Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Eftir að Evrópa hafði nánast tortímt sjálfri sér og þegnum sínum í tveimur Evr- ópu- og heimsstyrj- öldum sáu valdhafar álfunnar upp úr 1950, fyrst einkum í Þýska- landi og Frakklandi, að slíkur ófriður, slík eyðilegging og slíkar heimatilbúnar hörm- ungar mættu aldrei ganga yfir álf- una og þjóðir hennar aftur. Í framhaldi af því var grunn- urinn að nýrri Evrópu – Evrópu skilnings, vináttu, samvinnu, sam- stöðu og friðar, ekki ágreinings og átaka – lagður í formi þess sem varð Evrópusambandið, ESB. Tvö stórmenni þessa tíma, Kon- rad Adenauer og Charles de Gaulle, komu framan af sterklega inn í mótun þessa nýja ríkja- sambands og má telja þá til feðra ESB. Í lýðræðisríkjum hafði það sjónarmið lengi gilt, og gildir víð- ast enn, í samskiptum manna og ríkja, að meirihlutinn skyldi ráða. Feður ESB skildu að slíkt kerfi mætti ekki og gæti ekki gilt ef ná ætti þjóðríkjum Evrópu saman, stórum sem smáum, í eina sam- stæða heild; í eina fjölskyldu. Ef meirihluti ætti að ráða, hvort sem farið væri eftir fólksfjölda ríkja eða stærð og valdi ríkja á sviði efnahagsmála og framlaga, myndi alltaf verða til minnihluti, sem sætti þá yfirvaldi meirihlutans og yrði að una valkostum sem hon- um hentaði ekki eða hann gæti illa sætt sig við. Feðurnir skildu að slíkt kerfi meirihluta og minnihluta myndi fyrr eða síðar kljúfa fylkingu þjóðríkjanna, ekki sameina hana og samstilla. Þess vegna var farið í það valda- kerfi með sambandið, að öll stefnumörkun, öll stærri mál og allir stærri samningar inn- an ESB og gagnvart utanaðkom- andi aðilum og ríkjum yrðu að vera samþykktir af öllum ríkjunum í sambandinu til að öðlast gildi. Þetta er einstakt í mannkyns- sögunni og í raun hæsta stig trún- aðar milli þjóða, jafnréttis og lýð- ræðis sem hægt er að hugsa sér. Framan af sætti þetta fyrirkomu- lag mikilli gagnrýni, menn töldu að þetta hæsta stig lýðræðis gæti aldrei virkað í reynd, að sam- bandið yrði óstarfhæft þar sem að- eins eitt aðildarríki, lítið eða stórt, gæti stoppað alla uppbyggingu og framþróun. Það mætti líkja þessu við það að allir þingmennirinir hér, 63 að tölu, þyrftu að samþykkja hvert og eitt lagafrumvarp, án undantekn- inga, til þess að það gæti orðið að lögum. Menn geta væntanlega séð það fyrir sér hvernig það myndi ganga. En feður ESB gáfu sig ekki, þeir sögðu að þetta væri eina leið- in og tíminn hefur leitt í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér. Í dag eru 27 ríki í ESB. Hvert þeirra, hvort sem þau eru fámenn eða fjölmenn, hefur einn ráðherra í fram- kvæmdastjórn ESB og hvert þeirra hefur neitunarvald. Til þess að eitthvert nýtt stefnumál, stærri ákvörðun eða meiriháttar samn- ingur við önnur ríki nái fram að ganga og taki gildi verða öll ríkin 27 að samþykkja. Þetta er algjörlega einstakt há- stig lýðræðis, en það virkar, reyndar betur og betur. For- sendan er gagnkvæmur skilningur milli ríkjanna þar sem menn verða að setja sig vel inn í stöðu ann- arra, samherjanna, og svo mála- miðlanir, meðalhóf og sanngirni. Sem dæmi má nefna að samn- inganefnd ESB var í sjö ár að semja við Kanada um fríverslun. Nú þurftu ekki aðeins ríkisstjórnir sambandsríkjanna heldur líka þjóðþing þeirra, þá 28 (fyrir Brex- it), og svo Evrópuþingið, að sam- þykkja samninginn til að hann tæki gildi. En hvað gerðist? Allir höfðu samþykkt, en þjóðþing þjóðar- brotsins Vallóna í Belgíu taldi samninginn ekki tryggja sína hagsmuni nægjanlega og það tók marga mánuði að endursemja og breyta samningnum til að fá Val- lóna góða þannig að viðskipta- samningurinn gæti tekið gildi. Nefna má annað nýlegt dæmi þar sem stóru ríkin, Þýskaland og Frakkland, vildu