Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um 200 manns, þar á meðal banda- rískir ríkisborgarar, fengu að yfir- gefa Afganistan í gær með fyrsta flugi sem farið var frá alþjóðaflug- vellinum í Kabúl síðan Bandaríkja- her hætti brottflutningi sínum þaðan hinn 30. ágúst síðastliðinn. Flugvélin, sem var frá Qatar Air- ways, hélt til Doha, höfuðborgar Katar, en stjórnvöld þar hafa séð um milligöngu milli talíbana og um- heimsins undanfarin ár. Mutlaq al- Qahtani, sérstakur sendifulltrúi Kat- ara í Afganistan, sagði flugferðina marka „sögulegan dag“ fyrir flug- völlinn, og að smátt og smátt yrði hægt að opna hann fyrir almennu farþegaflugi á ný. Talið er að um hundrað Banda- ríkjamenn séu enn í Afganistan, og er stefna bandaríska stjórnvalda sú að gera þeim öllum kleift að snúa heim við fyrsta tækifæri. Samkvæmt heimildum Associated Press-frétta- stofunnar áttu tveir háttsettir talíb- anar mikinn þátt í að hægt var að fljúga með hina 200 erlendu ríkis- borgara í gær frá landinu, en auk Bandaríkjamanna voru farþegar frá Kanada, Hollandi, Þýskalandi og fleiri vestrænum ríkjum um borð. Þá hermdu heimildir AP að vænta mætti þess að annað flug með um 200 manns yrði farið í dag. Kvarta undan illri meðferð Sjá mátti herta öryggisgæslu í Ka- búl í gær, þar sem talíbanar reyna nú að koma í veg fyrir fjöldamótmæli gegn sér. Bönnuðu þeir öll mótmæli í fyrradag, nema þau sem hefðu feng- ið sérstakt leyfi. Tveir afganskir blaðamenn kvört- uðu í gær undan illri meðferð af hálfu talíbana eftir að þeim var sleppt úr haldi í gær. Þeir voru hand- teknir á miðvikudaginn fyrir að fjalla um mótmæli í Kabúl, þar sem konur kröfðust aukinna réttinda, og fluttir á lögreglustöð þar sem þeir voru barðir með kylfum, rafmagnsköplum og svipum. Mennirnir tveir, blaðamaðurinn Taqi Daryabi og ljósmyndarinn Nematullah Naqdi, birtu í gær ljós- myndir af sér, sem sýndu ljóta mar- bletti og sár sem þeir fengu af völd- um barsmíðanna, en þeir segja að talíbanar hafi sakað þá um að hafa skipulagt mótmælin. Þá hafi kvalar- ar þeirra sagt þeim að þeir væru heppnir að vera ekki orðnir höfðinu styttri. Taqi sagði að talíbanar litu á fjöl- miðla sem óvini sína, en þeir hafa heitið því að prentfrelsi verði virt innan ramma sjaríalaga. Undan- farna daga hafa hins vegar borist fregnir af því að fjölmiðlamenn, einkum þeir frá Afganistan, verði fyrir áreiti af hálfu talíbana. Neitar ásökunum um spillingu Ashraf Ghani, fyrrverandi forseti Afganistans, baðst í fyrradag afsök- unar á því að hafa yfirgefið landið með þeim skyndilega hætti sem raun bar vitni. Sagðist Ghani hafa flúið land, þar sem hann taldi það vera einu leiðina til að hlífa Kabúl við blóðugum átökum líkt og sáust þeg- ar talíbanar hertóku borgina á 10. áratug 20. aldarinnar. Þá neitaði Ghani ásökunum um spillingu, en rússnesk stjórnvöld sögðu á sínum tíma að Ghani hefði yfirgefið landið með svo himinháar fjárhæðir í bandaríkjadölum, að ekki var hægt að koma þeim öllum fyrir í þyrlunni sem flutti Ghani á brott. Sagði Ghani það ósannindi, og að hann og kona hans hefðu ávallt verið heiðarleg í fjármálum. Aftur flogið frá Kabúl - Um 200 erlendir ríkisborgarar fengu að yfirgefa Afganistan í gær - Aftur verði flogið í dag - Blaðamenn saka talíbana um barsmíðar - Ghani ver hendur sínar AFP Í flugtaki Flugvél Qatar Airways fór frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í gær með 200 farþega innanborðs