Morgunblaðið - 09.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2021, Blaðsíða 32
Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Íris Björk Óskarsdóttir-Vail er ís- lenskur bakari búsett í Dover Fox- trott í Maine í Bandaríkjunum. Þar rekur hún ásamt eiginmanni sínum og tengdafjölskyldu bakarí sem sel- ur meðal annars íslenskar kleinur, ostaslaufur og sérbökuð vínarbrauð. Fædd og uppalin fyrir norðan Íris er fædd og uppalin á kúa- búinu Dæli í Skíðadal fyrir norðan. 24 ára hóf hún bakaranám í MK og árið 2014 varð hún fyrst kvenna til að fara með sigur af hólmi í keppn- inni um köku ársins sem haldin er af Landssambandi bakarameistara. Vann hún síðan sem yfirbakari hjá 17 sortum þangað til hún flutti út til Maine eftir að hún trúlofaðist kær- asta sínum. Hefur hún verið búsett þar síðan. Starfaði Íris til að byrja með sem bakari hjá bakaríinu Spruce Mill Farm and Kitchen. Þegar þeim rekstri var lokað nú í mars brá tengdafaðir hennar á það ráð að stofna fjölskyldubakaríið Vail‘s Custom Cakes and Bakery og vildi hann að Íris sæi um baksturinn. Að sögn Írisar hefur tengdafaðir henn- ar ekki mikla reynslu af rekstri fyrirtækja og tók hún hann því ekki mjög alvarlega þegar hugmyndina bar fyrst á góma. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Þetta var bara nokkrum dögum eftir að bakaríinu var lokað. Ég hélt bara að hann væri að djóka.“ Seldist upp á tveimur tímum Ekki liðu nema tveir mánuðir frá því atvinnuleysið skall á þar til nýja fjölskyldubakaríið opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavinum. Aðspurð segir hún reksturinn ganga vonum fram- ar en opnunardaginn seldist allt upp á tveimur tímum. Sem stendur er Íris eini bakarinn í fyrirtækinu og hefur nóg af verk- efnum. Hún vaknar klukkan eitt að nóttu til og er mætt í vinnuna upp úr tvö til að ná að undirbúa fyrir opnun og fylla hillurnar af bakkelsi. Sér Íris einnig um að baka og skreyta sérpantaðar kökur fyrir ýmis tilefni en bakaríið sérhæfir sig í slíkum verkefnum. Þeir sem þekkja til verka Írisar hjá 17 sort- um vita að hún er enginn aukvisi þegar kemur að því að skreyta og búa til fallegar kökur. Spurð hvernig Bandaríkjamenn- irnir taki í íslensku kleinurnar segir hún viðtökurnar almennt góðar. „Ég heyrði í einum sem fannst þær ekkert sérstakar því þær eru nátt- úrlega ekki jafn dísætar og amer- ískt bakkelsi en fólki finnst gaman að smakka eitthvað öðruvísi.“ Bak- aríið leggur upp úr að gera allt frá grunni en að sögn Írisar er það ekki endilega vaninn í Bandaríkjunum. Oft á tíðum er matur búinn til fram í tímann og hefur staðið í frosti áð- ur en hann er framreiddur. Segir Íris það oft koma viðskiptavinum skemmtilega á óvart hve mikill metnaður er lagður í sætabrauðið. Vonar hún nú að bakaríið haldi áfram að standa undir sér svo fyrir- tækið geti í framtíðinni fært sig yfir í annað húsnæði og stækkað við sig. Bakarí í Maine undir íslenskum áhrifum - Íris Björk bakar kleinur og snúða fyrir Bandaríkjamenn Bakarí Vail-fjölskyldan hjálpast að við reksturinn. Til hægri á myndinni er Íris Björk, við hlið hennar eru tengdaforeldrar hennar, Jenniffer Duffy-Vail og Charlie Vail, og neðst á myndinni er mágkona hennar Hannah Vail. Ljósmynd/Íris Björk Kleinur Íslendingar kannast flestir við bakkelsið sem er að finna í bakaríinu. Heimildarmyndin Húsmæðraskólinn, sem Stefanía Thors leikstýrði, er ein 13 kvikmynda víðsvegar að úr heiminum sem tilnefndar hafa verið til þátttöku í keppninni LongShots sem haldin er á vegum BBC. RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er í samstarfi við LongShots og tilnefndi myndina í keppnina en alls voru 110 myndir tilnefndar. Í keppnina eru valdar mynd- ir sem þykja segja sögur af mannlegri tilveru sem eru hvetjandi og spennandi. Húsmæðraskólinn fjallar um hinn horfna heim íslensku húsmóðurinnar og hvernig hlutverk húsmæðraskóla hefur breyst í áranna rás. Heimildarmyndin Húsmæðraskól- inn keppir í LongShots hjá BBC MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ný nöfn verða rituð á bikarana sem Íslandsmeistararnir í golfi fá til varðveislu í eitt ár á milli Íslandsmóta. Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson sigr- uðu á Íslandsmótinu sem lauk á Jaðarsvelli á Akureyri síðdegis í gær og var því um tvöfaldan sigur að ræða hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Er það í fyrsta skipti, en Hulda er fyrsta konan úr GKG sem verður Ís- landsmeistari í fullorðinsflokki. Blíðskaparveður var á Akureyri meðan á mótinu stóð og Íslandsmeistararnir nýttu sér það og léku stöðugt og gott golf. »27 Ný nöfn rituð á bikarana eftir Íslandsmótið í golfi á Akureyri ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.