Morgunblaðið - 09.08.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 09.08.2021, Síða 1
Veronika Steinunn Magnúsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Urður Egilsdóttir „Tölurnar þýða ekki það sama og þær gerðu í mars 2020 og verða ekki túlkaðar eins, enda breytt hlutfall af alvarlegum veikindum,“ segir Katr- ín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hluti af stöðunni núna snúist um það hvernig heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að takast á við faraldurinn. Ríkisstjórnin hafi hert aðgerðir á landamærunum til að sporna gegn því að ný afbrigði berist inn til lands- ins. Þá sé verið að vinna að styrk- ingu Landspítalans og flýta örvunar- bólusetningum. Allt séu þetta aðgerðir til að lágmarka veikindi en tryggja sem best gangvirki sam- félagsins. Nauðsynlegt sé að endur- meta það sem áður hefur verið gert, enda sé ekki víst að sömu aðgerðir virki nú og gerðu þegar landsmenn voru óbólusettir með öllu. Horfa þurfi til þess hvaða vernd bólusetn- ing veiti fyrir veikindum. Það hljóti að kalla á nýja nálgun. Ráði við þá stöðu sem spáð er Landspítalinn hefur bolmagn til þess að takast á við stöðuna sem nú blasir við í faraldrinum að því gefnu að spálíkan spítalans standist, en svartsýnisspá gerir ráð fyrir 30 spítalainnlögnum og sex gjörgæslu- innlögnum. Þetta segir Páll Matt- híasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. Spítalinn verði þó að grípa til þess ráðs að fresta því að fjölga valkvæð- um aðgerðum eftir sumarið, þegar starfsfólk er snúið aftur úr sumar- leyfum. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði í gær að tímabært væri að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn veirunni og hann hygðist ekki leggja til harðar aðgerðir til varnar útbreiðslu veirunnar. Stjórn Landspítalans sérstök Ragnheiður H. Magnúsdóttir, vélaverkfræðingur og formaður tækninefndar á vegum stjórnarráðs- ins, segir að auka megi framleiðni Landspítalans með stafrænni um- breytingu, eins og stærri fyrirtæki og stofnanir hafi lagt áherslu á. Hún telur sérstakt að enginn tækni- menntaður einstaklingur sé í fram- kvæmdastjórn Landspítalans. „Ef þetta væri hátæknisjúkrahús þá væri starfsfólk að flykkjast hing- að,“ segir hún í samtali við Morgun- blaðið í dag. Velja þurfi lausnir sem muni virkilega um og þá sé best að ræða við starfsfólkið sjálft, sem þekki best hvar sóunin er mest. Bólusetningar hefjast aftur í Laugardalshöll dagana 16.-19. ágúst en þá munu allir sem fengið hafa Janssen-bóluefnið geta fengið örv- unarskammt. Um 32 þúsund manns verða bólusettir á þremur dögum. „Þá verða allir kallaðir út aftur og við verðum með stóra bólusetning- ardaga. Þeir fá annaðhvort Pfizer eða Moderna,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar, í samtali við Morg- unblaðið. Mannþröng í Leifsstöð Fjöldi ferðamanna í Leifsstöð vex hraðar en tæknilausnir sem þarf að þróa til þess að skoða bólusetning- arvottorð, að mati Inga Steinars Ingasonar, sviðsstjóra miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis. Miklar raðir og mannþröng mynduðust í flugstöðinni um helgina við komusalinn í Leifsstöð, þar sem komufarþegar biðu eftir staðfestingu á bólusetningarvott- orðum. Vottorð farþega utan Evr- ópu eru einkum til vandræða að sögn Inga. Breytt staða kallar á nýja nálgun - „Tölurnar þýða ekki það sama og í mars 2020,“ segir forsætisráðherra - Forstjóri Landspítalans segir spítalann búinn undir álag komi til þess - Formaður tækninefndar segir að auka megi framleiðni spítalans MSpítalinn ráði við … »2, 4, 6, 8 Katrín Jakobsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Páll Matthíasson Ragnheiður H. Magnúsdóttir M Á N U D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 184. tölublað . 109. árgangur . KORTLEGGJA VÍÐERNIÐ OG SJÁ BREYTINGAR KOMU Á ÓVART EFTIR BLÓÐTÖKU LÖGIN SEM OKKUR ÞYKIR VÆNT UM LEIKNIR-VALUR 26 KRISTJANA 29ESTER ALDA 10 Íbúar á næststærstu eyju Grikklands, Evia, fylgj- ast með í skelfingu er gróðureldar skekja eyj- una. Eyjan er vinsæll ferðamannastaður en þús- undir hafa nú þurft að flýja hana. Eldarnir brutust út á þriðjudag í kjölfar hitabylgju sem jarðarhaf og einnig í vesturhluta Bandaríkjanna. Vísindamenn milliríkjanefndarinnar um lofts- lagsbreytingar, IPCC, telja að yfirvöld allra ríkja eigi að búa sig undir aðsteðjandi og viðvar- andi ógn við loftslagskerfi heims. »13 geisar á Grikklandi en hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum. Sautján flugvélar og þyrlur eru notaðar við aðgerðirnar. Í Grikklandi hafa tæp- lega 60 þúsund hektarar af landi orðið gróður- eldunum að bráð. Eldar geisa nú víða við Mið- Ekkert lát á gróðureldum víðs vegar um heim AFP Hollenska rannsóknarskipið Pelagia fór í rannsóknarleiðangur í júlí til að skoða neðansjávarhverasvæði norð- ur af Íslandi. Í leiðangrinum var not- ast við ómannaðan kafbát til að safna sýnum af lífríki, m.a. til að öðl- ast betri skilning á þróun tegunda. Hrönn Egilsdóttir, sjávarvist- fræðingur og ein rannsakenda, segir margt ókannað á þessu svæði og nið- urstöður leiðangursins leiði í ljós að mun meira lífríki sé á þessum svæð- um en áður var haldið. Þá setur Haf- rannsóknastofnun einnig af stað langtímavöktun á lífríkinu fyrir norðan Ísland til þess að skilja betur áhrif loftslagsbreytinga og súrnun sjávar. „Við höfum í raun og veru ekki hugmynd um áhrifin af því að það er ekkert búið að skoða þetta lífríki sem er líklega viðkvæmast.“ »6 Ljósmynd/Hrönn Egilsdóttir Rannsóknarskip Meira lífríki er á svæðunum en áður var talið. Kanna hverasvæði í hafinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.