Morgunblaðið - 09.08.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 09.08.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 ✝ Jóhann Emil Björnsson fæddist á Borg á Mýrum 26. júní 1935. Hann lést 28. júlí 2021. Foreldrar hans voru Charlotte Kristjana Jóns- dóttir, f. 1905 í Stykkishólmi, d. 1977, húsmóðir, og Björn Magnússon, f. 1904 á Prestbakka á Síðu, d. 1997, prófastur á Borg á Mýrum og síðar prófessor við HÍ. Jó- hann var fimmti í röð átta systk- ina, þau eru: Magnús, f. 1928, d. 1969, Dóróthea, f. 1929, d. 2012, Jón Kristinn, f. 1931, d. 2003, Ingi Ragnar, f. 1932, d. 2003, Björn, f. 1937, d. 2008, Ingi- björg, f. 1940, og Oddur Borgar, f. 1950. Jóhann kvæntist 7. júlí 1956 Inger Ragnarsdóttur ritara og húsmóður, f. 23. maí 1937. For- forstjóri tryggingafélagsins Ábyrgðar hf. en það var stofnað árið 1961 og var dótturfélag sænska tryggingarfélagsins Ansvar. Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. keyptu Ábyrgð árið 1996 og síðustu starfsár sín vann Jóhann þar. Áhugamál Jóhanns voru mörg og tók hann virkan þátt í ýmsum félagsmálum. Hann byrjaði snemma að teikna og mála og sótti námskeið á því sviði á sínum yngri árum. Einn- ig hafði hann mikinn áhuga á ljósmyndun alveg frá unglings- árum. Jóhann var einn af stofn- endum Fornbílaklúbbs Íslands og fyrsti formaður félagsins og heiðursfélagi. Hann var í sókn- arnefnd Árbæjarsafnaðar í mörg ár en auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Biskupsstofu. Jóhann var félagi í reglu Musterisriddara. Útför Jóhanns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 9. ágúst 2021, klukkan 13. Streymt verður beint frá at- höfninni: https://youtu.be/N-prLYGy_EA Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat eldrar hennar voru Sigrún Óskars- dóttir, f. 1910, d. 1989, og Ragnar Bjarkan, f. 1910, d. 1964. Inger lést 25. október 2018. Börn Jóhanns og Ingerar eru: 1) Dóróthea, f. 1957, maki Hörður Helgason, dætur þeirra eru Hjördís, Helga og Steinunn. 2) Sigrún, f. 1958, maki Skúli Guðbjarnar- son, börn þeirra eru Hildur, Íris Stefanía og Jóhann Ingi. 3) Ragnar, f. 1962, maki Anna Friðriksdóttir, börn þeirra eru Inger Björk, Oddný og Jóhann. Langafabörnin eru þrettán. Jóhann hóf ungur störf hjá Almennum tryggingum hf. og á þeirra vegum fór hann til náms í tryggingaskóla á Englandi. All- ur starfsferill hans var innan tryggingageirans. Hann varð Kveðja frá reglu Musterisridd- ara Í dag minnumst við Jóhanns E. Björnssonar sem lést 28. júlí 2021 eftir langvarandi veikindi. Jóhann gerðist Musterisriddari árið 1958. Hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir regluna og sat í meistararáði í 33 ár og sem meist- ari reglunnar RM Heklu í 11 ár. Árið 2010 tók hann 12. stig regl- unnar, sem er æðsta stig hennar. Hann sat í stjórn stórmusteris Noregs og Íslands í sex ár. Jóhann var traustur félagi, skyldurækinn, fórnfús, árvakur og staðfastur starfsmaður Must- erisins. Hann hafði sterka útgeisl- un og gaf af sér kærleika, um- hyggju og vandvirkni í öllu starfi sínu fyrir regluna. Góð fyrirmynd fyrir okkur bræðurna. Hann hafði sterk áhrif á mótunarstarf regl- unnar og framtíðarvelgengni hennar. Jóhanns verður sárt saknað og stórt skarð hefur verið höggvið í bræðrahópinn. Eiginkona Jóhanns og lífsföru- nautur, Inger Ragnarsdóttir, stóð þétt við bakið á manni sínum og tók virkan þátt í störfum eigin- kvenna Musterisriddara í systra- félagi reglunnar, Iðunni. Hún lést árið 2018. Regla Musterisriddara sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Jóhanns og ástvina. Blessuð sé minning Jóhanns E. Björnssonar. Fyrir hönd reglu Musteris- riddara RM Heklu, Stefán Þór Kjartansson, meistari RM Heklu. Kveðja frá Brautinni – bindind- isfélagi ökumanna (BFÖ) Í dag kveðjum við góðan félaga okkar, Jóhann E. Björnsson, sem lést á Droplaugarstöðum 28. júlí síðastliðinn. Jóhann var um árabil einn af máttarstólpum BFÖ, sat í stjórn félagsins og lagði gjörva hönd á plóg við útgáfu málgagna þess, Brautarinnar og BFÖ-blaðsins. Í þakklætisskyni fyrir allt hans góða starf var Jóhann gerður að heiðursfélaga BFÖ á 50 ára af- mæli félagsins árið 2003. Árið 1960 átti BFÖ aðild að stofnun tryggingafélagsins Ábyrgðar og þangað réðst Jóhann til starfa ár- ið 1961 og veitti félaginu forstöðu allt til ársins 1997. Í starfi sínu hjá Ábyrgð studdi Jóhann ötullega við bakið á starfsemi BFÖ og sá meðal annars til þess að BFÖ fengi ávallt starfsaðstöðu í húsa- kynnum Ábyrgðar. Umferðar- öryggismál voru Jóhanni einkar hugleikin og má þess til gamans geta að Ábyrgð varð fyrsta trygg- ingafélagið hér á landi til að auka rétt þeirra sem notuðu öryggis- belti við akstur – vel að merkja áður en lög um notkun öryggis- belta tóku gildi hér á landi árið 1981. Jóhann var einstaklega góður félagi í samstarfi, hann lagði mál- um gott lið, sá fljótt hver aðalat- riðin voru og var góður skipu- leggjandi. Félagsmenn BFÖ kveðja nú Jóhann með virðingu og þökk fyr- ir allt hans óeigingjarna starf fyr- ir félagið um leið og fjölskyldu hans eru sendar innilegustu sam- úðarkveðjur. F.h. stjórnar Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna, Guðmundur Karl Einarsson. Deyr fé, deyja frændur, Deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Á lífsins göngu kynnist maður mörgum manninum. Margir hafa áhrif til mótunar og maður minn- ist þeirra alla tíð. Sumir hafa enn sterkari áhrif, verða fyrirmyndir, einstaklingar sem maður lítur til með virðingu og skapa þann vilja með manni að þeim vilji maður líkjast í sem flestu. Jóhann hefur frá okkar fyrstu kynnum verið mér mikil fyrirmynd. Ýmsu sem er genetískt getur maður ekki breytt, eins og líkamsburði og ró- lyndi og yfirvegaðri framkomu. Einnig þáttum í framkomu sem gerir að viðkomandi tekur yfir sal- inn, aðeins með nærveru sinni og því sem maður gæti reynt að skil- greina sem framkomu ensks að- alsmanns. Þannig maður var Jó- hann. Maður getur hins vegar reynt að læra af viðkomandi hvernig hann lifir lífinu og afstöðu hans til þess sem skiptir máli í líf- inu. Jóhann E. Björnsson var maður sem ég vildi líkjast í sem flestu. Ég kynntist Jóhanni fyrst þeg- ar hann bauð mér vinnu hjá Ábyrgð hf. haustið 1969. Hjá Ábyrgð áttum við samleið til árs- ins 1987. Sem yfirmaður var Jó- hann félagi starfsmanna, enda skapaðist þar vinátta sem enn lifir og áttu flestir sem þar komu til starfa langan starfsaldur. Jóhann var einstakur fjöl- skyldumaður og voru þau Inger mjög samhent í öllu er sneri að börnum og barnabörnum. Jóhann var félagi í reglu Must- erisriddara. Hann var þar í for- ystu í áratugi og leiddi regluna eftir að föður hans naut ekki leng- ur við. Á hans tíma styrktist regl- an mjög og á hann stóran þátt í því að starfið hefur aldrei verið jafn öflugt og í dag. Eitt af mínum gæfusporum í lífinu var að fyrir áeggjan Jóhanns gerðist ég félagi í reglu Musterisriddara. Jóhann var fyrir mér einstakur maður. Ef hægt væri að segja að einhver hafi verið gallalaus tel að það eigi við