Morgunblaðið - 09.08.2021, Blaðsíða 27
var tveimur sek-
úndum frá heims-
meti Hichams El
Guerroujs.
_ Frakkar eru ól-
ympíumeistarar
karla í handknatt-
leik eftir 25:23-
sigur í æsispenn-
andi úrslitaleik gegn Danmörku á leik-
unum í Tókýó. Tókst þeim þar með að
hefna fyrir ósigurinn gegn Dönum í
úrslitunum um gullið á Ólympíu-
leikunum í Ríó árið 2016. Nedim
Remili var markahæstur Frakka með
fimm mörk en Dika Mem og Hugo
Descat skoruðu báðir þrjú.
_ Brasilíska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu er ólympíumeistari eftir 2:1-
sigur á Spáni í framlengdum úrslita-
leik í Tókýó. Brasilíumenn hafa því
hreppt gullið tvisvar í röð en þeir urðu
einnig meistarar á heimavelli í Ríó árið
2016. Matheus Cunha kom Brasilíu í
forystu rétt fyrir hálfleik. Þrumufleyg-
ur Mikels Oyarzabals jafnaði metin
eftir klukkutíma leik. Það þurfti því að
grípa til framlengingar þar sem vara-
maðurinn Malcom skoraði sigur-
markið á 108. mínútu.
_ Knattspyrnumaðurinn Romelu Lu-
kaku er nálægt því að snúa aftur til
Englands eftir að hafa hjálpað Inter að
verða ítalskur meistari í sumar. Enska
stórliðið Chelsea og Inter eru nálægt
samkomulagi um framherjann en
samkvæmt Sky Sports mun Chelsea
greiða 97,5 millj-
ónir punda fyrir
leikmanninn.
_ Norska kvenna-
landsliðið í hand-
knattleik, sem
Þórir Hergeirsson
þjálfar, vann sann-
kallaðan stórsigur
í gegn því sænska í leiknum um
bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í
Tókýó. Lokatölur urðu 36:19 og yf-
irburðir norska liðsins gífurlegir. Nor-
egur vann þar með sín önnur brons-
verðlaun í röð á Ólympíuleikum eftir
að hafa einnig tekið bronsið á leik-
unum í Ríó árið 2016. Liðið hefur því
komist á verðlaunapall á öllum þrenn-
um leikunum undir stjórn Þóris, en
hann gerði liðið að ólympíumeisturum
í Lundúnum árið 2012. Frakkland varð
ólympíumeistari eftir sigur á Rúss-
landi, 30:25.
_ Íslenska stúlknalandsliðið í hand-
knattleik skipað leikmönnum 17 ára
og yngri vann gífurlega öruggan
28:19-sigur gegn því tyrkneska í B-
deild Evrópumeistaramótsins í Lithá-
en í gærmorgun. Íslenska liðið vann
35:23-sigur á Lettlandi í fyrsta leik og
er með fullt hús stiga.
_ Knattspyrnumaðurinn Aron Sig-
urðarson er að skipta frá Royal Union
Saint Gilloise í Belgíu yfir til Horsens í
Danmörku. Aron er 27 ára gamall og
hefur leikið sem atvinnumaður frá
árinu 2016.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
Ný nöfn verða rituð á bikarana sem
Íslandsmeistararnir í golfi fá til
varðveislu í eitt ár á milli Íslands-
móta. Hulda Clara Gestsdóttir og
Aron Snær Júlíusson sigruðu á Ís-
landsmótinu sem lauk á Jaðarsvelli á
Akureyri síðdegis í gær og var því
um tvöfaldan sigur að ræða hjá Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Er
það í fyrsta skipti.
