Morgunblaðið - 10.09.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
„OG HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ Á
EYÐSLUFYLLERÍI?“
„ERTU TIL Í AÐ BIÐJA HANA UM AÐ
SKIPTA EKKI UM STÖÐ Á ÚTVARPINU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... kaffi og góður
félagsskapur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA, FEGURÐ ÞÍN
ER FEGURRI …
EN MARGT ANNAÐ
MINNA FAGURT
SVALUR EINSOG
SLABB
AFSAKIÐ, FRÖKEN, ER ÞESSI
MAÐUR AÐ ANGRA ÞIG?
VEISTU, ÉG TÓK BARA
EKKI EFTIR HONUM!
ÞAÐ ANGRAR MIG!
búnar til útgáfu og Bjarni Harðar á
Selfossi ætlar að gefa út fyrir mig á
næsta ári.“ Síðan hefur hann verið að
semja tónlist og árið 2005 gaf hann út
geisladiskinn Plokkfisk: Lög handa
íslenskri alþýðu með lögum eftir
sjálfan sig. „Þetta var einvala lið sem
spilaði með mér: Óskar Einarsson,
gospelmeistari útsetti og spilaði
ásamt Sigurði Flosasyni, Jóhanni
Ásmundssyni og Sigurgeiri Sig-
mundssyni. Diskurinn fékk ágætis
dóma, síst söngurinn minn, sem var
alveg rétt. Ég er ekki mikill söngv-
ari.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðjóns er Bryndís
Guðjónsdóttir, f. 18.7. 1963. Þau eiga
börnin Baldvin Fannar, f. 22.3. 2000
og Jóhönnu Vigdísi, f. 5.6. 2001. Guð-
jón átti með fyrri eiginkonu sinni,
Kristínu Hjálmarsdóttur Blöndal, f.
23.10. 1954 börnin Hjálmar Blöndal
Guðjónsson, f. 1.4. 1976 og Elías
Blöndal Guðjónsson, f. 15.11. 1983,
kvæntur Kristínu Hrund Guðmunds-
dóttur Briem, f. 9.8. 1985, og þau eiga
börnin Katrínu, f. 17.8. 2016, og Jó-
hann, f. 26.9. 2019. Systkini Guðjóns
eru Kristján Snorri, f. 31.3. 1948, d.
21.3. 2015; Elsa, f. 27.10. 1949, og
Birgir Bragi, f. 24.4. 1959.
Foreldrar Guðjóns eru hjónin
Baldur Kristjánsson, tónlistarmaður,
f. 21.10. 1922, d. 4.3. 1984, og Elísabet
Guðjónsdóttir, húsmóðir með meiru,
f. 28.1. 1922, d. 21.1. 2009.
Guðjón
Baldursson
Bergljót Ólína Jónsdóttir
ljósmóðir í Bolungarvík og síðar
húsfreyja og ljósmóðir á Akureyri
Sigurður Jónatansson
bóndi og vefari í Þverdal og víðar
í Sléttuhr., Ís., og síðar á Akureyri
Kristjana Solveig Sigurðardóttir
húsfreyja og verkakona á Akureyri
Guðjón Elías Jónsson
bankastjóri á Ísafirði
Elísabet Guðjónsdóttir
húsfreyja og vann við
verslunarstörf, ræstingar og síðast
á Þjóðminjasafninu
Elísabet Engilbertsdóttir
húsfreyja á Flateyri
Jón Guðmundsson
bóndi á Sæbóli á Ingjaldssandi og
verkamaður á Flateyri
Guðríður Einarsdóttir
vinnukona á Bessastöðum,
Bessastaðasókn, Gull.
Guðmundur Kristinn Ólafsson
vinnumaður í Akrakoti,
Bessastaðasókn, Gull., síðar
sjómaður í Reykjavík
Valgerður Halldóra Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristján Helgason
skósmiður og verkamaður í Reykjavík
Halldóra Snorradóttir
húsfreyja í Arnarholti,
Úthlíðarsókn, Árn.
Helgi Guðmundsson
b. í Arnarholti, Úthlíðarsókn, Árn.
Úr frændgarði Guðjóns Baldurssonar
Baldur Kristjánsson
tónlistarmaður í Reykjavík
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar
á Boðnarmjöð: „Í haustferð Ið-
unnar var m.a. staldrað við í Frið-
heimum og skoðaðar iðandi býflug-
ur en dugnaður þeirra er mjög
kynskiptur. Þá varð þetta til:
Þar drottningar búa í döllum
með dugmiklu þernunum öllum
svo atorkuvænum
í iðnaði grænum
og helling af húðlötum köllum.
Næst var stansað á Flúðum og
gátu þeir sem ekki fóru í sund skoð-
að laugina og laugargesti.
Á Flúðum margir fara til að fljóta í laug,
af áhuga þótt aðrir sinni
uppsveita hvalaskoðuninni.“
Limran „Skrattakollur“ er eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Kunnur að dufli og daðri,
drykkjulátum og þvaðri
blíðmáll og klúr,
kjassandi frúr
Jerímías á Jaðri.
Gunnar J. Straumland yrkir:
Þó sögurnar sjaldan menn kaupi
þá samt er í lagi að ég raupi
og segi frá því
að ég sigraði í
árlegu haust Skaftárhlaupi.
Elísabet Ólafsdóttir hefur verið
kjölfestan í starfi ríkissáttasemjara
allt frá upphafi, þar sem hún hefur
starfað sem skrifstofustjóri með öll-
um ríkissáttasemjurum allt frá
Guðlaugi. Hún hefur einstakt lag á
að búa til gott og uppbyggilegt and-
rúmsloft, þrátt fyrir erfiða fundi.
Margar vísur hafa verið ortar til
hennar og hér er ein.
Í hverri gjörð svo hvöt og slyng
og hvergi ljót.
Hún er mikið þarfaþing
þessi snót.
Og að öðru. Eitt sinn var Jóhann
Þ. Jósefsson, þingmaður Vest-
mannaeyinga, að halda ræðu á Al-
þingi og talaði lengi og af miklu
kappi, bæði hátt og snjallt. Þar um
var þetta kveðið:
Hamast röst um Heimaklett,
hátt í gnípum syngur.
Jagar þetta jafnt og þétt
Jóhann landsynningur.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „Hafrót (oddhent)“:
Ólga knáar öldur hjá
úrgum sjávartöngum.
boða smáum bátum vá,
brotna’á háum dröngum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frá haustferð
Iðunnar og fleira gott