Morgunblaðið - 09.08.2021, Side 12

Morgunblaðið - 09.08.2021, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, segir að Seðlabanki Evrópu megi ekki hika við að stíga á bremsuna í peningamálum ef draga þarf úr verðbólguþrýstingi. Í viðtali sem Welt am Sonntag birti um helgina sagði Weidmann að SBE yrði að herða peningastefn- una jafnvel þótt það þýddi hærri lántökukostnað fyrir evrulöndin. „Það er ekki hlutverk SBE að leysa fjármögnunarvanda aðildar- ríkjanna,“ sagði Weidmann en auk þess að stýra þýska seðlabankan- um situr hann í stjórn SBE. Vill hann að Seðlabanki Evrópu bregð- ist við í samræmi við markmið stofnunarinnar ef verðbólguhorfur halda áfram að versna. „Við þurfum að vera alveg skýr með það að [SBE] mun herða pen- ingastefnuna ef þróun verðlags kallar á það […] og við getum ekki látið þá ákvörðun litast af fjármögnunar- kostnaði aðildarríkjanna.“ Að sögn Reuters hafa mörg að- ildarríki evrusvæðisins stóraukið skuldasöfnun sína í kórónuveiru- faraldrinum og myndu standa frammi fyrir mun hærri vaxta- kostnaði ef seðlabankinn ákvæði að herða hjá sér peningastefnuna. Stjórn SBE ákvað í júlí að viðhalda lágum stýrivöxtum til að styðja við efnahagsbata á evrusæðinu, m.a. í ljósi mögulegra dempandi áhrifa delta-afbrigðis kórónuveirunnar sem núna breiðist hratt um heim- inn. Seðlabankinn gæti þó þurft að breyta um stefnu ef verðbólga fer úr böndunum en í Evrópu líkt og annars staðar í heiminum hefur mátt greina merki um nokkuð skarpa verðbólgu samhliða þeim efnahagslegu umskiptum sem urðu þegar erfiðasta skeið kórónuveiru- faraldursins virtist að baki. Myndu fyrst hætta skuldabréfakaupum Verðbólga á evrusvæðinu mæld- ist 1,9% í júní og 2,2% í júlí og munaði þar mest um hækkandi eldsneytisverð. Ef eldsneytis- og matvælaliðirnir eru undanskildir var verðbólga 0,9% í júní og 0,7% í júlí. Weidmann sagði Welt am Sonn- tag að hann gæti ekki útilokað að verðbólga héldi áfram að hækka. „Alltént mun ég leggja ríka áherslu á að verðbólgustigið verði ekki of hátt, rétt eins og þarf að gæta þess að verðbólga verði ekki of lítil.“ Seðlabanki Evrópu hefur sett sér það markmið að halda verð- bólgu í kringum 2% og segir Weidmann að ef hert verður á peningastefnunni muni SBE fyrst af öllu hætta skuldabréfakaupum undir merkjum PEPP-verkefnis- ins svokallaða sem ætlað var sem neyðarúrræði í kórónuveirufar- aldrinum, og í framhaldinu minnka umsvif APP-skuldabréfa- kaupaverkefnisins sem bankinn kynnti fyrst til sögunnar árið 2014. Þá fyrst kæmi til greina að hækka stýrivexti, að mati Weid- manns. Herði peningastefnuna óháð lánabyrði evruríkja - Verðbólga mælist yfir markmiðum Seðlabanka Evrópu - Seðlabankastjóri Þýskalands segir lánaþörf evruríkjanna ekki mega lita ákvarðanir SBE Jens Weidmann landið er laust við þá pólitísku spennu sem t.d. einkennir Kína. Financial Times greinir frá að vegna smitvarna hafi margar verksmiðjur í Víetnam þurft að senda starfsfólk sitt heim og er hætta á að það muni hafa veruleg áhrif á aðfangakeðjur alþjóða- hagkerfisins. Þannig hefur taív- anska félagið Pou Chen og suð- urkóreska félagið Changshin, sem framleiða strigaskó fyrir Adidas og Nike, bæði lokað risaverk- smiðjum sínum í Víetnam. Verk- smiðja Pou Chen í Ho Chi Minh er sú stærsta í landinu og var slökkt á skósaumavélunum þar hinn 14. júlí en aðrar verksmiðjur fyrir- tækisins í Víetnam hafa þurft að draga verulega úr framleiðslu- getu