þess vegna að stjórnmálafólk geti glöggvað sig á því hvaða svigrúm við höfum. Við vitum að skuldirnar verða ekki sjálfbærar nema vextirnir af lán- unum verði til lengri tíma lægri en árlegur hagvöxtur. Og það er ekki sjálfgefið eins og sagan segir okkur. Til þess að sjá þessa mynd þarf meiri upplýsingar en fyrir liggja. Hinn tælandi máttur kosninga opnar nú hvert loforðaboxið á fætur öðru. En þá verður líka innistæða að vera fyrir loforðun- um. Við skuldum kjósendum að tala hreint út. Fjármálaráð, sem stjórnvöld skipa, hefur vakið athygli á því að fjármálaáætlunin er í ríkum mæli byggð á framreikningi á gömlum tölum. Þar er með öðrum orðum horft í baksýnisspegilinn eins og ráðið orðar það. Þetta þýðir í reynd að við þurf- um að endurmeta forsendurnar með því að horfa meira fram á við. Við getum ekki tekið ákvarð- anir fyrir framtíðina með því einu að líta í baksýnisspegilinn. Það er hættulegur leikur. Veikleiki í fjármálaáætlun Veikleikinn er sá að ríkis- stjórnin skildi eftir gat í fjár- málaáætluninni sem nemur allt að fimmtíu milljörðum króna. Hún segir það eitt að í það gat þurfi að stoppa með tvinna sem hún kallar afkomubætandi að- gerðir. Verði hagvöxtur ekki mun meiri en fjármálaáætlunin segir til um er ríkisstjórnin í raun að segja að þetta þýði niðurskurð og skattahækkanir. Til viðbótar þarf að hafa í huga að sum fyrirheit í samgöngu- málum eru ekki fjármögnuð og endurtekin loforð um stóraukin framlög til uppbyggingar og reksturs hjúkrunarheimila standa fyrir utan áætlunina, svo dæmi séu tekin. Þá hefur fjármálaráð bent á að ójafnvægi var komið í rekstur ríkissjóðs fyrir Covid og áður en núverandi efnahagsvandi raun- gerðist. Staðan sé því verri en hefði þurft að vera. Aðvaranir sérfræðinga Í Markaði Fréttablaðsins síð- astliðinn fimmtudag skrifa tveir sérfræðingar um hættumerkin sem þarf að hafa í huga varðandi ríkisfjármálin. Agnar Tómas Möller bendir á að líklegt sé að Seðlabankinn hækki vexti á níu af tíu næstu vaxtaákvörðunarfund- um. Hann telur að það dragi úr einkaneyslu og fjárfestingu í atvinnulíf- inu. Stór og vaxandi hluti skulda ríkissjóðs sé til skamms tíma. Vænt- anlegar vaxtahækkanir munu því þyngja vaxtabyrði rík- isjóðs verulega og kalla á aukið aðhald í rekstri og skattahækk- anir. Þessi breytta staða kallar á endurmat á forsendum. Fyrir ríkissjóð, fólk og fyrirtæki. Helgi Vífill Júlíusson segir að fámenn þjóð með litla mynt geti ekki leyft sér að skulda jafn mikið og stór hagkerfi. Þetta er rétt. Þess vegna skiptir svo miklu að við vitum hvað þessi staða heftir möguleika okkar. Hversu mikið þessi litla mynt skerðir tækifærin í stöðunni. Mat á áhrifum nýrra leiða Fjármálaráð bendir á að hag- vaxtarspár í fjármálaætlun bygg- ist nær eingöngu á endurreisn ferðaþjónustu. Við þurfum óháð mat á því hvort líklegt sé að við getum einn- ig aukið hagvöxt á öðrum sviðum eins og í nýsköpun og þekkingar- iðnaði. Að hve miklu leyti mun mögulegt samstarf við Evrópu- sambandið um gengisstöðugleika geta örvað slíkan vöxt? Að tengja krónuna við evru. Og að hve miklu leyti getur það dregið úr vaxtakostnaði ríkissjóðs? Markmið okkar er að auka hagvöxt eins og hægt er til þess að geta styrkt og viðhaldið öflugu velferðarkerfi. Þannig að þung- bærar vaxtagreiðslur ríkissjóðs fari frekar í innviði, menntun, vel- ferð. Óháð úttekt á stöðunni er nauðsynleg Er það vont að stjórnmála- flokkar lofi ákveðnum hlutum, sýni á spilin? Nei, enda eiga kosn- ingar að draga fram áherslur flokkanna og gefa kjósendum val- kosti. Flokkar þurfa hins vegar að koma hreint fram og segja hvort innistæða sé fyrir loforð- unum eða hvort senda eigi reikn- inginn inn á framtíðarkynslóðir. Viðreisn vill þess vegna tryggja kjósendum yfirsýn hvað raun- verulega er hægt að gera í rík- isfjármálum. Við viljum að kjós- endur hafi tækifæri á að sjá hver staðan er í reynd. Svo hægt sé að tryggja samkeppnishæf lífskjör. Verði úrslit kosninganna á þann veg að Viðreisn taki þátt í viðræðum um nýja ríkisstjórn munum við gera kröfu til þess að óháð endurmat á þessum álita- efnum verði lagt til grundvallar samningum um nýja ábyrga rík- isfjármálastefnu. Best hefði farið á því að rík- isstjórnin hefði látið vinna óháða úttekt um stöðuna fyrir kosn- ingar. Það er því áskorun mín til forsætisráðherra að hún beiti sér tafarlaust fyrir því í samráði við stjórnarandstöðuna. Það er hið rétta að gera í þágu almennings í landinu. Kosningaloforð með innistæðu Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir » Fjármálaráð hef- ur bent á að ójafn- vægi var komið í rekstur ríkissjóðs áður en veirukrísan raungerðist. Staðan sé því verri en hefði þurft að vera. Höfundur er formaður Viðreisnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.