Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Kosningaþættir Dagmála Morgunblaðsins hafa fengið feikilega góðar viðtökur, en ekkert viðtal hefur þó verið jafnupplýs- andi og það sem birtist við Halldóru Mogensen, þing- flokksformann Pírata, síðastliðinn fimmtudag. Hún er forystukona í flokknum og hefur verið á þingi síðan 2014. Því hlýt- ur það að vekja spurningar þegar í ljós kemur að þingflokksformað- urinn veit ekki hvað kaupmáttur er. - - - Mesta athygli vakti þó sú hug- mynd Halldóru að fjár- magna mætti mörg hundruð milljarða króna borgaralaun með lántöku, af því að það væri verið að fjárfesta í fólki. Sem svo þarf að fjárfesta aftur í á hverju ein- asta ári. Lesandanum er eftirlátið að álykta um afleiðingar þess. - - - Hugmyndin um neikvæðan tekjuskatt er ekki ný, Milton Friedman setti hana fram í bókinni Frelsi og framtak (1962), til þess að hjálpa efnalitlu fólki án flókinna og dýrra bóta- kerfa. Gleðilegt er að Píratar til- einki sér nýfrjálshyggjuna. - - - Píratar leggja þó mesta áherslu á að með borgara- launum sé fólk virkjað heima hjá sér, þar sem það sýni frumkvæði og skapi sjálft störf. Tilraunir er- lendis, t.d. í Finnlandi, benda þó ekki til þess. Enn síður sú risa- vaxna tilraun, sem gerð hefur verið í ótal löndum í heimsfar- aldrinum með stórauknum greiðslum til fólks fyrir að vera heima hjá sér. Þær héldu neyslu uppi, en framleiðni féll og ekkert bendir til þess að þær hafi kveikt í frumkvöðlum á sloppnum. Halldóra Mogensen Nýfrjálshyggjan hjá Pírötum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ íþróttatengdri starfsemi, að því er fram kemur á vef bæjarins. Nýja húsið er rúmir 400 fermetrar að gólf- fleti. Stærstur hluti þess er bátaskýli með góðri að- stöðu til viðhalds og endurbóta á bátum. Í húsinu eru einnig búningsklefar með sturtuaðstöðu og þurrk- herbergi fyrir blautbúninga. Á efri hæð er félags- aðstaða og þaðan er hægt að ganga út á útsýnissvalir sem tengjast með stigum til tveggja átta. Að kvöld- og næturlagi er skemmtileg lýsing á húsinu, eins og með- fylgjandi mynd ber með sér. Nýtt aðstöðuhús Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri var formlega vígt í fyrradag. Framkvæmdum á vegum bæjarins er að mestu leyti lokið við húsið og útisvæðið en aðstaðan er þegar komin í notkun. Við sama tilefni var ritað undir nýjan rekstrarsamn- ing á milli Akureyrarbæjar og Nökkva, það gerðu Ást- hildur Sturludóttir bæjarstjóri og Tryggvi Jóhann Heimisson, formaður Nökkva. Samkvæmt samn- ingnum mun Nökkvi sjá um rekstur og umsjón fé- lagssvæðisins, þ.m.t. nýtt aðstöðumannvirki, ásamt Nýtt húsnæði Nökkva vígt Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Akureyri Nýtt húsnæði Siglingaklúbbsins Nökkva við Pollinn er fallega upplýst að kvöld- og næturlagi. Lax-Inn, ný fræðslumiðstöð fisk- eldis, var opnuð formlega á Mýrar- götu 26 í gær. Þar er nú hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi, ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um atvinnugreinina. Lögð er áhersla á fræðslu um hvern- ig fiskeldi fer fram. Tilgangur fræðslumiðstöðvarinn- ar er að „opna“ glugga að starfsemi fiskeldis hér á landi, uppfræða og vekja áhuga almennings á sjálfbærri matvælaframleiðslu greinarinnar, segir í fréttatilkynningu. Stofnandi Lax-Inn er Sigurður Pétursson en hann hefur víðtæka menntun og reynslu úr land- og sjóeldi laxfiska. Verkefnisstjóri er Katrín Unnur Ólafsdóttir véla- og iðnaðarverk- fræðingur. Lax-Inn er í samstarfi við fjölmarga aðila sem munu kynna starfsemi sína í nýju fræðslu- miðstöðinni. Fiskeldi í beinni í nýju fræðslusetri á Granda Morgunblaðið/Eggert Lax-inn Sigurður Pétursson tekur við blómum í tilefni opnunarinnar. Atvinna Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Auglýsing um framlagningu kjörskráa vegna kosninga til Alþingis Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram fara laugardaginn 25. september 2021 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 15. september 2021. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 10. september 2021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.