Morgunblaðið - 09.08.2021, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 ✝ Þorbjörg Jón- atansdóttir, Obba, fæddist 24. október 1930 á Blikalóni á Mel- rakkasléttu. Hún lést 23. júlí 2021 á Mörkinni, hjúkr- unarheimili. For- eldrar hennar voru Sigurborg Daníels- dóttir, f. 27. júlí 1903, d. 26. janúar 1983, og Jónatan Hallgrímsson, f. 30. desember 1900, d. 24. júlí 1984. Bróðir Þorbjargar var Karl Jónatansson harmonikku- leikari, f. 24. febrúar 1924, d. 3. janúar 2016, en hann var giftur Sólveigu Björgvinsdóttur, f. 28. nóvember 1928. Þorbjörg giftist Sigmari Þor- steinssyni, f. 21. maí 1935, hinn 1. janúar 1965. Foreldrar hans Hafstað. Þorsteinn er giftur Lilju Rós Óskarsdóttur og synir þeirra eru Sindri, Vignir og Daníel. Þorbjörg ólst upp á Ytra- Krossanesi í Eyjafirði og gekk í skóla á Akureyri. Hún flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri og gekk þar í skóla. Hún fór ung að vinna og gegndi ýmsum störfum en lengst af starfaði hún hjá Iðn- tæknistofnun. Þorbjörg var að mörgu leyti á undan sinni samtíð hvað varðar jafnrétti, en til að mynda var hún alla tíð útivinnandi og á heimili þeirra hjóna var öllum verkum skipt jafnt. Þorbjörg og Sigmar voru lengst af búsett í vestur- bænum í Kópavogi en áður en þau fluttu í Kópavog bjuggu þau í Reykjavík. Síðustu árin bjuggu þau í þjónustuíbúð eldri borgara í Mörkinni í Reykjavík. Þrátt fyr- ir að hafa búið stærstan hluta ævinnar á höfuðborgarsvæðinu átti Norður-Þingeyjarsýsla alltaf sinn stað í hjarta Obbu. Útför Þorbjargar fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 9. ágúst 2021, og hefst athöfnin klukkan 15. voru Margrét Ei- ríksdóttir og Þor- steinn Magnússon. Börn Þorbjargar og Sigmars eru Sig- urborg Erna, f. 1. júní 1954, Margrét, f. 29. ágúst 1965, og Þorsteinn, f. 20. apríl 1967. Sigur- borg Erna er gift Otto Mostrup og sonur þeirra er Niels Sigmar Mostrup. Niels er giftur Teresu Conde Muñoz og eiga þau dæturnar Fabiolu og Amöndu. Margrét er gift Jó- hannesi Þórðarsyni og börn þeirra eru Hera, Hugi og Embla. Sonur Heru er Baldur Sær Björnsson. Unnusta Huga er Ana María Vázquez Mille og dóttir hennar er Elína Johnson Mille. Unnusti Emblu er Páll Ársæll Þorbjörg Jónatansdóttir, mín elskulega tengdamóðir, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk hinn 23. júlí sl. Þessi glæsilega kona var í senn hörkutól sem tókst á við öldur lífsins af einlægni og fórnfýsi og var sannkallaður talsmaður þeirra sem minna máttu sín. Á kveðjustund rifjast upp ótal minningar um yndislega mann- eskju sem var ósérhlífin allt til enda. Henni var tamt að hugsa fyrst og fremst um aðra og vera boðin og búin að rétta fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Mér er minnisstætt þegar þau hjónin, Þorbjörg og Sigmar, heimsóttu okkur til Kaupmanna- hafnar þegar Embla okkar fæddist. Mæðgurnar voru ekki komnar heim af fæðingardeild- inni þegar hjónin lentu í Kóngs- ins Kaupmannahöfn og voru okkur innan handar. Ég gleymi ekki Evrópureisunni sem tókst að véla ykkur hjónin í en þar var ekið frá Amsterdam, í gegnum Frakkland og Þýskaland og nið- ur til Ítalíu þar sem uppgötv- aður var nýr menningarheimur. Að sama skapi tókst ykkur hjón- unum að kynna fyrir mér ykkar menningarheim norður á Mel- rakkasléttu þar sem ég sit núna, nýt kyrrðarinnar og hugsa til liðins tíma. Kleinu- og köku- bakstrinum var sinnt af alúð sem og steikta fiskinum og kótelettum í raspi, sem bornar voru á borð með heimatilbúinni rabarbarasultu og brúnni sósu. Í þessari eldamennsku kemst ég ekki með tærnar þar sem Þorbjörg og Sigmar, þessi sam- hentu hjón, voru með hælana. Þorbjörg var amma í hæsta gæðaflokki, amma sem passaði ávallt upp á að allir fengju jafnt. Hún fylgdist glöggt með og naut þess að vera til staðar þegar á þurfti að halda, allt