Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 ✝ Magnús Guð- mundsson fæddist í Djúpavík á Ströndum 5. októ- ber 1945. Hann lést 26. júlí 2021 á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Pétur Ágústsson, f. 11. des. 1912, d. 30. okt. 1997, og Ester Lára Magnúsdóttir, f. 29. apríl 1917, d. 20. júní 2002. Bróðir hans var Ágúst Guðmundsson, f. 16. júní 1942, d. 23. maí 2020. Eftirlifandi eiginkona Magn- Magnús ólst upp í Djúpavík en fluttist á unglingsárum til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum. Hann lauk námi frá Reykjaskóla 1961 og frá Sam- vinnuskólanum 1966. Í búskap sínum bjuggu Magnús og Jó- hanna alla tíð í Hafnarfirði, utan fimm ára þar sem þau bjuggu í Búðardal þar sem hann var fulltrúi og síðar kaupfélags- stjóri. Stærstan hluta starfsævi sinnar vann hann hjá Hafn- arfjarðarbæ í ýmsum störfum tengdum bókhaldi. Magnús hafði mikinn áhuga á íþróttum og sinnti ýmsum sjálf- boðaliðastörfum fyrir hand- knattleiksdeild FH auk þess sem hann sat í stjórn Sjóstanga- veiðifélags Snæfellsness um ára- bil. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 9. ágúst 2021 kl. 13. úsar er Jóhanna Sigríður Ragn- arsdóttir, f. 6. sept- ember 1948, frá Siglufirði. Þau giftu sig 18. nóv- ember 1972. Börn þeirra eru: 1) Ester Lára, f. 22. sept- ember 1972. 2) Ragnar Ólafur, f. 18. október 1977, maki Edna Sólrún Falkvard Birgisdóttir, f. 28. jan- úar 1979. 3) Jóhann Skagfjörð, f. 27. október 1981, maki Vigdís Sigurlínudóttir, f. 11. júní 1983. Barnabörn eru tíu. Elsku pabbi. Það er erfið til- finning að meðtaka að þú sért ekki með okkur lengur. Þrátt fyrir erfið veikindi að undan- förnu þá áttum við þig samt allt- af að. En ekki lengur. Nú sitjum við saman systkinin og rifjum upp sögur úr æsku og finnum fyrir ljúfsárri tilfinningu. Það er ljúft að eiga svona margar góðar minningar, en það er sárt að vita að þær verða ekki fleiri, hvorki fyrir okkur né börnin okkar. Sögurnar sem við systkinin segjum hvert öðru eru fjölmarg- ar. Ester segir frá því að þú þýddir fyrir hana dönsku Andr- ésblöðin þegar hún var lítil. Ragnar rifjar upp þegar þú þurftir að útskýra fyrir sjoppu- eigandanum að maðurinn sem hann hafði samþykkt kauptilboð frá væri í raun bara 12 ára krakki. Jóhann segir frá því hvernig þú nenntir að mæta á hvert einasta frjálsíþróttamót sama hvernig viðraði. Allar sögurnar sem við rifjum upp eiga það sameiginlegt að lýsa manni sem var hjálpsamur, barngóður, hlýr, þolinmóður og fyndinn. Af manni sem stóð með börnunum sínum og var alltaf mættur fyrstur ásamt mömmu að aðstoða þegar á þurfti að halda, sem stundum útheimti að setjast upp í bíl og keyra til Akureyrar, Egilsstaða eða Rauf- arhafnar. Eitt stærsta einstaka verkefn- ið þitt var þegar þið mamma ákváðuð að gera upp gamla æskuheimilið þitt á Djúpavík. Verkefnið var risastórt en á tíu árum tókst þér að ljúka því með glæsibrag. Við erum þakklát fyr- ir að þú og mamma hafið átt margar góðar stundir þar saman og náð að njóta saman þessarar miklu vinnu. Við höfum öll gam- an af því að fara í húsið þitt elsku pabbi og það er ærið verk- efni fyrir okkur að ná að halda því jafn vel við og þú gerðir. Húsið er og verður minnisvarði þinn. Elsku pabbi. Við systkinin og mamma vorum hjá þér þegar kallið kom og lífið fjaraði út. Við vonum að þú hafir fundið fyrir nærveru okkar og kærleik. Við vonum að þú hafir haft gaman af lagalistanum sem við spiluðum með lögum af plötum sem við mundum eftir úr vínilplötusafn- inu þínu. Þú varst alltaf mikill Jethro Tull-maður og það var því við hæfi að þeir áttu lokalagið í þínu lífi. Takk fyrir allt elsku pabbi. Ester, Ragnar og Jóhann. Elsku afi okkar. Við eigum svo ótal margar minningar sem við höfum notið saman. Afi var alltaf til í að spila þegar hann var með okkur. Oft spiluðum við upp á hver væri