Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Snertifletir sem draga úr smitum Kynntu þér nanoSeptic á hreint.is www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is Óhætt er að segja að það stefni í mjög óvenjulegar kosningar í næsta mánuði og er þá ekki aðeins átt við að kosið er að hausti. Nú þegar hefur komið fram að tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæð- isflokkur og VG, hyggjast ekki halda landsfundi sína og fundir annarra verða án efa með minnsta móti. Þetta má skrifa á veiruna, eða öllu heldur að- gerðir gegn veirunni, og setur óneitanlega sér- kennilegan svip á kosningarnar. Sú staðreynd að flokksmenn geti ekki hist, rætt mál og mótað stefnu er til þess fallin að draga úr áhuga al- mennings á stjórnmálum og um leið draga úr þörf þeirra sem eru í framlínu stjórnmálanna til að hlusta á almenna flokksmenn. Þeir hafa svo sem ekki alltaf gert mikið með niðurstöður landsfunda sinna, en þeim er þó hollt að þurfa að standa skil á verkum sínum gagn- vart almennum flokksmönnum. - - - Hætt er við að þessi skortur á samtali fyrir kosningar ýti enn frekar undir það að kosning- arnar snúist um kórónuveiruna, eins og sumir halda fram að þær eigi að gera. - - - Sjálfsagt er óhjákvæmilegt að kosningarnar snúist að ein- hverju leyti um veiruna, en æski- legt væri að það yrði í sem minnst- um mæli. Veiran er á útleið, þjóðin er þegar að mestu ónæm fyrir al- varlegustu áhrifum hennar, en kosningarnar í næsta mánuði snú- ast um stefnuna til næstu fjögurra ára. - - - Við skulum rétt vona að veiran verði ekki miðpunktur allrar umræðu allt næsta kjörtímabil. Þess vegna er mikilvægt að kosn- ingarnar nú snúist um annað og meira en þann ófögnuð. Skrýtnar kosningar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stefán Karel Torfason er sterkasti maður Íslands árið 2021. Stefán sigraði á lokametrunum í keppn- inni Sterkasti maður Íslands sem fór fram um helgina. Keppnin var gríðarlega spennandi og réðst ekki fyrr en í lokakeppnisgreininni hver stæði uppi sem sigurvegari. Mótið fór fram á Selfossi á laugardag og lokaviðureignin fór fram í Reiðhöll- inni í Víðidal. Þar öttu kappi Stefán Karel og Eyþór Melsteð Ingólfsson en Stefán gat gengið lengra með Húsafells- helluna og vann þar með mótið. Ey- þór lenti í öðru sæti en Kristján Sindri Níelsson endaði í því þriðja. Stefán vann sér inn keppnisrétt á World’s Ultimate Strongman- mótinu, sem fer fram í Jacksonville í Flórídaríki í Bandaríkjunum 17. september næstkomandi. Stefán Karel sterk- asti maður Íslands Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Sterkastur Stefán Karel Torfason vann keppnina í lokagreininni. Covid-19-smit hafa nú greinst á þó nokkrum hjúkrunarheimilum, meðal annars á Grundarheimilunum, á Dyngju á Egilsstöðum og á Eir. Þór- dís Hulda Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Eir, segir að heimilsmenn og aðstand- endur taki smiti hjá starfsmanni, sem greindist í liðinni viku, með stó- ískri ró. „Þegar við hringdum í alla og upplýstum um að það væri komið upp smit þá var það eiginlega það sem fólk bjóst við. Við höfum verið frekar heppin fram að þessu,“ segir Þórdís, en heimsóknarbann tók gildi á deildinni sem starfsmaðurinn starfar á til miðvikudags. Hún segist ekki finna fyrir mikilli hræðslu við smit hjá heimilismönnum. „Fólk leggur traust á bólusetninguna og komandi örvunarskammt. Almennt eru íbúar og aðstandendur mjög þakklátir fyrir að örvunarskammt- urinn sé handan við hornið.“ Þórdís reiknar með að örvunarskammt- arnir verði í boði mjög fljótlega og verði háttað með svipuðu sniði og í vetur þegar heimilismenn voru bólu- settir. „Hjúkrunarheimilin munu að- stoða heilsugæslustöðvarnar við að setja í sprauturnar og síðan spraut- ar hvert hjúkrunarheimili fyrir sig.“ Takmarkaðar heimsóknir Á Eir er heimsóknartími á milli kl. 15 og 18 á hverjum degi og biðlað er til aðstandanda að einungis tveir komi í einu sem eru ekki yngri en þrítugt á meðan faraldurinn er í svo örum vexti. „Það hefur gengið bara mjög vel. Mér finnst fólk hafa sýnt þessu mikinn skilning, bæði heim- sóknarreglum og eins þessum lok- unum sem gilda núna,“ segir Þórdís. Fólk sé vel upplýst. urdur@mbl.is Fólk leggur traust á bólusetninguna - Smit hafa greinst á þó nokkrum hjúkr- unarheimilum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Heimilismenn fá örvunarskammt bráðlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.