Hulda Clara er einnig fyrsta kon-
an úr GKG sem sigrar á Íslands-
mótinu í golfi. Hulda er aðeins 19 ára
gömul og tók forystuna strax á
fyrsta keppnisdegi af fjórum. Hún
haggaðist varla þótt hún væri með
forystuna svo gott sem allt mótið og
vann með sjö högga mun. Ragnhild-
ur Kristinsdóttir úr GR varð í öðru
sæti annað árið í röð. Hulda Clara
lék á 286 höggum og var samtals á
tveimur höggum yfir pari. Hún var
lengst af undir pari en gaf aðeins eft-
ir á lokasprettinum og fékk tvöfald-
an skolla á lokaholunni.
Aron Snær var í baráttunni um
sigurinn á Íslandsmótinu í fyrra en
þá reyndist Bjarki Pétursson sterk-
ari. Nú kláraði Aron dæmið og gerði
það á sannfærandi hátt. Aron notaði
278 högg og lauk keppni á samtals
sex höggum undir pari. Jóhannes
Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykja-
víkur varð annar á tveimur höggum
undir pari samtals. kris@mbl.is
Tvöfaldur sigur hjá GKG
- Ný nöfn rituð á bikarana eftir Íslandsmótið í golfi á Jaðarsvelli - Hulda Clara
Íslandsmeistari aðeins 19 ára gömul - Aron Snær lék á sex höggum undir pari
Ljósmynd/golf.is
Ung Hulda sýndi stáltaugar þrátt fyrir ungan aldur.
Ljósmynd/golf.is
Sannfærandi Nú var komið að Aroni að vinna mótið.
Belgía
Beerschot – Royal Union St. Gilloise .... 0:3
- Aron Sigurðarson var ekki í leikmanna-
hópi St. Gilloise.
Rússland
Dinamo Moskva – Moskva ...................... 2:1
- Hörður Björgvin Magnússon hjá CSKA
er frá keppni vegna meiðsla.
Bandaríkin
OL Reign – Houston Dash ...................... 5:1
- Andrea Rán Hauksdóttir var ónotaður
varamaður hjá Houston.
Toronto – New York City....................... 2:2
- Guðmundur Þórarinsson var ónotaður
varamaður hjá New York.
Danmörk
AaB – AGF................................................ 2:0
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 67
mínúturnar.
Köbenhavn – Bröndby ............................ 4:2
- Hákon Arnar Haraldsson var ekki í leik-
mannahópi Köbenhavn.
Randers – SönderjyskE .......................... 1:0
- Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá
Randers á 84. mínútu.
B-deild:
Lyngby – Esbjerg .................................... 5:0
- Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá
Lyngby á 68. mín., en Frederik Schram var
varamarkvörður. Freyr Alexandersson
þjálfar liðið.
- Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar
Bjarnason léku ekki með Esbjerg.
Svíþjóð
Gautaborg – Hammarby......................... 0:0
- Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 80 mín-
úturnar með Gautaborg.
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Häcken – Östersund ................................ 5:0
- Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á
hjá Häcken á 80. mínútu og Oskar Tor
Sverrisson eftir 71 mínútu.
Elfsborg – Degerfors .............................. 3:0
- Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í
leikmannahópi Elfsborg.
B-deild:
Brage – Jönköping .................................. 3:2
- Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik-
mannahópi Brage.
B-deild:
Kalmar – Alingsås ................................... 1:1
- Andrea Thorisson lék síðari hálfleikinn
með Kalmar.
Noregur
Viking – Kristiansund............................. 3:2
- Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá
Viking á 65. mínútu.
- Brynjólfur Willumsson var ekki í leik-
mannahópi Kristiansund.
Molde – Haugesund................................. 5:4
- Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í
leikmannahópi Molde.
Sandefjord – Lilleström.......................... 1:1
- Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 83 mínút-
urnar og skoraði fyrir Sandefjord.
Möndalen – Tromsö................................. 2:3
- Adam Örn Arnarson var ekki í leik-
mannahópi Tromsö.
Vålerenga – Kolbotn ............................... 3:0
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga en Amanda Andradóttir
var ónotaður varamaður.
