Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 8
ÓLYMPÍULEIKARNIR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 A ðfaranótt þriðjudags var hlaupið langbesta 400 metra grinda- hlaup sögunnar í karlaflokki. Fóru þá fram úrslit í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó og vann hinn 25 ára gamli Norðmaður Karsten Warholm til gullverðlauna. Það kom reyndar ekki á óvart enda hafði hann bætt heimsmet Kevins Youngs frá leikunum í Barcelona 1992 rétt rúmum mánuði áður. Það sem kom hins vegar á óvart var að War- holm bætti sitt eigið met, sem var 46,70 sek- úndur, um rúmlega þrjá fjórðu úr sekúndu, hljóp á 45,96. Af bætingunni að dæma mætti ætla að hann hefði unnið með yfirburðum en svo var alls ekki. Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin sótti hart að Warholm á lokakafla hlaupsins og hljóp á 46,17 sekúndum, stórbæt- ing á meti Warholms frá því í byrjun júlí. Ekki nóg með það því Brasilíumaðurinn Alison dos Santos hljóp á 46,72 sekúndum, undir gamla meti Youngs. Í einu hlaupi höfðu því þrír menn bætt met sem hafði þar til fyrir mánuði staðið í næstum 29 ár. Nánast það sama átti sér stað í sömu grein kvennamegin nóttina eftir. Dalilah Muham- mad frá Bandaríkjunum hafði bætt 16 ára gamalt heimsmet Yuliyu Pechonkinu árið 2019 og setti svo annað met sama ár. Stóð metið í 52,16 sekúndum þar til landa Muhammad, Sydney McLaughlin, hljóp á 51,90 sekúndum í lok júní á þessu ári. Í hlaupinu aðfaranótt miðvikudags tryggði McLaughlin sér gullið með nýju heimsmeti, 51,46 sekúndum. Eins og hjá körlunum var ekki nóg að stórbæta heimsmetið til að vinna örugglega því Muhammad var í forystu nánast allt hlaupið og hljóp á 51,58 sekúndum. Þær voru því báðar langt undir heimsmetinu sem stóð fram að leikunum. Þá hljóp Hollending- urinn Femke Bol á 52,03 sekúndum, hraðar en nokkur í sögunni hafði gert þar til í júní en fékk aðeins brons. Nýju skórnir „kjaftæði“ Þessi tvö hlaup eru að einhverju leyti lýsandi fyrir frjálsíþróttakeppnina á leikunum í Tók- ýó, þá sérstaklega í styttri hlaupum. Í úrslitum 800 metra hlaups kvenna á þriðjudagsmorgun settu fimm efstu persónulegt met og sex af átta í heildina. Jamaíkukonan Elaine Thomp- son-Herah hjó nærri heims- og ólympíumetum Florence Griffith Joyner frá árinu 1988 í 100 og 200 metra hlaupum kvenna. Og þá setti Yu- limar Rojas frá Venesúela heimsmet í þrí- stökki kvenna, stökk 17 sentimetrum lengra en gamla metið sem sett var árið 1995. Ný tegund gaddaskóa, ný braut og mikill hiti hefur verið nefnt sem möguleg ástæða þessarar metasúpu á leikunum. Skófatnaður hefur mikið verið í umræðunni í kringum hlaup síðustu árin. Nýir skór með koltrefjaplötu og þykkum sóla komu fram í götuhlaupum á seinni hluta síðasta áratugar sem varð til þess að met í maraþoni og öðrum slíkum hlaupum hríðféllu. Eiga skórnir, sem Nike framleiddi upphaflega, að gefa hlaup- urum 3-4% forskot á þá sem hlaupa í hefð- bundnum hlaupaskóm. Nú hefur sama tækni rutt sér til rúms meðal gaddaskóa þar sem notast er við þykkari sóla en áður hafa sést og fyrrnefnda koltrefjaplötu. Á þessi samsetning að veita hlaupurum endur- kast og þannig aukinn kraft í hverju skrefi og bentu margir á skóna þegar heimsmet voru slegin í 5.000 og 10.000 metra hlaupi karla og kvenna síðasta árið. Eins og í götuskónum hefur Nike verið fremst í flokki í þróun þessarar nýju tegundar gaddaskóa og gagnrýndi