Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021 ✝ Kristján Lárus Sæmundsson fæddist í Hvamms- dalskoti í Saurbæ 22. október 1931. Hann lést 25. ágúst 2021 á Hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík. Hann ólst upp í Teigi í Hvamms- sveit hjá móður sinni og Guðjóni fóstra sínum. Foreldrar Kristjáns Lárusar voru Sæmundur Guðbjörn Lár- usson, f. 6.10. 1895, d. 14.2. 1986, og Gísla Sigríður Krist- jánsdóttir, f. 29.10. 1911, d. 21.6. 1997. Börn Gíslu og Sæ- mundar: Anna, f. 1930, lést á fyrsta ári, Anna Markrún, f. 1933. Systkini Kristjáns sam- feðra voru Hulda og Guð- laugur Ingi, bæði látin. Eig- inmaður Gíslu var Guðjón Sigurðsson, f. 1894, d. 1958, börn þeirra: Sigurbirna, f. 1936, stúlka, f. 1943, og dreng- ur, f. 1945, bæði andvana fædd. ingardegi sínum, Valtýr Örn, Lárus Fannar og Jón Steinar. Stjúpsonur Sigrúnar er Nökkvi. Barnabörn eru sjö. 4) Kristján Rúnar, f. 11.12. 1962, sambýliskona Anna Sigurð- ardóttir. Börn með fyrrverandi sambýliskonu, Þóru Stefaníu Stefánsdóttur, eru Gísla Rún og Rúnar Þór. Börn með fyrr- verandi eiginkonu, Huldu Egg- ertsdóttur, eru Eggert, Tinna og Tryggvi. Stjúpbörn Krist- jáns Rúnars og börn Önnu eru Guðrún og Ragnar. Barnabörn eru sex. 5) Gísli, f. 28.8. 1964. Sonur hans og barnsmóður hans, Guðnýjar Aðalbjargar Turner Sigurðardóttur, er Sig- urður Ari. Börn Gísla með fyrrverandi sambýliskonu, El- ínu Rósamundu Úlfarsdóttur, eru Kristján Hrafn og Rósa Diljá. Barnabörn eru fjögur. 6) Guðjón Ingi, f. 8.4. 1972, sam- býliskona Brá Guðmunds- dóttir. Sonur Guðjóns og fyrr- verandi sambýliskonu, Sigríðar Ásu Ásgeirsdóttur, er Andri Snær. Dóttir Guðjóns og Brár er Björg, stjúpbörn Guð- jóns eru Birta og Arnór. Barnabarn er eitt. Útför Kristjáns Lárusar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 13. sept- ember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Kristján bjó í Teigi lengst af ævi sinni. Hann fluttist þangað með móð- ur sinni þegar hann var fjögurra ára gamall ásamt systur sinni Önnu Markrúnu. Hann bjó þar til ársins 2006 þegar hann fluttist til Reykja- víkur. Hann vann ýmis störf, meðal annars við vegavinnu, vöru- flutninga og akstur skólabíls. Kristján kvæntist 1.12. 1960 Guðrúnu Einarsdóttur, f. 1.12. 1940. Börn Kristjáns og Guð- rúnar eru: 1) Stúlka, f. 19.1. 1958, d. 21.1. 1958. 2) Einar Þórir, f. 27.10. 1959, maki Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Dætur þeirra eru Harpa og Valdís Hrund. Barnabörn eru þrjú. 3) Sigrún, f. 20.4. 1961, maki Pálmi Bjarnason. Börn með fyrrver- andi sambýlismanni, Valtý Friðgeiri Valtýssyni, eru: Tví- buradætur sem létust á fæð- Í dag er elsku pabbi borinn til grafar. Á þessari stundu koma upp margar góðar minn- ingar og margt sem kemur á daginn þegar rifjað er upp. Pabbi brallaði margt á sinni lífstíð. Hann átti flestöll far- artæki sem til voru nema flug- vél og fjórhjól. Þar á meðal vörubíla, jarðýtur, rútur, skóla- bíl, báta, snjósleða, mótorhjól og reiðhjól. Hann vann hörðum höndum og var ekki mikið heima þegar við systkinin vor- um að alast upp heima í Teigi. Pabbi talaði oft um það núna sérstaklega í seinni tíð hvað honum þótti það leitt hvað hann gat lítið verið með okkur. Hann vann alla tíð utan heimilis og mamma og amma sáu um börn og bú. Hann þótti stórhuga þegar hann festi kaup á sinni fyrstu jarðýtu, en þetta blessaðist allt hjá honum. Hann var farsæll í sínum störfum en komst oft í hann krappan, en það voru allt- af einhverjar heilladísir yfir honum. Pabbi átti harmonikku og spilaði hann stundum á hana fyrir okkur þegar tími gafst til. Síðar meir