Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
Árið 1984 urðu skólastjóra-
skipti í Flataskóla í Garðabæ.
Kona sótti um starfið og fékk en á
þessum tíma voru karlar venju-
lega skólastjórar.
Af hverju kona? Læknisfrúin,
móðir þriggja drengja, fyrrver-
andi ballerína og flugfreyja, kenn-
ari fyrir löngu. Mín gæfa var að
vera kennari við skólann undir
hennar stjórn og fékk að kynnast
henni sem varð mér ómetanlegur
vinur.
Í ört vaxandi bæjarfélagi fjölg-
aði börnunum í skólanum og
skólabyggingin varð brátt of lítill
svo byggðar voru álmur í allar átt-
ir. Flataskóli skapaði sér góðan
orðstír sem horft var til. Sigrún
var fullfær um starfið og sýndi
það í verki. Hún stjórnaði skól-
anum af dugnaði, allir undir mikl-
um aga, börn og fullorðnir. Sigrún
sagði að börnin væru hin upp-
rennandi kynslóð, það mikilvæg-
asta sem við ættum. Framtíð
lands og þjóðar byggðist á því að
við gæfum þeim gott veganesti út
í lífið og veittum þeim uppeldi og
menntun.
Á Þorláksmessu síðastliðinni
kom ég óvænt í heimsókn til Sig-
rúnar, hún tók glöð á móti mér,
var með pizzupartí fyrir barna-
börnin, engin skata þar og stolt
sýndi hún mér fallega hópinn
sinn, nema einn sem varð að vinna
sagði hún og kurteis brostu þau
við förukonunni sem kom inn úr
snjónum.
Þegar ég talaði við Sigrúnu síð-
ast var hún í Kaupmannahöfn.
Það var gott að heyra í henni, í
haust ætluðum við í ferðalag aust-
ur fyrir fjall að heimsækja vinina
okkar þar.
Sigrún fæddist að hausti, þegar
litir náttúrunnar eru sterkastir,
sumri tekið að halla, opin og já-
kvæð en ákveðin, yfirveguð, sátt-
fús og bjó yfir sterkri réttlætis-
kennd, listræn og menningarlega
sinnuð, þurfti að vega og meta
hvert mál áður en niðurstaða var
fundin. Að hausti yfirgaf Sigrún
svo þessa jarðvist.
Á kveðjustund koma ljúfar
minningar í hugann og þakkir fyr-
ir liðna tíð, samstarf og vináttu.
Sigrún unni fjölskyldu sinni,
sonum, tengdadætrum og barna-
börnum, heitt óendanlega stolt af
verkum þeirra.
Ég sendi öllum þeim sem þótti
vænt um Sigrúnu einlægar sam-
úðarkveðjur.
Anna.
Okkur setti hljóð er við fengum
þá sorgarfrétt að einn besti vinur
okkar Sigrún Gísladóttir hefði á
75. aldursári greinst með ólækn-
andi illkynja sjúkdóm sem nú hef-
ur á tæpum tveimur árum leitt til
andláts hennar. Í þessu sjúk-
dómsferli hefur hún sýnt aðdáun-
arvert æðruleysi og andlegt jafn-
vægi sem í reynd hefur einkennt
hennar lífsferil allan.
Það er ekki unnt að skrifa
minningarorð um Sigrúnu án þess
að minnast á mann hennar Guð-
jón Magnússon enda voru fyrstu
kynni okkar af Sigrúnu í gegnum
Guðjón sem var samstúdent
Kristjáns frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1964 og hófu þeir síðan
samtímis læknanám við Háskóla
Íslands. Tengsl fjölskyldna okkar
efldust þó fyrst af alvöru á sér-
námsárunum í Stokkhólmi eftir
1974 og efldust enn frekar við síð-
ari samvinnu þegar Guðjón starf-
aði sem rektor við Norræna heil-
brigðisháskólann í Gautaborg og
enn síðar sem framkvæmdastjóri
við Evrópudeild WHO í Kaup-
mannahöfn.