Karsten Warholm fyrirtækið fyrir að setja hálfgert trampólín undir íþróttamennina. „Ég skil ekki af hverju þú ættir að setja eitthvað undir sprettskó,“ sagði hann eftir sigurinn í 400 metra grinda- hlaupinu í Tókýó. Þá kallaði hann skóna „kjaft- æði“ en Rai Benjamin hljóp einmitt í skóm frá Nike. Warholm hleypur sjálfur í skóm frá Puma sem nýta sér nýju tæknina að einhverju leyti, hafa koltrefjaplötu í sólanum. „Auðvitað verð- ur tæknin alltaf til staðar. En ég vil líka hafa þetta þannig að það sé hægt að bera saman niðurstöður hlaupa því það er mikilvægt.“ Ekkert nýtt undir sólinni Hittir Norðmaðurinn þar naglann á höfuðið því margir spyrja sig einmitt hvort sanngjart sé að þeir sem hlaupa í dag hafi forskot á þá sem á undan komu og geti bætt heimsmet þeirra án þess í raun að vera betri hlauparar. Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar, lét hafa eftir sér í aðdraganda leikanna í Tókýó að hann hefði hlaupið 100 metrana undir 9,50 sek- úndum hefði hann hlaupið í nýju skónum en heimsmet hans stendur í 9,58 sekúndum frá árinu 2009. „Þetta er skrítið og ósanngjarnt,“ sagði Bolt. Reglur um þykkt sólans á gaddaskóm hafa verið settar til þess að sporna við þróuninni en þær virðast ekki hafa gert nóg til að þeir sem keppa í dag keppi á jafnréttisgrundvelli við þá sem á undan komu. En frjálsíþróttamenn sem uppi voru á mis- munandi tíma hafa raunar aldrei keppt á jafn- réttisgrundvelli hver við annan. Jesse Owens hljóp í leðurskóm á braut gerðri úr sandi þeg- ar hann vann gull í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi auk langstökks á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Hans besti tími í 100 metra hlaupi, 10,3 sekúndur, sem þá var heimsmet, væri nokkuð langt frá því að tryggja honum sæti á leikunum í ár. Hitinn hjálpar Frá því Owens var upp á sitt besta hafa bæði skórnir sem hlauparar hlaupa í og brautirnar sem þeir hlaupa á tekið miklum breytingum. Er brautin sem hlaupið er á í Tókýó talin gera ólympíuförunum kleift að hlaupa talsvert hraðar en á öðrum brautum. Brautin er fram- leidd af Mondo sem varði þremur árum í hönn- un hennar og framleiðslu. Andrea Vallauri, yfirhönnuður brautar- innar, segir nýju brautina gera hlaupurum, langstökkvurum og þrístökkvurum kleift að komast allt að 2% hraðar en á brautum frá öðr- um framleiðendum. Brautin er þunn og hefur sexhyrningslaga gúmmíkorn sem valda því að loftbólur myndast í undirlaginu. Það veldur því að íþróttamennirnir fá aukinn kraft þegar þeir spyrna frá brautinni sem virkar „eins og trampólín,“ að sögn Vallauri. Brautin hefur þó sína galla líka því meiðsla- hætta er talin vera meiri á henni vegna þess hve hörð hún er. Þó nokkuð hefur verið um Dalilah Muhammad, Sydney McLaughlin og Femke Bol fagna verðlaunum sínum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þær eru þrjár fljótustu konur sögunnar í greininni. AFP Hvað er sanngjarnt? Flest augu sem fylgst hafa með Ólympíuleikunum í Tókýó síðustu daga hafa beinst að frjálsíþróttakeppninni. Keppnin hefur vakið ýmsar spurningar um sanngirni í íþróttum, bæði er varðar heimsmet og hverjir fái að vera með á leikunum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’ Forstjóri lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hefur kallað bannið farsa enda hafi það í raun engar afleiðingar fyrir Rússa í för með sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.