Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 G rein Carls Baudenbacher, fyrr- um forseta EFTA-dómstólsins, sem Morgunblaðið birti að ósk hans, vakti verulega athygli og þá auðvitað einkum þeirra sem hafa kynni eða nasasjón af efn- inu sem er óaðgengilegt í eðli sínu. Það má þó halda því fram að þessi takmörkun á lesendahópnum dragi ekki úr gildi birtingarinnar. Dómaranum er þungt Höfundurinn drepur á margvísleg álitaefni í grein sinni og er mikið niðri fyrir. Og mjög er misjafnt hvað hefur helst náð athygli einstakra lesenda. Íslendingar í fámenni sínu eru gjarnan dálítið uppteknir af þátt- um sem snúa að einstökum persónum og þar með af persónugerðum deilum. Þá er ekki ólíklegt að margir hafi höggvið eftir hugtakanotkun sem var framandi og allt að því ógeðfelld. Þannig má nefna að grein- arhöfundur telur að almennar reglur um „frjálsa för“ gildi, en ekki orðanna hljóðan í norskum lögum um al- mannatryggingar, en sú löggjöf „hafi ekki verið ann- að“ en „afleidd EES-löggjöf,“ segir hann. Það er eng- inn vafi á að fjöldi ákvarðana hefur verið tekinn eftir upphaf EES samningsins án minnstu raunverulegrar skoðunar af íslenskum embættismönnum sem standa undir þeirri skilgreiningu. Ríkisstjórnin á hverjum tíma segist treysta sínum embættismönnum, sem hefur verið fjölgað jafnt og þétt sem hefur verið frek- ar til bölvunar en hins, því þeir líta á verkefni sitt að hóa á sveitamennina heima að afgreiða allt þegjandi og hljóðalaust. Þeir birta svo eins og barnakennarar skýrslu um hverjir hafi verið seinastir við að innleiða „tilskipanir“ af EES-ríkjum. Þingmenn telja sig fá stjörnur í kladda sinn með því að hleypa því öllu í gegn óathuguðu. Eftir að þeir Hjörleifur G. og Pétur Blöndal hurfu af þingi er ekki vitað um nokkurn mann þar sem kynnir sér löggjöfina sem þeir sam- þykkja eins og blindir kettlingar. Forsenda EES-samningsins er í fullu gildi Íslendingar eru sem sé ekki einir um um að kok- gleypa sífellt stærri hluta sinnar lagasetningar al- gjörlega ólesnar, og þeir eru til sem glamra út í loftið um að grundvallarákvæði um að Íslendingar gætu hafnað því sem þeir vildu af aðsendri löggjöf frá ESB giltu ekki lengur. Þau hefðu gufað upp!? Sá afgerandi fyrirvari tryggði að EES-samningurinn stæðist ís- lenska stjórnarskrá. Gufi hann upp fyrir aum- ingjadóm er samningurinn ekki lengur til og enginn Íslendingur bundinn af honum. En hvernig hvarf þetta grundvallaratriði, sem rétt- lætti að alla samningsgerðina og var forsenda fyrir samþykki þingsins? Jú, með óskiljanlegu muldri í pantaðri skýrslu sem starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins gerðu uppkast að og maður utan úr bæ skrifaði upp á! Það er svo sem ekkert að því að þess háttar sjónarmið rykfalli í hillu utanríkisráðuneytisins í óteljandi búnkum með öðrum marklausum pappírum. En fráleitt er og beinlíns hlægilegt að láta eins og þar fari ný Magna Carta fyrir íslenska þjóð, en svipti hana grundvallarréttindum, öfugt við útkomu hins forna skjals. Efnislegar og persónulegar Baudenbacher færir ýmis rök fyrir því að úrskurðir EFTA-dómsins hafi glatað tiltrú og áliti. En fyrst og síðast hengir hann þá afturför á aðkomu eftirmanns síns, Páls Hreinssonar, í forsæti dómstólsins. Úr- skurðirnir sem hann nefnir til sögunnar segir hann nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA- Fróðleg grein og óvænt birtingarmynd ’ Þeir sem tryggðu meirihluta fyrir EES- samningi á þinginu kynntu það ítrekað að Ísland væri ekki bundið af þessum dóm- stól, frekar en af ákvörðunum Mannréttinda- dómstóls Evrópu, sem margt bendir nú orðið til að dómstólar t.d. í Danmörku séu búnir að fá sig fullsadda af. Reykjavíkurbréf06.08.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.