Vegna starfa sinna fyrir WHO
þurfti Guðjón að ferðast mikið
innan og utan Evrópu og nefndi
Kristján eitt sinn við hann að öll
þessi ferðalög, vinnufundir og
skýrslugerðir hlytu að taka á en
hann gerði lítið úr enda sagðist
hann nú hafa Sigrúnu sína sér við
hlið sem væri ólíkt betra en þegar
hann var einn í fjarbúð í Gauta-
borg. Það var því greinilegt að
Guðjón mat konu sína mikils og
bar ekki skugga á samband þeirra
öll þau ár sem við áttum samleið
með þeim.
Bæði hjónin voru vel skipulögð
í öllu starfi, vinnusöm, fróð um
málefni líðandi stundar, gestrisin,
trygg vinum sínum og minnumst
við hjónin margra samverustunda
á heimili þeirra í Garðabæ þar
sem Sigrún stjórnaði samkvæm-
inu af myndugleika. Sigrúnu var
annt um menntun og framtíð sona
þeirra Guðjóns, þeirra Arnars
Þórs og tvíburanna Heiðars og
Halldórs Fannars, en þeir eru á
líkum aldri og Vilborg dóttir okk-
ar. Þótt velferð sona og fjöl-
skyldna þeirra væru þeim hug-
leikin voru þau þó ávallt um leið
áhugasöm um hag dóttur okkar
Vilborgar og fjölskyldu hennar.
Eftir að þau hjónin hættu
störfum bjuggu þau á víxl í Garða-
bæ og Kaupmannahöfn þaðan
sem Guðjón fór reglulega á ýmsa
vinnufundi utan Danmerkur og
Sigrún stundaði ýmis fræðistörf
um sögu Kaupmannahafnar og
gaf Íslendingum leiðsögn um
sama efni. Það var því mikið áfall
þegar Guðjón varð bráðkvaddur
65 ára að aldri á heimili þeirra í
Kaupmannahöfn. Þótt Sigrún hafi
á þeim tíma sýnt mikið æðruleysi
þá var hún greinilega lengi að ná
líkamlegu og andlegu jafnvægi
eftir þetta áfall. Jákvæður þáttur
í því bataferli hefur vafalaust ver-
ið endurvakin kynni við fyrrum
skólafélaga hennar, Júlíus Sæ-
berg Ólafsson, sem verið hefur
samferðarmaður hennar síðustu
árin og sannast þar að maður er
manns gaman.
Með Sigrúnu er farinn enn einn
vinur okkar hjóna, sárt saknað af
fjölskyldu, vinum og samferða-
mönnum. Hvíl í friði kæra vin-
kona.
Sigrún Ósk Ingadóttir og
Kristján Sigurðsson.
Sigrún er mér minnisstæð þar
sem hún stendur í hópi barna og
kennara og stjórnar fjöldasöng,
brosandi og glöð. Þetta gerist
þrisvar í viku, nokkrir bekkir í
einu og krakkarnir leggja sig
fram. Söngurinn var eitt af henn-
ar áhugamálum.
Sigrún var þarna í essinu sínu.
Hún var reyndar oftast í essinu
sínu og gekk að hverju viðfangs-
efni af brennandi áhuga.
Þegar við kynntumst fyrst var
Sigrún formaður foreldrafélags
Barnaskóla Garðahrepps, síðar
Flataskóla, og ég bekkjarkennari.
Báðar áttum við þá börn í skól-
anum. Síðar áttum við eftir eftir
að kynnast vel og eiga nána sam-
vinnu. Árið 1986, eftir áratuga-
starf við bekkjarkennslu og sér-
kennslu, tók ég við starfi
aðstoðarskólastjóra við hlið Sig-
rúnar sem hafði þá verið skóla-
stjóri í tvö ár.
