Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratuga reynsla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Víðerni hálendisins eru kortlögð og breytingar skráðar í verkefninu Óbyggð, sem Náttúruvernd- arsamtök Íslands, Skrauti – samtök um verndun Vonarskarðs, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar standa að og unnið hefur verið að nú í sumar. Gerð korta af óbyggðum víðernum er lögbundin og tilgangurinn að fá heildstætt yfirlit yfir þessi dýr- mætu svæði. Landið breytist „Án góðrar kortlagningar er ómögulegt að vita hver staðan er, hvernig landið breytist og hvernig sé best að vernda ólík svæði,“ segir Ester Alda Hrafnhildar Bragadótt- ir umhverfisfræðingur. Í Óbyggð koma vísindamenn frá Wildland Research Institute við háskólann í Leeds í Bretlandi sterk- ir inn í krafti sérþekkingar sinnar á víðernakortlagningu. Þeir voru fyrst fengnir til landsins vegna áforma um Hvalárvirkjun á Strönd- um. Nú í sumar tylltu þeir niður fæti í Vonarskarði og er hafið und- irbúningsstarf vegna kortlagn- ingar á víðernum á miðhálendinu. Að öðru leyti hafa þrír námsmenn sinnt undirbúningi, en þeir voru ráðnir inn í krafti styrks frá Vinnu- málastofnun. Þetta eru þau Helga Østerby, BA í lögfræði, Finnur Ric- ard Andrason, sem nemur hnatt- ræn sjálfbærni vísindi, og svo Ester Alda. Öll þrjú stefna á frekara nám í umhverfis- og auðlindafræðum og starf sumarsins er þeim því gott veganesti til framtíðar. Kortlagning er undirstaða „Við sumarfólkið höfum m.a. rætt við fræðimenn á Íslandi og aðra sem láta að sér kveða í sam- félagsumræðunni; viðtöl sem er deilt á samfélagsmiðlum. Brot úr samtölum við Andra Snæ Magna- son rithöfund og Tryggva Felixson, stjórnarformann Landverndar, og fleiri góða nú þegar komin á sam- félagsmiðla og fleiri væntanleg,“ segir Ester og áfram: „Almenningur þarf að vera meðvitaður um mikilvægi víðern- anna og verndar þeirra og kort- lagningar. Alls 43% helstu ósnortnu víðerna í Evrópu eru á Íslandi, sem mega ósnortin víðerni og „… him- inblár er bláminn / himneskur jök- ullinn“, orti Magnús Eiríksson í Óbyggðirnar kalla, þeim vinsæla söngtexta. „Óbyggðirnar kalla / og ég verð að gegna þeim / ég veit ekki hvort eða hvernig / eða hve- nær ég kem heim.“ „Landið okkar og víðernin eru stórbrotin en ég á svo sem engan eftirlætisstað. Hins vegar finnst mér stórkostlegt að fara í óbyggð- irnar og vera þar ein með sjálfri mér; slíkt fyllir mig auðmýkt og úti í hinni ósnortnu náttúru skynjar maður vel smæð sína gagnvart náttúrunni. Vernd víðernanna er því barátta fyrir hinu stærra og ómanngerða, þvert á kynslóðir,“ segir Ester. Dýrmæt sérstaða Stofnun hálendisþjóðgarðs, sem fráfarandi ríkisstjórn hafði á prjónunum, náði ekki í gegn. At- hygli vakti þó í umræðunni hve margir höfðu sterkar skoðanir á málinu og tefldu fram alls konar rökum og sjónarmiðuum, þar sem góð þekking á landinu kom vel fram. „Hálendið er alveg örugglega ofar í huga margra eftir umræðu síðustu missera um hálendis- þjóðgarð,“ segir Ester. „Þó finnst mér samt oft gleymast að Ísland er einstakt með tilliti til jarð- og vist- fræði. Sú sérstaða er mun dýrmæt- ari en margir gera sér grein fyrir. Þegar litið er til framtíðar verða óbyggð víðerni jafnvel enn sjald- gæfari en nú er. Vernd þessara svæða er því afar mikilvæg til þess að sjá til þess að komandi kynslóðir fái að njóta víðernanna, eins og nú býðst.“ er einstök staða og rannsóknir á þessum svæðum mjög þýðing- armiklar. Horfa verður til þess til dæmis við nýtingu vindorku hvaða svæði er best að taka frá í þágu verndar náttúru og lífríkis. Í þétt- býlum löndum víða um heim er náttúruvernd nú þegar mjög þröngur stakkur sniðinn og afar mikilvægt að kortleggja strax svæði sem mikilvægast er að vernda. Stjórnvöld í ýmsum lönd- um hafa sem betur fer áttað sig á þessu að einhverju leyti og leggja sig eftir að þyrma ósnortnum svæð- um. Fyrsta skref til að vinna gegn röskun óbyggðra víðerna er nátt- úrlega ítarleg kortlagning.“ Arnarvatnsheiði, Kjölur, Sprengisandur, Holuhraun, Möðru- dalsöræfi, Fljótsdals- og Jökuldals- heiðar. Hér er aðeins tæpt á nokkr- um stöðum á landinu sem teljast Víðerni hálendisins kortlögð og málsmetandi fólk tekið tali í verkefninu Óbyggð Umhverfi Vernd víðerna er mikil- væg, segir Ester Alda í viðtalinu. Óbyggðir kalla - Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir er Borgnesingur, fædd 1997. Eftir stúdentspróf frá MA fór hún til náms í hnattrænni ábyrgð og leið- togahæfni við háskólann í Groningen í Hollandi og braut- skráðist með B.Sc.-gráðu það- an sl. vor. - Ester er einn sumarstarfs- manna verkefnisins Óbyggðar. Hún hefur, að eigin sögn, ástríðu fyrir náttúruvernd og sjálfbærri þróun sem endur- speglast í námi og starfi. Í haust byrjar hún meistaranám í umhverfis- og auðlindastjórn- un í Amsterdam. Hver er hún? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Óbyggðir Litið til Kerlingarfjalla frá Geiröldu. Varðan er eins konar minnisvarði á þessari leið milli Blöndudals og Biskupstungna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.