olsen-olsen-kóngur- inn og afi hélt oft að hann væri að verða kóngurinn en vann nú ekki alltaf. Afi studdi okkur allt- af í gegnum íþróttirnar og mætti á alla leiki, líka þá leiki sem and- stæðingurinn okkar var uppá- haldsliðið hans FH en hann átti það til að gleyma sér og fagna þeim líka. Mikið héldum við upp á fæðingarstað hans, Djúpavík. Ótal margar voru ferðirnar okk- ar þangað þar sem við löbbuðum Djúpavíkurhringinn, fórum að Lómatjörn og veiddum hornsíli, lögðum net í sjóinn og hlustuð- um á sögurnar um æskuna hans á Djúpavík sem er töluvert öðru- vísi en okkar tími. Afi var mikill húmoristi og hafði mjög gaman af að segja fimmaurabrandara við öll tilefni. Tilhugsunin um framtíðina án þín er hræðilega erfið. Við mun- um ávallt sakna nærveru þinnar, væntumþykjunnar, stuðningsins, kaldhæðninnar og vináttunnar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíldu í friði elsku afi. Gabríel Daði, Ísabella og Tara Diljá. Elsku afi. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín því þú vildir alltaf spila við okkur. Þú sagðir okkur líka oft gamlar sög- ur, eins og þessa sem prjónaða myndin á veggnum hjá ykkur ömmu er um. Það var líka mjög gaman þegar við áttum heima hjá þér og ömmu með pabba. Okkur fannst mjög gaman að leika við þig og við eigum eftir að sakna þín. Jóhanna Lára og Kolmar Jökull. Minningarnar hrannast upp þegar ég hugsa til Magnúsar frænda míns. Fyrstu minning- arnar eru að sjálfsögðu frá fæð- ingarstað okkar á Djúpuvík á Ströndum. Ég og bróðir minn Guðmundur ólumst upp með Magnúsi sem æsku- og leik- félaga. Og þó að þeir væru eldri en ég fékk ég ótrúlega oft að hanga með þeim í leik og starfi. Ekki minnkaði vináttan þegar við urðum eldri og fluttum til Hafnarfjarðar með fjölskyldum okkar. Við deildum áhuga á íþróttum og vorum allir stuðn- ingsmenn FH. Magnús lék hand- knattleik með Fimleikafélaginu fram á fullorðinsár og sinnti einnig stjórnarstörfum fyrir handknattleiksdeildina um all- nokkurt skeið. Tónlistin var einnig í hávegum höfð hjá okkur frændum og ekki verður hjá því komist að geta dá- lætis Magnúsar á jaðarbandinu Jethro Tull sem átti hug hans um langt skeið. Eftir nám á Bifröst starfaði Magnús um árabil í Verslunar- bankanum í Bankastræti. Mér fannst áhugavert og gaman að heimsækja frænda minn í bank- ann og einhverju sinni orðaði ég við hann hvort hann gæti útveg- að mér vinnu í bankanum. Það gerði hann og þar með var ten- ingunum kastað varðandi mína framtíð. Í minningunni var Magnús þessi trausti og áreiðanlegi frændi sem vann öll störf sem hann kom nærri af ástríðu, alúð og samviskusemi. Að leiðarlokum vil ég þakka Magnúsi frændsemi og vináttu í minn garð. Við Elín sendum Jó- hönnu, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi og varðveiti minn- ingu Magnúsar Guðmundssonar. Gunnlaugur Sveinsson. Við fórum Ameríkuferð með foreldrum mínum og foreldrum hans 1994. Þar var rætt hver myndi taka að sér að endur- byggja hús foreldra hans á Djúpavík. Tveir bræður, annar með sumarbústað, hinn með hús- bíl. Það varð úr að Magnús tók við keflinu, þau Jóhanna létu bú- staðinn og einhentu sér í að gera upp húsið á Djúpavík. Þetta gerðu þau af miklum myndar- brag og undu hag sínum vel. Magnús var farkennari fyrir norðan þegar ég var barn. Ég var ekki talin nógu gömul til að stunda bóknámið en ég fór oft með honum og pabba að vitja um rauðmaganetin, svo var „skvakl- að“ eins og þeir kölluðu að borða rauðmagann soðinn með hvelju. Það hefur verið gaman að endurnýja kynni við Magnús og fjölskyldu hér í víkinni góðu. Við Magnús rifjuðum m.a. upp gamla takta, fórum á sjó hér í firðinum og minningin vermir. Magnús stundaði sjóstangveiðar um árabil og var lunkinn við það. Magnús var mikill fjölskyldu- maður, traustur, hlýr og glett- inn. Hann var sífellt að dytta að, var ekki maður margra