Þetta var tími mikilla sam-
félagsbreytinga og breyttrar hug-
myndafræði og gilti það einnig
um skólamálin. Skóladagur
grunnskólabarna hafði nú verið
lengdur. Í stað þess að skólar
væru tvísetnir, einn bekkur fyrir
hádegi og annar eftir hádegi í
sömu skólastofunni, og jafnvel
þrísetnir, einn bekkur byrjaði kl.
8 að morgni, annar kl. 11 og sá
þriðji kl. 14, var nú komin krafa
um einsetinn skóla og lengdan
skóladag, sem kallaði á stækkun
húsnæðis og var byggt við skól-
ann nokkrum sinnum. Sigrún
lagði mikla áherslu á viðhald hús-
næðis og góð umgengni og reglu-
semi var höfð í fyrirrúmi alla tíð.
Ný hugmyndafræði þessa tíma
kallaði á bætta aðlögun skólans að
þörfum ólíkra einstaklinga og
„blöndun“ í bekki í stað „röðunar
samkvæmt venju fyrri tíma.
Þessar breytingar kölluðu á ný
vinnubrögð og símenntun kenn-
ara. Í því sambandi má nefna góð-
an stuðning yfirvalda hins nýja
stækkandi Garðabæjar.
Ýmsar nýjar kröfur voru gerð-
ar til grunnskólans á þessum
tíma, má nefna kröfu um gæslu og
tómstundastarf eftir skóladag
fyrir nemendur yngri bekkja.
Einnig má nefna að skólunum var
nú ætlað uppfræða nemendur um
ýmsa þætti lífsins auk lögbundins
námsefnis. Það var í mörg horn að
líta fyrir skólastjórnendur. Mikil
var gæfa skólans að hafa frábæru
starfsfólki á að skipa yfir árin
bæði hvað varðar kennara og ann-
að starfsfólk.
Ég tel að Sigrún Gísladóttir
hafi sem skólastjóri stýrt stærsta
fyrirtæki Garðabæjar um langt
skeið, það voru allt að 500-600
nemendur og tugir starfsmanna.
Hún var ákveðin, vinnusöm og
hafði ríkan metnað fyrir sinn
skóla.
Í lok langs vinnudags fór Sig-
rún gjarnan í sund. Hún sagði
sjálf að þá byrjaði annar dagur,
og hafði hún þá skipulagt nýja
dagskrá fyrir þann dag. Það gat
verið fundur, leikhús, danssýning,
tónleikar, saumaklúbbur eða
gestaboð.
Sigrún var félagslynd og kunni
að njóta lífsins. Hún var falleg
kona, létt í hreyfingum og ávallt
glæsilega klædd. Hún var áhuga-
söm um lífið, fjölskylduna og var
tryggur vinur.
Ég minnist sérstaklega góðra
og gefandi stunda með Sigrúnu á
sumrin, þegar við sátum saman
og ræddum skipulagningu kom-
andi skólaárs, stundatöflugerð og
nýjar hugmyndir, en síðast en
ekki síst áttum við oft gott spjall
um lífið og tilveruna.
Ég kveð Sigrúnu með þakklæti
og sendi ástvinum hennar hug-
heilar samúðarkveðjur.
Þorbjörg Þóroddsdóttir.
Vinkona mín Sigrún Gísladótt-
ir er látin. Ég finn fyrir miklum
söknuði en um leið þakklæti. Hún
kenndi mér margt og var mér góð
fyrirmynd í svo mörgu þótt við
værum ólíkar á ýmsan hátt. Hún
var manneskja hinna góðu
tengsla, félagslynd, hreinskiptin,
samviskusöm og traust. Þá var
hún heimskona, fædd sem aristó-
krat og steig fram af reisn og
virðuleika enda fyrrverandi ball-
erína. Hún lét sig menn og mál-
efni varða og hafði óþrjótandi
áhuga á þjóðfélagslegum umbót-
um.
Kynni okkar Sigrúnar hófust í
Flataskóla fyrir tæpum þrjátíu
árum þegar ég gekk inn á skrif-
stofuna hennar og kynnti mig sem
nýja skólahjúkrunarfræðinginn.