sinni. Vandinn er ekki bundinn við textíl- og fataiðnaðinn og hefur t.d. raftækjaframleiðandinn Sam- sung þurft að minnka afköst verk- smiðja sinna í Ho Chi Minh um nærri helming. Varar markaðs- rannsóknafélagið Eurasia Group við því að versnandi kórónuveiru- faraldur í Víetnam kunni að hafa neikvæð áhrif á framboð á neyt- endavarningi á komandi jóla- vertíð. ai@mbl.is Kórónuverusmitum hefur fjölgað svo mikið í Víetnam að und- anförnu að verksmiðjur hafa neyðst til að hætta starfsemi tímabundið. Þar til í sumar hafði Víetnam gengið óvenju vel að halda smitum í lágmarki en nú greinast þar á bilinu 7.000 til 8.000 smit daglega. Er ástandið verst í Ho Chi Minh, stærstu borg Víetnams, en þar tóku strangar nýjar smitvarnareglur gildi snemma í júlí, m.a. með ýmsum kvöðum um aðbúnað verksmiðju- starfsfólks. Í seinni tíð hefur iðnaður af ölllu mögulegu tagi vaxið hratt í Víetnam, einkum vegna þess að athafnamenn njóta þar góðs af lægri launakostnaði en víða ann- ars staðar í Asíu auk þess sem Bylgja í Víetnam raskar framleiðslu - Verksmiðjur lokaðar vegna smit- varna og aðfangakeðjur í uppnámi AFP Áfall Verslað á markaði í Hanoi. Víetnam hefur misst tökin á faraldrinum. 9. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.17 Sterlingspund 174.19 Kanadadalur 100.1 Dönsk króna 19.874 Norsk króna 14.18 Sænsk króna 14.539 Svissn. franki 137.82 Japanskt jen 1.14 SDR 178.3 Evra 147.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.7833 « Þökk sé hærra heimsmarkaðs- verði á olíu og bata í eftirspurn reynd- ist hagnaður sádi- arabíska ríkis- olíufélagsins Saudi Aramco langt um- fram spár á öðrum ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn jafn- virði 25,46 milljarða dala á fjórð- ungnum til og með 30. júní, sem er nærri því fjórfalt betri árangur en á sama tímabili í fyrra. Reuters greinir frá að markaðsgreinendur reiknuðu að jafnaði með 23,2 milljarða dala hagn- aði. Svipaða sögu er að segja af öðrum risum í olíugeira og upplýsti t.d. Exxon Mobil í síðasta mánuði að félagið hefði skilað 4,69 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi sem eru mikil um- skipti frá því fyrir ári þegar félagið var rekið með 1,08 milljarða dala tapi. Shell skilaði 5,53 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er langtum betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar 638 milljóna dala afgangur var af starfseminni. Í samræmi við áætlanir sínar hyggst Saudi Aramco greiða hluthöfum 18,8 milljarða dala arð en eins og lesendur muna voru 1,5% hlutafjár ríkis- olíufélagsins seld almenningi og fjár- festum í árslok 2019. FT greinir frá að stjórnendur Aramco hyggist nýta góðan tekjuafgang til að greiða upp skuldir og fjárfesta í meiri framleiðslugetu. Er þetta ólíkt stefnu annarra olíufyrirtækja sem eru mörg að búa í haginn fyrir minnkandi olíuframleiðslu vegna vax- andi þrýstings frá stjórnvöldum og fjár- festum um að minnka útblástur. Amin Nasser, forstjóri Saudi Aramco, sagði hluthöfum á sunnudag að félagið sæi stór tækifæri í þeirri vanfjárfest- ingu í framleiðslugetu sem einkenndi markaðinn í dag. Upplýsti Nasser jafn- framt að innan við tvö ár vanti í að ljúka skipulagningar- og hönnunarvinnu sem ætti að leiða til þess að framleiðslugeta Aramco geti farið úr 12 milljónum fata á dag upp í 13 milljónir fata. ai@mbl.is Uppgangur hjá Saudi Aramco Amin Nasser STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.