Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Dregið hefur úr trausti til lögreglu hér á landi, þrátt fyrir að rúmlega átta af hverjum tíu beri nú traust til lögreglu og hennar starfa. Lækkunin skýr- ist fyrst og fremst af minnk- andi trausti með- al fólks í yngsta aldurshópnum; 18 til 25 ára. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn á við- horfum landsmanna til þjónustu og starfa lögreglu sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun á vor- mánuðum. Rannsóknin er nýtt til þess að bæta starf lögreglu ef þörf er á. Áhrif af samfélagsbyltingum Margrét Valdimarsdóttir, dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og doktor í afbrotafræði, vann rannsóknina. Ein af kenn- ingum hennar er að ungt fólk sé til- búnara til að taka meiri afstöðu, eins og til kynþáttamismunar. Traust yngsta aldurhópsins mælist nú um 60% en þróunin er ekkert einsdæmi. „Mér finnst líklegt að það sé í fyrsta lagi einhvers konar smitun frá umfjöllun um lögreglu í öðrum löndum, eins og til dæmis í Bandaríkjunum eftir George Floyd og Black Lives Matter. Að það hafi áhrif á það hvernig ungt fólk horfir á lögregluna, þrátt fyrir að lög- reglan á Íslandi hafi ekkert með það að gera,“ segir Margrét, sem vísar einnig til máls sem kom upp síðasta haust þegar rasískt merki á fatnaði lögregluþjóns var til skoð- unar. Traust kvenna minnkað Þá telur Margrét einnig að nýj- asta MeToo-bylgjan á Íslandi geti haft áhrif á viðhorf ungra kvenna til lögreglunnar. „Það sem er að koma fram núna er að traust kvenna til lögreglu hefur minnkað meira en traust karla, og það getur vel tengst MeToo. Konur hafa alltaf treyst lögreglunni meira en karlar, og það er alveg í samræmi við er- lendar rannsóknir,“ segir Margrét. Ungt fólk taki meiri afstöðu - Traust til lögreglu minnkað hér á landi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögregla Margrét nefnir kenningar um ástæður þverrandi trausts. Margrét Valdimarsdóttir Niðurrif á legsteinahúsi Páls Guð- mundssonar myndhöggvara á Húsa- felli hófst á föstudag og verður því að fullu lokið fyrir mánaðamót. Páll hafði reist húsið á grundvelli deili- skipulags sem var búið að samþykkja af byggingafulltrúa Borgarbyggðar en auglýst undir röngu nafni og röngu landnúmeri. Sæmundur Ásgeirsson, nágranni Páls, var ósáttur við þetta deiliskipu- lag, sem gerði ráð fyrir nokkrum byggingum við sameiginlegt bíla- stæði inni á hans landi. Sæmundur kærði byggingarleyfið en Páll byggði húsið á grundvelli leyfisins, þrátt fyr- ir fyrirvara um að það yrði á hans ábyrgð í ljósi þess að leyfið væri í kæruferli, að því er kom fram í niður- stöðu Héraðsdóms Vesturlands. Páli var gert að fjarlægja húsið á eigin kostnað. Í færslu Páls á face- booksíðu sinni í gær segir hann nið- urstöðuna hafa valdið sér mikilli sorg og vanlíðan. Sæmundur hafi gefið sér von um að málið yrði leyst með sam- komulagi en kröfur hans hafi verið óaðgengilegar með öllu. Sæmundur tjáir Morgunblaðinu að ekki hafi verið um kröfur að ræða heldur samningsdrög þar sem fæstar tillögur snúi að Páli en stærstur hluti þeirra að Borgarbyggð og varði aðal- lega skipulagsmál en einnig bóta- kröfu. Það sem snerti Pál var þrennt: bílastæði á landi Sæmundar yrði ekki lengur sameiginlegt, hámarksfjöldi yrði settur á daglegar heimsóknir í legsteinaskálann og Sæmundur yrði ekki gerður ábyrgur fyrir legsteinum sem hann hafði fengið að láni. thorab@mbl.is Þrjár „óaðgengilegar“ kröfur Legsteinahús Húsið sem um ræðir hefur hýst legsteinasafnið á Húsafelli. - Niðurrif hafið á legsteinahúsi Páls á Húsafelli KOMDUÚT AÐHJÓLA EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM Skoðaðu úrvalið á orninn.is ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Radioactive Red 99.990 kr. MARLIN6 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal 109.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 104.990 kr. FX2Disc

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.