Virðuleg í fasi gekk hún sam-
viskusamlega með mér um skól-
ann, sagði frá skólastarfinu og
sinni sýn á skólastarfið. Í lok
þessarar yfirferðar tilkynnti hún
mér að hún óskaði eftir að við
sameiginlega kenndum stúlkum
kynfræðslu í 5. bekk. „Já, einmitt
það, sagði ég,“ og verð að viður-
kenna að ég hlakkaði ekki beint
til. Þessi samkennsla okkar lagði
grunn að góðri vináttu okkar alla
tíð og ég hef til gamans vitnað til
þess í gegnum tíðina að ótíma-
bærar þunganir ungra stúlkna í
Garðabæ hafi verið óþekktar í
okkar árgangi.
Það leyndi sér ekki að Sigrún
var góður stjórnandi. Hún var
skólastjóri með stóru S-i. Hún
hafði mikinn metnað fyrir hönd
Flataskóla, hafði reglu á hlutun-
um, hélt uppi ströngum aga og lét
sig allt varða; jafnt nemendur
sem starfsfólk. Framtíðarsýnin
skýr og krafa um árangur.
Ég var ekki búin að hafa langa
viðdvöl í Flataskóla þegar Sigrún
kom að máli við mig og sagðist
ætla að hætta í bæjarstjórn. Og
hún vildi að ég tæki við af sér. „Já,
einmitt það,“ sagði ég aftur.
Henni var ekki sama hver tæki
sætið hennar og gat ómögulega
vikið af velli án þess að láta sig
varða hver tæki við. Þetta lýsir
henni vel - stjórnandinn sem
þurfti að hafa puttana í öllu. Ég er
henni þakklát fyrir þessa hvatn-
ingu, en á þessum tíma höguðu ör-
lögin því svo til að ég var orðin
einstæð móðir með tvö börn og
gat svo sannarlega hugsað mér að
beita áhrifum mínum til aukins
skilnings yfirvalda á þörfum ein-
stæðra foreldra. Síðan má segja
að Sigrún hafi verið mér persónu-
lega eins og stóra systir sem leið-
beindi og hvatti til dáða.
Sigrún var víðförul, ferðaðist
til fjarlægra landa og bjó lang-
dvölum í ýmsum stórborgum
Evrópu. Ég á góðar minningar
um ferð okkar rótarýfélaga til
Edinborgar þar sem Sigrún var
auðvitað á algjörum heimavelli.
Við vorum saman í herbergi og
þrátt fyrir aldursmun vorum við
eins og menntaskólastúlkur;
fengum okkur viskítár, spjölluð-
um langt fram á nótt og hlógum
mikið. Þær eru einnig góðar
minningarnar frá ferð klúbbsins á
slóðir Vestur-Íslendinga í Vestur-
heimi. Þaðan minnist ég samvista
við Sigrúnu og Guðjón með ein-
stakri hlýju.
Sigrún tók virkan þátt í starfi
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Fyrir rétt um þremur árum var
hún á lista flokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar og af því til-
efni komst hún svo að orði: „Tak-
mark okkar á að vera að bæta lífi
við árin hjá þeim sem eldri eru.
Til að það takist verður að hvetja
og gefa þeim fjölbreytt tækifæri
til hreyfingar og útiveru.“ Þetta
var hennar hugsjón en líka henn-
ar eigin lífsstíll, enda var hún
fastagestur í sundlauginni, á golf-
vellinum og í leikfiminni hjá
Birnu. Þessi lífsstíll hefði átt að
tryggja henni langlífi sem því
miður brást. Guð blessi minningu
hennar.
Ingibjörg Hauksdóttir.
Með sorg í hjarta kveðjum við
hjónin okkar góðu vinkonu Sig-
rúnu Gísladóttur. Tæplega
tveggja ára barátta hennar við ill-
vígan sjúkdóm er töpuð.