og hélt til Katar. Von er á öðru flugi í dag. inu, þrátt fyrir að Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hafi kallað eftir því í fyrradag að ríkari ríki heims gæfu fátækari þjóðum bóluefni í stað þess að nýta það í örv- unarskammta. Jen Psaki, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að það væri ekki rétt að segja að valið stæði um annaðhvort eða, þar sem Banda- ríkjastjórn væri stærsti einstaki gjafi á bóluefnum til fátækari ríkja. Rúmlega 150.000 Bandaríkja- menn smitast nú af kórónuveirunni á degi hverjum, og um 1.500 manns deyja af völdum hennar. Hefur sú tíðni hækkað mjög í sumar með til- komu Delta-afbrigðisins, en fjölgun tilfella og dauðsfalla hefur aðallega verið meðal þeirra sem ekki hafa lát- ið bólusetja sig. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarp- aði þjóð sína í beinni sjónvarps- útsendingu í gær vegna stöðunnar í faraldrinum. Kynnti hann þar hertar aðgerðir alríkisins, en Biden vill m.a. herða á kröfum um að starfsmenn bandaríska alríkisins séu bólusettir gegn kórónuveirunni. Bólusetningarskyldan mun ekki bara ná til þeirra 2,1 milljónar manna sem starfar fyrir alríkið, heldur einnig þeirra sem sinna verk- takavinnu fyrir það. Er skyldan einn þáttur af sex í nýrri áætlun Hvíta hússins til þess að glíma við Delta- afbrigði veirunnar, en hún hefur náð miklum framgangi í Bandaríkjunum í sumar. Ekki er nú gerð krafa á bólusetningu meðal starfsmanna al- ríkisstofnana, en þeir sem eru ekki bólusettir þurfa að gangast undir reglulegar skimanir gegn veirunni. Aðgerðirnar fela einnig í sér að heilbrigðisstarfsmenn sem vinna á heilbrigðisstofnunum og öðrum stofnunum sem taka þátt í Medicare og Medicaid, opinberu sjúkratrygg- ingakerfi Bandaríkjanna, þurfa að vera bólusettir. Áætlað er að þetta nái til sautján milljóna manna. „Þetta snýst ekki um frelsi eða per- sónulegt val, þetta snýst um að vernda sjálfan þig og þá sem eru þér nærri, samstarfsfólk, fólk sem þér þykir vænt um og fólk sem þú elsk- ar,“ sagði Biden í útsendingunni. Hvetur til örvunarskammta Þá hyggst Biden ýta úr vör átaki til þess að fjölga bólusetningum og skimunum um allt land, auk þess sem þeir sem bólusettir eru verða hvattir til þess að fá sér örvunar- skammt til að verjast Delta-afbrigð- Kallar eftir bólusetningar- skyldu á alríkisstarfsmenn - Um 2,1 milljón manna starfar fyrir bandaríska alríkið AFP Mótmæli Bólusetningar eru umdeildar í Bandaríkjunum og mótmælti þessi hópur New York-búa hugmyndum um bólusetningarskyldu heilbrigðisstarfsfólks í upphafi septembermánaðar, sem ríkisstjóri New York-ríkis setti á. Réttlætis- og þróunarflokkur Mar- okkós, sem leitt hefur ríkisstjórn landsins í áratug, beið í gær afhroð þegar kosið var til þings. Flokkurinn er íslamistaflokkur, og var hann með 125 þingsæti fyrir kosningarnar en einungis 12 eftir þær. Frjálslyndu flokkarnir RNI og PAM, sem leitt hefur stjórnar- andstöðuna, fengu annars vegar 97 og hins vegar 82 þingsæti, en mið- hægriflokkurinn Istiqlal fékk 78 þingsæti af 395. Nafn flokksins þýðir Sjálfstæðisflokkurinn og er hann elsti flokkurinn í Marokkó. Fyrirfram var talið að íslamistar myndu áfram fá flest þingsæti, en skoðanakannanir eru bannaðar síð- ustu vikuna fyrir kjördag. Úrslitin þykja því mjög óvænt. Íslamistar bíða afhroð í kosningum - Hafa stýrt Marokkó í áratug AFP Kosið Úrslitin voru mjög óvænt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.