orða en lét verkin tala. Gott dæmi um fallega vináttu frændanna Magnúsar og pabba er að pabbi bað hann að koma með sér að velja kistuna sem pabbi hvílir nú í. Við þökkum samfylgdina og söknum vinar í stað. Vilborg Zoëga Traustadóttir og Geir Þórarinn Zoëga. Góður vinur okkar hjóna er nú fallinn frá eftir erfið veikindi. Það er gott að minnast Magn- úsar. Hann var traustur vinur, hæglátur og meinfyndinn þótt ekki væri hávaðinn í kringum hann. Hann var vel að sér á marga grein, var vel máli farinn og hafði sérstakt lag á að lauma út úr sér hnyttnum athugasemd- um sem hittu í mark og voru lík- legar til að létta stemninguna. Náin kynni hófust í Búðardal árið 1980 þegar leiðir fjölskyldn- anna lágu saman um hríð en á þeim tíma var Magnús kaup- félagsstjóri þar. Eftir að fjöl- skylda Magnúsar flutti suður var vinaböndunum viðhaldið með heimsóknum og sameiginlegum ferðalögum innanlands og utan og ánægjulegum samskiptum. Fengum við ómælt að njóta gest- risni þeirra hjóna. Það var fengur fyrir okkur sem stóðum að sjóstanga- veiðifélaginu í Ólafsvík þegar Magnús og fleiri sunnanmenn gengu til liðs við félagið og stóðu þar í fararbroddi. Gerðu þeir góða hluti á þeim vettvangi. Veiðiskapur var ofarlega í hug okkar félaganna og verða ferðir á mót víðs vegar um landið og fleira því tengt lengi í minnum haft. Má til gamans geta þess að Magnús var kominn á skrá sem lúðubani eftir eina slíka. Það var gott að telja til vin- skapar við Magnús og fjölskyldu og fyrir margar ánægjustundir á heimili þeirra og margháttuð samskipti liðinna ára erum við hjónin og fjölskylda okkar þakk- lát. Við felum Magnús góðum Guði og sendum Jóhönnu, börn- um þeirra og þeim sem tengjast honum ástúðarböndum samúðar- kveðjur er leiðir skiljast um hríð. Anna og Friðrik. Magnús Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON fv. póst- og símstöðvarstjóri Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Hraunvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju klukkan 15 þriðjudaginn 10. ágúst. Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélög. Guðbjörg Þorleifsdóttir Sigurborg Sigurðardóttir Ljótur Ingason Svanhvít Sigurðardóttir Ragnar Jörundsson María Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Halldór Ó. Sigurðsson Margrét H. Hjaltested Þóra Sigurðardóttir Sigurður G. Jóhannsson Ingvar E. Sigurðsson Edda Arnljótsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Miklabæ, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 3. ágúst. Útförin fer fram í Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Jón, Anna, Ólafur og Ingibjörg Halldórsbörn ömmubörn og langömmubörn Þorkell G. Guð- mundsson var at- hafnamaður mikill og fjölbreyttur fer- ill hans mun óumdeilanlega lifa áfram, bæði með afkomendum hans og áhrifum sem hann hafði á hönnunar- og listsviðum Ís- lands. Þorkell var afi minn og nafni en vitrari öldung væri erfitt að finna. Ég var oft með afa mín- um á yngri árum og hann Þorkell G. Guðmundsson ✝ Þorkell Gunn- ar Guðmunds- son fæddist 20. júní 1934. Hann lést 20. júlí 2021. Útför Þorkels fór fram 5. ágúst 2021. kenndi mér að tefla þegar ég var ung- viði. Það var mikið keppnisskap í manninum og þeg- ar við tefldum tveir þá leyfði hann mér aldrei að vinna. Ég þurfti að eiga rétt á því að vinna og man ennþá eftir því þegar ég náði að skáka og máta hann í fyrsta sinn. Maðurinn ætlaði ekki að trúa því sjálfur að ég hefði náð honum og ég held að ég hafi aldrei verið jafn fullur af stolti og á þessari stundu, lítill snáði sem loksins náði að máta þennan merkis- mann sem virkaði á mig eins og gáfaðasti maður í heimi. Sú upplifun af honum breytt- ist ekki með tímanum. Því eldri og vitrari sem ég varð, því meira áttaði ég mig á þeirri visku sem hann afi minn bjó yf- ir. Á seinni árum hittumst við heima hjá honum yfir