Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – Fylkir...................................... 1:0
Staðan:
Valur 15 12 2 1 40:15 38
Breiðablik 15 10 1 4 49:22 31
Þróttur R. 15 7 4 4 31:25 25
Selfoss 16 7 4 5 30:24 25
Stjarnan 15 7 2 6 17:20 23
Þór/KA 16 4 6 6 16:22 18
ÍBV 15 5 1 9 23:36 16
Keflavík 14 3 3 8 13:24 12
Fylkir 15 3 3 9 16:35 12
Tindastóll 14 3 2 9 10:22 11
Markahæstar:
Brenna Lovera, Selfossi ........................... 13
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki..... 10
Elín Metta Jensen, Val ............................. 10
Delaney Baie Pridham, ÍBV ...................... 7
Ólöf S. Kristinsdóttir, Þrótti ...................... 7
Katherine Cousins, Þrótti .......................... 7
Hildigunnur Benediktsdóttir, Stjörnunni. 7
Lengjudeild karla
Kórdrengir – Þór...................................... 2:0
Selfoss – Afturelding................................ 3:0
Vestri – Víkingur Ó .................................. 3:2
Þróttur R. – Fram .................................... 2:2
Grótta – Grindavík ................................... 2:1
Staðan:
Fram 18 15 3 0 46:13 48
ÍBV 16 11 2 3 30:13 35
Kórdrengir 17 9 4 4 27:18 31
Fjölnir 17 9 2 6 29:18 29
Grótta 18 9 2 7 36:32 29
Vestri 17 9 1 7 28:31 28
Grindavík 18 6 5 7 32:36 23
Þór 17 5 4 8 29:30 19
Afturelding 17 5 4 8 30:34 19
Selfoss 18 5 3 10 29:38 18
Þróttur R. 18 3 2 13 29:42 11
Víkingur Ó. 17 1 2 14 19:59 5
Markahæstir:
Pétur Theódór Árnason, Gróttu .............. 18
Sigurður B. Hallsson, Grindavík.............. 17
José Sito, ÍBV ............................................ 12
Gary Martin, Selfossi ................................ 11
Pétur Bjarnason, Vestra............................. 9
Jóhann Árni Gunnarsson, Fjölni ............... 9
England
Deildabikarinn, 2. umferð:
Huddersfield – Everton .......................... 1:2
- Gylfi Þór Sigurðsson hjá Everton var
sendur í leyfi.
Brentford – Forest Green ...................... 3:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson var vara-
markvörður hjá Brentford.
Millwall – Cambridge.............................. 3:1
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 72. mínútu.
Blackpool – Sunderland ......................... 2:3
- Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn
með Blackpool.
Morecambe – Preston ............................. 2:4
- Jökull Andrésson varði mark More-
cambe.
Norwich – Bournemouth ......................... 6:0
Oldham – Accrington ............................... 0:0
Swansea – Plymouth................................ 4:1
Barrow – Aston Villa................................ 0:6
Birmingham – Fulham ............................ 0:2
Cardiff – Brighton.................................... 0:2
Gillingham – Cheltenham........................ 1:1
Leeds – Crewe.......................................... 3:0
Northampton – Wimbledon .................... 0:1
QPR – Oxford ........................................... 2:0
Sheffield United – Derby ........................ 2:1
Shrewsbury – Rochdale........................... 0:2
Stevenage – Wycombe............................. 2:2
Stoke – Doncaster .................................... 2:0
Watford – Crystal Palace ........................ 1:0
Wigan – Bolton ......................................... 0:0
Nottingham Forest – Wolves.................. 0:4
Noregur
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Hönefoss – Vålerenga........................... 0:12
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék síðari hálf-
leikinn með Vålerenga en Amanda Andra-
dóttir var ekki með.
Meistaradeild karla
Umspil, seinni leikir:
Ferencváros – Young Boys ..................... 2:3
_ Young Boys áfram, 6:4 samanlagt.
Ludogorets – Malmö................................ 2:1
_ Malmö áfram, 3:2 samanlagt.
PSV Eindhoven – Benfica ....................... 0:0
_ Benfica áfram, 2:1 samanlagt.
>;(//24)3;(
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 6. riðill:
Kristianstad – Hammarby.................. 27:22
- Teitur Örn Einarsson skoraði 1 mark
fyrir Kristianstad sem er með 2 stig eftir
tvo leiki í riðlinum.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Greifavöllur: KA – Breiðablik .................. 18
Norðurálsvöllur: ÍA – KR......................... 18
Kaplakriki: FH – Keflavík........................ 18
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Origo-völlur: Valur – Tindastóll............... 18
3. deild karla:
Hásteinsvöllur: KFS – Elliði .................... 18
Í KVÖLD!
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
reyndist hetja Stjörnunnar þegar
liðið tók á móti Fylki í úrvalsdeild
kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, á Samsung-vellinum í
Garðabæ í 15. umferð deildarinnar í
gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri
Stjörnunnar en Hildigunnur skoraði
sigurmark leiksins á 76. mínútu.
