Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
Á beit Þessi snoppufríði hestur í Víðidal hafði nóg að bíta og brenna og lét vel af.
Unnur Karen
Á ári hverju falla átta hundruð
þúsund manns fyrir eigin hendi í
heiminum. Síðastliðinn áratug
hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér
á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt
fyrir opinberar áætlanir og mark-
mið stjórnvalda um að koma í veg
fyrir sjálfsvíg, verðum við að vera
minnug þess að árangri verður
aldrei náð nema með þátttöku alls
samfélagsins.
Í tilefni af alþjóðlegum
forvarnadegi sjálfsvíga, 10. sept-
ember, er í ár sjónum beint sér-
staklega að þeim hluta sjálfsvígs-
forvarna sem felur í sér stuðning í
kjölfar sjálfsvígs. Missir ástvinar í
sjálfsvígi er harmleikur fyrir þá
sem næst standa. Auk þeirra er
fjöldi fólks sem er verulega slegið
en talið er að í kringum hvert sjálfsvíg séu allt
að 100 manns sem hlúa þarf að. Í kjölfar sjálfs-
vígs þarf að takst á við flókna sorg og erfiðar til-
finningar eins og sektarkennd, skömm og reiði.
Til þess að komast í gegnum áfallið og sorgina
þarf bæði stuðning nærumhverfis, ættingja og
vina en einnig hjálp frá fagfólki, sjá
https://tinyurl.com/kn692w7y
Aðgerðaáætlun til að
fækka sjálfsvígum Íslandi
Hér á landi er unnið markvisst samkvæmt að-
gerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum, sjá
https://tinyurl.com/fyykw74
Áætlunin felur í sér 50 aðgerðir í sex liðum og
nær bæði til almennra samfélagslegra aðgerða
eins og geðræktar og áfengis- og vímuefna-
forvarna og einnig til sértækra aðgerða sem
beinast að áhættuhópum og takmörkunar að-
gengis að hættulegum efnum og aðstæðum.
Á næstu misserum mun embætti landlæknis
vinna að því í samvinnu við m.a. sveitarfélög,
lögreglu, skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofn-
anir að byggja upp vinnulag og ferla sem ætlað
er að grípa og styðja aðstandendur sem missa í
sjálfsvígi og tryggja þeim viðeigandi stuðning.
Þetta er stórt verkefni sem mun taka tíma en
með okkar góðu innviði mun það takast.
Verndandi þættir og áhættuþættir sjálfsvíga
myndast og þróast yfir langan tíma
í lífi hvers einstaklings, því verðum
við að vera meðvituð um að fækkun
sjálfsvíga er langtímaverkefni. En
með því að vekja athygli á vandan-
um, með því að draga úr þeirri
skömm sem fylgir geðrænum
vandamálum og með því að eiga
heiðarlegt samtal um tilfinningar
okkar, því fyrr munum við sjá
breytingu til hins betra.
Vöndum orðræðuna
Við getum öll lagt okkar af
mörkum. Ein leið er að tileinka
okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu
um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti, sjá
https://tinyurl.com/vktbc9bs
Ónærgætið orðaval er til þess
fallið að viðhalda skömm, sektar-
kennd og vanlíðan meðal aðstand-
enda ásamt því að ýta undir for-
dóma gagnvart andlegum veikindum; aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Við viljum nota orðið
sjálfsvíg í stað þess að tala um sjálfsmorð sem
aðstandendur hafa bent á að komi illa við þá.
Þeir hafa líka bent á að heppilegra er að tala um
að missa í sjálfsvígi eins og um væri að ræða
slys; fólk deyr í slysi. Varast skal að nota orðið
fremja sem getur vísað í glæpsamlegt athæfi,
sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um neikvæða
orðræðu sem getur komið illa við fólk í sorg er
þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða
kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi
fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve
erfitt er að sporna við sjálfsvígi.
Það er alltaf hjálp að fá
Munum öll að víða er hjálp að fá fyrir þá sem
líður illa og glíma við sjálfsvígshugsanir. Félaga-
samtök á borð við Pieta og Geðhjálp geta veitt
mikilvægan stuðning og er hjálparsími Pieta,
552-2218, alltaf opinn, sömuleiðis Hjálparsími
Rauða krossins, 1717 og netspjallið 1717.is.
