Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 21

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 21
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 MORGUNBLAÐIÐ 21 Nintendo Switch Það er einhvern veginn eitthvað svo frábært að geta dundað sér í tölvu- leik og er framboð þeirra orðið gríðarlegt. Ekki er verra að hægt er að fá í Nintendo Switch alla gömlu leik- ina frá Nintendo eins og Super Mario, Mario Cart, Street Fighter og margt fleira. Auk þess er hægt að taka stýripinnana af svo tveir geta spilað saman enda er maður manns gaman. Jakkapeysa frá Farmers Market Iceland Lykill að vellíðan er að verða aldrei kalt og vera í einhverju mjúku og þægi- legu. Það er því kjörið að verða sér út um hlýja ull- arpeysu og ekki er verra að fylgir með aukatala svo hægt sé að hneppa alveg upp í háls. Til að peysan endist lengur eru olnboga- bætur úr leðri en tölurnar eru þjóðlegar og eru úr ekta lambshorni. Ómiss- andi flík. Merlin-Canvas-skórinn frá Shoes for Crews Þægilegir hálkuþolnir skór til að nota innandyra frá framleiðanda skófatnaðar sem ætlaður er vinnandi fólki. Merlin-Canvas-skórinn er með gott grip og vatnsheldur með sérstaka húðun sem hrindir frá sér heitum vökva. Það er því engin hætta á að kaffið brenni tær í þessum skóm. Það má alltaf bæta þægindin Kindle Oasis frá Amazon Ein besta leið til að láta tímann líða er að lesa en það vill enginn dröslast með sjópoka með 50 kílóum af bókum. Það er því kjörið að nýta sér tæknina sem er okkur ávallt til halds og trausts og splæsa í Kindle Oasis. En ef maður tímir því ekki eða er kominn með of mörg tæki í káetuna má alltaf hala niður Kindle- appinu í góða spjald- tölvu. Bara muna að útvega sér bækurnar áður en haldið er til sjós. Þrátt fyrir nettengingu um borð í skipunum getur netið verið hægt. Alpaka-sokkar frá Fellhof Ullin er alltaf góð en hún kann að verða of þykk fyrir inniveruna. Al- paka-sokkarnir sem fást hjá Múla- lundi eru hins vegar fullkomnir þar sem þeir eru þunnir, mjúkir og hlýir. Dásamlegir þegar maður liggur í kojunni með eitthvað skemmtilegt að lesa. Það fylgir því mikið álag að vera á sjó. Það er því mikilvægt að geta haft það notalegt og átt nægt framboð af afþreyingarefni þegar tækifæri gefst til hvíldar annars vegar. Til að hámarka hvíldina er ekki nóg að geta dormað heldur þarf manni einnig að líða vel og geta dreift huganum á meðan maður saknar þeirra sem heima eru. Tísku- og græjusérfræðingur 200 mílna fann því til skyldunnar og tók saman stuttan lista yfir ómissandi hluti á lengri túrum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.