>;(//24)3;(
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsí Max-deildin:
Samsungvöllur: Stjarnan – Breiðablik19:15
Úrvalsdeild kvenna, Pepsí Max-deildin:
JÁVERK-völlur: Selfoss – Þróttur R. 19:15
2. deild kvenna:
Extra völlurinn: Fjölnir – Fram ...............19
Hertz völlurinn: ÍR – KH .....................19:15
Í KVÖLD!
Ólympíuleikarnir
Konur, úrslitaleikur:
Japan – Bandaríkin .............................. 75:90
Leikur um bronsverðlaun:
Serbía – Frakkland .............................. 76:91
Karlar, úrslitaleikur:
Bandaríkin – Frakkland ...................... 87:82
Leikur um bronsverðlaun:
Ástralía – Slóvenía.............................. 107:93
4"5'*2)0-#
Ólympíuleikarnir
Konur, úrslitaleikur:
Frakkland – Rússland ......................... 30:25
Leikur um bronsverðlaun:
Noregur – Svíþjóð ................................ 36:19
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Karlar, úrslitaleikur:
Frakkland – Danmörk ......................... 25:23
Leikur um bronsverðlaun:
Egyptaland – Spánn............................. 31:33
EM kvenna U17
B-deild:
Lettland – Ísland.................................. 23:35
Tyrkland – Ísland................................. 19:28
%$.62)0-#
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson varð
í gær Evrópumeistari í réttstöðu-
lyftu í +120 kg flokki í þriðja sinn á
ferlinum í Pilsen í Tékklandi. Júlían
hefur áður krækt í gull á EM, það
gerði hann sömuleiðis árin 2018 og
2019, einnig í réttstöðulyftu.
Júlían var nálægt því að tryggja
sér gullverðlaunin fyrir saman-
lagðan árangur á mótinu í gær er
hann reyndi við nýtt heimsmet.
Hann náði að lyfta 420 kg í rétt-
stöðulyftu en sú lyfta var dæmd
ógild vegna tæknigalla. Í kjölfarið
reyndi hann við 420,5 sem hefði ver-
ið nýtt heimsmet, en náði ekki að
koma þeirri þyngd upp.
Hefði 420 kílógramma lyftan verið
dæmd lögleg hefði hann tryggt sér
gullverðlaunin fyrir samanlagðan
árangur. Júlían vann sér hins vegar
inn bronsverðlaun fyrir saman-
lagðan árangur með því að lyfta 400
kílógrömmum í hnébeygju, 315 kíló-
grömmum í bekkpressu og 390 kíló-
grömmum í réttstöðulyftu, saman-
lagt 1105 kílóum.
Réttstöðulyfta er eins og sjá má
sérgrein Júlíans, en hann hefur
þrisvar á ferlinum sett heimsmet í
greininni. Á síðasta ári lyfti Júlían
409 kg í greininni á Íslandsmótinu
síðasta sumar, en heimsmet eru hins
vegar aðeins tekin gild þegar þau
eru sett á alþjóðlegum mótum.
gunnaregill@mbl.is
Fékk gull og
brons á EM
- Sem fyrr í sérflokki í réttstöðulyftu
Morgunblaðið/Íris
Afreksmaður Júlían J.K. bætti enn
einni skrautfjöðrinni í hattinn.
FH varð á laugardag þrefaldur bik-
armeistari í frjálsum íþróttum en
FH bar sigur úr býtum í karla-
flokki, kvennaflokki og saman-
lagðri keppni. ÍR varð í öðru sæti í
öllum þremur flokkum. FH vann
nauman sigur í karlaflokki þar sem
Hafnarfjarðarliðið endaði með 39
stig, einu stigi meira en ÍR. Sig-
urinn var öruggari í kvennaflokki
þar sem FH fékk 35 stig gegn 29
hjá ÍR.
FH vann alls sjö greinar á mótinu
en ÍR níu.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Bikarmeistarar FH-ingar fagna þreföldum sigri í Kaplakrika.
Stór dagur fyrir FH-inga