Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Er PIZZA í matinn ? Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingarensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. n Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. n Betri melting, meiri orka, betri líðan! n 1-2 hylki meðmat. n 100% vegan hylki. n Digest Basic hentar fyrir börn. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LAX nefnist sýning Rakelar McMahon sem opnuð verður í galleríinu Þulu á morgun, laugardag, kl. 14. Eins og nafnið gefur til kynna kemur hinn ágæti fiskur lax við sögu en á allsérstakan hátt, í því sem Rakel kallar laxveiðipósuna. Á sýningunni er ímynd íslenskrar karl- mennsku í forgrunni með hreina, óspjallaða íslenska náttúru í bakgrunni, svo vitnað sé í tilkynningu, og skoðar Rakel karlmennskuna út frá ljósmyndum af laxveiðimönnum með nýveiddan lax og tvinnar saman við setn- ingar úr hinni þekktu bók Susan Sontag, On Photography, frá árinu 1977, þar sem fjallað er um gildi og áhrif ljósmynda. Segir Rakel að hugmyndir heimspekingsins Sontag eigi jafnvel betur við samtímann en þann tíma sem bókin var skrifuð á en Sontag fjallar í bókinni um hvernig þörf manneskjunnar fyr- ir að upphefja eigin reynslu hafi aukist með tilkomu ljósmynda, svo vitnað sé í texta Rak- elar. Þar sé á ferðinni fagurfræðileg neyslu- hyggja sem allir séu orðnir háðir og iðnvædd samfélög hafi breytt þegnum sínum í mynd- fíkla. Og þetta skrifar Sontag fyrir tíma snjallsíma og samfélagsmiðla. Einhæfar pósur „Þessi sýning er búin að vera í maganum á mér mjög lengi. Fyrst var það hugmyndin að vinna með þetta mótíf, laxveiðiljósmyndina og þessa pósu og það má segja að þetta sé framhald af málverkaseríu sem ég gerði sem hét View of Motivation þar sem ég var að vinna með ljósmyndir sem voru teknar á fót- boltaleikjum og birtust á íþróttasíðum og vefsíðum þar sem fjallað er um fótbolta. Þar var rosalega mikil fjölbreytni, þar voru erf- iðar tilfinningar; vonbrigði, reiði, sorg, allur tilfinningaskalinn. Ég var búin að vera að safna af netinu þessum laxveiðiljósmyndum og þær eru töluvert einhæfari, sýna í raun og veru bara þetta sigursæla brot og þessa ein- lægu gleði þegar veiðimaðurinn heldur á lax- inum. Við fáum í raun og veru ekkert að skyggnast mikið meira á bak við,“ segir Rak- el. Henni hafi þótt eitthvað vanta þar. „Þetta eru svo einhæfar pósur, allar einhvern veg- inn eins, eins og þær séu uppskrift, þannig að mér fannst vanta eitthvað í verkið og þeg- ar ég las On Photography þá small eitthvað. Stundum finnst mér eins og bækur komi til manns á réttu augnabliki og ég hef haft mik- inn áhuga á að skoða sjónræna menningu, auglýsingar og þessa sjónrænu dægurmenn- ingu og það varð til þessi tenging. Það kom svo margt upp þegar ég var að lesa bókina hennar sem ég tengdi beint við þessa athöfn við að taka ljósmyndina. Af hverju fólk velur að taka ljósmyndir,“ útskýrir Rakel. Hún segir Sontag koma með ákveðnar kenningar í bókinni sem eigi afar vel við í dag þótt þær séu skrifaðar löngu fyrir tíma netsins. Nú séu allir með sína myndavél í símanum, allt niður í lítil börn. „Þannig að þetta gaf þessu svolítið víðara samhengi og ég var líka svolítið að skoða mig almennt, hvernig ég tek ljósmyndir og hverju ég er að taka ljósmyndir af. Svo kemur þetta líka inn á Carl Jung sem var mikið að skoða undir- meðvitundina, hann talaði um að erkitýpa og erkitýpur – í kenningum sínum í kringum 1920 – smjúga inn í undirmeðvitundina og við líkömnum þær. Þannig að ég held að þessi laxveiðipósa komi ósjálfrátt, þú ert með laxinn og þetta er pósan sem þú bombar þér í.