Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 _ Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Montreal í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð á dögunum. Þetta tilkynnti félagið á sam- félagsmiðlum sínum. Róbert Orri, sem er 19 ára gamall, gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki í júní á þessu ári en á enn þá eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir fé- lagið. „Við vissum að Róbert væri að glíma við meiðsli þegar hann kom fyrst til okkar,“ segir m.a. í tilkynningu Mont- real. _ Aganefnd KSÍ kom saman í gær og var einn leikmaður í efstu deild úrskurð- aður í tveggja leikja bann. Þar er um að ræða Nacho Heras hjá Keflavík sem fékk brottvísun gegn FH á dögunum. Viktor Örn Margeirsson og Alexander Helgi Sigurðsson úr Breiðabliki, Guð- mundur Kristjánsson úr FH og Orri Hrafn Kjartansson úr Fylki fengu eins leiks bann. _ Sænska liðið Malmö verður með í riðla- keppni Meistaradeildar karla í knatt- spyrnu í vetur en liðið sló út Ludogorets í umspili. Ludogorets vann þó seinni leikinn 2:1 á heimavelli sínum í Razgrad í Búlgaríu en eftir 2:0-sigur í Svíþjóð fer Malmö áfram 3:2. Benfica hafði betur gegn PSV Eind- hoven 2:1 samtals en bæði þessi lið hafa sigrað í keppninni. Svissneska liðið Yo- ung Boys komst einnig í riðlakeppnina. Liðin þrjú sem féllu út úr Meistaradeild- inni í gær fara í staðinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. _ Skoski bakvörðurinn Andy Robert- son hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool. Ro- bertson, sem er 27 ára gamall, gerði samning til næstu fimm ára. _ Knattspyrnumaðurinn Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir út tímabilið 2023 en Kristinn er 31 árs gamall og uppalinn í Kópavoginum. _ Írski landsliðsmaðurinn Jordan Blo- unt er genginn til liðs við Þór frá Akur- eyri og mun leika með liðinu í úrvals- deild karla í körfuknattleik á komandi keppnistímabili. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í gær en Jordan er 24 ára gamall framherji og 203 sentímetr- ar á hæð. Lék hann síðast með Aquim- isa Carbajosa í spænsku C-deildinni þar sem hann skilaði 10 stigum, sex frá- köstum og tveimur stoðsendingum að meðaltali. _ Knattspyrnumaðurinn Sölvi Geir Ottesen ætlar að leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Þetta stað- festi hann í samtali við Stöð 2 Sport. Sölvi Geir, sem er 37 ára gamall, gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Víking úr Reykjavík fyrir tímabilið 2018 eftir fjórtán ár í at- vinnumennsku og er fyrirliði liðsins. Hann lék með Djurg- ården í Svíþjóð, Sön- derjyskE og Köben- havn í Danmörku, Ural í Rússlandi, Jiangsu Sainty, Wuhan Zall og GGuangzhou í Kína, ásamt Buriram United í Taílandi á atvinnu- mannsferli sínum. Eitt ogannað Ljósmynd/ÍF Frjálsíþróttir Kári Jónsson er hópstjóri íslenska frjálsíþróttafólksins á leik- unum í Tókýó og er annar tveggja yfirmanna ÍF í landsliðsmálum. Rós Hákonardóttir var valin „Lady of the Games“ í Atlanta 1996, enda vann hún þar til þrennra gull- verðlauna, og þar var líka Pálmar Guðmundsson sem setti heimsmet í 200 metra skriðsundi. Fyrst núna að gera mér grein fyrir árangri hennar Kristín segir að það hafi verið afar skemmtilegt að fylgja afrekskonunni Kristínu Rós alla leið á hennar ferli. „Já, ég var með henni frá 1992 og þar til hún hætti en síðustu leikar hennar voru 2004 í Aþenu. Ég er eiginlega fyrst nú að gera mér grein fyrir þeim árangri sem hún náði og er pínulítið stolt af þessu. Hún átti heimsmet í 100 metra baksundi, 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi á sínum tíma. Eins var Pálmar mjög góður í Atlanta 1996 og á heims- meistaramótinu tveimur árum síð- ar.“ Kristín Rós var fyrirmyndar- íþróttamaður Kristín telur að afreksfólk þess tíma, eins og Kristín og Pálmar, hafi æft jafnvel og þeir keppendur sem nú eru mættir til Tókýó fyrir Íslands hönd. „Kannski vorum við á Norður- löndunum á undan öðrum þjóðum í sundinu á þessum tíma og farin að æfa jafnmikið og ófatlaðir gerðu. Það hefur síðan breyst og aðrar og stærri þjóðir komið sterkari inn á seinni ár- Ljósmynd/ÍF Sund Kristín Guðmundsdóttir er fyrrverandi landsliðsþjálfari fatlaðra í sundi og er nú formaður sundnefndar Íþróttasambands fatlaðra. um. Þær hafa svo mikinn fjölda til að velja úr, öfugt við okkur. Nú er fram- boðið svo miklu meira á heimsvísu. Að æfa sund er ekkert einfalt, þú verður að leggja þig 110 prósent fram ef þú ætlar að ná árangri, og við vorum með Kristínu sem var mikill fyrirmyndaríþróttamaður. Ári fyrir leikana var hún hætt að borða nammi og drekka gos, hún tók þetta alla leið. Hjá henni dugði ekki að taka bara mataræðið í gegn korteri fyrir