Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 15
8.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 segir Ingvar Þórðarson fljótlega hafa viljað vera með. „Við vorum þá þrjú, og kölluðum okkur Pioneers in the Sky og héldum þessa tónleika, og árið eftir tónleika með Sting. Hrikalega gaman!“ Bowie dvaldi hér í nokkra daga og sinntu Dísa og Lalla honum vel. „Svo vildi hann ekkert fara á hestbak! Það var bömmerinn. En við fórum heilan dag á Þingvelli og svo héldum við geggjað partí í Garðaholti, en Bowie langaði svo að hitta Björk. Bowie var yndislegur og vildi vita allt um Ísland og Íslendinga.“ Sútar skinn og þvær vambir Dísa eignaðist þriðja barnið, Skjöld, árið 1999. Hún hætti að kenna árið 2000 og vann þá í tvö ár hjá OZ, stofnaði svo tölvufyrirtækið Mar- imo/Sprettur og vann svo hjá tölvudeild Atl- anta. Dísa og Bjarni kynntust aldamótaárið 2000, en á þeim tíma gerði Bjarni það gott með hljómsveitinni Leaves. Þau eignuðust svo dótt- ur árið 2003, heimasætuna Brynju. Hjónin hafa vasast í ýmsu um ævina, því auk þess að sjá um búið hafa þau gert nokkr- ar bíómyndir, eins og Reykjavík Whale Watching Massacre með Ingvari, Veðramót með Guðnýju Halldórsdóttur, Reyni sterka, auk heimildamynda og „art videos“ en þau eiga ljósmynda- og kvikmyndaframleiðslu- fyrirtækið Tin og sér þá Bjarni um kvik- myndatökuna. „Við höfum farið til Mongólíu og Nepals, og gerðum meðal annars heimildamyndina um Hjálma á Jamaíku og um Nýdönsk á Möltu. Við eigum fullt af efni sem við eigum eftir að vinna.“ Í dag vinna þau oft að kvikmyndum og þátt- um og oftar en ekki þegar hestar koma við sögu. „Ég var að koma úr ellefu daga hestaferð kringum Hofsjökul með vinum og fór svo beint með hestana að vinna með erlendu tökuliði. Þar vorum við Bjarni „hestameistarar“ og er það rosalega gaman. Ég hef gert það nokkrum sinnum undanfarið, en þá sé ég um hestana og kenni fólkinu á þá. Ég veit ekkert hvort ég má segja frá þessu, enda búin að skrifa undir hundrað blaðsíðna skjal, en þú segir engum. Annars þarf ég að drepa þig,“ segir hún og skellihlær. Blaðamaður fær hvort sem er ekkert að vita meira, því Dísa man hvorki hvað þættirnar heita né nöfn þessara frægu leikara, þannig að leyndarmálið er enn vel geymt og lesandinn engu nær. Dísa sér ekki alltaf um hesta, því oft vinnur hún sem framleiðslustjóri, línustjórnandi, fjár- málastjóri og eins og hún segir sjálf: „Svo sé ég stundum um kaffi og bakkelsi á setti! Ég er oft svona bak við tjöldin. Það er svo gaman að vinna við kvikmyndir og svo gott að breyta til,“ segir Dísa, en í dag vinnur hún fulla vinnu á Dýraspítalanum í Mosfellsbæ, þar sem systir hennar Þórunn er dýralæknir. Þau Bjarni reka líka búið með 25 kindum, 14 hestum og hænum sem þarf að sinna daglega. Á vorin þarf að taka á móti lömbum og á haust- in slátra og vinna afurðirnar. „Ég er að súta skinn. Við rýjum kindurnar einu sinni, tvisvar ári og þá tek ég alla ullina og vinn hana líka. Svo bý ég til lifrarpylsu, blóð- mör, rúllupylsu og kæfu en við notum allt. Hér er engu hent; ég meira að segja þvæ vamb- irnar. Síðasta haust stóð ég úti í regngalla í skítakulda og frosti að þvo vambir. Þetta er svo fallegt skinn. Enda er náttúran besti lista- maðurinn,“ segir hún og bendir út um gluggann. Jörðin er númer eitt Nýjasti draumur Dísu er að vera með lífræna ferðaþjónustu, en á neðri hæð er íbúð sem hægt er að nota í slíkt og í garðinum ræktar Dísa salat í stórum stíl. „Ég hef verið að bjóða hingað stelpuhópum þar sem við förum í göngutúra, í jóga og hug- leiðslu, og böðum okkur í ánni. Við ræðum þá sérstök málefni, eins og plastlausan laugar- dag, en við byrjuðum á því fyrir tólf árum. Ég hef haldið ráðstefnu um hvernig á að losna við plast því þetta er að kyrkja okkur,“ segir Dísa og segist vera mikill umhverfissinni. „Ég skil til dæmis ekki af hverju við þurfum vindmyllur á Íslandi! Það kostar óhemju mikið jarðrask og þurrkar upp landið, sem ég held að hinn almenni ríkisborgari geri sér ekki grein fyrir; fylla þarf hálfan hektara af sementi og kalsíum, sem er af skorum skammti á jörðinni, fyrir hvert mastur. Síðan þarf að byggja þjón- ustuvegi með góðu undirlagi að hverri vind- myllu og svo vegi sem tengja þetta allt saman. Vindmyllur valda líka bæði mikilli sjón- og hljóðmengun og ekkert getur lifað nálægt þeim; lóur, spóar, ernir eða býflugur svo eitt- hvað sé nefnt. Og svo er ekki hægt að endur- nýta