Morgunblaðið - 09.08.2021, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra 595 1000 Verð frá kr. 79.900 Krít tu rb re . 24. ágúst í 10 nætur Verð frá kr. 89.900 Stökktu Starfsfólk LSH taki of mörg skref - Segir að auka megi framleiðni með stafrænum lausnum - Einsleitur hópur í framkvæmdastjórn Ragnheiður H. Magnúsdóttir, vélaverkfræð- ingur og formaður tækninefndar, en hlutverk hennar er að undirbúa stefnu ríkisstjórnarinn- ar er lýtur að tækniþróun og nýsköpun, kveðst sannfærð um að auka mætti framleiðni Land- spítalans með stafrænni umbreytingu. Það sé skrýtið að enginn tæknimenntaður einstak- lingur sé í framkvæmdastjórn spítalans. „Ég held að það sé hægt að hagræða töluvert með því að fjárfesta í stafrænum verkefnum.“ Ragnheiður telur að ákvarðanir um staf- rænar lausnir þyrftu að koma frá fram- kvæmdastjórn. Þjálfað fólk komi auðveldlega auga á hve mikið sparast. Enginn í fram- kvæmdastjórn Landspítalans búi yfir þessum skilningi. Hún bendir á að í einkageiranum sé mikið lagt upp úr að fram- kvæmdastjórnir séu ekki of einsleitur hópur. Á Land- spítalanum séu allir í stjórninni ýmist læknar eða hjúkrunarfræðingar, að undanskildum einum við- skiptafræðingi. Það sé ekki kjörið að vera með svo keimlíkan hóp fólks með svipaðan bakgrunn. „Stærri fyrirtæki og opinberar stofnanir hafa lagt áherslu á staf- ræna umbreytingu,“ segir Ragnheiður. Land- spítalinn sé líklega með eitt flóknasta upplýs- ingatækniumhverfi landsins. „Það eru ótal hlutir að breytast í okkar heimi en við erum enn þá eins og árið sé 1995 á þessum spítala,“ segir Ragnheiður. Með því að nýta stafrænar lausnir færðu hamingjusamara starfsfólk og sjúklinga, að mati Ragnheiðar. Stytta megi ferla, spara sporin og veita betri þjónustu. „Ef þetta væri hátæknisjúkrahús þá væri starfsfólk að flykkjast hingað.“ Ragnheiður bendir á að fólk vilji geta af- greitt sig sjálft í auknum mæli. Hún tekur sem dæmi að þegar sjúklingur liggur á sjúkrahúsi og vantar verkjalyf fari í gang ferli sem gæti verið töluvert einfaldara. Fyrst þurfi að kalla á aðstoð og þá mæti sjúkraliði sem taki við beiðninni og þurfi svo að fara og finna hjúkr- unarfræðing. Hjúkrunarfræðingurinn komi þá til þess að leggja mat á það hvort viðkomandi þurfi verkjalyf, fari aftur í sérstaka ferð til þess að sækja lyfin og færa þau sjúklingnum. „Ég gæti tekið fleiri svona dæmi en þetta sýn- ir að skrefin eru óþarflega mörg og álagið í takt við það.“ Ragnheiður telur spítala annars staðar á Norðurlöndunum komna lengra en Landspít- alann í stafrænum lausnum og upplýsinga- tækni. Þeir muni taka langt fram úr okkur á næstu árum ef við gerum ekki neitt. Henni þætti eðlilegt að bæta upplýsingatækni spít- alans samhliða því að bætt verði úr mönnunar- og húsnæðisvanda. Velja þurfi lausnir sem munar virkilega um. Best sé að ræða við starfsfólkið sjálft og fá upplýsingar hjá því um hvar sóunin er mest. „Byrjaðu þar sem starfsfólkið er æpandi á að- stoð, þar er gullið.“ thorab@mbl.is Ragnheiður H. Magnúsdóttir „Þetta hefur gengið fínt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um stöðuna í bólusetningum. Í þessari viku klárast bólusetning kennara og skólastarfsmanna ásamt bólusetningu um 400 starfs- manna Landspítala sem fengu Janssen-bóluefnið. Þá hefur einnig verið opin lína á Suðurlandsbraut þar sem bólusetn- ingarnar fara nú fram þar sem fólk hefur getað pantað bólusetningu í gegnum heilsuveru. „Með kennurunum erum við yfir- leitt að bólusetja um þúsund manns á dag,“ segir Ragnheiður. Dagana 16. til 19. ágúst færast bólusetningar aftur í Laugardals- höll þar sem allir sem hafa fengið Janssen-efnið fá örvunarskammt, það eru um 32 þúsund manns á þremur dögum. „Þá verða allir kallaðir út aftur og við verðum með stóra bólu- setningardaga. Þeir fá annað- hvort Pfizer eða Moderna. Við tökum það jöfn- um höndum eftir því hvenær er næsta fyrning á næsta bóluefni.