Við kynntumst Sigrúnu í gegn-
um kærasta hennar og síðar eig-
inmann, Guðjón Magnússon.
Leifur og Guðjón kynntust fyr-
ir u.þ.b. 60 árum á knattspyrnu-
æfingu. Leiðir þeirra lágu síðar
m.a. saman í MR þar sem Guðjón
sá fyrst sína ljóshærðu og litfríðu
Sigrúnu Gísladóttur ballerínu í 3.
bekk. Það varð ekki aftur snúið,
þau urðu óaðskiljanleg.
Það voru heillaspor og úr varð
mikill og góður vinskapur okkar á
milli, sem aldrei bar skugga á.
Við fórum í ferðalög innan-
lands, skíðaferðir í Ölpunum og
ég, Sigrún og Guðjón fórum í golf-
skólann á Costa Ballena á Spáni
til að geta spilað golf með Leifi,
sem hafði mikið forskot á okkur.
En Guðjóni entist ekki aldur til að
fá notið þeirrar kennslu því þessi
hrausti íþróttamaður sem hafði
aldrei kennt sér meins varð bráð-
kvaddur þetta sama ár, í október
2009. Eftir þetta mikla áfall þétt-
ist enn vinskapur okkar Sigrúnar.
Við spiluðum mikið golf saman,
fórum í bridgeskóla og sóttum
saman Svölufundi, en Svölurnar
er góðgerðarfélag fyrrverandi
flugfreyja. Sigrún átti annað
heimili í Kaupmannahöfn, það var
alltaf tilhlökkunarefni að fara með
henni þangað, sérstaklega á að-
ventunni þegar hún leiðsagði hóp-
um eldri borgara, mest um sögu-
slóðir Íslendinga.
Sigrún var mikil fjölskyldu-
manneskja. Synirnir og tengda-
dæturnar voru í miklum sam-
skiptum við hana, svo ekki sé
minnst á barnabörnin. Tíð matar-
boðin voru hrist fram úr erminni
eins og ekkert væri. Hún elskaði
að baka með tengdadætrunum og
barnabörnunum fyrir hver jól.
Hún hlustaði og setti sig inn í mál
allra sem leituðu til hennar og gaf
ráð ef óskað var eftir því.
Sigrún var vel menntuð, skarp-
greind, sanngjörn og heiðarleg
manneskja. Hún var einstaklega
umtalsgóð, talaði ekki illa um fólk.
Hún var lengi bæjarfulltrúi í
Garðabæ og farsæll skólastjóri í
Flataskóla til margra ára. Hún
stundaði alla tíð útivist, leikfimi
og sund oft í viku. Hún lagði sig
fram um að borða heilnæmt fæði.
Hún var hraust og sterk mestan
hluta ævinnar, einhvern veginn
heilbrigðið uppmálað. Það kom
því flestum sem þekktu hana í
opna skjöldu að hún skyldi veikj-
ast af illvígum sjúkdómi. Hún tók
vágestinum af einstöku æðru-
leysi, hún var hetjan okkar.
Við Leifur þökkum þessari
góðu vinkonu okkar fallega vin-
áttu og samfylgd. Við sendum
sonum hennar og þeirra fjölskyld-
um og hennar góða vini til margra
ára, Júlíusi Sæberg Ólafssyni,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Anna Harðardóttir.
Í dag er kvödd mikilhæf sóma-
kona, sem skilur eftir farsælt og
heilladrjúgt ævistarf. Sigrún
Gísladóttir kveður völlinn fyrr en
vænta mátti, svo kraftmikil og
lífsglöð sem hún var og svo lif-
andi, leikandi og létt sem hún lifði
lífinu og hafði ávallt svo margt að
gefa.