veita verulegan hluta af nýjum Covid-björg- unarsjóði ESB til Ítalíu og Spánar, sem verst fóru út úr plágunni, án endurgjalds; í formi óendurkræfra uppbyggingarstyrkja. Auðvitað stóðu Ítalir og Spánverjar með þeim og þar með allar fjórar stærstu þjóðirnar í ESB. En hvað gerðist? Smáríkin Austurríki, Holland, Danmörk og Finnland, sem kölluð voru „ríki ráðdeildar“, settu sig upp á móti þessum miklu óend- urkræfu styrkjum og réðu þeirra sjónarmið að lokum. Ekki á grund- velli fjölmennis eða styrks þjóð- anna, heldur á grundvelli skyn- semi, meðalhófs og raka. Á bak við þetta vald standa svo þingmenn Evrópuþingsins, á átt- unda hundrað þjóðkjörinna fulltrúa allra aðildarríkjanna, sem síðan verða að samþykkja niðurstöður og gjörðir. Framkvæmdastjórnin í Brussel, nú 27 ráðherrar eða kommissarar, hafa ekkert eigið ákvörðunarvald, bara vald til að koma með tillögur og framkvæma vilja aðildarríkj- anna 27 og Evrópuþingsins. Svo þessar fullyrðingar um ESB og mögulega aðild að því Leiðandi menn innan Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft þessar fullyrðingar um ESB og mögulega aðild að því hér í blaðinu: - Að aðild Íslands að ESB „væri fullveldisframsal til yfirþjóð- legs embættismannavalds og stofn- anaveldis í fjarlægum borgum“ - að ESB sé „martraðarkennt möppudýraveldi“ - að ESB sé „ólýðræðisleg valdasamþjöppun“ - að ESB sé „kjötkatlaklúbbur afdankaðra 3. flokks stjórnmála- manna“ - að ESB sé „vígi verndar- stefnu og pilsfaldakapítalisma“ - að „stærstu ríkin, sem leggja fram mest fjármagn, verða ráðandi í öllum meginatriðum“. Þá þessi spurning: Lýsa þessar fullyrðingar og þessi afstaða, m.a. meðframbjóð- anda þíns í Suðvesturkjördæmi, sem telur sig vera með þér í bar- áttusæti þar, um leið skoðun Sjálf- stæðisflokksins á ESB og mögu- legri aðild að því? Er þetta afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópu- sambandsins og hugsanlegrar að- ildar? Loks þessi spurning: Ef ekki, eiga þeir sem svona tala og tjá sig um ESB þá heima í Sjálfstæðisflokknum? Kannski frekar í Miðflokknum!? Bjarni, það væri við hæfi að þú svaraðir þessu skýrt og greinilega fyrir kosningar, kjósendum til upp- lýsingar. Spurningar til formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar Eftir Ole Anton Bieltvedt » Þetta er einstakt í mannkynssögunni og í raun hæsta stig trúnaðar milli þjóða, jafnréttis og lýðræðis sem hægt er að hugsa sér. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og mikl- um fjárhagslegum ávinningi íslenskra leppa og erlendra fjárfesta. Hér er ver- ið að fjalla um hvern- ig þröngur hópur hagsmunaðila samdi leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslegs ávinn- ings sem áður hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu. Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Uppbygging laxeldis á Íslandi tekur fyrst og fremst mið af því að tryggja fárhags- legan ávinning íslenskra leppa og erlendra fjárfesta. Verðmæti eldisleyfa Í síðustu grein höf- undar í Morgun- blaðinu var fjallað um verðmæti eldis- leyfa Arnarlax og var niðurstaðan 1,6 millj- ónir króna á tonn og er þá gengið út frá heimiluðum hámarks- lífmassa. Höfundur hefur ekki aðgengi að jafn góðum gögnum og forsvarsmenn Arnarlax og geta þeir komið með nákvæmara verðmat á eldis- leyfum. Verðmætið á hvert tonn getur einnig verið breytilegt allt eftir því hvort miðað er við heim- ilaðan hámarkslífmassa, framleitt magn og hvort búið sé að verð- leggja að hluta væntanlegar heimildir sem eru í umsóknarferli o.s.frv. Heimilaður lífmassi Arnarlax er nú með leyfi fyrir hámarkslífmassa af laxi upp á 25.200 tonn og í umsóknarferli eru 14.500 tonn. Ef öll eldisleyfin nást hefur Arnarlax