kaffiboll- um og sígarettum og töluðum um allt á milli himins og jarðar. Fékk ég þá innsýn í líf hans og skoðanir og ég veit það fyrir víst að hann myndi ekki trúa því hversu mikið ég kunni að meta hugsanir hans og fram- komu. Afi var með sterkar skoðanir en hlustaði ávallt á það sem aðr- ir höfðu að segja og þóttist ekki vera alvitur. Hann brýndi fyrir mér mikilvægi þess að virða þá sem á vegi mínum verða en að það þýddi ekki að maður þyrfti að sitja á skoðunum sínum. Hann afi hafði einstaklega gaman af því að spjalla um mis- munandi málefni og enn meira gaman af því að skora aðeins á þær kenningar sem maður hafði sjálfur. Lék sér jafnvel stundum að því að tala fyrir málstað sem hann trúði ekki á sjálfur til að sjá hvernig maður myndi bregð- ast við því sem hann sagði. Sum þessara samtala okkar sitja enn fersk í minni mínu fjölmörgum árum eftir að við áttum þau. Afi Þorkell var ávallt að vinna í einhverjum verkefnum þegar ég kom í heimsókn og var nógu þolinmóður til að útskýra hvað það var sem hann var að vinna við hverju sinni. Það var alltaf eitthvað nýtt til að skoða hjá honum þegar maður kom í heimsókn og það er nánast hálf- ótrúlegt hversu mikið hann náði að afreka á þeim tíma sem hann hafði. Er svo óendanlega stoltur af honum afa mínum og þeim forréttindum að fá að bera nafn hans áfram. Mikið einstaklega er ég hepp- inn að hafa fengið afa sem þig og enn heppnari með þann tíma sem mér var gefinn með þér. Elska þig ávallt og mun aldr- ei gleyma. Þorkell Örn Sigurðsson. Inga Friðbjörns hitti ég fyrst þegar hann var á sjó með pabba, Jóni Jós- afatssyni, á Tý SK 33 frá Sauðárkróki. Honum lík- aði vel sjómennskan, hafði áður verið á vertíð fyrir sunnan, m.a. haustið 1963 þegar Surtsey varð til. Þeir félagar á Tý voru á net- Ingi Friðbjörnsson ✝ Ingi Frið- björnsson fæddist 28. október 1945. Hann lést 28. júlí 2021. Útför Inga fór fram 5. ágúst 2021. um á Skagafirði og rifjaði Ingi þetta tímabil oft upp í samtölum okkar og sagði sögur af sjón- um, m.a. af áhafn- armeðlimum á Tý og föður mínum. Þeir voru á þorsk- veiðum og var verkað í salt. Þegar í land var komið hófst flatning og söltun á aflanum en þá bættist afi Jósi í hópinn og hjálpaði til. Þegar við Ingibjörg Rósa, systir hans, tókum saman og ég varð hluti af fjölskyldunni varð mér betur ljóst hvaða mann Ingi hafði að geyma. Hann tók mér strax ákaflega vel, við höfðum um margt að tala, báðir með áhuga á sjárvarútvegi og at- vinnulífinu. Þá var hann mjög áhugasamur um stangveiði og sagði mér margar veiðisögur úr Laxá í Þing. og Dölum. Hann var vakandi yfir velferð systur sinnar, kom reglulega við hjá okkur á námsárum okkar í Reykjavík og bauð okkur út að borða á bestu veitingastaði í höf- uðborginni. Það var kærkomið fyrir okkur námsfólkið og frá- bær tilbreyting frá náminu. Ingi varð ekki skipstjóri á bát, eins og hann hafði áhuga á, en hann var einn af stofnendum Króksverks, verktakafyrirtækis á Sauðárkróki, og framkvæmda- stjóri þess í áratugi. Hann varð strax farsæll í því hlutverki, hafði til að bera staðfestu, dugn- að og þrautseigju, sem nauðsyn- leg er á erfiðum samkeppnis- markaði. Ingi var yndislegur maður, hæglátur, viljasterkur og bjó yf- ir innri styrk. Hann var orðvar um menn og málefni og lagði alltaf eitthvað gott til málanna. Ég leitaði oft til hans í gegnum tíðina og fékk góð ráð. Hann sýndi sonum okkar alltaf áhuga og var vakandi yfir velferð þeirra, gaf sér tíma til að spjalla við þá og hvetja til góðra verka. Hann hvatti okkur öll til náms, taldi það lykilatriði til framtíðar að mennta sig. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góðar sam- verustundir og ráð í gegnum tíð- ina. Elsku Rósa, Þórhildur, Ingibjörg, Svanhildur og fjöl- skyldur, minningin um góðan mann lifir. Ingimar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.