Á mótunarárum flutti Sigrún
með foreldrum sínum í Garða-
hrepp. Hann var þá að taka á sig
þéttbýlismynd með uppbyggingu
byggðar sitt til hvorrar handar
við Hafnarfjarðarveg. Þau settust
að í Stórásnum, þegar bæjar-
myndin var að vakna, og mun það
án efa hafa mótað afstöðu hennar
til bæjarsamfélagsins, sem hún
augljóslega unni ætíð vel. Það
skildist best, þegar hún lýsti upp-
vaxtarárum sínum, og það raun-
gerðist svo með skýrum hætti,
þegar hún og Guðjón settust að í
Garðabæ við heimkomu eftir
langdvöl við nám og störf erlend-
is. Í framhaldi af því naut sam-
félagið í Garðabæ starfskrafta
hennar, velvildar og hvatningar
allt til æviloka.
Leiðir okkar Sigrúnar lágu
fyrst saman á vettvangi bæjar-
mála í Garðabæ. Hún hafði
nokkru áður tekið við starfi skóla-
stjóra Flataskóla, var röggsamur
stjórnandi og hafði vökult auga
fyrir öllum þáttum skólastarfsins.
Fyrir okkur foreldra skólabarna
var það jafnan tilhlökkunarefni og
sérstakur innblástur að meðtaka í
skólabyrjun metnaðarfullan boð-
skap hennar um skólastarfið, og
ekki var það verra að fá góða
brýningu á ábyrgð okkar foreldra
á uppeldi barnanna. Þá fylgdu
gjarnan með góð og eftirminnileg
ráð um uppeldismál og jafnvel
fjölskyldumálefni, þegar svo bar
við. Hún hélt uppi öflugu og metn-
aðarfullu skólastarfi og var eftir-
tektarvert, hve vel og skilmerki-
lega var um alla hluti haldið.
Það var því ekki að ófyrirsynju
að Sigrún var kölluð til starfa í
bæjarstjórn Garðabæjar vorið
1990. Þar var hún sannarlega
skeleggur og traustur liðsmaður,
þar sem henni var trúað fyrir
mikilvægum verkefnum. Hún var
forseti bæjarstjórnar um skeið,
sat í bæjarráði og veitti skipulags-
nefnd bæjarins formennsku. Hún
hafði fastmótaðar skoðanir á
flestum málum og fylgdi þeim eft-
ir af hófsemd, krafti og traustum
rökum. Hún var vel fylgin sér, en
jafnframt lipur í samskiptum, og
víst er um það, að fáa þekki ég,
sem sloppið hafa jafnvel við
brunasár úr eldi stjórnmálanna.
Skólamálin áttu ávallt stóran
hlut í hjarta Sigrúnar sem og um-
hverfismál í víðum skilningi. Hún
var ötull talsmaður náttúruvernd-
ar og útivistar, var í forystusveit
fyrir verndun og nýtingu útivist-
arsvæða í Garðabæ, og sem for-
maður skipulagsnefndar gegndi
hún lykilhlutverki varðandi skipu-
lagningu og gerð útivistarstíga í
þéttbýli og upplandi bæjarins,
sem margir hafa notið góðs af svo
eftir er tekið. Á hún heiður skilinn
fyrir að hafa haldið þeim verkefn-
um á lofti, þá stundum við tak-
markaðan skilning minna líka. Já,
það var eftir því tekið, að Sigrún
lét muna um sig, fylgin sér og
hreinskiptin. Og víst er um það,
að aldrei skyggði á gæsku hennar,
glaðværð og hjálpsemi; fólki leið
vel í návist hennar og hún hreif
það með sér. Slíkra er gott að
minnast.
Á skilnaðarstund, þegar blær
góðra kynna berst með haustsól-
inni, kveð ég Sigrúnu vinkonu
mína fyrir samfylgdina. Við ferða-
lok þakka ég vináttu hennar og
tryggð við mig og mína. Við Hall-
veig og fjölskyldan öll sendum
sonum hennar, tengdadætrum,
Júlíusi, systur og öðrum ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur. Minn-
ing um gott og farsælt æviskeið
mun lengi lifa.
Ingimundur Sigurpálsson.
