Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 28
Víðir Sigurðsson í Tókýó vs@mbl.is ÍR-ingurinn Helgi Björnsson er í óvenjulegu hlutverki á Ólympíumóti fatlaðra. Hann tekur þar þátt í 400 metra hlaupi en er þó ekki formlega skráður til leiks, heldur er hann svo- kallaður aðstoðarhlaupari Patreks Andrésar Axelssonar sem keppir í 400 metra hlaupi í flokki blindra á mótinu í Tókýó á laugardaginn. Helgi hleypur með Patreki til að leiðbeina honum um brautina og þarf því sjálfur að vera í góðri æf- ingu. Það ætti að ganga upp því sjálfur hefur Helgi æft hlaup og fleiri greinar frjálsíþrótta um árabil og hefur hlaupið 400 metrana á 51,16 sekúndum. Íslandsmet Patreks í flokki blindra er hins vegar 56,85 sekúndur. „Við Patrekur höfðum æft lengi í sama húsi. Síðan kom það upp fyrir þremur árum að hann vantaði að- stoðarhlaupara, ég bauð mig fram og það þróaðist út í þetta,“ sagði Helgi þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Tókýó í gær. Helgi sagði að ekki væri víst að allir áttuðu sig á því hvers eðlis hlut- verk hans væri. „Það er miklu fjöl- breyttara en sést í sjónvarpinu og fer að miklu leyti fram fyrir utan hlaupabrautina. Minnsti hlutinn er á brautinni sjálfri. Patrekur þarf að vera með bindi fyrir augunum á svæðinu, keppnin hjá honum fer fram í kolniðamyrkri þannig að í ein- ar 30-40 mínútur sér hann alls ekki neitt og getur ekki bjargað sér með mikið. Stærsta hlutverkið fer því fram áður en við komum út á braut- ina, allt frá því að rölta um matsal- inn, um keppendasvæðið þar sem bundið er fyrir augu hans og loks inn á völlinn,“ sagði Helgi. Í hlaupinu sjálfu þarf samhæfing Patreks og Helga að vera góð. „Já, það hjálpar alla vega til að við séum ágætlega samstíga. Keppni í 400 metra hlaupi er dálítið frábrugðin 100 metra hlaupi að því leyti að ég þarf að láta hann vita hvenær kemur að beygjunum og hvenær þær enda, ásamt því að gæta þess að hann stígi ekki á línu sem er mun erfiðara en í 100 metra hlaupi. Þetta er því eigin- lega orðið að tæknigrein.“ Hann telur að Patrekur muni hæglega geta bætt Íslandsmet sitt í Tókýó en það geti þó orðið erfitt að komast áfram úr undanrásunum. „Hann hefur aldrei verið í betra formi, æfingarnar hérna hafa lofað góðu, og ef við náum að setja saman gott hlaup á hann alveg að geta bætt sig. Ég held að hann sé í hörku- standi. Það er alltaf möguleiki á að komast áfram en það eru margir af- ar öflugir hlauparar hérna og gæðin í þessari grein hafa aukist mjög hratt. Fyrst og fremst er að bæta tímann og ná löglegu hlaupi. Í 400 metrum eru alltaf einhverjir sem stíga á línu og gera hlaupið ógilt svo þetta getur verið dálítið lottó. Fyrst og fremst er að ná sínu besta, ljúka sínu hlaupi og sjá hverju það skilar,“ sagði Helgi Björnsson aðstoð- arhlaupari. Ljósmynd/ÍF Tókýó Helgi Björnsson aðstoðarhlaupari og Patrekur Andrés Axelsson, hlaupari á Ólympíumóti fatlaðra, búa sig undir að ganga inn á Ólympíuleikvanginn í gærkvöldi, en Patrekur var þar annar fánabera Íslands. Stærsta hlutverkið utan hlaupabrautar - Helgi er aðstoðarhlaupari Patreks á Ólympíumótinu Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ ! Árgerð 2021, ekinn 12 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur. IQ.LIGHT LED - Matrix. Raðnúmer 253022 VW GOLF GTE M BENZ C 300E NEW Nýskráður 01/2020, ekinn 14 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur (9 gíra). Raðnúmer 251912 . 4MATIC AMG VERÐ 5.990.000 VERÐ 8.390.000 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringd eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson u BMW 330E Nýskráður 01/2020, ekinn 23 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in), sjálfskiptur (8 gíra). Leður, lúga o.fl. Raðnúmer 252859 LUXURY LINE VERÐ 6.990.000 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2021 Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Róðurinn þyngist hjá Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu eftir 1:0-tap fyrir Stjörnunni í Garða- bænum í gærkvöld. Fylkiskonur eru í slæmum málum með 12 stig í níunda sæti deildarinnar, stigi frá öruggu sæti, en bæði Keflavík og Tindastóll eiga leik til góða á Árbæinga. Stjarnan er hins vegar með 23 stig í fimmta sæti deildarinnar og á leik til góða á Selfoss sem er í fjórða sætinu. Stjarnan er í raun í harðri baráttu um að ná þriðja sæti deildarinnar. »23 Róðurinn þyngist hjá Fylki í efstu deild kvenna eftir tap í Garðabæ ÍÞRÓTTIR MENNING Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Fimm kvikmyndir, tvær heimildarmyndir og þrjár kvik- myndir í fullri lengd, eru tilnefndar til Norrænu kvik- myndaverðlaunanna í ár og fyrir Ísland er það kvik- mynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma. Verðlaunin verða veitt í átjánda sinn 2. nóvember á þingi Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli hand- ritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Hinar fjórar kvikmyndirnar sem tilnefndar eru eru Flugt frá Dan- mörku eftir leikstjórann Jonas Poher Rasmussen, Ens- ilumi frá Finnlandi eftir Hamy Ramezan, Gunda frá Nor- egi eftir Victor Kossakovskíj og Tigrar frá Svíþjóð eftir leikstjórann Ronnie Sandahl. Alma tilnefnd til kvikmyndaverð- launa Norðurlandaráðs 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.