Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Brýn þörf er á að endurnýja Blóð-
bankabílinn, að mati Sveins Guð-
mundssonar, yfirlæknis Blóðbank-
ans. Rauði krossinn gaf bílinn árið
2002 og hófst rekstur hans árið eftir.
„Bíllinn er kominn til ára sinna og
það er forgangsmál hjá okkur að fá
fjárveitingar til endurnýjunar en það
hefur ekki enn reynst mögulegt,“
sagði Sveinn. Bíllinn hefur þurft mik-
ið viðhald síðustu 3-4 ár. Oft hefur
þurft að aflýsa blóðsöfnunarferðum á
síðustu stundu vegna bilana.
Sveinn kveðst vona að með aukn-
um skilningi á fjárþörf Landspítalans
verði hægt að bregðast við endur-
teknum beiðnum um fé til nýs blóð-
bankabíls. Hann bindur vonir við að
fjárveiting fáist á fjárlögum þannig
að útboð geti farið fram á næsta ári
og nýr blóðsöfnunarbíll komi 2023.
Þörf fyrir tvo Blóðbankabíla
Óskastaðan er að Blóðbankabíl-
arnir verði tveir, annar á höfuðborg-
arsvæðinu og hinn á Norðurlandi.
Starfsstöðvar blóðsöfnunar eru nú í
Reykjavík og á Akureyri. Blóð-
bankabíllinn hefur svo verið þriðja
stoðin í blóðsöfnuninni.
„Akureyri og Norðurland hafa ver-
ið að styrkja sig í blóðsöfnun síðustu
árin,“ sagði Sveinn. „Ef við lítum á
Norðausturland og Austfirði sem
sama upptökusvæði og Akureyri þá
má gera ráð fyrir 2.500-3.000 ein-
ingum af blóði árlega á því landsvæði.
Með tveimur bílum opnast mögu-
leikar á að safna meira en helmingi
blóðs í Blóðbankabílunum. Það verð-
ur hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að
Blóðbankinn komi til fólksins, í stað
þess að fólkið þurfi allt að koma í
Blóðbankann. Þetta mun kalla á
bætta mönnun en verður hagkvæmt
á þjóðarvísu. Við þurfum að gefa
fleirum tækifæri til að gefa blóð.“
Undanfarin ár hefur Blóðbanka-
bíllinn farið í 90-100 ferðir á ári.
Heimsóknir blóðgjafa í bílinn hafa
verið 1.000-1.500 á ári á þeim svæðum
sem ekki var hægt að heimsækja í
Covid-faraldrinum.
Með því besta í Evrópu
Sveinn sagði að mikilvægur árang-
ur hefði náðst á síðustu 13 árum með
öflugu samstarfi Blóðbankans og
klínískra lækna á heilbrigðisstofn-
unum. Blóðhlutanotkun á hverja
1.000 íbúa hér er með því besta sem
þekkist í Evrópu. Það er mælikvarði
á að blóð sé einungis notað þegar
þess er þörf. Því hefur tekist að
minnka notkun rauðkorna á Íslandi
og jafnframt að draga úr blóðsöfnun.
Þjónusta Blóðbankans er á lands-
vísu. Það á bæði við um söfnun blóðs
og einnig að tryggja öryggisbirgðir af
rauðkornum á höfuðborgarsvæðinu
og úti á landi. Markvisst hefur verið
unnið að þeim málum í samvinnu við
heimamenn á hverjum stað til að hafa
viðbúnað ef skyndilega skapast þörf á
blóði, t.d. vegna sjúkdóma eða slysa.
Sveinn segir mjög mikilvægt að
góðar blóðbirgðir séu tiltækar á
sjúkrahúsum og heilbrigðisstofn-
unum sem víðast ef skyndilega sjúk-
dóma eða slys ber að höndum. Þá
sannist oft að blóðgjöf sé lífgjöf.
Komið að endurnýjun bílsins
- Blóðbankabíllinn er 19 ára - Bilanir orðnar tíðar - Æskilegt að hafa tvo bíla
Ljósmynd/Blóðbankinn
Blóðbankabíllinn Hann er orðinn 19 ára og mikil þörf á endurnýjun.
Söfnun blóðbankabílsins
2003-2019
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Fjöldi safnaðra eininga Fjöldi nýrra blóðgjafa
'03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
1.191
1.844
1.959
2.408
2.0982.180
2.3532.353
2.173
2.034
2.167 2.150
1.855
2.146
1.747
1.944
1.813
Heimild: Blóðbankinn
838
1.238
1.120
866
639
1.028
567
1.087
686
ÞAÐ ER LANDSBANKI
NÝRRA TÍMA
Fyrirtækið þitt getur stofnað
til viðskipta á örfáum mínútum
í Landsbankaappinu. Þannig
færðu strax betri yfirsýn yfir fjár-
mál fyrirtækisins og reksturinn,
hvar sem þú ert.
Það tekur örfáar
mínútur að koma
í viðskipti í appinu
LANDSBANKINN. IS
Hafsteinn og Karitas
Eigendur HAF Studio
Verð á áli í kauphöllinni með málma í
London (LME) fór yfir 2.900 banda-
ríkjadali tonnið í gær og hefur ekki
verið jafn hátt síðan í ársbyrjun 2008.
Þá var það ríflega 2.000 dalir tonnið í
byrjun ársins og hefur því hækkað
um 45% á árinu.
Sérfræðingur á álmarkaði sagði
mikla eftirspurn eina meginskýr-
inguna á hækkandi álverði. Þá hefði
valdarán í Gíneu haft áhrif en það sé
annar stærsti framleiðandi heims á
báxíti, sem er notað við álframleiðslu.
Viðkomandi sérfræðingur bendir á að
íslensku álverin framleiði samtals 850
þúsund tonn af áli á ári.
Því skili hverjir 100 dalir í verð-
hækkun samtals um 85 milljónum
dala í auknar tekjur hjá álverunum.
Það samsvarar 11 milljörðum króna
miðað við núverandi gengi. Orku-
fyrirtæki landsins hafa einnig hag af
hækkandi álverði þar sem stærstu
rafmagnssamningar Landsvirkjunar,
Orkuveitunnar og HS Orku eru með
áltengingu. baldura@mbl.is
Álverð
rýkur upp
Álverð frá 1. jan.2019
Heimsmarkaðsverð, $/tonn
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000 Heimild: LME.com
1. jan.'19 10. sept.'21
2.925,0
1.910,0
- 45% hækkun í ár