“ Verði í fylgd með fullorðnum Dagana 23. og 24. ágúst verður börnum á aldrinum 12 til 15 ára boðin bólusetning. „Það miðast við afmælisdaginn hvenær fólk á að mæta. Við erum búin að tékka á öllum sveitarfélög- unum og skólayfirvöldum varðandi þessar dagsetningar og þau telja að þær henti vel svo við munum keyra á þær,“ segir Ragnheiður og nefnir að allar upplýsingar um tímasetn- ingu og annað sé að finna á vef heilsugæslunnar. „Þessir krakkar verða ekki boð- aðir heldur verða foreldrar að kíkja á tímasetninguna. Við tökum svo ekki á móti neinum börnum nema í fylgd með fullorðnum eða forráða- manni. Við tökum það sem ígildi samþykkis að foreldrar óski eftir bólusetningu fyrir börnin sín með því að koma með þeim,“ segir Ragnheiður. Þá er verið að undirbúa örvunar- skammt til heimilismanna hjúkrun- arheimilanna ásamt ónæmisbældum og fleiri hópum sem eru viðkvæmir. „Þetta er því svona alls konar bland í poka hjá okkur og margt að huga að.“ urdur@mbl.is Stórir bólusetningardagar fram undan í Laugardalshöll - 32 þúsund manns fá örvunarskammt - Bólusetja börn Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ekkert bendir til þess að neðansjáv- argos sé hafið vestur af Krýsuvíkur- bergi. Hvorki skjálftar né órói hafa mælst hjá Veðurstofu Íslands og sagði Lovísa Mjöll Guðmunsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá veður- stofunni, að slíkt ætti að mælast ef um neðansjávargos væri að ræða. Í Surtseyjargosinu sem hófst árið 1963 sást órói stíga upp rétt fyrir gosið og mætti því búast við álíka hegðun. Landhelgisgæslunni barst um helgina tilkynning um bólstra yfir hafinu vestur af Krýsuvíkurbergi. Áhöfnin á varðskipinu Þór varð einskis vör þegar hún sigldi til að kanna aðstæður. Veðurstofan hafði samband við flugmann sem var á leið í loftið þegar bólstrarnir sáust og sá hann engin ummerki um mögulegt gos. Ein hugsanleg skýring er að frá Selvogsvita hafi bólstrarnir frá Gunnuhver litið út fyrir að koma af sjónum. Engin merki um annað gos - Tilkynning barst um bólstra yfir hafi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bólstrar Tilkynning barst um bólstra vestur af Krýsuvíkurbergi. Kríurnar á Siglufirði eru í fínum málum eins og aðrar kríur á landinu að sögn Jóhanns Óla Hilm- arssonar fuglafræðings. Þessar kríur sem náðust á mynd á Siglufirði ættu því ekki að vera í vandæðum með að finna sér æti, sem er auðfundið fyrir sjófugla á Norð- urlandi um þessar mundir. „Þetta lítur betur út en þegar krían var í nið- ursveiflunni milli 2005 og 2015-18. Það var mikil niðursveifla þegar sandsílið hrundi og síðan hef- ur þetta litið óvenju vel út miðað við undanfarin ár,“ segir Jóhann. Síðustu ungarnir fara að verða fleygir á næstu dögum og fer krían þá senn að huga að brottför til Suður-Íshafsins, sem er lengsta farflug allra fugla í heiminum. Fara senn að huga að ferð til Suður-Íshafsins Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Krían stendur vel og mögru árin að baki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.