Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 DÝRALÍF F lóki er fjögurra ára loðinn og ljúfur köttur sem segði ábyggilega farir sínar ekki sléttar, gæti hann talað. Eða mögulega segði hann sögu af lífi í vellystingum, rjóma og rækjum! Flóki hvarf nefni- lega af heimili sínu í Hjöllunum í Kópavogi fyrir tveimur árum og frá þeim tíma hafði ekkert til hans spurst. Þar til í síðustu viku! Flóki fannst á vappi í götu langt frá heimili sínu, á stað þar sem hann bjó fyrsta árið sitt. Hann er nú kominn aftur heim í Kópavoginn og óhætt er að segja að fjölskyldan hans hafi verið bæði hissa og glöð að endurheimta týnda soninn. Hvar Flóki hefur hald- ið sig veit enginn, en hann var búst- inn og sællegur eftir útlegðina. Villikisa lagði hann í einelti „Við fengum Flóka í janúar 2017 sem kettling og bjuggum þá í Skipasundi og svo fluttum við hing- að í Kópavoginn sumarið 2018. Honum leið vel hér og fór gjarnan hér út í garð að leika. Svo gerist það að villiköttur sem bjó hér í hverfinu fór að venja komur sínar hingað inn og át matinn hans Flóka og lagði hann í alvörueinelti. Hann lyppaðist allur niður þegar hann sá hann og varð lítill í sér. Þetta ágerðist eftir því sem leið á sumarið og við sáum að það stefndi í óefni. Við reyndum að ná þessum villi- ketti en þetta var alvöruskrímsli með svaka klær. Hann hvessti þannig augum á mann að maður varð smeykur,“ segir Gísli Rúnar Guðmundsson, „pabbi“ Flóka. „Svo sumarið 2019 fórum við í sumarfrí út á land og ég fékk pabba til að líta eftir honum, en svona tveimur dögum seinna hvarf hann bara,“ segir Gísli og segist gruna að villikisan hafi flæmt hann út úr húsi, án þess að hafa neinar beinharðar sannanir. Þegar fjölskyldan sneri heim úr fríinu var því heldur betur sorg á heimilinu. „Við höfðum opinn glugga í einu herberginu þar sem hann átti að vera, en hann var horfinn,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, „móðir“ Flóka. „Svo hefur bara ekkert til hans spurst, bara ekkert!“ segir Gísli. „Við vorum búin að auglýsa eftir honum á alls kyns síðum og leita að honum í Kattholti, en hann er ör- merktur og var með ól,“ segir Berg- lind. „Við héldum alltaf að einhver myndi finna hann en það heyrðist ekki múkk frá neinum,“ segir Gísli. Sigurgeir Sölvi og Jóel Ingi Gísla- synir, fjórtán og tíu ára gamlir, segj- ast hafa verið afar leiðir að Flóki væri horfinn. „Jóel er eiginlega búinn að vera óhuggandi og hefur talað mikið um hann í tvö ár. Upp á síðkastið hefur hann verið að biðja um nýjan kett- ling og hefur talað um það allt sum- arfríið,“ segir Gísli og Berglind tek- ur undir það. Orðinn svolítið feitur Undur og stórmerki gerðust sem sagt í vikunni. Gísli fékk símtal frá konu sem sagðist vera með Flóka í sinni vörslu. „Hún Guðfinna, sem rekur fyrir- tækið dyrfinna.is, hringdi í mig í gær og sagðist vera með köttinn Flóka og spurði hvort ég kannaðist við hann. Hún var þá búin að skanna ör- merkið. Ég fór bara að skellihlæja! Ég sagði við hana: „Er þetta eitt- hvert grín? Hann hefur ekki sést hér í tvö ár, ertu að segja mér að hann sé á lífi?“ Hún svaraði að hún væri að horfa á hann og að hún myndi koma með hann. Ég var ekki heima en hringdi heim og sagði við Jóel að ég væri búinn að finna kött handa hon- um, sem reyndist svo bara vera gamli góði kötturinn hans,“ segir Gísli og hlær. Jóel segist ekki hafa fattað í byrj- un að þetta væri Flóki en það var eldri bróðirinn Sigurgeir sem tók á móti honum fyrstur. „Ég fann strax að þetta var Flóki, Flóki hefði eflaust sögu að segja ef hann gæti talað, en hann hefur verið týndur í tvö ár. Flóki á flakki Kötturinn Flóki lagði af stað fótgangandi frá heimili sínu í Kópavogi fyrir tveimur árum í leit að fjölskyldunni, sem hafði brugðið sér í frí. Ekkert hafði til hans spurst síðan þá, þangað til í síðustu viku. Það urðu fagnaðarfundir þegar Flóki kom aftur heim. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Bræðurnir Jóel Ingi og Sigur- geir Sölvi eru alsælir að fá köttinn sinn aftur heim.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.