Sorgarmiðstöð, s. 551 4141, sinnir stuðningi við
aðstandendur og Heilsugæslan getur jafnframt
veitt aðstoð. Hægt er að finna gagnlegar upplýs-
ingar á heimasíðu embættis landlæknis,
www.landlaeknir.is.
Eftir Ölmu D. Möller
» Sjónum er
beint að
stuðningi við
eftirlifendur.
Alma Möller
Höfundur er landlæknir.
Við erum öll
sjálfsvígsforvarnir
Fyrir ókunnuga
mætti halda að geim-
verur væru að tala sam-
an þegar frambjóð-
endur til Alþingis eru
að tala saman. Þeir eru
á sameiginlegu uppboði
til vinsælda í umhverf-
ismálum, þar sem skjal-
ið skiptir máli en alls
ekki gerðir fortíðar og
enn síður hugsun um
framkvæmd í framtíð.
Þannig þykir enginn maður með
mönnum nema viðkomandi hafi
sterkar skoðanir á hálendisþjóðgarði.
Stoðar þá lítt að hafa hófsamar skoð-
anir um almenna verndun hálendis,
sem og láglendis og þéttbýlis. Formið
skiptir máli en gerðir eiga að vera all-
ar eftir blessun harðlínusveita, sem
segja misvitrum lýð til um allt mann-
legt atferli, meðal annars á veitinga-
húsum.
Nú er jafnvel farið að segja fólki
það að steinhús séu með alveg hroða-
legt „umhverfisspor“, án þess að bera
það saman við lýðheilsu fólks í torf-
bæjum.
Menningararfurinn
Fyrir skömmu héldu samtök fólks,
sem hefur helgað sig safnastörfum,
fund með fulltrúum framboða í kom-
andi kosningum. Fundurinn var um
margt athyglisverður, fyrst og
fremst fyrir þær sakir að enginn
flokkur hafði brennandi skoðanir á
safnamálum. Daprast var þó þegar
skilja mátti á fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins að hann hefði aldrei komið á
safn, nema til að funda með sveitar-
stjórnarmönnum til öfl-
unar atkvæða.
Söfn eru ein af
grunnstoðum menning-
arstarfsemi í landinu.
Hlutverk safna er að
safna saman efni,
flokka, skrá og miðla
síðan sem menningar-
arfi. Allt kann þetta að
leiða til ítarlegra rann-
sókna og greiningar á
menningararfi og sögu
þjóðarinnar, og að þeim
rannsóknum sé miðlað
til samtíðar og framtíðar. Söfnun
þarf að vera markviss og hafa til-
gang.
Ómarkviss söfnun er geymsla,
ekki safnamenning.
Eldur í Kaupinhafn
Það kann að vera að íslenskri þjóð
þyki það ekki ómaksins vert að safna
öðrum menningararfi en íslenskum
fornsögum. Því verki er lokið og nú
er unnið úr þeim arfi í Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum.
Sem betur fer varð ekki allur menn-
ingararfurinn eldi að bráð í Kaupin-
hafn. En það kann að verða að ein-
hver hluti menningararfs verði
annarri eyðileggingu að bráð í mis-
góðum geymslum nútímans þar sem
treyst hefur verið á hina voðalegu
steinsteypu.
Það hafa verið byggð safnahús frá
grunni eins og Kjarvalsstaðir en hús
til varðveislu og viðgerða listaverka
hefur aldrei verið byggt.
Þjóðlistasafnið er í gömlu íshúsi og
síðar veitingahúsi, sem hefur þó ver-
ið lagað að starfsemi safnsins af mik-
illi smekkvísi.
Svo kann að fara að víða verði eld-
ur í Kaupinhafn í varðveislu íslenskra
safnmuna.
Umhverfismál og bætur og bóta-
væðing frá Tryggingastofnun ríkisins
mega ekki skyggja á faglega umfjöll-
un um menningararfinn.
Höfuðsöfn og landsbyggð
Samkvæmt safnalögum eru höfuð-
söfn þjóðarinnar þrjú. Þau eru:
. Þjóðminjasafn Íslands
. Listasafn Íslands
. Náttúruminjasafn Íslands
Þessi söfn eru öll á höfuðborgar-
svæðinu. Þar eru einnig öflug söfn,
sem eiga sveitarfélögin að bakhjarli.
Vissulega er Listasafn Reykjavíkur
þar stærst og ber ákveðna ábyrgð á
arfi einstakra málara. Gerðarsafn í
Kópavogi ber ábyrgð á arfi Gerðar
Helgadóttur, enda þótt stórvirki
hennar kunni að vera annars staðar,
eins og gluggarnir í Skálholti. En
gluggarnir í Skálholti eru miðlun
myndlistar.
