Morgunblaðið - 09.08.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Svefnfriður íbúa í grennd við Mið-
bakka hefur versnað síðustu mánuði
eftir að komið var fyrir nýju úti-
svæði þar við höfnina. Þar má finna
körfuboltavöll og hjólabrettasvæði
auk tveggja stórra hátalara þar sem
gangandi vegfarendur geta spilað
tónlist með bluetooth-tækni. Íbúar
blokkarinnar á móti fagna fallegu
umhverfi og auknu mannlífi en þó er
einn hængur á: Hávaði á nóttunni.
„Ég get allavega sagt þér það að í
síðasta mánuði þurftum við að
hringja tíu til tólf sinnum í lögregl-
una klukkan eitt til tvö á nóttunni,“
segir Þórir Gunnarsson, íbúi við
Tryggvagötu, gegnt Miðbakka,
spurður hvort af
hátölurunum
stafi hljóð-
mengun á nótt-
unni.
„Ég hélt nú um
tíma að þetta
væri hætt en síð-
an var þetta kom-
ið aftur á fulla
ferð í gærkvöldi,“
segir Þórir en hann sendi Reykja-
víkurborg erindi fyrir um tveimur
vikum. „Við erum með séreinangr-
aða glugga og allt,“ segir Þórir. Það
virðist þó ekki duga enda kvarta íbú-
ar ítrekað. „Það heyrist ekki bara í
gegn, það er eins og það sé sautjándi
júní alla daga.“
Þórir fagnar því að líf sé á svæð-
inu en vill þó að það verði slökkt á
græjunum á skikkanlegum tíma.
„Mér er alveg sama ef þetta er ekki
seint en það er mín skoðun, og allra í
húsinu, að eftir klukkan tíu megi
ekki vera með svona.“
Þórir segir að það sé fagnaðarefni
að krakkar skuli nota nýja svæðið en
þetta sé einfaldlega of seint. „Þau
bara koma svo seint, það er eini gall-
inn á þessu. Mér finnst ég aldrei
verða var við þetta fyrr en svona tólf
til tvö á nóttunni,“ segir hann og
bætir við að skemmtiferðaskip séu
þarna við höfn oft á tíðum og þetta
hafi eflaust áhrif á svefnfrið farþeg-
anna um borð. „Þetta brýtur allar
reglur.“
Ekki náðist í fulltrúa Reykjavík-
urborgar við vinnslu fréttarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Miðbakka Annar útihátalaranna sem sagðir eru hafa valdið nágrönnum vallarins ama að undanförnu.
„Það er bara sautjándi
júní á hverju kvöldi“
- Nýtt útisvæði við Miðbakka - Krakkarnir koma of seint
Þórir Gunnarsson
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Í júlí fóru tveir hópar vísindamanna
á hollenska rannsóknarskipinu Pel-
agia að skoða neðansjávarhvera-
svæði fyrir norðan Ísland; annars
vegar við Kolbeinsey og hins vegar
Grímsey, til að safna sýnum af líf-
ríki, m.a. til að öðlast betri skilning á
þróun tegunda. Einnig var setkjörn-
um safnað til að skoða umhverfis-
breytingar í fjarlægri fortíð. Verk-
efnið er á vegum
Hafrannsóknastofnunar og styrkt af
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Meðal rannsakenda er Hrönn Egils-
dóttir, sjávarvistfræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, og segir hún
að almennt sé mjög lítið vitað um
þessi neðansjávarhverasvæði.
„Við vitum lítið um hvernig þau
eru og hvaða lífríki eru á þessum
svæðum. Við vorum því að kanna
hvernig lífrræðilegur fjölbreytileiki
dreifist um þessi hverasvæði og
hversu sérstæð þau eru sem vist-
kerfi,“ segir Hrönn en teymið not-
aðist við ómannaðan kafbát til að
rannsaka svæðið.
Tólf metra háar strýtur
Teymið vinnur nú að greiningu
gagna og öðru slíku og munu niður-
stöður leiðangursins birtast í vís-
indatímariti. Hrönn segir helstu nið-
urstöður vera að mun meira lífríki
hafi verið á þessum svæðum en áður
var haldið. „Við kortlögðum lífríkið í
kringum hverasvæðið við Kolbeins-
ey en það er ansi stórt. Þá einkenn-
ist Grímseyjarsvæðið af mörgum
litlum viðkvæmum hverastrýtum
sem eru allt að tólf metra háar. Á því
svæði fundum við talsvert af lífríki
sem er alveg nýtt af því það er ekki
búið að lýsa því áður. Það var því
mun meira líf þar en áður var talið,“
segir Hrönn og nefnir að strýturnar
við Grímsey veiti áhugaverða innsýn
í líffræðilegan fjölbreytileika.
Rannsaka súrnun sjávar
Hrönn nefnir að einnig eigi að
setja af stað langtímavöktun á lífrík-
inu fyrir norðan Ísland til þess að
skilja betur áhrif loftslagsbreytinga
og súrnun sjávar. „Það var því
ákveðið hliðarverkefni í leiðangrin-
um að taka sýni til ákvörðunartöku
um hvar við eigum að vakta lífríkið.