fram á kveðjustund. Það var unun að fylgjast með þegar barnabörnin komu í heimsókn á hjúkrunarheimilið og sjá bros Þorbjargar um leið og hún heyrði raddir þeirra, bros sem skilur eftir ómetanleg augna- blik sem koma ekki aftur en lifa í hjarta okkar. Ég votta Sigmari Þorsteins- syni mína dýpstu samúð og kveð Þorbjörgu með síðasta versi úr Hótel Jörð eftir Tómas Guðmundsson: Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli’ og Metúsalem og Pétur. Þinn tengdasonur, Jóhannes Þórðarson. Ömmur er einstakar. Amma Obba var einstök. Hún var sann- kölluð ofurkona eða eins og við segjum oft – einn mesti meistari sem við höfum kynnst. Hún var kraftmikil, þrautseig og ákveðin og á sama tíma einstaklega já- kvæð og hlý, mikill húmoristi og kunni að gera grín að eigin óför- um. Amma var sérlega minnug og rakti ættir og næstum ald- argamlar sögur eins og þær hefðu gerst í gær, alveg fram á síðustu dagana sína. Það var alltaf gaman að hlusta á sögurnar hennar ömmu og eru sérstaklega eftirminnileg- ar frásagnir af því hvernig hún (eina stelpan) spilaði fótbolta með frændum sínum, kleif mitt- isháan snjó heila dagleið til að komast í skólann og skíðaði í brekkunni í bakgarðinum í Krossanesi. Við eigum margar góðar æskuminningar með ömmu og afa og hugsum til þeirra stunda með hlýju. Það var sérlega nota- legt að sitja við eldhúsgluggann á Borgarholtsbraut, hlusta á Rás 1 og fylgjast með lífinu fyrir ut- an, bölva köttum sem gengu um garðinn, spila manna, byggja spilaborgir, skrifa sögur og leysa krossgátur, eftir að hafa borðað skyr í morgunmat, sem amma hrærði örugglega allt of miklum sykri saman við. Fá svo krem- kex með kaffinu og sækja íspinna í frystikistuna inni í búri eftir kvöldmat. Það var alltaf gaman að fá að gista á Borg- arholtsbrautinni í gamla svefn- sófanum og hlusta á ömmu lesa sögur eftir leik með svörtu dúkkurnar, legókubba eða koddaslag. Amma var flinkur kokkur og höfðum við gaman að því að fylgjast með eldamennskunni og reyna að læra ömmutaktana. Hægeldað lamb, steiktur fiskur og kótilettur í raspi, kjötbollur, sósurnar góðu og kartöflumúsin voru í miklu uppáhaldi. Í mat- arboðum hjá þeim afa spurði hún oftar en ekki: „Er þetta ekki vont?“ Hvort sem það var af hógværð eða bara húmor. Ár- lega rifsberjasultugerðin er eft- irminnileg, sömuleiðis randalínu- baksturinn og kleinurnar góðu. Það var mikill töggur í ömmu Obbu og var hún á undan sinni samtíð hvað varðar jafnrétti. Hún var alla tíð útivinnandi, mikið jafnrétti ríkti á heimilinu og amma veigraði sér ekki við að taka til hendinni við ýmis erfið verk. Hún var öflug í veiði- mennskunni og eigum við góðar minningar um ömmu í sveitinni á Blikalóni. Amma var líka mikil prjóna- kona og prjónaði peysur, sokka og fleiri flíkur á barnabörnin og miðlaði prjónaþekkingunni áfram. Síðasta áratuginn hætti hún þó að prjóna vegna gigtar og versnandi sjónar en var ekki lengi að taka upp prjónana á ný þegar Baldur Sær langömmu- strákur kom í heiminn fyrir rúmum þremur árum. Henni fannst langömmuhlut- verkið skemmtilegt og þó að minnið væri farið að truflast undir það síðasta mundi hún alltaf það mikilvægasta sem við- kom Baldri Sæ. Hún tók fullan þátt í bílaleikjum og fannst lang- ömmustráknum göngugrindin hennar vera einn besti sportbíll- inn. Minningarnar sem við eigum um elsku ömmu Obbu eru marg- ar og góðar og er gaman að rifja þær upp saman. Við munum njóta áfram alls þess góða sem amma gaf okkur og kenndi. Hún mun lifa í huga okkar um ókomna tíð og vera okkur mik- ilvæg fyrirmynd. Hvíldu þig vel, elsku amma. Hera, Hugi og Embla. Hlýja og elskulega föðursystir mín, hún Obba, yfirgaf þetta jarðlíf okkar föstudaginn 23. júlí, líkamlega lúin og þreytt, en örugglega með kankvísan glampann í augunum fram á hinstu stund, sem einmitt sagði