Þegar söfnun og skráning liggur
fyrir er nauðsynlegt að setja safngrip
í samhengi og að miðla gripnum og
samhenginu. Móttakendur miðlunar-
innar eru Íslendingar og erlendir
ferðamenn. Á hverjum tíma eru sem
næst 30 þúsund erlendir ferðamenn í
landinu. Flesta þyrstir í eitthvað
merkilegt til að sjá og njóta. Það er
hlutverk safna að gera safnaefni not-
endavænt. Ýmsum kann að finnast 30
þúsund manns, sem skiptir um á
fjögra daga fresti, þokkalegur mark-
hópur!
Til þess að höfuðsöfnin geti miðlað
af menningararfi á landsbyggðinni
þurfa aðstæður þar að vera með því
móti sem höfuðsöfnin gera kröfur til.
Það er nefnilega skylda höfuðsafn-
anna að miðla til allrar þjóðarinnar án
tillits til búsetu, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
Safnamenning
Er til eitthvað sem heitir safna-
menning? Safnamenning felst í því að
líta á söfn sem þátt í því mannlífi sem
lifað er til menningar. Það er allt
menning sem vel er gert. Sá er þetta
ritar fer gjarnan í „leiðangur“, en það
þýðir að fara í safnaheimsóknir. Á
ferðalögum um landið eru söfn skoð-
uð.
Því miður er safnastarfsemi ekki
meðal þeirra skyldubundnu verkefna,
sem lögð eru á sveitarfélög. Söfn eru
það sem allir vilja hafa en enginn vill
kosta neinu til, þaðan af síður að þeim
fylgi verulegar fjárveitingar.
Eins og organistinn sagði: „Það er
einkenni mikillar listar að þeim er
ekkert kann finst hann gæti búið þetta
til sjálfur – ef hann væri nógu heimsk-
ur.“ Oft finnst fólki safnarinn vera
heimskur og vitlaus sérvitringur en
þegar vel skipulagður afrakstur sést
kemur í ljós að safnarinn er séní! Það
er þetta geníalitet sem þarf að styðja.
Miðlun í Reykjavík
Það kann að vera að mörgum finnist
að Listasafn Íslands hafi fengið nóg
með húsnæði sínu við Fríkirkjuveg.
Svo er alls ekki. Enn eru að berast til
safnsins gríðarleg söfn einstaklinga
og einstakra listamanna. Það sem
berst til safnsins verðskuldar ekki að
fara í ókeypis geymslustað vegna
vanefna safnsins. Nýjum aðföngum
ber að miðla í samhengi við hið
gamla, jafnvel svo að ólíkt efni tali
saman.
Það kann að vera að listin heimti
okkur með húð og hári, að hús og
heimili verði aukaatriði. Í söfnun
kann að vera að húsið verði aðalatriði.
Nú háttar svo til að húsnæði
Landsbankans í Austurstræti losnar
innan ekki alltof langs tíma. Svo
fremi að húsið verði ekki rifið til að
byggja nýtt hótel, þá er húsið ger-
semi til sýningarhalds. Þar ætti að
hafa fastasýningu frumherja ís-
lenskrar myndlistar.
Ef stjórnmálamenn hugsa stórt!
Það væri galin hugsun að troða
dómstól inn í það hús, sem stendur
sem ævarandi minnisvarði um heima-
stjórn í vörðu ferils til sjálfstæðis.
Safnahúsið við Hverfisgötu verður
safnahús og menningarsetur. Til þess
að svo megi verða þarf að hugsa
stórt. Gera frambjóðendur það í
kosningum í þessum mánuði?
Hvað sagði dómkirkju-
presturinn?
„Ein er mynd myndanna og það er
lífsmynd vor, sú er vér sjálfir gerum.
Aðrar myndir eru góðar er þær sýna
hvar oss sé áfátt og hvernig vér get-
um bætt vorn lifnað.“
Söfn og safnamál eru eðlilegur
þáttur í mannlegu lífi. Mannlegri
reynslu kynslóða er miðlað. Maður
verður maður af menningu.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það kann að vera að
íslenskri þjóð þyki
það ekki ómaksins vert
að safna öðrum menn-
ingararfi en íslenskum
fornsögum.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Menningararfur og kosningar