Sigrún Gísladóttir sýndi mik-
inn styrk í veikindum sínum. Hún
vissi að hverju stefndi um nokkurt
skeið án þess að láta hugfallast.
Andlát hennar kom okkur í utan-
ferð MR-64-árgangsins því ekki
alveg í opna skjöldu þegar fréttin
barst. Vinur hennar, Júlíus Sæ-
berg Ólafsson, skólabróðir okkar,
sendi hana til forystu ferðarinnar.
Vöknuðu þá góðar og bjartar
minningar um hlut Sigrúnar í
fyrri ferðum sama hóps. Í sameig-
inlegum kvöldverði í ferðarlok
minntust allir Sigrúnar af hlýhug.
Nú eru því um 60 ár frá því að
leiðir okkar Sigrúnar lágu saman
í MR. Í árganginum var einnig
Guðjón Magnússon síðar eigin-
maður hennar, læknir og prófess-
or, sem varð bráðkvaddur og öll-
um harmdauði í október 2009. Í
Háskóla Íslands sátum við Guð-
jón saman í stúdentaráði og áttum
góða samvinnu þótt í ólíkum
deildum værum.
Síðar urðu kynnin við Sigrúnu
og Guðjón nánari og persónulegri
þegar börn okkar Sigríður Sól og
Heiðar felldu hugi saman og
gengu í hjónaband árið 1999.
Sigrún skipaði sér í forystu
hvar sem hún lét að sér kveða.
Hún stjórnaði skóla sínum, Flata-
skóla í Garðabæ, í 20 ár, frá 1984
til 2004. Tók hún við skólastjórn-
inni af þjóðkunnum skólamanni,
Vilbergi Júlíussyni. Lagði hann
grunn að starfi skólans árið 1958.
Sigrún tók því við mikilli ábyrgð á
stóli skólastjórans eftir að frum-
kvöðullinn hafði setið þar í 26 ár.
Hún komst þannig að orði að í
tvo áratugi hefði hún gegnt
„draumastarfinu“. Hún lét af
störfum til að geta dvalist með
Guðjóni í Kaupmannahöfn þar
sem hann gegndi forstöðumanns-
starfi á vegum Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO).
Flataskóli naut vinsælda og
virðingar meðal Garðbæinga og
sat skólastjórinn tvö kjörtímabil í
bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Tvisvar fékk ég sem mennta-
málaráðherra tækifæri til að
kynnast metnaðarfullum skóla-
bragnum. Í fyrra skiptið í nóvem-
ber 1996 í þann mund sem grunn-
skólinn fluttist frá ríkinu til
sveitarfélaganna. Í seinna skiptið
í september 1998 þegar Soroptim-
istar völdu Flataskóla sem upp-
hafsskóla í átaki meðal sex ára
barna til að efla gagnkvæma virð-
ingu. Fórum við Salóme Þorkels-
dóttir, forseti landssamtaka So-
roptimista, þá til skóla Sigrúnar
og afhentum börnunum fræðslu-
efni.
Eftir að fjölskyldutengsl okkar
komu til sögunnar kynntumst við
Rut því af eigin raun hve Sigrún
lét sér innilega annt um syni sína
þrjá, tengdadætur og barnabörn-
in átta.
Þegar Bjarki Heiðarsson varð
stúdent í lok maí 2021 tók hún
þátt í fagnaðinum og hafði lifandi
áhuga á því sem hæst bar eins og
jafnan endranær.
Sigrúnu var mikið í mun að
gefa barnabörnum sínum færi á
að sjá sem flestar leiksýningar.
Er ekki að efa að með þeim lifir sú
minning sterkt auk utanferða sem
hún skipulagði með hópinn sinn til
hátíðarbrigða.
Við Rut minnumst ánægju-
stunda með þakklæti og einnig
þess hve mikinn styrk Sigrún
sýndi við skyndilegt brotthvarf
Guðjóns.
Við færum ástvinunum öllum
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Gísladóttur.
Björn Bjarnason.
SJÁ SÍÐU 20