Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 20

Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Veiðivefur í samstarfi við 30 ÁRA Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst upp í Árbæn- um. Hún gekk í Árbæjarskóla og spilaði í mörg ár fótbolta með Fylki. „Ég spila nú ekki lengur en er mjög dugleg að kíkja á völlinn og styðja mitt lið.“ Þegar kom að því að velja framhaldsskóla valdi hún að fara í Verslunarskóla Íslands. „Stór hluti af vinahópnum fór þangað og þetta er góður skóli og gott félagslíf.“ Eftir stúdentsprófið fór Jó- hanna í Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og hélt síðan áfram og lauk meist- araprófi í opinberri stjórnsýslu. Meðfram náminu starfaði hún m.a. hjá WOW air sem flug- freyja og segir að það hafi verið skemmtilegt að prófa það, frá- bær andi hafi verið í fyrirtækinu og skemmtileg ferðalögin sem fylgdu. Vorið 2018 hóf hún störf í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. „Ég hafði ver- ið í starfsnámi í innanríkisráðuneytinu og var strax ákveðin í að ég vildi starfa á þessum vettvangi þannig að eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum sóttist ég eftir þessu starfi. Ég er í sveitarstjórnar- og byggðamálum og þetta eru ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Það er líka mjög gef- andi og skemmtilegt að starfa á vinnustað þar sem verkefnin hafa svona bein áhrif á samfélagið okkar.“ Jóhanna er mikið fyrir hreyfingu og ferðalög og nýtur sín best í samvistum við fjölskyldu og vini. FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Jóhönnu er Arnar Geir Sæmundsson, sér- fræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Fossum mörkuðum, f. 17.5. 1991. Þau eiga von á sínu fyrsta barni. Foreldrar Jóhönnu eru Þórgunnur Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, f. 28.6. 1960, og Sigurjón Ragnar Grét- arsson, rafeindavirki hjá Marport, f. 21.10. 1954. Þau búa í Árbænum. Jóhanna Sigurjónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur orðið fyrir djúpum áhrif- um frá nýjum kunningja og ættu því hlut- irnir að fara að komast á skrið. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhvejum mislíki við þig eða að ein- hver vantreysti þér. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er engin ástæða að missa móðinn þótt eitthvað blási á móti. Vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra um það hvernig þú getur bætt lífsgæði þín. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það lítur út fyrir að samband sem hefur skipt þig miklu máli sé að rofna. Passaðu þig að láta ekki þvermóðskuna ná tökum á þér. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Hugmyndirnar koma á færibandi um þessar mundir, ekki láta þér bregða þótt þú fáir einhvers konar vitrun. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Einvera er stundum uppspretta nýrra uppgötvana. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er alveg sama hverju þú vilt halda fram, hlutirnir gerast ekki að ástæðulausu. Treystu á sjálfan þig ef þú vilt koma ein- hverju í verk. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt allt virðist ekki ganga upp. Með það á hreinu ættu allir framtíðarvegir að vera þér færir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur tilhneigingu til þess að hafa of miklar áhyggjur. En núna ertu loks tilbúin/n til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er mögulegt að þér komi í hug ný leið til að græða peninga í dag. Gleymdu bara ekki, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sýndu skoðunum annarra virð- ingu, þótt þær fari ekki saman við þitt eigið álit. Mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Líttu á stundirnar sem þú hefur sem verðmæti og sjáðu hvort það breytir ekki því hvernig þú ferð með þær. Þú ættir að slaka svolítið á og hvíla þig. lífsglöð þótt ég hafi lent í mikilli sorg í gegnum árin. Eftir að Sif okkar dó langaði okkur að breyta til og fara frá Flateyri og svo eigum við Pétur hana Bergljótu Ástu sem er fædd 2001 og hún var eina barnið í þeim árgangi á Flateyri og við vildum að hún gæti verið í skóla með jafnöldrum sínum. Þegar Pétri mínum býðst varðstjórastaða hérna hjá lögreglunni á Sauð- árkróki árið 2008 ákváðum við á einu kvöldi að koma hingað og við erum hérna enn.