um vin minn Jóhann. Talaði aldrei illa um nokkurn mann, kunni ekki listina að bölva og öllum leið betur eftir að hafa verið í nærveru hans. Þess vegna eiga svo vel við þessi orð úr Háva- málum: En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Ég sendi mínar bestu samúðar- kveðjur til fjölskyldu Jóhanns Vertu kært kvaddur góði vinur. Sólveig og Sveinn H. Skúlason. Elsku afi og langafi. Við sátum í bátnum á Hreða- vatni í fyrradag og rifjuðum upp fallegar minningar. Þær eru ótal- margar af afa og ömmu uppi í bú- stað með okkur krökkunum. Brekkukotinu góða sem afi teikn- að og smíðað með aðstoð systkina, langafa og auðvitað ömmu sem gerði allt svo fallegt og huggulegt að innan og utan. Tíminn uppi í bústað var nýttur í að lesa allar færslurnar í Brekku- kotsannálnum. Við dáðumst að vinnusemi afa og ömmu sem voru með allt að sex barnabörn í eft- irdragi ásamt því að skipta um klæðningu og glugga á bústaðn- um. Eljusemin minnkaði ekkert með aldrinum. Þau meira að segja skelltu sér til Bandaríkjanna fyrir átta árum síðan til að passa Vig- dísi hennar Hildar í heilan mánuð. Þau settu það aldrei fyrir sig að aðstoða og styðja sitt nánasta fólk og voru gríðarlega fórnfús. Afi var svo hlýr og góður, ótrú- lega þolinmóður og hæfileikarík- ur. Hann gat allt. Byggt bústað og hús, smíðað garðbekki fyrir börn- in sín og leikfangavagna fyrir barnabörnin. Málað málverk, teiknað myndir og tekið fallegar ljósmyndir. Hann eldaði góðan mat og tók til hendinni við öll hús- verk. Sannkallaður draumaeigin- maður. Hann var líka náttúrubarn og einstaklega hrifinn af dýrum og börnum. Við minnumst þess þegar afi sigldi stundum bátnum undir tréð sem slútir yfir Hreðavatn og stoppaði bátinn undir því og allt í einu var eins og við værum stödd í skáldsögu eftir Astrid Lindgren. Hann var svo duglegur við að skapa fallegar stundir. Þegar við systurnar áttum heima í Bergen las afi inn alls kyns ævintýri á spólur og sendi út til okkar svo hann gæti lesið fyrir okkur. Þegar kennaraverkfallið var árið 2004 í heila 39 virka daga voruð þau amma með yngri hluta barna- barnanna uppi í Árbæ þar sem var smíðað, spilað og farið í sund. Jó- hann Ingi var þá átta ára og minn- ist þess sérstaklega að hafa smíð- að kassabílinn Bingó sem var ekið niður Þykkvabæinn ótal sinnum. Salka rifjar það upp með okkur hversu gaman afi hafði af því að fylgjast með fuglunum frá eldhús- glugganum sem gæddu sér á fræj- um og eplum sem hann setti út á fuglabrettið ofan á litla kofann í Árbænum. Þegar afi heimsótti Hildi í Bergen hafði hann líka svo gaman af dúfunum á torginu og með brauðmolum fékk þær allar til sín í fangið og hló eins og barn við leik. Þegar fór að síga á seinni hlut- ann hjá afa var hann oft slappur en hann ljómaði samt alltaf ef barn kom í heimsókn. Afi var ein- stakur maður og skilur eftir sig stórt skarð. Minning hans lifir áfram í öllum fallegu hlutunum sem eftir standa, stundunum sem hann skapaði með okkur, lífsvið- horfinu sem hann kenndi okkur og kærleikanum sem hann bar til alls í kringum sig. Elsku afi, með þakklæti og hlýju í hjarta kveðjum við þig. Við sjáum þig ljóslifandi fyrir okkur í heimreiðinni í Þykkvabænum þar sem þú veifar okkur á þinn ein- staka hátt, með hendur krosslagð- ar eins og fugl sem blakar vængj- um. Þannig kvaddir þú okkur alltaf. Þín barnabörn, Hildur Skúladóttir Íris Stefanía Skúladóttir Jóhann Ingi Skúlason og barnabarnabörn, Ísafold Salka Búadóttir Vigdís Edvardsdóttir Stígur Búason Vilma Sigrún Edvardsdóttir Jóhann Emil Björnsson ✝ Siggeir Valdi- marsson fædd- ist í Reykjavík 22. júlí 1965. Móðir hans er Hrafnhild- ur H. Wilde, f. 14.7. 