svo mikið um skapgerð og lífs- viðhorf hennar. Ég minnist Obbu frá barn- æsku minni, þegar hún ung kon- an hafði aflað sér menntunar og síðan starfsframa hjá Iðnaðar- málastofnun, sem síðar varð Iðnþróunarstofnun Íslands, ásamt því að halda heimili fyrir móður sína Guðnýju Sigurborgu og dótturina Sigurborgu Ernu. Á þeim tíma mætti segja að Obba hafi verið sannkallaður kvenskörungur, eða jafnréttis- sinni eins og það héti í dag. Ég minnist þess síðan þegar þau Obba og Sigmar giftust og eignuðust dótturina Margréti og soninn Þorstein, sem ætíð ásamt stóru systur hafa veitt foreldrum sínum ómælt stolt og gleði. Eins minnist ég margra eftirminni- legra stunda í návist þeirra allra, á borð við garðveislu í Randers í tilefni silfurbrúðkaups Sigur- borgar og Ottós og eftirminni- lega útskriftarveislu Margrétar í Mosfellsbæ, þar sem við sáum hana á ógleymanlegri vídeó- upptöku hreppa nánast öll þau útskriftarverðlaun sem í boði voru, auk fjölmargra annarra ánægjustunda með þeim Obbu og Sigmari og fjölskyldunni allri, þar sem aldrei bar skugga á. Málsháttinn sem hljóðar á þann veg að þar sem hjartarúm sé, þar sé húsrúm, sönnuðu þau Obba og Sigmar áþreifanlega veturinn ’69-’70 þegar óstýriláti bróðursonurinn vildi ólmur þreyja landsprófið illræmda og þau bættu honum við heimilis- haldið í blokkaríbúðinni í Gnoð- arvoginum, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í síðustu heimsókn minni til Obbu föðursystur minnar, þá varð mér hugsað, þegar ég sá síðustu myndina sem tekin var af ömmu Sigurborgu svo fallega brosandi í ramma á borðinu hjá dóttur sinni, sem nú var orðin gömul kona á hjúkrunardeild, að bráðum yrði hún búin að fá bæði börnin sín, þau Kalla og Obbu, til sín. Orð sem mér finnst lýsa vel minningunni um þig nú að leið- arlokum kæra frænka eru: Stað- föst, hrein og bein. Jónatan Karlsson. Þorbjörg Jónatansdóttir ✝ Sigurður Kristjánsson fæddist á Auðs- haugi í Barðastrandar- sýslu 9. apríl 1948. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 13. júlí 2021. Foreldrar hans voru Kristján Pét- ur Sigurðsson bóndi á Auðshaugi, f. 10. júlí 1909, d. 11. ágúst 1971, og Annetta Sigurðsson, f. í Fugla- firði í Færeyjum 20. maí 1916, d. 18. júní 2006. rún Agnes Rúnarsdóttir, f. 2. janúar 1985. Börn þeirra eru Andri Dagur, f. 12. október 2007, Úlfur Ingi, f. 6. maí 2010, og Helga Karen, f. 29. apríl 2014. Eftir nám í farskóla í sveit- inni og framhaldsnám á Reykjanes í Ísafjarðardjúpi í einn vetur vinnur Sigurður heima við og á fiskveiðiskipum þar til hann fer í nám í Vél- skólanum 1971 og lýkur námi þar 1974. Eftir það hóf hann störf hjá Ríkisskipum sem vélstjóri á Heklu og Öskju. Þegar Ríkis- skip lögðust af hóf hann störf í landi og lengst af vann hann í vélaverkstæðinu í álverinu í Straumsvík og lauk sínum starfsferli þar. Útför Sigurðar fer fram í Fossvogskirkju í dag, 9. ágúst 2021, klukkan 13. Fimm alsystkin, öll á lífi, og hálf- bróðir sem er lát- inn. Hinn 26. desem- ber 1978 kvæntist Sigurður Laufeyju Aðalsteinsdóttur, f. 8. ágúst 1945, for- eldrar hennar voru Aðalsteinn Krist- insson, f. 20. sept- ember 1912, d. 6. mars 1969, og Guðbjörg Vig- fúsdóttir, f. 2. október 1921, d. 29. september 2017. Sonur þeirra er Aðalsteinn, f. 21. febrúar 1983, maki Sig- Elsku pabbi. Það sem mér þykir skrýtið og ósanngjarnt að ég sitji hér og skrifi minningar- grein um þig. Þó að þetta væri það sem koma skyldi sætti ég mig enn engan veginn við þetta. Þú áttir svo mikið eftir. Ég fór í planað ferðalag stuttu eftir að þú fórst frá okkur. Sat í miklum hita og glampandi sól á bát úti á hafi. Sama stað og ég ferðaðist til með þér fyrir aðeins örfáum árum. Ég sat með der- húfu sem þú áttir þegar allt í einu hafgolan tók hana af mér og kast- aði henni út á haf. Fyrst þá, þeg- ar ég horfði á eftir