Ég var sérstaklega að leita að því
hvar við getum fundið lífríki sem við
teljum vera viðkvæmt fyrir súrnun
sjávar, og hvort sá búnaður sem við
höfðum um borð væri hentugur til að
taka sýni af þessu lífríki á þann hátt
að við getum fylgst með breytingum
til frambúðar,“ segir Hrönn og bætir
við að eitt af þeim svæðum sem tekin
voru sýni af, sem henti einkar vel til
framtíðarvöktunar, sé við Kolbeins-
eyjarhrygg. Þar má finna mikið af
kalkmyndandi lífríki sem er við-
kvæmt fyrir súrnun sjávar. „Við vilj-
um fylgjast með því, bæði hvort
þetta lífríki muni fara að hverfa til
framtíðar litið en einnig hvort það
muni breytast,“ segir Hrönn. „Í
raun og veru er staðan þannig að
maður er spurður: hefur súrnun
sjávar nú þegar haft áhrif? Og við
höfum í raun og veru ekki hugmynd
um það af því það er ekkert búið að
skoða þetta lífríki sem er líklega við-
kvæmast.“
Meira líf en talið var
- Hópur vísindamanna rannsakaði neðansjávarhverasvæði
fyrir norðan Ísland - Almennt lítið vitað um þessi svæði
Ljósmynd/Hrönn Egilsdóttir
Leiðangur Teymið við rannsóknar-
störf norðan við Ísland.
Sextíu og fimm eru nú skráðir í bak-
varðasveitina sem er umtalsverð
aukning frá því 28. júlí þegar aðeins
þrettán voru á lista. Enn er þó þörf á
fleira fólki að mati Þórs Haukssonar
Reykdal, sérfræðings hjá félagsmála-
ráðuneytinu
Hópurinn sem skipar bakvarða-
sveitina er fjölbreyttur, að sögn Þórs.
Þarna megi finna fólk með heilbrigð-
ismenntun, aðra eða enga menntun
og fólk með annars konar reynslu.
Vorið 2020 voru 1.600 manns í
bakvarðasveitinni. Sá listi var lagður
af þegar öllum takmörkunum var af-
létt í vor.
„Í algerri neyð myndum við
hringja í fólk af fyrri listanum en það
hefur ekki komið til þess sem betur
fer,“ segir Þór en hann vill frekar að
fólk skrái sig aftur að eigin frum-
kvæði.
Spurður hvers vegna hann telji fólk
síður skrá sig í bakvarðasveitina núna
en áður segir hann það líklega gleym-
ast. „Áður var verið að minna á þetta
á hverjum degi, þegar þríeykið kom
fram á upplýsingafundum, en Alma
Möller landlæknir var dugleg að
minna á bakvarðasveitina,“ segir
hann. Andrúmsloftið hafi verið annað
og staðan alvarlegri.
Theódór Skúli Sigurðsson, formað-
ur Félags sjúkrahúslækna, vakti at-
hygli á því í samtali við mbl.is á föstu-
dag að álagsgreiðslum stjórnvalda
vorið 2020 hefði verið úthlutað með
klúðurslegum hætti.
Bakverðir sem stóðu vaktina hefðu
fengið hlutfallslega lítið í sinn hlut
meðan aðrir, ótengdir Covid-verkefn-
um, hefðu fengið greitt Covid-álag.
Þór telur þetta ekki hafa haft áhrif á
mönnun bakvarðarsveitarinnar enda
skrái fólk sig frekar til að bjóða fram
aðstoð sína en í gróðaskyni.
Sextíu og fimm
í bakvarðasveit
- 1.600 manns voru á lista vorið 2020
Stórar breiður risahvannar vaxa nú
við Gullinbrú í Grafarvogi auk þess
sem þær þvera nýlegan göngustíg
nærri Kelduholti við botn Grafar-
vogs. Þorsteinn Jónsson vekur at-
hygli á málinu í íbúahópi Grafarvogs
og bendir á að safi úr þeim valdi
slæmum bruna ef hann kemst í
snertingu við húð.
„Borgin hefur ekki fjarlægt þær
heldur einungis skorið stönglana
niður en þá er hætt við því að þær
haldi áfram að mynda fræ og jafnvel
að þeir fræbelgir sem eru skornir
niður nái að þroskast og þar af leið-
andi fjölga plöntunni enn frekar,“
segir Þorsteinn og bendir á að þessi
lausn sé hættuleg þar sem fólk þekki
hvönnina helst af fræsveipunum.
Erfitt að losna við plöntuna
Pawel Wasowicz, grasafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
segir ekki nægja að skera plöntuna
niður: „Það er erfitt að losna við
þessa plöntu. Það þarf að minnsta
kosti að slá þetta í nokkur ár. Stund-
um dugar það þó ekki og þá er eina
leiðin að uppræta bara og taka allt í
burtu. Það er hins vegar mjög erfitt
og kostnaðarsamt.
Það dugar ekki bara að taka hana
á einu ári. Stundum er mjög mikið af
fræjum í jörðinni sem þurfa að vaxa
og vaxa upp. Þetta er nokkurra ára
ferli að fjarlægja plöntu af einum
stað,“ segir Pawel og minnir á að
plantan sé stórhættuleg.
„Fólk og sérstaklega börn verða
að forðast þessa plöntu og þá sér-
staklega á sólríkum dögum. Ef safi
fer á húðina og sólin skín á safann
kemur stórt brúnt sár. Það tekur dá-
góðan tíma að jafna sig af því.“
Sumir rækta risahvannir í görðum
en Pawel bendir á að það sé bannað
að rækta eða flytja plöntuna inn til
landsins vegna hættu á að hún dreifi
sér. „Fólk notar þetta til skrauts.
Þetta er svo stór planta og sumum
þykir hún mjög falleg,“ segir Pawel
en tekur fram að sér þyki plönturnar
alls ekki fallegar.
Morgunblaðið/Þorsteinn Jónsson
Óvelkomin Hvönnin vex báðum
megin við voginn.
Risahvönn herjar
á Grafarvogsbúa
- Stórhættuleg og erfitt að fjarlægja