heimild til að vera með í sjó allt að 39.700 tonna hámarkslífmassa af laxi og ársframleiðslan getur þá verið yfir 50.000 tonn af laxi upp úr kvíum. Áður en laxeldisfyrirtæki getur sótt um leyfi þarf fyrst að fara í gegnum umhverfismatsferli hjá Skipulagsstofnun en þar er fyrst skilað inn matsáætlun, síðan frummatsskýrslu og að lokum matsskýrslu. Fyrir fjölmörg eld- issvæði var aðeins búið að skila inn matsáætlun og í tilfelli Arn- arlax voru 14.5000 tonn að verð- mæti um 23 milljarðar króna í óvissu á árinu 2019. Gildistöku laga frestað Lög um fiskeldi voru samþykkt frá Alþingi 20. júní 2019. Á milli annarrar og þriðju umferðar í meðferð málsins á Alþingi var gerð sú breyting að í stað þess að miða við matsáætlun var miðað við að ganga út frá að búið væri að skila inn frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Þessi ákvörðun hefði getað slegið út af borðinu mörg áform laxeldis- fyrirtækja í meirihlutaeigu er- lendra aðila. Til að eiga mögu- leika á að skila inn frummatsskýrslu þurfti að vinna að seinkun gildistöku laganna. Forseti Íslands staðfesti lögin 1. júlí 2019 og þau voru síðan ekki birt í stjórnartíðindum fyrr en 18. júlí 2019. Arnarlax náði þar með að skila inn frummats- skýrslu en það hefur ekki verið vilji hjá stjórnvöldum að upplýsa um hver þrýsti á fyrrverandi skrifstofustjóra í ráðuneyti fisk- eldis um að láta seinka birtingu laganna. 10.000 tonna eldisleyfi Arnarlax er nú með í umsóknarferli hjá Matvælastofn- un og Umhverfisstofnun 10.000 tonna eldisleyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Þar sækja þrjú fyrirtæki um 25.000 tonn en skv. áhættumati erfðablöndunar er aðeins heimilt að vera með 12.000 tonna eldi af frjóum laxi. Staða mála skv. afgreiðslu Skipulags- stofnunar er að Arnarlax er aft- ast í röðinni og fær að óbreyttu engin eldisleyfi fyrir frjóan lax í þessari afgreiðslu. Skv. verðlagn- ingu Arnarlax á verðmæti eldis- leyfa liggja hér því undir 16 milljarðar króna. Forsvars- mönnum laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila með aðstoð annarra „lobbíisma“ hefur gengið ótrúlega vel að mis- nota opinbera starfsmenn og stofnanir sínum fyrirtækjum til framdráttar undanfarin ár. Það verður áhugavert að sjá hvort framhald verður á því og Arnar- laxi takist að hala inn þessa 16 milljarða króna. Auknar heimildir Til að geta nýtt 4.500 tonna eldisleyfi í umsóknarferli til eldis á frjóum löxum og jafnvel 14.500 tonn þarf að auka heimildir í áhættumati erfðablöndunar. Eins og fram hefur komið í fyrri greinum er áhættumat erfða- blöndunar úthlutunarkerfi fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila og hefur lítið sem ekkert með umhverfismál að gera. Hafrannsóknastofnun gefur út áhættumat erfðablöndunar og er gott dæmi um hvernig vís- indastofnun lætur misnota sig í pólitískum tilgangi. Áhættumat erfðablöndunar er endurskoðað að lágmarki á þriggja ára fresti og staðan getur því verið sú að Arnarlax verði með eldisleyfi fyr- ir frjóa laxa að verðmæti rúmir 60 milljarðar króna jafnvel innan þriggja tiæ fimm ára. Ávinningur við sölu Að sjálfsögðu er ávinningurinn ekki í hendi fyrr en við sölu. Sumir íslenskir leppar og erlend- ir fjárfestar hafa innheimt ávinn- inginn með sölu hlutabréfa og jafnvel nú þegar fengið allt sitt til baka með því að selja hluta bréfanna. Eftir Valdimar Inga Gunnarsson » Staðan getur því ver- ið sú að Arnarlax verði með eldisleyfi fyr- ir frjóa laxa að verð- mæti rúmir 60 millj- arðar króna jafnvel innan þriggja til fimm ára. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdimar@sjavarutvegur.is Lögum fiskeldi – verðmæti eldisleyfa Arnarlax Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.