Morgunblaðið - 09.08.2021, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
www.steypustodin.is Sími: 4 400 400
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, telur að spítalinn hafi bol-
magn til þess að takast á við þá
bylgju faraldursins sem blasir við
að því gefnu að spálíkan spítalans
standist. Svartsýnisspá gerir ráð
fyrir í mesta lagi
30 spítalainn-
lögnum í lok
mánaðarins en
sex gjörgæslu-
innlögnum.
Þórólfur
Guðnason sótt-
varnalæknir
sagði í viðtali á
Bylgjunni í gær
að tímabært væri
að reyna að ná fram hjarðónæmi
gegn veirunni. Hann hygðist ekki
leggja til harðar takmarkanir inn-
anlands vegna faraldursins.
„Við í sjálfu sér fylgjum fyrst og
fremst ráðleggingum og línu sótt-
varnalæknis. Vissulega hafa þær
aðeins breyst frá einum tíma til
annars en það er eðlilegt. Eina leið-
in til þess að nálgast þetta verkefni
er að taka ákvarðanir byggðar á
bestu upplýsingum sem fást á
hverjum tíma og hafa síðan auð-
mýkt til að breyta þeim ráðlegg-
ingum þegar nýjar upplýsingar
koma upp á yfirborðið,“ segir Páll í
samtali við Morgunblaðið.
Óvissa vegna delta-afbrigðis
Hefur spítalinn bolmagn til þess
að takast á við óbreytta stöðu hvað
varðar takmarkanir?
„Við byggjum á spálíkani sem
mun batna, eftir því sem frekari
upplýsingar fást um bylgjuna. Við
teljum að hægt sé að takast á við
[bylgjuna sem spáð er] og þá bæði
með því að okkar starfsfólk bæti á
sig viðbótarvinnu og álagi en auk
þess fáum við hjálp frá öðrum heil-
brigðisstofnunum. Með því ætti
þetta að hafast,“ segir hann.
Aftur á móti sé uppi ákveðin
óvissa vegna delta-afbrigðisins. Páll
segir það valda áhyggjum ef sótt-
varnaráðstafanir verði minni auk
þess sem afbrigðið sé meira smit-
andi en önnur afbrigði.
„En það er hins vegar jákvætt
hvað það eru margir bólusettir. Við
erum í rauninni að fylgjast með dag
frá degi og sjá hvernig fer; hvort
bylgjan verði verri en spálíkanið
kveður á um eða betri. Við þurfum
þegar að bregðast við álaginu með
því að kalla fólk úr sumarfríum,
sem er óyndisúrræði.“
Valkvæðum aðgerðum ekki
fjölgað eftir sumarið
Spítalinn mun þurfa að grípa til
þess ráðs að fresta því að fjölga val-
kvæðum aðgerðum eftir sumarið,
þegar starfsfólk er snúið aftur úr
sumarleyfum. „Þær eru auðvitað í
lágmarki yfir hásumarið, en nú sem
sagt frestum við því að keyra þær
upp aftur, því miður.
Síðan höfum við verið í nánu sam-
starfi við aðrar stofnanir
heilbrigðiskerfisins til þess að geta
útskrifað fólk sem hefur lokið með-
ferð og hafa þannig meiri getu og
sveigjanleika á spítalanum. Með
þessu öllu teljum við að við getum
ráðið við þetta,“ segir Páll.
Hann leggur áherslu á að spít-
alinn hafi lyft grettistaki í að út-
skrifa fólk sem hefur lokið meðferð
á spítalanum auk samstarfs um að
sinna veiku fólki annars staðar.
„Það mun aukast enn á næstu dög-
um og vikum, og mun auðvitað
skipta miklu máli til þess að auka
getu spítalans til að bregðast við
ástandinu.“
Gerir líkanið ráð fyrir færri inn-
lögnum vegna bólusetningar?
„Í rauninni skilst mér að spálík-
anið geri í upphafi hvorki ráð fyrir
því að fólk sé bólusett né því að
þetta sé illskeyttara afbrigði. Hins
vegar lærir líkanið fljótt, svo við
fáum uppfærslu um það bil einu
sinni í viku og það breytist á milli
vikna.“
Landspítalinn þjónustustofnun
Spurður út í tölvupóst samskipta-
fulltrúa Landspítalans, Stefáns
Hrafns Hagalín, til stjórnenda spít-
alans, þar sem því var beint til
þeirra að svara ekki fyrirspurnum
fjölmiðla, auk þess sem vísað var til
fjölmiðlafólks sem „skrattakolla“,
segir Páll:
„Mér fannst hann svara þessu
ágætlega í Vikulokunum í gær
[fyrradag].“
Vísar Páll til útvarpsþáttar á veg-
um ríkisútvarpsins, en þar sagðist
Stefán hafa verið óvarkár í orðum.