“ Þegar fjölskyldan kom í Skaga- fjörðinn var vel tekið á móti henni. „Fólkið hérna á Króknum er yndislegt og okkur var svo vel tekið að við höfum ákveðið að festa hér rætur og vorum meira að segja að kaupa okkur hús hérna í maí.“ Gógó byrjaði að vinna á leikskólanum og var þar fyrstu þrjú árin en fór síðan yfir til Lyfju og vann þar í tvö ár. G róa Guðmunda Har- aldsdóttir fæddist 25. ágúst 1961 á sjúkra- húsinu á Ísafirði og ólst upp á Flateyri. „Það var mjög gott að alast upp á svona litlum stað og geta hoppað í drullupollunum og leikið við kind- urnar og stutt að fara í skólann.“ Gróa er alltaf kölluð Gógó og það þarf ekki að tala við hana lengi til að heyra að hún er mjög glaðlynd og mikill húmoristi. „Ég byrjaði að vinna tólf ára í frysti- húsinu heima á Flateyri. Þá var maður búinn að vera að æfa sig að pakka sokkum í plast heima svo maður kynni þetta í alvöruvinn- unni,“ segir hún og hlær. „Svo var ég auðvitað að passa og var í vist, guð hvað mér finnst ég vera orðin gömul að rifja þetta upp.“ Eftir grunnskólann starfaði Gógó mikið í Kaupfélagi Önfirð- inga, bæði sem starfsmaður og síðar sem verslunarstjóri. Hún flutti til Ísafjarðar árið 1986 og kunni mjög vel við sig í bænum. Þá var hún búin að eignast fyrsta barnið, Georg Rúnar, nokkru fyrr en átti þar tvíburana Helga og Sif og síðan Margréti Öldu með þá- verandi sambýlismanni. Á Ísafirði kynntist hún leiklistinni og tók þátt í mörgum sýningum áhuga- leikhússins og hafði mjög gaman af. Hún fór aftur á æskuslóðirnar 1991 og fór að vinna á leikskóla. „Ég var leikskólastjóri þegar snjó- flóðið féll 1995 og það er minning sem hefur greypst í huga manns og bæjarfélagið átti mjög erfitt á þessum tíma.“ Þótt Gógó sé greinilega mjög jákvæð og hress hefur hún gengið í gegnum mikla sorg í lífinu. Hún hefur misst fjög- ur systkini og það sem erfiðast er hverju foreldri, barnið sitt. „Núna eru að verða 17 ár síðan Sif mín dó á afmælisdeginum mínum árið 2004 og í rauninni kemst maður aldrei alveg yfir svona missi, því sorgin býr með manni alla tíð.“ Hún segist þakka fyrir hvern af- mælisdag, en á sama tíma er þessi dagur alltaf erfiður. „En ég hætti aldrei að lifa lífinu lifandi og ég er „Síðustu átta árin var ég vist- arstjóri á heimavist framhalds- skólans, sem er alveg magnað starf. Það átti líka svo vel við mig því ég er svo félagslynd og ég var alltaf kölluð mamma Gógó.“ Sorgin átti enn eftir að banka upp á hjá henni og þegar hún missti móður sína úr Covid- veirunni í fyrra féll hún alveg saman og þurfti að hætta í vinnunni og sinna sjálfri sér betur um tíma og víst er að margir geta tengt við þá erfiðu reynslu. Gógó segist fara mikið í langa göngu- túra ein og það sé hennar hug- leiðsla. „Ég labba um á mínum hraða og finnst gott að vera ein úti í náttúrunni og hlusta á um- hverfið.“ Hún segist líka baka kleinur. „Það er þvílík hugarró sem fylgir því og gott að geta gef- ið einhverjum með kaffi eða ískaldri mjólk.“ Í fyrradag lauk veikindaleyfi Gógó og hún byrjaði í nýrri vinnu Gróa Guðmunda Haraldsdóttir – 60 ára Skólaslit Hér var verið að kveðja Gógó í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkrók síðasta vor. Var alltaf kölluð mamma Gógó Fjölskyldan Frá vinstri: Georg Rúnar, Gógó, Margrét Alda, Bergljót Ásta, eiginmaðurinn Pétur og Helgi. Sif Dóttir Gógóar, Sif, sem dó fyrir 17 árum, þann 25. ágúst 2004. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.