“ Vonandi skín brosið í gegn Rakel er spurð hvort hún eigi eitthvað við pósuna þekktu, breyti henni eða bæti ein- hverju við hana. Nei, hún segist ekki breyta henni mikið og vonar að breitt bros laxveiði- mannsins, hin mikla gleði, skíni í gegn. „Bak- grunnurinn er þessi hreina, tæra, íslenska náttúra sem er eins og einhvers konar leik- mynd fyrir þessa athöfn. En ég er ekki mikið að breyta pósunni sem slíkri,“ segir Rakel. Hvað hina tæknilegu útfærslu varðar seg- ist hún hafa byrjað á málverki en þótt veiði- maðurinn verða of fyrirferðarmikill. „Það bara gekk ekki þannig að það var málað yfir það og einhvers staðar undir abstraktverk- um leynast laxveiðimenn,“ segir Rakel kímin og nefnir að texti Sontag hafi ekki verið kominn inn í myndina á því stigi. „Þetta er blönduð tækni. Þetta er silkiþrykk sem ég er að vinna með og þá eru ljósmyndir frá lax- veiðiám í Hvalfirðinum, þar sem ég bjó, og texti frá Susan Sontag og svo eru það veiði- mennirnir og unnið ofan á silkiþrykkið með málningu,“ segir Rakel um verkin í Þulu og sjón er auðvitað sögu ríkari. „Sontag fjallar um að við séum öll orðin myndfíklar og við þyrftum örugglega öll að drífa okkur í meðferð,“ segir Rakel, létt í bragði. Því hafi hún ákveðið að senda engar myndir með kynningarefni um sýninguna, aðeins orðið LAX. Hún geti þó mögulega gert undantekningu í tilfelli forvitins blaða- manns. Afraksturinn sést hér til hliðar. Þorði ekki að panta sér Bailey’s Þó konur veiði líka lax og stilli sér upp með laxa segist Rakel fyrst og fremst beina sjónum að þessari karlmennskupósu sem laxveiðipósan er. „Laxveiði er líka stöðutákn, það er ekkert ódýrt að fara í fína laxveiðiá þannig að þetta er stöðutákn og maður hefur heyrt sögur af viðskiptum sem eiga sér stað við laxveiðiár. Ég er kannski frekar að skoða það sem hefur flokkast sem eftirsóknarverð karlmennska. Það sem flokkast sem eftir- sóknarverð karlmennska er eitthvað sem samfélagið hampar og getur endurspeglast í ýmsu, t.d. launakjörum ákveðinna starfs- stétta en einnig í hversdagslegum hlutum sem jafnvel eru smávægilegir. Til dæmis sitja í mér ummæli frá myllumerkjabarátt- unni #karlmennskan, þar var maður sem þótti Bailey’s-drykkurinn fáránlega góður en þorði aldrei að panta sér hann á bar vegna þess að drykkurinn flokkast sem kvenlegur drykkur.“ Rakel segir laxinn líklega fyrirferðarmeiri í verkunum en veiðimanninn en að pósan sé eftir sem áður mjög augljós og kunnugleg. Galleríi Þula er við Hjartatorgið sem gengið er inn á frá Laugavegi. Ljósmynd/Ásdís Þula Þorláksdóttir „Pósan sem þú bombar þér í“ - Rakel McMahon opnar sýninguna LAX í galleríinu Þulu - Fléttar saman laxveiðipósunni góð- kunnu og kenningum Susan Sontag úr bókinni On Photography - Eftirsóknarverð karlmennska Laxkona Rakel í kunnuglegri pósu í Þulu með eitt verka sinna. Boðið verður upp á átta viðburði á Bókmenntahátíð í Reykjavík í dag. Ókeypis er inn á viðburði, en einnig er hægt að horfa á streymisupptök- ur á facebooksíðu hátíðarinnar. Samtöl fara fram á ensku en upp- lestrar á móðurmáli höfunda. Þrír viðburðir verða í Norræna húsinu í dag. Klukkan 11 ræðir bandaríski blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Barbara Demick um verk sín við Þóru Arnórsdóttur. Klukkan 12 ræða Mao Alheimsdótt- ir og Khaled Khalifa um merkingu hugtaksins heima. Gauti Krist- mannsson stýrir umræðum. Klukk- an 16 ræða Einar Falur Ingólfsson, Sigrún Ástríður Eiríksdóttir, Árni Árnason, Elín Edda Þorsteinsdótt- ir, Marteinn Knaran Ómarsson og Vilborg Bjarkadóttir um Smásögur heimsins sem komu út í fimm bind- um á árunum 2016 til 2020. Sam- talið fer fram á íslensku. Klukkan 14 flytur nígeríska skáldkonan Chimamanda Ngozi Adichie opinn fyrirlestur í Háskóla- bíói. Klukkan 17 verður lesið og skálað með Svikaskáldum í Grön- dalshúsi. Síðustu þrír viðburðir dagsins eru í Iðnó. Klukkan 19 ræða Patrik Svensson, Egill Bjarnason og Sverrir Norland um loftlagsvána sem vofir yfir og er samofin samvisku mannsins. Þor- valdur Sigurbjörn Helgason stýrir umræðum. Klukkan 20 ræða María Elísabet Bragadóttir, Þórarinn Eld- járn og Joachim Schmidt um ólíkar birtingarmyndir húmors í skáld- skap. Kamilla Einarsdóttir stýrir umræðum. Klukkan 21 ræða Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Nadja Spieg- elman og Leila Slimani um skeikul- leika minninganna. Gunnþórunn Guðmundsdóttir stýrir umræðum. Heima, samviska mannsins og húmor - Upplestrar, samtöl og fyrirlestur Barbara Demick Chimamanda Ngozi Adichie Khaled Khalifa Joachim Schmidt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.