Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Blautfóður. Fullt af blautfóðri. Fyrir hunda og ketti. Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Vísindamenn sem sitja í alþjóðlegri nefnd um loftslagsbreytingar, IPCC, telja að yfirvöld allra ríkja eigi að búa sig undir aðsteðjandi og viðvar- andi ógn á loftslagskerfi heimsins. Í dag mun IPCC-nefndin gefa út yfir- gripsmikla skýrslu um loftslags- breytingar sem er talin eiga eftir að hafa mikil áhrif á fund Sameinuðu þjóðanna í haust um aðgerðir ríkja varðandi loftslagsvandann. „Loftslagsbreytingar valda nú auknum veðuröfgum sem við höfum orðið vitni að í sumar; þurrkum, hita- bylgjum, gróðureldum og flóðum. Áhrif þeirra eru ekki lengur lævís. Við sjáum áhrif þessara fordæma- lausu veðuröfga í rauntíma,“ segir Michael Mann, prófessor í loftslags- fræðum við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum, en hann telur að skýrsla IPCC-nefndarinnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á stefnubreytingu ríkja í þessum málum. „Þetta eru hörmungar“ Júlímánuður var sá versti hvað varðar gróðurelda á heimsvísu frá því gervihnattamælingar hófust árið 2003. 343 megatonn af koltvísýringi hafa leyst úr læðingi í eldunum. Gróðureldar herja nú meðal annars á Suður-Evrópu og vesturhluta Bandaríkjanna. Í Grikklandi ríður yfir hitabylgja þar sem hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum. Þús- undir hafa þurft að flýja að heiman. Tæplega 60 þúsund hektarar af landi hafa orðið gróðureldunum að bráð, er það yfir 30 sinnum meira land en brann í Grikklandi á tólf ára tímabili, frá 2008 til 2020. Þá er næststærsta eyja landsins, Evia, sem er vinsæll ferðamannastaður, illa farin eftir elda sem enn hefur ekki tekist að hemja. „Ég er reið. Ég hef misst heimilið mitt. Ekkert verður eins aftur. Þetta eru hörmungar. Þorpin okkar eru eyðilögð, það er ekkert eftir af heim- ilum okkar,“ sagði Vasilikia, íbúi á eyjunni, í samtali við Reuters-frétta- veituna. Fjöldi ríkja hefur komið Grikklandi til aðstoðar en á Evia eru sautján flugvélar og þyrlur notaðar við björgunaraðgerðirnar. Herafli hefur einnig verið kallaður út. Gróð- ureldarnir geisa í mörgum löndum við Miðjarðarhaf, meðal annars í Tyrklandi og á Ítalíu þar sem margir liggja á spítala og íbúar standa frammi fyrir miklu tjóni. Stærra svæði en Los Angeles Í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum geisar annar stærsti gróðureldur í sögu ríkisins, Dixie-eldurinn. Hann hefur eyðilagt tæplega 190 þúsund hektara af landi sem nær yfir stærra landsvæði en Los Angeles-borg. Yfir fimm þúsund aðilar sinna nú björg- unaraðgerðum á svæðinu. Meðal annars brenndi eldurinn hinn sögu- fræga bæ Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eld- urinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AFP Flýja undan eldunum Næststærsta eyja Grikklands, Evia, hefur orðið eldum að bráð. AFP Hitabylgja Gríðarlegur hiti er í Grikklandi og hefur hitastigið náð allt að 45 gráðum. Fordæmalaus áhrif veðuröfga í rauntíma - Vísindamenn alþjóðlegrar nefndar um loftslagsbreytingar telja ríki eiga að búa sig undir skelfilega yfirvofandi hættu á loftslagskerfinu - Júlí verstur hvað varðar gróðurelda á heimsvísu frá árinu 2003 AFP Dixie-eldurinn Rústir slökkviliðshúss í bænum Greenville í Kaliforníu. Talíbanar auka enn umsvif sín í Afg- anistan en þeir sölsuðu undir sig fimm héraðshöfuðborgir í landinu á þremur dögum. Í gær komust þeir yf- ir borgina Kunduz, sem er þeirra stærsti sigur hingað til. Í yfirlýsingu frá talíbönum segir að þeir hafi her- tekið lögreglustöðina, heimili ríkis- stjórans og fangelsin í borginni. Að minnsta kosti 14 almennir borgarar eru látnir eftir átökin þar og 30 til við- bótar særðir. Óttast er að sigurinn muni leiða til þess að talíbanar geti aukið umsvif sín enn frekar. Síðar um daginn náðu þeir einnig völdum yfir borgunum Sar-e-Pul og Taloqan. Borgirnar þrjár eru allar í norður- hluta Afganistans. Þær bætast við borgirnar Saranj og Sheberghan sem féllu fyrr um helgina. Alls eru héraðs- höfuðborgir Afganistans 34. Stjórnarherinn uppgefinn Harðir bardagar standa nú yfir á milli stjórnarhers landsins og talí- bana víða um landið samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Banda- ríkjaher hefur varpað sprengjum á mikilvæg hernaðarsvæði talíbana undanfarna daga en sprengjurnar hafa ekki dregið úr árásum. Talí- banarnir hafa nú náð ríflega hálfu landinu á sitt vald enda hefur stjórn- arherinn nánast yfirgefið hinar dreifðari byggðir og einbeitt sér að því að verja lykilborgir og -bæi. Stjórnvöld í Afganistan eru sögð ráðalaus og herlið landsins uppgefið. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 1.600 almennir borgarar hafi fallið í átökunum frá byrjun árs. urdur@mbl.is AFP Átök Talíbanarnir hafa nú náð ríflega hálfu landinu á sitt vald. Talíbanar her- taka fleiri borgir - Ráða yfir fimm héraðshöfuðborgum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.