Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 11

Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 11
plastgerðar: „Finna má örfá fyrir- tæki sem nota efnasambönd úr þara til að búa til lífplast en þeirra vörur eru með aðra eiginleika en okkar,“ segir hún en verkefnið hefur m.a. fengið styrk frá matvælasjóði og tækniþróunarsjóði og er hýst af Sjáv- arklasanum. Af samstarsfyrirtækjum Marea má nefna Haskólann á Akur- eyri og endurvinnslufyrirtækið Terra sem um þessar mundir er að gera prófanir á þaraplastinu til að mæla hversu greiðlega það brotnar niður með lífrænum úrgangi. Stöðugt þrengt að plastnotkun Þegar Julie er spurð um markaðs- áætlanir Marea og samkeppnis- umhverfið á plast- og lífplastsmark- aði má heyra að hún er með báða fætur á jörðinni. Hún segir of snemmt að gera langtímaáætlanir um skölun og útrás, og að markmið sé að einblína á íslenskan markað fyrst um sinn. „Við hugum ekki að virðiskeðj- unni í miklum smáatriðum á þessu stigi en gerum engu að síður ráð fyrir að þaraplastið muni kosta meira en hefðbundið plast unnið úr hliðar- afurðum olíuvinnslu. Að því sögðu þá eru meiri líkur en minni á að stjórn- völd um allan heim haldi áfram á þeirri braut að þrengja að plastnotk- un og er skemmst að minnast reglna sem banna notkun plasthnífapara, plastdrykkjarröra og innkaupapoka úr plasti.“ Julie ljóstrar því einnig upp að Marea sé að skoða þann möguleika að nota orku frá jarðvarmavirkjun við framleiðslu þaraplasts og eins komi til greina að nota þörunga sem rækt- aðir eru í stýrðu umhverfi frekar en að nýta þara sem fenginn er úr sjó eða vötnum: „Við höfum engar áhyggjur af hrá- efnisskorti á þessu stigi og gaman að sjá hvað þeir aðilar sem við höfum rætt við sem nýta þara umhverfis landið eru miklir fagmenn og um- gangast þessa auðlind af nærgætni. Hátækniræktun á þörungum, með svipuðum aðferðum og eru t.d. not- aðar hjá Algalífi, gæti samt haft ákveðna kosti fyrir framleiðsluna,“ segir Julie og bætir við að þar sem þari bindur mikið magn koltvísýrings sé hugsanlegt að með notkun endur- nýjanlegra orkugjafa geti framleiðsla þaraplasts verið kolefnisneikvæð: „Þari leikur stórt hlutverk í að fanga koltvísýring sem berst úr andrúms- loftinu í hafið og þegar öll skref eru tekin með, frá ræktun þarans og þar til þaraplastið er tilbúið til afhend- ingar, ætti ferlið mögulega að geta fangað meiri koltvísýring en það los- ar.“ Julie áréttar að plast úr olíu- afurðum sé ekki að fara að hverfa af sjónarsviðinu í bráð og þjóni mikil- vægum tilgangi, en miklu skipti að nota plastið rétt og endurvinna þegar það hefur þjónað hlutverki sínu. „Gott dæmi um þetta eru fiskikerin sem sjávarútvegurinn reiðir sig á og vandséð að þar mætti nota annað hráefni í staðinn. En framleiðendur fiskikeranna gæta þess líka að við endalok líftíma þeirra, sem er allt að fimmtán ár, þá séu þau send til endurvinnslu,“ segir hún. „Notendur hafa rekið sig á að förg- un þess lífplasts sem fæst á mark- aðinum í dag er flóknari en fólk hafði grunað og þarf að nota ólíkar aðferðir fyrir ólíkar gerðir lífplasts, og passa upp á að blanda lífniðurbrjótanlegu plasti ekki með hefðbundnu plasti. Einn plastpoki úr röngu efni getur þýtt að ekki er hægt að endurvinna heila pallettu af plastúrgangi. Þara- plastið, aftur á móti, brotnar niður eins og hver annar lífrænn úrgang- ur.“ Margir vilja fá rúllu Ævintýrið er rétt að byrja hjá Marea og verður gaman að fylgjast með fyrirtækinu á komandi árum. Gangi prófanir á þaraplasti M og C vel væru næstu skref að hefja fram- leiðslu á meðalstórum skala og fá öll tilskilin leyfi og vottanir enda gilda strangar reglur um þau efni sem komast í snertingu við matvæli. „Þótt við séum komnar þetta skammt á veg finnum við strax fyrir miklum áhuga hjá íslenskum fyrirtækjum sem myndu helst vilja geta pantað nokkr- ar rúllur af þaraplasti strax í dag,“ segir Julie.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Julie segir að framleiðsla þara- plasts gæti mögulega verið kol- efnisneikvæð enda bindur þara- ræktun mikið af koltvísýringi. AFP Heimurinn glímir við vaxandi vanda vegna ófullnægjandi meðhöndlunar á úrgangsplasti. Plastið safnast upp í náttúrunni og veldur miklu tjóni. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 MORGUNBLAÐIÐ 11 TRAUST ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Í ÁRATUGI 555 66777 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.