Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 51
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tumi hefur flögrað óhræddur um nýstárlega heima í tón- sköpun um nokkra hríð og eftir því hefur verið tekið. Hann starfar þess til að gera á ytri mörk- unum, var t.d. einn af þeim sem stóðu að spunaútgáfunni Úsland á sínum tíma og hefur spunnið af krafti í Mengi ásamt líkum sálum. Það er eiginlega hægt að tala um litla senu sem stundar upp- dýrkun á vel til- raunaskotinni tónlist, oft djass- tengdri, og ég nefni Sölva Kol- beinsson og Hist Og sem dæmi þar um, ásamt Tuma. Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson og Magnús Jóhann tengj- ast inn í þetta dæmi, allt aðilar sem stunda sólóferil þó að þeirra frábæru afurðir mælist reyndar ekki jafn hátt á sýruskalanum. Allir þessir aðilar spila hver með öðrum og svo eru frekari tengingar út og suður sem ég ætla ekki að gera að frekara umtali hér. Ég skrifaði um plötu Tuma og Magnúsar Trygvasonar Eliassen frá 2019, Allt er ómælið, á þessum vett- vangi og þar var hægt að pikka upp hin og þessi áhrif, frjálsar djass- plötur og óhljóðalist sem kom frá Bretlandi undir lok áttunda áratug- arins t.d., Henry Cow, Fred Frith og spunagengið það allt. Tilkomumikið verk á margan hátt en þetta hér, Hlýnun, er af nokkuð öðrum þræði. Heimur á heljarþröm Spunamenn Magnús Jóhann, Tumi Árnason, Skúli Sverrisson og Magnús Trygvason Eliassen. Stærra, fyllra, ofsalegra, marg- slungnara. Bústið og metnaðarfullt mjög. Nú eru spilarar líka fjórir. Tumi blæs í saxann, Magnús lemur húðir, Magnús Jóhann kitlar fílabeinið og sjálfur Skúli Sverrisson plokkar bassann. Samstarfsmaður Tuma, hljóðmeistarinn Albert Finnbogason, sá svo um að renna sleðum en platan var tekin upp á einum degi í Sund- lauginni. Sarah Register hljómjafn- aði. Það er mikið undir á plötunni, enda þrælpólitískt konseptverk um umhverfisáhrif okkar manna, ágengd, ólund og þá feigðarför sem við virðumst vera á. Uppbygging verksins er merkileg. Fimm verk eður hlutar, hvar þau fjögur fyrstu verða lengri og lengri þangað til plötu er slitið með styttri ópus. Upp- hafið, „Lungu“, er þá grimmúðlegt, hart og kalt, engin grið gefin. „Ég reyni á þanþolið í upphafi,“ sagði Tumi mér. „Þolgóðir fá svo verðlaun eftir því sem á líður.“ Upphafsstefið er nokk dramatískt, hljóðfæri fljúg- ast á, en það er uppbygging, svona „það er eitthvað svakalegt að fara að gerast“ andi yfir. Og það er líka raun- in í næsta útspili, „‘O‘ô‘â‘â“. Mikið kraðak og kakófónía, allt að verða vit- laust. „Svart haf“ ber með sér meiri stillu. Magnús trymbill strýkur skinninu af kappi, maður heyrir um leið hver er að munda kjuðana, og aðrir svona hoppa í kringum hann. Tólf mínútna verk sem ber með sér bæði ljós og skugga. Enn lengist þetta, því að „Söngur úr svartholinu“ er tæpar sextán mínútur. Slagverkið ómstrítt sem fyrr en saxófónninn tekur sér og rými og Magnús hamast á píanóinu. Skúli rumblar undir af miklum móð. Já, það er mikið í gangi hér og þessi stilla sem ég var að tala um er líklega af skornari skammti en ella, nú þegar ég sé þennan texta minn. En, hún leggst samt svo und- urblítt yfir í lokalaginu. „Um heims- slit/Suð“ eru kaflar fimm og sex, slengt saman. Tónlistin byrjar á sæmilegustu melódíu, svei mér þá, og allt er undarlega eðlilegt í smástund. Síðustu mínúturnar líða svo eins og glæst endalok í Tarkovsky-mynd. Umhverfishljóð, eiginlega þægileg, fylla vitin og þetta er ljóðrænt og bara mjög fallegt. Nú kastar maður mæðinni, staldrar við, hugsar, nýtur, pælir og tekur inn. Frábært. Tumi er gegnheill í pólitíkinni og andkapítalismanum og ég hneigi mig. Platan er á Bandcamp en einnig til í glæsilegri vínylútgáfu. Pakkinn utan um er listaverk en um leið hálfgert rit þar sem Brynja Hjálmsdóttir, Tómas Ævar Ólafsson og Tumi Árnason setja niður texta þar sem ýmislegt í boðskap þeirra er útskýrt; alls kyns hollráð og bendingar um hvernig hægt er að umgangast móður jörð af meiri ærlegheitum. Um hönnun sáu Elín Edda Þorsteinsdóttir og Íbba- goggur en umslagslistin er á vegum Þorsteins Cameron. Útgefandi er hin frábæra Reykjavík Record Shop, húrra fyrir henni! » Umhverfishljóð, eiginlega þægileg, fylla vitin og þetta er ljóðrænt og bara mjög fallegt. Nú kastar mað- ur mæðinni, staldrar við, hugsar, nýtur, pælir og tekur inn. Frábært. Í þessum pistli verður rýnt af alefli í nýjustu plötu Tuma Árnasonar, Hlýnun, auk þess sem ljósi er varpað á feril þessa mikilhæfa saxó- fónleikara og tónskálds. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.