blöðin, sem geta verið stærri en Boeing 747-vængir og þarf að urða, enn meira land sem þarf að skemma. Við erum að flýta okkur að gera þetta; til hvers? Af hverju liggur svona á, má ekki bara skoða þetta betur? Þetta virð- ist bara vera gert í gróðaskyni og hvað ætlum við svo að gera þegar við erum búin að eyði- leggja jörðina sem við búum á? Jörðin er núm- er eitt, hún fæðir okkur og klæðir. Dýrin eru númer tvö og manneskjan númer þrjú. Ef við berum ekki virðingu fyrir jörðinni eða dýr- unum, þá erum við ekkert hér. Við þurfum að- eins að endurhugsa forgangsröðunina; hverju við einbeitum okkur að. Við þurfum að nostra við jörðina en ekki skemma hana,“ segir Dísa og bætir við að hún hafi verið einn stofnenda grænmetismarkaðarins í Mosfellsbæ í kring- um 1995. Hún er því grænmetisfrumkvöðull. „Ég ræktaði þá heilmikið og seldi þar, en ég var til dæmis fyrst allra til að rækta rúkóla. Alltaf þegar ég ferðaðist utan keypti ég fræ, og svo bara prófaði ég. Svo ræktaði ég hnúð- kál, rómanó, svartkál og ýmislegt fleira. Ég hafði þá eitthvað að gera á kvöldin og um helg- ar,“ segir Dísa, sem kann greinilega ekki að sitja auðum höndum. „Ég hélt sultukeppnir og grænmetishátíðir og var með leiki fyrir krakka og fullorðna. Þegar ég bjó í Danmörku fór ég alltaf á markaði á laug- ardögum að kaupa osta, salat og fleira beint frá bónda. Ég saknaði þess mjög þannig að ég stofn- aði þetta sjálf, þótt ég starfi þar ekki lengur. Þetta var æðislega gaman. Nú er ég í ullinni hér heima og rækta mitt eigið grænmeti úti í garði. Ég fer líka mikið út að tína jurtir og dýfi tánum í ána eða baða mig í henni. Ég þarf bara að passa mig að fæla ekki laxinn,“ segir hún og hlær. Viljum vera sjálfbær Dísa nýtur þess að vera í sveitinni og segist frekar bjóða vinum í heimsókn en að fara til þeirra í borginni, enda nóg pláss og gestirnir koma gjarnan og gista. Tvö af börnum Dísu búa enn heima og hún er orðin amma, og ann- að barnabarn væntanlegt. „Það er ekki hægt að hafa það betra. Ég er komin á þann aldur að mig langar bara að vera hér og taka á móti skemmtilegu fólki og kannski stundum hafa eitthvað upp úr því. Ég get haldið námskeið og kennt fólki á hestbak, og ég get boðið upp á gistingu. Við erum hvort sem er alltaf með gesti,“ segir Dísa brosandi. „Svo er ég í ullinni og skinnunum en þegar ég var í tökunum um daginn seldi ég fullt af gærum,“ segir Dísa og nær í gæru. „Sérðu hvað þetta er fallegt! Horfðu á litina. Það er flott að setja þetta í stóla eða gólf og svo er þetta frábært í útileguna og undir hnakk.“ Ætlarðu að vera hér það sem eftir er? „Já. Eða, nei annars, eftir einhver x ár ætla ég að flytja til Portúgals og fá mér jörð þar vegna þess að það er svo margt sem ég á eftir að rækta sem ekki er hægt að rækta hér; ólíf- ur, hnetur, sítrónur og vínber og alls konar. Í dag nota ég allt úr garðinum í mat og svo geri ég fjallagrasamjólk, síróp og snafs. Ég get bú- ið til hvað sem er úr náttúrunni og garðurinn er fullur af grænmeti og svo fáum við kjöt frá lömbunum og egg frá landnámshænunum sem eru nýbúnar að fá „slow food“-stimpilinn, fyrstar húsdýra í heiminum. Við viljum vera eins sjálfbær og hægt er.“ Það er komið fram yfir hádegi en erfitt er að slíta sig frá þessum sjarmerandi og vistvæna bæ. En áður en við kveðjumst fær blaðamaður að sjá dýrin hennar Dísu stór og smá, hest- húsin, hlöður og verkstæði. Við heilsum upp á hestana sem standa úti í haga, en sumir flatmaga í góða veðrinu. Þeir reka heita snoppuna í andlit Dísu og hún heils- ar upp á hvern og einn, kyssir þá og kjassar. Við göngum síðan að grænmetisgarðinum, sem er fullur af salati í öllum tónum af græn- um lit. Dísa slítur upp salatblað og gefur að smakka. Blaðamaður, borgarbarnið, spýtir út úr sér slímugri pöddu. Dísa skellihlær. „Ef það eru engar pöddur, þá geturðu haft áhyggjur.“ Það er komið að lokum heimsóknarinnar, en áður fáum við okkur snarl í eldhúsinu, brauð með áleggi og í eftirmat kaffi og belgískt kon- fekt með. Það er vel skiljanlegt af hverju húsið á Skeggjastöðum fyllist gjarnan af fólki! Þarna er sannarlega gott að vera. „Ég var að koma úr ellefu daga hesta- ferð kringum Hofsjökul með vinum og fór svo beint með hestana að vinna með erlendu tökuliði. Þar voum við Bjarni „hestameistarar“ og er það rosalega gaman,“ segir Dísa, sem lætur ekki líða dag án þess að fara í reiðtúr. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.