Sóknarkonan átti þá skot af 30
metra færi sem söng í netinu en
markvörður Fylkis átti að gera bet-
ur í markinu enda skotið beint á
hana. Garðbæingar fengu fjölda
færa í leiknum sem þær hefðu mátt
nýta miklu betur. Þær héldu hins
vegar áfram að sækja og stýra leikn-
um allan seinni hálfleikinn, þrátt
fyrir að hlutirnir væru ekki að falla
með þeim.
Á sama tíma var ekkert að frétta
af Fylkisliðinu í síðari hálfleik og í
raun óskiljanlegt að liðið hafi mætt
svona kærulaust til leiks þegar það
er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Árbæingar misstu tvo langbestu
leikmennina sína fyrir tímabilið og
það hefur enginn stigið upp í liðinu í
sumar eftir brotthvarf þeirra.
Stjarnan er með 23 stig í fimmta
sæti deildarinnar og á leik til góða á
Selfoss sem er í fjórða sætinu.
Fylkiskonur eru hins vegar í
slæmum málum með 12 stig í níunda
sæti deildarinnar, stigi frá öruggu
sæti, en bæði Keflavík og Tindastóll
eiga leik til góða á Árbæinga.
Stjarnan áfram
með í baráttunni
- Falldraugurinn svífur yfir Árbænum
Morgunblaðið/Eggert
Garðabær Gyða Kristín Gunnarsdóttir úr Stjörnunni skallar knöttinn í gær.
Sæunn Björnsdóttir (28) og María Eva Eyjólfsdóttir (7) fylgjast með.
Valsmenn munu ekki ferðast til
Króatíu í dag eins og til stóð og því
verður ekkert af Evrópuleikjum
liðsins gegn Porec í 1. umferð Evr-
ópudeildar karla í handknattleik
sem fara áttu fram á föstudaginn
og laugardaginn næstkomandi.
Leikmannahópur liðsins verður í
sóttkví fram á föstudag en Vals-
menn vinna að lausn í samvinnu við
bæði HSÍ, Handknattleikssamband
Íslands, og Evrópska handknatt-
leikssambandið að því er fram kem-
ur í frétt handbolta.is um málið.
„Frá okkar bæjardyrum séð er
ekkert því til fyrirstöðu en það eru
alls konar breytur í þessu.
Ég er með vinnandi menn í liðinu
sem voru búnir að fá frí til að fara
til Króatíu en eru komnir í sóttkví.
Flækjustigið er umtalsvert en við
stefnum klárlega á að taka þátt í
Evrópukeppninni. Það hefur ekki
komið til tals að blása það af,“ sagði
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari
Vals, í samtali við Vísi en Valur
varð Íslandsmeistari í sumar eftir
sigur á Haukum. bjarnih@mbl.is
Kórónuveiran kom í veg fyrir
Króatíuför hjá meisturunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistarar Valsmenn fagna titlinum á Ásvöllum fyrr í sumar.
STJARNAN – FYLKIR 1:0
1:0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 76.
M
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
Ingibjörg L. Ragnarsd. (Stjörnunni)
Anna M. Baldursdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Gyða K. Gunnarsdóttir (Stjörnunni)
Málfríður A. Eiríksdóttir (Stjörnunni)
Hildigunnur Benediktsd. (Stjörnunni)
María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki)
Fjolla Shala (Fylki)
Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylki)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 9.
Áhorfendur: Um 100.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, og
grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
Víðir Sigurðsson í Tókýó
vs@mbl.is
Ólympíumót fatlaðra, öðru nafni
Paralympics, var sett við hátíðlega
afhöfn á Ólympíuleikvanginum í
Tókýó í gær.
Íslensku keppendurnir ásamt
fylgdarliði sínu gengu þriðju í röð-
inni inn á leikvanginn, á eftir Grikkj-
um, sem ávallt eru fyrstir í röðinni af
sögulegum ástæðum, og sveit flótta-
manna. Ísland er fyrst þjóða heims í
japanska stafrófinu og var því aftur í
þessari sérstöku stöðu, eins og við
setningu Ólympíuleikanna á sama
stað í síðasta mánuði.
Frjálsíþróttamaðurinn Patrekur
Andrés Axelsson og sundkonan
Thelma Björg Björnsdóttir voru
fánaberar Íslands en Thelma er sú
eina af sex íslenskum keppendum á
mótinu sem áður hefur keppt á Ól-
ympíumóti.
Keppendur hafa aldrei verið fleiri
en þeir eru 4.400 talsins frá 161 landi
og keppt er í 22 íþróttagreinum.
Róbert Ísak Jónsson keppti fyrst-
ur Íslendinga á leikunum laust eftir
miðnættið í nótt, á miðvikudags-
morgni í Japan, þegar hann stakk
sér til sunds í 100 metra flugsundi og
allt um frammistöðu hans má finna á
mbl.is. Sundmaðurinn Már Gunn-
arsson er næstur í röðinni aðfara-
nótt föstudagsins.
Ljósmynd/Torstein Bøe/NTB
Metfjöldi keppenda í Tókýó
- Ólympíumót fatlaðra er hafið og Róbert keppti fyrstur Íslendinga í nótt