húfunni sökkva, áttaði ég mig almenni- lega á því að þú værir raunveru- lega farinn. Ég og Úlfur sátum tárvotir í faðmlögum og horfðum á eftir húfunni sökkva rólega ofan í sjóinn langt í burtu, án þess að geta nokkuð gert. Þetta var eitt- hvað svo táknrænt, næstum eins og þú værir þarna með okkur. Ég er svo heppinn að hafa átt pabba eins og þig. Mann sem allt gat gert og vildi allt fyrir alla gera. Þú kenndir mér svo margt og betri fyrirmynd hefði ég ekki getað átt. Ég var einkabarn ykkar mömmu, fékk aleinn að njóta allr- ar þeirrar ástar og athygli sem þið höfðuð að gefa. Þið stóðuð alltaf svo þétt við bakið á mér og höfðuð svo mikið af ykkur að gefa. Mér hefur alltaf fundist ég svo óendanlega heppinn að hafa verið valinn af ykkur og við að skoða gamlar myndir sést hvað það gerði mikið fyrir þig að fá mig líka. Þegar ég keypti mér mína fyrstu íbúð kunnir þú allt og kenndir mér allt sem þurfti til. Við feðgarnir saman gerðum íbúðina fokhelda og komum henni saman í glæsilegan búning. Aldrei þurfti að kalla neinn til, rafvirkja, smið, pípara, málara eða hvað annað, þú gast það og þú kenndir mér það. Þessum tíma sem við áttum saman þarna með- an á þessu verkefni stóð mun ég aldrei gleyma. Við urðum enn nánari fyrir vikið og ég fékk að kynnast þér betur. Stuttu eftir framkvæmda- ævintýrið okkar kom ég með fyrsta barnabarnið þitt og það gaf mér svo mikið að sjá hversu mikla ást þú hafðir að gefa hon- um, eins og þeim tveimur sem á eftir fylgdu. Þau elskuðu að koma til afa Sigga enda hvergi meiri ró og frið að finna. Þú hafir alltaf nægan tíma fyrir þá sem þú elsk- aðir og allt gert án nokkurs asa. Stigvaxandi veikindi þín und- anfarin ár hafa verið mér og mín- um mjög erfið. Að horfa á eftir þér, sterka manninum sem allt gat, hverfa smám saman inn í annan heim. Eins erfitt og það er fyrir okkur sem elskum þig að sættast við þetta þá vitum við að þú ert kominn á betri stað og ekki lengur þjáður. Við vitum að þú vakir yfir okkur. Ég elska þig og ég mun aldrei hætta að sakna þín. Þinn Aðalsteinn (Alli). Til afa! Þú varst besti afi í öllum heim- inum og í hvert sinn sem þú brostir þá lýstist herbergið. Þú varst aldrei reiður og hafðir alltaf nægan tíma fyrir mig. Ég sakna þín svo mikið. Andri Dagur. Þú varst algjör nammigrís eins og ég og ég man hvað þú gast borðað mikið en samt verið alltaf svo grannur. Við stálumst einu sinni í kökur saman án þess að amma vissi. Þú gafst mér svo margar flottar derhúfur sem þú áttir. Þú varst alltaf svo rólegur og góður. Úlfur Ingi. Þú ert besti afi í heimi og alltaf svo skemmtilegur. Ég elska þig út af lífinu og sakna þín svo mik- ið. Helga Karen. Sigurður Kristjánsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓDÍS DAGNÝ VILHJÁLMSDÓTTIR, Bjarkargötu 4, 101 Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. ágúst klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni, hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Jón Pétursson Vilhjálmur Jónsson Agnes Margrét Eiríksdóttir Benedikt Jónsson Unnur Eva Jónsdóttir Pétur Gauti Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, BORGHILDUR MAACK hjúkrunarfræðingur, lést þriðjudaginn 3. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Vera Maack Pálsdóttir Nanda María Maack Murangi Borghildardætur og fjölskylda Hjartkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, lést í faðmi ástvina sinna á líknardeild Landspítalans föstudaginn 6. ágúst, á 85 ára afmælisdaginn sinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra Viðarsdóttir Jóhann Úlfarsson Kristín Inga Viðarsdóttir Timothy Hercules Spanos Björn Leví Viðarsson Einar Ingi Magnússon Sigrún Guðmundsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Jón Helgason Ása Magnúsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.