1941, og faðir hans var Valdimar Ein- arsson, f. 18.5. 1940, d. 18.5. 2008. Systkini Siggeirs sammæðra: Markús A.G. Wilde, f. 22.10. 1979. Samfeðra systkini Sig- geirs eru: Einar Finnur, f. 9.10. 1967, Valdimar Ragnar, f. 21.8. 1975, Margrét, f. 1.6. 1978, og Margrét Sævarsdóttir, f. 14.4. 1966. Siggeir ólst upp hjá móður sinni í Hlíðunum ásamt bróður sínum Markúsi og gekk í Hlíða- skóla. Árið 1989 hóf Siggeir sambúð sér í mikla sérhæfingu hér heima og erlendis og var með alþjóðlegar vottanir í þeim efn- um og átti farsælan feril hjá Tæknivali sem kerfisstjóri um nokkurra ára skeið. Hann var gríðarlega framsýnn í óravídd- um netheima og með mjög skýra sýn á möguleika netsins áður en sú þekking varð al- menn. Hann var einnig með tölvunámskeið fyrir almenning þar sem hann miðlaði þekkingu sinni og kynnti netið almenningi áður en það var orðið daglegt brauð. Siggeir æfði karate um nokk- urra ára skeið, og var einnig um tíma í stjórn Þórshamars. Siggeir átti sér mörg hugð- arefni og áhugamál sem hann sinnti eftir föngum, en heilsu hans hafði hrakað mikið síðustu ár. Hann hafði áhuga á hug- leiðslu, blómarækt, stjörnufræði og var mikill sundmaður. Mesta plássið í hans huga síðustu miss- erin fékk afastelpan hans. Útför hans fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 9. ágúst 2021, klukkan 13. með Helenu Braga- dóttur, f. 15.2. 1966, og eignuðust þau eina dóttur, Brynju, f. 27.5. 1993. Þau slitu samvistir en héldu vináttu alla tíð. Sig- geir á eitt afabarn, Öglu Björk Egils- dóttur, f. 16.1. 2020. Siggeir vann ým- is tilfallandi störf, dró sig reglu- lega úr skarkala borgarinnar og fór af og til í vinnumennsku í sveit, sem honum féll vel. Sig- geir stundaði nám í Iðnskól- anum í rafeindavirkjun á ár- unum 1991-1995. Hann naut sín í rafmagns- og tölvufræðunum og fór í framhaldi að vinna hjá Tæknivali og var þar sérfræð- ingur í netkerfum. Hann náði Þá er hann elsku Siggeir fall- inn í valinn. Við Siggeir höfum þekkst frá æsku en við gengum í sama skóla. Siggeir var kröft- ugur strákur í bekknum, góður í yfir, hljóp hraðast, henti sér markastanganna á milli í frímó. Ég var feimin og óframfærin, og horfði á hann með aðdáun öll ár- in okkar í grunnskóla, úr hæfi- legum fjarska þó. Vissara að halda sig aðeins frá öllum þess- um krafti. Hann átti góða vini í bekknum. Vináttan sú entist kannski ekki allt lífið því líf hans tók aðra stefnu en flestra vin- anna sem hann átti í grunn- skóla. Leiðir okkar Siggeirs lágu svo saman aftur þegar við vor- um rúmlega tvítug. Við fórum að búa saman í skrautlegri kommúnu á Tryggvagötu og vorum bæði svolítið týnd í lífinu. Við bjuggum saman næstu árin og eignuðumst hana Brynju okkar. Það var ekki alltaf auð- velt að vera dóttir Siggeirs þeg- ar á leið, og Siggeir fór inn í fíknisjúkdóminn af sama krafti og hann gerði alla aðra hluti. Siggeir náði löngum edrútíma í bernsku Brynju, kláraði nám í rafeindavirkjun og sinnti Brynju af alúð. Það voru margar víddir í Sig- geiri, og það hefur rifjast upp undanfarna daga þegar ég hef rætt við gamla vini og farið yfir hans lífshlaup. Siggeir kom mér oft á óvart og þegar hann hóf nám í rafeindavirkjun varð ég hissa, vissi ekki af þeim áhuga. Námið og fræðin sem hann nam féllu einkar vel að hans áhuga- sviði og blómstraði hann í því starfi næstu árin hjá