„Ég vil síður tjá mig um málefni
einstakra starfsmanna. En almennt
séð þá er Landspítalinn háskóla-
sjúkrahús og að stóru leyti akadem-
ísk stofnun. Við kappkostum að
þjónusta fjölmiðla vel og leggjum
mikið á okkur í þeim tilgangi. Það
eru nú skrifaðar yfir 7.000 fréttir
um Landspítalann á ári og það er
mikilvægt að halda miðlægt utan
um fyrirspurnir sem þeim tengjast.
Það er mikil umfjöllun og okkar
markmið er að veita almenningi
sem mestar upplýsingar um okkar
starfsemi, enda erum við þjónustu-
stofnun,“ segir Páll að lokum.
Spítalinn ráði við næstu bylgju
- Forstjóri Landspítalans segir spítalann hafa bolmagn til að takast á við stöðuna sem blasir við - Svart-
sýnisspá gerir ráð fyrir 30 innlögnum í mesta lagi seinni hluta ágúst - Stefán hafi svarað ágætlega
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Veira Páll segir spítalann hafa verið í nánu samstarfi við aðrar stofnanir
heilbrigðiskerfisins til þess að geta útskrifað fólk sem hefur lokið meðferð.
Morgunblaðið og mbl.is náðu ekki tali af Þórólfi Guðna-
syni sóttvarnalækni eftir ummæli sem hann lét falla á
Bylgjunni í gærmorgun. Þar sagði hann að nú væri tak-
markið ekki að útrýma veirunni eða losa hana úr sam-
félaginu en ná þyrfti hjarðónæmi í samfélaginu með því
að leyfa kórónuveirunni að ganga án þess þó að spítala-
kerfið riðaði til falls.
„Það eru bara tvær leiðir til þess að koma upp hjarð-
ónæmi; láta sýkinguna ganga yfir sjálfa eða ná því með
bólusetningu,“ sagði hann. Dreifing smita eftir að mikill
meirihluti landsmanna var bólusettur hefði verið meiri
en hann bjóst við, þótt hafa verði hugfast að bólusetningin komi í veg fyr-
ir alvarleg veikindi.
„Ég hefði gjarnan viljað að hún væri betri í að koma í veg fyrir smit.
Staðan er bara þannig núna að við þurfum að stokka spilin og leggja upp
ný plön,“ sagði Þórólfur.
Í kvöldfréttum ríkisútvarpsins sagði hann að takmarkið væri að ná
hjarðónæmi á einn eða annan máta. Talaði hann aftur um að tveir kostir
væru til að ná hjarðónæmi, en ólíkt viðtalinu fyrr um daginn fór hann ein-
ungis út í annan þeirra; bólusetningar.
Takmarkið að ná hjarðónæmi
LEYFA VEIRU AÐ GANGA ÁN ÞESS AÐ KERFIÐ RIÐI TIL FALLS
Þórólfur
Guðnason
Páll Matthíasson
Fjöldi ferðamanna í Leifsstöð vex
hraðar en tæknilausnir sem þarf að
þróa, til að mynda til þess að skoða
bólusetningarvottorð. Það hægir á
ferlinu þegar farþegar eru ekki með
evrópskt bólusetningarvottorð en
vottorðin frá Bretlandi og Banda-
ríkjunum eru handskrifuð.
Þetta segir Ingi Steinar Ingason,
sviðsstjóri miðstöðvar rafrænna
heilbrigðislausna hjá embætti land-
læknis, í samtali við Morgunblaðið.
„Endanlega markmiðið er að flug-
félögin staðfesti þetta áður en fólk
fer um borð í vélina og það verði lát-
ið duga,“ segir hann.
Miklar raðir og mannþröng mynd-
uðust í flugstöðinni um helgina við
komusalinn í Leifstöð, þar sem
komufarþegar biðu eftir staðfest-
ingu á bólusetningarvottorðum. Um
þúsund farþegar á dag koma með
bólusetningarvottorð með svokall-
aðri QR-kóðun sem einungis tekur
nokkrar sekúndur að skanna inn en
málin vandast þegar farþegar koma
með vottorð af öðru tagi.
„Fólk er núna í stórum straumum
að koma með alls konar pappírs-
snepla sem þarf að rýna í, bólusetn-
ingarvottorðin frá Bretlandi og
Bandaríkjunum eru til dæmis öll
handskrifuð. Við munum reyna að
þjóna farþegum með þessu tölvu-
kerfi eins og hægt er en húsnæðið í
Leifsstöð er ákveðinn flöskuháls
líka,“ segir Ingi Steinar.
Lögreglan á Suðurnesjum og
heilsugæslan sjá um að yfirfara
bólusetningarvottorð á flugvellinum
en Sigurgeir Sigmundsson, yfirlög-
regluþjónn á Keflavíkurflugvelli,
sagði við Morgunblaðið í síðustu
viku að ekki væri hægt að koma í
veg fyrir mannþröngina á vellinum.
Fjöldinn vex
hraðar en tæknin
- Seinvirkt að yfirfara bólusetningarvottorð
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Rafrænu vottorðin eru
fljótleg en þau skriflegu taka tíma.
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI