Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 ✝ Auður Kristín Matthíasdóttir fæddist 18. október 1959 á Ísafirði. Hún lést 29. ágúst 2021 á Heilbrið- isstofnun Vest- fjarða. Foreldrar Auðar voru hjónin Matt- hías S. Vilhjálms- son, fæddur 9. des- ember 1933, d. 18. maí 1999, og Guðrún S. Val- geirsdóttir, fædd 11. ágúst 1934, d. 23. ágúst 2016. Auður var fjórða af átta systkinum, Sesselja Magnea (Maggý), fædd 16. ágúst 1955, maki Kristján Hilmarsson, Óm- ar Hafsteinn, fæddur 16. ágúst 1956, maki Guðný Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Margrét, fædd 15. ágúst 1957, maki Jökull Jós- efsson, Vilhjálmur Valgeir, fæddur 11. janúar 1963, maki Ásdís Pálsdóttir, Guðmundur Friðrik, fæddur 5. mars 1965, maki Júlía Margrét Jónsdóttir, Kolbrún, fædd 11. nóvember 1966, maki Erlendur H. Geirdal, Guðrún Sigríður, fædd 26. mars 1971. Auður ólst upp á Ísafirði, en fór ung að heiman að vinna á Höfn í Hornafirði 1977 og svo á Hótel Húsavík 1978. Á Ísafirði vann hún á Sjúkra- húsinu, Rækju- vinnslunni Vina- minni og Vinnumálastofnun á Ísafirði. Auður giftist Aðalsteini Ómari Ásgeirssyni, fæddum 3. nóv- ember 1958, for- eldrar hans eru Svanhildur Hlín Baldursdóttir, fædd 30. október 1939, og Ás- geir Vilhjálmsson, fæddur 17. júlí 1938, d. 18. júlí 1999, þau giftu sig þann 23. september 1995 og eiga þau börnin Sigurð Gunnar, fæddan 11. febrúar 1980, og dóttir hans Friðrikka Líney, fædd 28. janúar 2009, Berglindi Ósk, fædda 15. ágúst 1982, hennar dætur eru Auður Diljá, fædd 5. september 2010, og Guðrún Svanhildur, fædd 12. ágúst 2016, Baldur Ingimar, fæddan 25. janúar 1986, og Að- alheiði Kristínu, fædda 23. júní 1995. Jarðarförin fer fram í dag, 11. september 2021, kl. 11 í Ísa- fjarðarkirkju. Streymt verður frá jarðarför- inni, stytt slóð: https://tinyurl.com/a3y4dac6 Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku amma mín. Sárt er að sakna þín. Blessuð sé minning þín og Guð geymi þig. Hér kemur vísa sem ég samdi um þig þegar þú varðst 60 ára. Amma 60 ára. Hún amma mín er sæt og fín og kennir mér mjög mikið. Alltaf er hún hress og kát og ávallt stutt í sprellið. Hún amma mín er sæt og fín og gaman er að hitta. Hún finnur alltaf upp á einhverju nýju og skemmtilegu. Hún amma mín er sæt og fín ávallt stutt í fjörið. Alltaf er hún hress og kát. Ef maður er súr á svip þá kemur hún þér í gott skap. Amma mín er sæt og fín og alltaf stutt í sprellið. Amma mín er sæt og fín og alltaf stutt í fjörið. (Friðrikka Líney, 10 ára) Ég elska þig alltaf. Hvíl í friði. Friðrikka Líney Sigurðardóttir. Auður Kristín Matthíasdóttir ✝ Birna Rut Guð- jónsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 7. október 1932. Hún lést á heimili sínu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 1. september 2021. Foreldrar Birnu Rutar voru Guðjón Tómasson, f. 30.7. 1897, d. 10.12. 1979 og Aðalheiður Svanhvít Jóns- dóttir, f .3.1. 1910, d. 26.10. 1946. Systkini Birnu Rutar eru Sólveig Magnea Guðjónsdóttir, f. 24.11. 1936 og Tómas Grétar 12. Börn Birnu Rutar og Magn- úsar eru: Aðalheiður Svanhvít, f. 1951, maki hennar er Eggert Sveinsson, f. 1950. Börn þeirra eru Magnús Ingi og Helga. Gísl- ína, f. 1953, maki hennar er Gísli J. Óskarsson, f. 1949. Börn þeirra eru Óskar Magnús, Krist- ín, Guðjón og Daði. Börn Gíslínu áður eru Sólveig Birna og Magnús Páll. Magnea Ósk, f. 1958, maki hennar er Daði Garðarsson, f. 1954. Börn þeirra eru Hrafnhildur Ýr, Birna Rut og Diljá. Barnabörn Birnu Rut- ar eru 11, langömmubörnin eru 18 og 1 langalangömmubarn. Birna Rut starfaði lengst af sem starfsmaður leikskólans Rauðagerði í Vestmannaeyjum. Útför Birnu Rutar fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum 11. september 2021 kl. 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Guðjónsson, f. 2.11. 1945. Birna Rut ólst upp á Heimagötu 26 í Vestmanna- eyjum. Hinn 7. október 1951 giftist Birna Rut Magnúsi Magn- ússyni, f. 10.2. 1930, d. 3.1. 2009, frá Skansinum í Vestmannaeyjum. Fyrstu búskaparár- in sín bjuggu þau á Skansinum en árið 1958 fluttu þau á Helga- fellsbraut 15, þar sem þau bjuggu fram að gosinu. Eftir gos byggðu þau hús á Smáragötu Ástríki Svo ástrík var hún mamma mín og merk er hennar saga því yndi kærleiks ennþá skín á alla mína daga. Hlý og blíð hún hjá mér stóð, minn helsti leiðarvísir, af mildi sinni gaf hún glóð sem gæfuspor mín lýsir. Er æskuslóð um gróna grund gekk ég fyrir skömmu þá sá ég loga ljúfa stund ljósið hennar mömmu. (Kristján Hreinsson) Elsku mamma, söknuðurinn er sár en dýrmætar minningar um þig munu lifa í hjörtum okkar Kveðja, Magnea og Daði. Þegar mér var sagt að amma væri dáin þá féll ég alveg saman, því hún hefur alltaf verið fastur punktur í tilveru minni. Tilhugs- unin um að hafa hana ekki hér er svo ólýsanlega sár. Það sem ég gæfi til að fá bara eitt faðmlag, bara eitt skipti til að finna fyrir fíngerðu fallegu höndunum henn- ar taka utan um mig. Amma var einstök og glæsileg kona eins og allir vita sem voru svo lánsamir að kynnast henni. En það sem einkenndi hana var hversu dugleg, nýtin og athafna- söm hún var - sem var ekki vanþörf á. Hún missti mömmu sína aðeins 14 ára gömul og varð því að full- orðnast ansi hratt. Svo barðist afi minn heitinn við parkinson í mörg ár og amma var stoð hans og stytta út hans lífsskeið. Eins og lítið barn trúi ég að hann hafi tekið á móti henni í sumarlandinu með opnum örmum, og þar séu þau nú án allra kvilla í örmum hvort annars á ný. Amma var umvafin fólkinu sínu síðustu daga hennar hér í þessum heimi, enda naut hún þess alltaf að hafa fólk í kringum sig og var gestagangur oft mikill heima hjá henni. Gestrisni ömmu var slík að henni fannst aldrei neinn vera bú- inn að borða nóg, það mátti enginn fara svangur út frá henni. Þótt amma gerði aldrei upp á milli barnabarna sinna þá finnst mér við alltaf hafa átt einstakt samband, mér finnst ég ekki bara vera að kveðja ömmu mína heldur vinkonu mína líka. Elsku amma, hvernig á ég að koma því í orð hversu mikilvæg þú varst mér. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á með þér og mun ég ylja mér við þær um ókomin ár. Með trega og söknuði kveð ég þig en leyfi mér að lifa í þeirri von að þessi aðskilnaður sé aðeins tímabundinn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þau auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Diljá. Hún amma mín var afar góð og blíð kona að eðlisfari. Hún var dugleg og gestrisin. Eigingirni og það að hygla sjálfri sér eða ásæl- ast það sem öðrum tilheyrði var fjarri henni og hún hafði and- styggð á slíku háttalagi. Hún var sannkristin kona og hún tók trú sína alvarlega hvort heldur var í verki eða í orði. Aldrei heyrði ég hana lasta náunga sinn eða kasta hnýfilyrðum að fólki. Kvörtunarsöm var hún ekki og allt sem hún tók að sér fram- kvæmdi hún af alúð og vandvirkni og það síðasta sem hægt væri að segja um hana var það að hún æti letinnar brauð. Þegar við bræðurnir, ungir að árum, bárum út blöð, eins og þá tíðkaðist, hjálpaði amma mér og bróður mínum við blaðburðinn. Hún var alltaf mætt á slaginu þeg- ar blaðið kom í hús. Gilti einu hvort við bræður værum í skólan- um eða heima við. Amma var mætt á staðinn og ástúð og um- hyggja í garð okkar bræðra geisl- aði frá henni. Amma tók hraustlega til hend- inni þegar mömmu vantaði hjálp, hvort heldur var við sláturgerð eða önnur verk sem aðstoðar þurfti við. Væri unnið við flatköku- bakstur gaf hún sér alltaf nægan tíma til þess að hlusta á okkur barnabörnin og svara spurningum okkar af einstakri þolinmæði og útskýrði málin fyrir okkur með sinni mjúku og þægilegu röddu. Allt sitt líf var amma sérlega vandvirk til orðs og til æðis, hvort heldur var í garð fullorðinna eða barna og ungmenna. Allt gerði hún vel, enda góðum gáfum prýdd og flink og vandvirk í öllu. Ég fór oftar en hitt til Vest- mannaeyja og þegar ég var í Eyj- um leið aldrei sú stund að ég gæfi mér ekki tíma til þess að heim- sækja hana ömmu mína. Hún tók ávallt vel á móti mér, enda var hún fjölskyldurækin með afbrigðum og þótti henni það mikil dásemd að fá fólkið sitt í heimsókn. Ég mun sakna ömmu minnar sárlega og er nú skarð fyrir skildi að koma til Eyja án þess að fá tækifæri til þess að hitta hana. Þessi orð í Orðskviðum Salóm- ons eru fullkomin yfirskrift yfir ömmu minni: „Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öll- um fram. Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið.“ Dána, þú varst kristin kona! Barnabarn þitt, Guðjón Gíslason. Birna Rut Guðjónsdóttir Með Sigrúnu Gísladóttur er gengin merk kona. Hún skilur eftir sig spor, sem skipta máli fyrir sam- ferðafólk hennar. Samskipti okkar Sigrúnar spanna yfir marga þætti mann- lífs, skólamál, íþróttir og fé- lagsmál. Hún reyndist dætrum mínum vel á skólagöngu þeirra hjá henni. Hún var ímynd heilbrigðis í sundi og golfi. Hún var virkur þátttakandi í starfi Rotaryklúbbsins Görðum, þar sem hún var forseti eitt starfsár. Sigrún gerðist félagi Rotary- klúbbsins Görðum 29. desember 2003. Rotaryhreyfingin er fé- lagsskapur karla og kvenna. Markmið hreyfingarinnar er að félagar kynnist öðru fólki í mis- munandi starfsgreinum, að efla og bæta samfélagið og síðast en ekki síst að leggja fram skerf til hjálpar mannkyninu, eins og reynt hefur á í útrýmingu löm- unarveiki í Polio-verkefni Rot- aryhreyfingarinnar. Sigrún var sæmd heiðursmerki Rotary- ✝ Sigrún Gísla- dóttir fæddist 26. september 1944. Hún lést 1. september 2021. Útför hennar fór fram 10. september 2021. hreyfingarinnar, Paul Harris-orð- unni, á síðasta ári. Allt þetta lét Sig- rún sig skipta. Sigrún var stærst þegar hún flutti okkur Rotaryfélög- um minningarorð um eiginmann sinn, Guðjón Magnússon lækni, sem hún syrgði mjög þegar hann féll frá skyndilega. Rotaryfélagar votta félaga sínum virðingu og þökk fyrir samstarfið. Samúð okkar er hjá fjölskyldu hennar. Verði Sigrún Guði falin. Megi minningin um Sigrúnu Gísladóttur heiðrast í vitund þinni. Vilhjálmur Bjarnason, forseti Rotaryklúbbsins Görðum Það var haustið 1984 sem Sig- rún Gísladóttir heilsaði okkur fyrst, ungviðinu við Flataskóla í Garðabæ, þá nýtekin við stjórn skólans úr höndum Vilbergs Júl- íussonar heitins sem stýrt hafði honum frá setningardegi, 18. október 1958, þegar skólinn tók til starfa sem Barnaskóli Garða- hrepps. Vilbergur var allt í öllu í fræðslumálum hreppsins, kom að stofnun bókasafns, skátafé- lagsins Vífils og Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt, skrifaði og þýddi fjölda bóka og stjórnaði skóla sínum af mikilli alúð. Sami áhuginn lýsti sem leiftur um nótt þar sem Sigrún var, grannvaxin og íþróttamannsleg kona, enda liðtæk sundkona og golfari, og auk þess ballettdans- ari á unglingsárum, brosmild og lagði mikið upp úr samskiptum við nemendur, var tíður gestur í skólastofum og minnisstæður er mér enn föstudagurinn 31. maí 1985, þegar við nemendur í 5. bekk sátum okkar síðasta skóla- dag áður en gagnfræðaskóli bæjarins, Garðaskóli, tók okkur opnum örmum þá um haustið. Sigrún gaf sér þá góðan tíma til að koma til okkar í stofuna í kennslustund hjá ástsælum um- sjónarkennara, Björgúlfi Þor- varðarsyni, og kveðja nemendur sína með virktum og þökk fyrir hennar fyrsta vetur í skólanum og óska okkur gæfu og gengis í lífsins ólgusjó sem reyndar var nú enn sléttur og blár hjá flest- um er þarna var komið sögu, jafnvel sólskin og hiti líka eins og Steinn Steinarr lýsti því í Passíusálmi sínum. Nýi skólastjórinn var síst ein- hamur, Sigrún var bæjarfulltrúi í Garðabæ um árabil og beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum sveitarfélags í örum vexti, til að mynda gerð göngustíga svo íbú- ar fengju notið útivistar sem verða mætti en stígar utan mal- biks voru mest sprottnir af ágangi manna og skepna þegar ég flutti í bæinn fyrir 40 árum. Ég kveð Sigrúnu Gísladóttur með virktum og góðum minn- ingum löngu horfinna daga, sannarlega þakklátur fyrir að hafa náð síðasta árinu mínu í Flataskóla samskipa henni. Son- um hennar og ástvinum öðrum bið ég allrar blessunar. Atli Steinn Guðmundsson. Ein af þeim sjálfstæðiskonum sem létu sig málefni flokksins miklu varða var Sigrún Gísla- dóttir, kennari og fv. bæjar- fulltrúi í Garðabæ, sem lést á dögunum. Á árunum 1992-1996 leitaði ég oft í smiðju Sigrúnar því við vorum nokkrar konur í Sjálfstæðisflokknum sem fannst framgangur kvenna vera slakur. Við mynduðum hóp og reyndum á þeim tíma að fá forystuna til að sjá að kona þyrfti að komast í æðstu stjórn. Við lögðum þá áherslu á að stofnað yrði starf ritara og vildum fá Sólveigu Pétursdóttur, þáverandi alþing- ismann, í það hlutverk. Af því varð nú ekki þá en eins og sagan sýnir – það kom löngu seinna. Á þessum árum var Sigrún mjög virk í starfi sínu fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og sveitarfélagið Garðabæ og reyndist hún ætíð haukur í horni þegar til hennar var leitað. Sigrún var mjög ráðagóð, yfirveguð og lausna- miðuð og hjálpaði það mér og okkur í baráttunni um aukna hlutdeild kvenna innan flokks- ins. Við ræddum ávallt saman þegar við hittumst, hún gaf mér gott veganesti og heilræði sem ég varðveiti með mér og studdi mig einarðlega í núverandi starfi mínu sem bæjarstjóri Sel- tjarnarness. Hún var sterkur persónuleiki, einörð og hyggin. Það sópaði að henni hvar sem hún fór. Persónueinkenni henn- ar og hvernig hún lagði fram röksemdir var sem meitlað í granít. Sigrún var gegnheill sjálf- stæðismaður og lagði sitt af mörkum til að gera málefna- starf og ímynd flokksins enn betri. Mér er ofarlega í huga núna hversu jákvæð og glöð Sigrún var alltaf og hve gott var að leita til hennar. Hún sendi ávallt góða strauma frá sér með hvatningu og bjartsýni að leið- arljósi. Ég færi fjölskyldu Sigrúnar innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Megi hún nú njóta þess að ganga um grænar grundir eilífðarinnar. Ásgerður Halldórsdóttir. Við þá frétt að Sigrún Gísla- dóttir sé fallin frá kemur upp í huga margra okkar fjarlæg mynd þar sem við erum stödd í samkomusal Öldutúnsskóla árið 1965 á fyrsta degi skólagöngu okkar eftir svokallaða tíma- kennslu. Skólastjóri heldur ræðu fyrir nýnema og foreldra og eftir fundinn stendur til að fara með nýjum bekkjarfélögum og kennara til kennslustofu. Meðan á ræðu skólastjóra stendur vekur athygli ung kennslukona, hún sker sig úr hópi kennara sökum ungs aldurs og glæsileika og minnti í raun meira á leikkonu en barnakenn- ara. Þegar gengið var til stofu kom í ljós að þessi kona var kennarinn okkar. Hún átti eftir að fylgja okkur mörg næstu ár og átti sú samfylgd eftir að vera bæði gagnleg og skemmtileg. Við í M-bekknum vorum fyrsti bekkurinn sem Sigrún kenndi eftir útskrift úr kennara- skóla, þá rúmlega tvítug. Hún kenndi okkur í sex ára bekk og þar til við byrjuðum í unglinga- deild á mesta mótunartímanum í okkar lífi. Það var strax augljóst að hún lagði sig alla fram um að uppfræða og undirbúa okkur undir framhald í formlegum skóla og skóla lífsins. Hún lagði áherslu á fleira en námsefnið og lagði t.d. mikla áherslu á tónlist þar sem hún tók stundum tíma í að kenna okkur lög og láta okk- ur syngja og byrjaði líka fljótt að kynna okkur enskt tungumál, mun fyrr en almennt var gert. Minningarnar um Sigrúnu eru allar af skemmtilegu og upp- byggjandi samstarfi þar sem hún var í senn frábær kennari og vinur okkar krakkanna og hún mun ávallt eiga stað í huga okkar og hjarta. Flest hittum við Sigrúnu ann- að slagið á förnum vegi síðar á lífsleiðinni. Alltaf sýndi hún mik- inn áhuga á okkar högum og vel- ferð og ljóst að hún hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd sem lýsir hennar einstaka persónu- leika. Sigrún kom á bekkjar- hitting M-bekksins árið 2010 og höfðum við þá ekki séð hana í nokkurn tíma. Varla mátti á milli sjá hver var nemandi og hver kennari, svo ungleg og glæsileg var Sigrún við þetta tækifæri. Þetta var gleðilegur fundur þar sem gamlir og góðir tímar voru rifjaðir upp. Í bígerð var að endurtaka það að hittast, en ljóst er að þar mun mikið vanta án Sigrúnar. Sigrún var kona mikilla mannkosta og hún á ávallt stað í hjarta okkar sem vorum hjá henni í M-bekknum. Við kunn- um vel að meta það sem hún gerði fyrir okkur þann tíma sem hún kenndi okkur og okkur er þakklæti efst í huga fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Við vottum öllum aðstandendum samúð okkar. Fyrir hönd nemenda í M- bekk Öldutúnsskóla, Ólafur og Torfi. Sigrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.