leikana,“ sagði Kristín Guð- mundsdóttir en nafna hennar vann alls sex gullverðlaun á Ólympíu- mótum fatlaðra, tvenn silfurverðlaun og sex bronsverðlaun á árunum 1992 til 2004. Bretar breyttu öllum viðmiðum árið 2012 Kári mætti fyrst til leiks á Para- lympics í Sydney árið 2000 og í hans huga eru það leikarnir í London árið 2012 sem standa upp úr. „Mér finnst alltaf London bera af vegna þess hve vel heppnað mótið var þar. Allar kynningar hjá Bret- unum voru svo frábærar, hvernig þeir nálguðust fötluðu íþróttamenn- ina sína og annarra af mikilli virð- ingu og jöfnuði og gerðu þeim hátt undir höfði. Bretar náðu algjörlega að breyta öllum viðmiðum á þessu sviði. Hvernig þeir kynntu þátttöku fatlaðra í íþróttum og sá árangur sem þeir hafa náð í kjölfarið á því. Mér finnst það standa langmest upp úr,“ sagði Kári við Morgunblaðið í gær. Kristín og Jón Oddur Hann sagði að það væri að sjálf- sögðu alltaf sérlega minnisstætt þeg- ar verðlaun ynnust á mótum sem þessum. „Já, það var mjög gaman að verða vitni að því þegar Kristín Rós sópaði inn verðlaununum í sundinu. Fyrir mig sem þjálfara eru verðlaun Jóns Odds Halldórssonar á hlaupabraut- inni, þegar hann vann silfurverðlaun í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi á leikunum í Aþenu árið 2004, eitt af því sem stendur upp úr.“ Persónuleikar sem yfirstíga allar hindranir „En þegar maður lítur yfir ferilinn á þessum vettvangi, sem hófst þegar ég kom fyrst að afreksmálum fatl- aðra árið 1998, er alltaf það sama gegnumgangandi: Einstakir per- sónuleikar sem rísa upp úr og láta ekkert stoppa sig. Persónuleikar úr röðum fatlaðra íþróttamanna sem yf- irstíga allar hindranir og hafa kennt manni ótrúlega mikið. Eitt lítið dæmi um það er að þegar maður leggur bílnum sínum einhvers staðar á bílastæði hugsar maður ekki um að komast sem næst dyrunum. Maður er með fætur! Það er fullt af svona litlum atriðum í daglegu lífi sem hafa haft mikil áhrif,“ sagði Kári Jónsson. Gríðarleg reynsla í íslenska fylgdarliðinu - Kristín er mætt á áttunda Ólympíumót fatlaðra í röð og Kári á það sjötta Í TÓKÝÓ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Óhætt er að segja að gríðarleg reynsla sé í fylgdarliði íslensku keppendanna sex sem mættir eru á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó. Krist- ín Guðmundsdóttir fyrrverandi landsliðsþjálfari í sundi er komin á sitt áttunda Ólympíumót í röð, Kári Jónsson frjálsíþróttaþjálfari er á sjötta mótinu í röð og formaður Íþróttasambands fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested, sem jafnframt er eiginmaður Kristínar, er mættur á sitt sjötta mót frá árinu 1988. Þau Kristín og Kári eru ekki beint í þjálfarahlutverki hér í Tókýó. Kristín er formaður sundnefndar ÍF og Kári er hópstjóri íslenska frjáls- íþróttafólksins á leikunum og er ann- ar tveggja yfirmanna ÍF í landsliðs- málum. En eins og Kristín sagði við Morgunblaðið nýtist reynslan vel og hún grípur inn í sem aðstoðarþjálfari hjá sundfólkinu. Kristín mætti fyrst á Paralympics árið 1992, þegar mótið var tvískipt og haldið í Madríd og Barcelona. „Ég var í Barcelona og hef því fylgt þeim hreyfihömluðu allan tímann. Við vor- um með stóran keppnishóp á leik- unum 1992 og 1996 og mjög öfluga og góða keppendur, sem voru góðar fyrirmyndir og gáfu fordæmi með því að vinna til verðlauna. Kristín Selfoss náði í mikilvæg stig í Lengjudeild karla í knattspyrnu, þeirri næstefstu, í gær þegar liðið vann Aftureldingu 3:0 á Selfossi. Selfyssingar fara þá upp í 18 stig en liðið er í 10. sætinu. Þróttur, sem er í 11. sæti, er með 11 stig og hefur ekki gefist upp því liðið náði stigi gegn toppliði Fram sem enn er tap- laust í deildinni. Sam Hewson skor- aði 2:2 jöfnunarmarkið fyrir Þrótt í uppbótartíma. Ef til vill mun það skipta máli þegar upp verður staðið en Þróttarar eiga eftir leiki gegn liðum í neðri hlutanum. Selfyssingar styrktu stöðuna Ljósmynd/Sigfús Gunnar Marksækinn Gary Martin skoraði tvívegis fyrir Selfoss í gær. Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs- maður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Arsenal á Englandi, vill komast burt frá félaginu sam- kvæmt netmiðlinum kunna The Athletic. Rúnar gekk til liðs við Arsenal í september á síðasta ári frá Dijon í Frakklandi og kom við sögu í sex leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð. Rúnar Alex var nálægt því að ganga til liðs við tyrkneska félagið Altay Spor fyrr í sumar en ekki náðist samkomulag milli Arsenal og tyrkneska félagsins. bjarnih@mbl.is Hugur Rúnars leitar annað AFP Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson gæti róið á önnur mið fljótlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.