Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 10

Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 10
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E kki þarf að fræða lesendur um þann vanda sem skapast hef- ur um allan heim vegna plast- mengunar. Þótt plast sé mikið undraefni og geri heilmikið gagn ef það er notað í réttum tilgangi og farg- að með réttum hætti, þá veldur plast- ið bæði sjónmengun og skaða á plöntu- og dýralífi ef það berst út í náttúruna og tekur óralangan tíma fyrir plastefni að brotna niður. Plastvandinn verður ekki lagaður á einum degi en íslenska sprotafyr- irtækið Marea er að þróa þaraplast sem gæti a.m.k. leyst vandann að hluta. Julie Encausse er stofnandi og framkvæmdastjóri Marea en þær Eydís Sigurðardóttir Schiöth og Edda Björk Bolladóttir hafa unnið með henni að þróunarvinnunni: „Við hófum þetta verkefni í maí á síðasta ári og getum verið ánægðar með það hversu langt við höfum kom- ist á þessu röska ári,“ segir Julie en fyrirtækið hefur þegar þróað tvær tegundir þaraplasts með ólíka eig- inleika og standa prófanir á vörunni núna yfir. „Um er að ræða efni sem heyrir strangt til tekið undir hóp efna sem kölluð eru lífrænt plast, en þara- plastið hefur alveg sérstaka eig- inleika og þess vegna reynum við frekar að nota það heiti.“ Gæti hentað utan um grænmeti og fiskflök Leynd hvílir yfir þeim aðferðum sem Marea notar til að umbreyta þara í efni með svipaða eiginleika og plast en Julie segir ferlið snúast um að nýta fjölliður sem unnar eru úr þar- anum. Fjölliðurnar má móta í filmu sem t.d. getur hentað sem umbúðir utan um matvæli, en hefur líka þann eiginleika að brotna niður við réttar aðstæður. Hefur Marea þegar þróað tvær gerðir af þarplasti: Þaraplast C sem hefur eiginleika sveigjanlegrar filmu og getur t.d. verið heppilegt til að vefja þétt utan um grænmeti, og svo Þaraplast M sem svipar til selló- fans og vonir standa til að geti komið í stað þeirra plastþynna sem settar eru á milli fiskflaka þegar þeim er pakkað í pappírs- og frauðplastsöskjur. Segir Julie að fyrstu tilraunir bendi til að þaraplastið hafi þá eig- inleika sem leitað er að en vitaskuld geti margt komið upp á í því langa og ítarlega prófunarferli sem núna stendur yfir. Þá segir hún Marea ekki eina fyrir- tækið í heiminum sem hafi komið auga á að nota þara sem hráefni til Þaraplast leysir fjölda vandamála Plast framleitt úr fjölliðum sem unnar eru úr þara ætti að henta sem umbúðir utan um matvæli en brotna síðan niður eins og annar lífrænn úrgangur. 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Við óskum sjómönnum og útgerðarmönnum velfarnaðar á komandi fiskveiðiári. Nautic ehf., Ármúli 1, 108 Reykjavík - 5400515 - www.nautic.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.