Tæknivali. Gamall vinur sem var með hon- um í náminu og bransanum tók svo djúpt í árinni að tala um hann sem einn af bestu tölvu- mönnum landsins. Hann tók það af krafti, vann mikið og fylgdi þessu einnig mikil streita þótt áhuginn á tölvuheiminum væri alltaf verið til staðar. Áhugamál Siggeirs voru margs konar. Hann æfði karate um nokkurra ára skeið, hann var heillaður af geimnum, skammtafræði, búddisma, hug- leiðslu og hélt mjög upp á víet- namska munkinn Thich Nhat Hanh. Siggeir hafði áhuga á lífinu, hafði alltaf mikinn lífsvilja þótt lífsstíllinn gæfi annað til kynna. Hann háði harða baráttu við fíknisjúkdóminn, reis óteljandi sinnum upp og hóf sína edrú- göngu. Þegar Siggeir var horf- inn inn í skuggana sem fylgdu fíkninni missti maður oft þráð- inn við hann en alltaf kom það til baka. Siggeir bjó ekki langt frá mínum vinnustað síðustu mánuði, var búinn að eignast bíl og bauð mér ósjaldan far heim úr vinnu. Hann naut þess að verða að liði og vera í tengslum við sitt fólk. Hann var með tölu- verð lífsgæði þó svo hann hefði sjálfur haft á orði að líf hans héngi á bláþræði eftir mikil veikindi síðustu ára. Samtöl okkar í þessum bílferðum sner- ust oftar en ekki um Brynju og Öglu afabarn. Það var Brynju ómetanlegt að geta fylgt pabba sínum þenn- an síðasta spöl á líknardeildinni á LSH, þar sem fagmennska og fordómaleysi markaði allt við- mót, hjá öllu starfsfólki deildar. Langar að þakka fyrir hönd aðstandenda deild A-7 og Bryn- dísi Sigurðar smitsjúkdóma- lækni sérstaklega, sem Siggeir minntist oft á, sem og öðru starfsfólki deildarinnar, SÁÁ fyrir allt gegnum árin, deild 32A/33A á LSH og síðast en ekki síst Vorteyminu. Helena Bragadóttir. Siggeir Valdimarsson Eftirminnilegt er þegar Sigga systir kynnti Gústa fyrir mér í fyrsta sinn. Við fyrstu sýn virk- aði þessi dökkhærði maður með þykkan hárlubba og svart alskegg fráhrindandi og unglingnum fannst honum standa stuggur af þessum dökka manni, enda engin tilviljun að vinir hans og félagar kölluðu hann „svarta prinsinn“. Um leið og við byrjuðum að ræða saman, þar sem hann lét mig strax finna að við værum jafningar, bráði þetta allt af mér. Þarna fór mað- ur sem sýndi öllu áhuga sem maður sagði eða var að gera hverju sinni og var alltaf til í samtöl, án þess að trana sér fram. Gústi mágur sýndi öllum, lágum sem háum, einlægan áhuga og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Með sínu hægláta fasi og framkomu kom hann sínum sjónarmiðum að af Ágúst Þórarinsson ✝ Ágúst Þór- arinsson fædd- ist 12. apríl 1952. Hann lést 9. júlí 2021.Útförin fór fram 3. ágúst 2021. mikilli lagni. Hann átti auðvelt með mannleg samskipti og hafði góða nær- veru. Aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann, þótt hann gæti haft sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um. Síðar þegar við Ragnheiður réð- umst í húsakaup, þá var gott að eiga húsasmiðinn að og hann var fyrsti maður á stað- inn til að veita aðstoð. Þegar við komum með okkar fram- kvæmdahugmyndir, misviturleg- ar, þá hlustaði hann og tókst að aðlaga þær þannig að þær væru framkvæmanlegar, enda hugsaði hann alltaf í lausnum og lét verkin tala. Ég á honum mikið að þakka í öllum þeim fram- kvæmdum sem ég lagði í og vissi alltaf að hjálp frá honum væri vís. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góðar og af- slappaðar stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning Ágústs Þórarinssonar. H. Ágúst Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.