fékk hann sér skemmtara og spilaði hann mikið á hann sér til skemmt- unnar. Fyrir utan tónlistina hafði hann alla tíð ánægju af að ljósmynda. Pabba þótti alltaf gaman að keyra enda keyrði hann skóla- bíl í yfir 30 ár. Hann taldi það ekki eftir sér ef hann gat sest undir stýri. Pabbi og mamma ferðuðust á húsbílnum sem þau áttu núna í seinni tíð um landið okkar fagra á meðan þau gátu. Pabbi hafði mikið yndi af börnum. Það sást svo vel þegar honum voru sýndar myndir af barnabörnum og langafabörn- um, þá færðist alltaf breitt bros yfir andlit hans og kom gleði- glampi í augun. Nú er þeim tíma sem honum var ætlaður í þessum heimi lok- ið enda búinn að gera sitt. við vitum öll sem þekktum hann að nú er grín og glens í sum- arlandinu og við hittumst þar þótt síðar verði. Farðu í friði, elsku pabbi, Þín dóttir Sigrún. Mín fyrsta minning um pabba er að ganga um túnin með honum að vori til. Við vor- um að kíkja eftir fé í sauðburði til að ná að marka lömbin. Ekki var ég orðinn gamall þegar ég fór með honum á rjúpnaveiðar. Hann sagði manni strax hvað ætti að varast í kringum byssur. Hann var alltaf að kenna mér og sýna. Og svo treysti hann manni fljótlega. Hann kenndi okkur mikil- vægi nákvæmisvinnu. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var farinn að bera ábyrgð á að tengja Farmall-dráttarvélina við heyblásara með flatreim. Ég man eftir því að undirbúa sumarvertíðina á hlaðinu í Teigi. Við vorum að rafsjóða, skrúfa og gera við. Upp úr fermingaraldri var ég farinn að vinna á 10 tonna jarðýtu við að herfa flag í sveit- inni. Þetta er traustið sem bor- ið var til okkar, barnanna hans. Af Sigga Sör í Stykkishólmi keypti pabbi bátinn Vin. Sá var keyptur með vilyrði fyrir því að fyrrverandi eigandi færi ferðir með pabba til að kenna honum að sigla um mynni Hvamms- fjarðar. Ófáum ferðum man ég eftir sem við sigldum frá Teigi og út í Stykkishólm í kjölfarið. Pabbi ferðaðist aldrei er- lendis en það er erfitt að finna þann stað á Íslandi sem hann hafði ekki heimsótt. Ég minnist liðinna stunda með söknuði og þökkum. Kristján Rúnar Kristjánsson. Nú ert þú kær bróðir minn látinn, tæplega níræður að aldri. Að leiðarlokum þakka ég þér allar liðnar samverustundir og kveð þig með litlu ljóði sem segir allt sem segja þarf. Bráðum vagga bjartar nætur blómi þínu, föla jörð. Flýgur lóa senn um sveitir; senn er vor um Breiðafjörð. Hlustar bóndans bær í túni, bláa morgna, kvöldin rjóð, meðan sælir sunnanvindar syngja gömul hörpuljóð. Þar, sem eins og gull í grasi gengin felast æskuspor, þar, sem velli tærust titrar tíbrá dagsins góða vor. Bráðum vagga bjartar nætur blómi þínu, föla jörð. Flýgur lóa senn um sveitir; senn er vor um Breiðafjörð. (Jón Jóhannesson frá Skáleyjum) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Far vel til nýrra heima. Sigurbirna (Birna) systir. Kristján Lárus Sæmundsson ✝ Jens Eiríkur Helgason fv. bóndi, Hátúnum í Landbroti, fæddist á Jótlandi í Dan- mörku 10. nóv- ember 1942, þá Jens Erik Ros- endal Bondesen, en hann fékk ís- lenskan ríkisborg- ararétt 23. októ- ber 1971. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæj- arklaustri 1. september 2021. Foreldrar hans voru hjónin Knud Helge Bondesen, f. 1. október 1912, og Valborg Bondesen, f. 23. apríl 1913. Þau eru bæði látin. Systkini hans voru Åse Sigrid Marie Clausen, f. 17. ágúst 1936, d. 16. júlí 2003, Villy Andreas Bondesen, f. 24. desember 1938, Anna Grethe Kristensen, f. 4. maí 1940, d. 6. september 2002, Svend Åge Bondesen, f. 1. apríl 1945, d. 22. september 2012, Betty Danielsen, f. 12. desember 1946, og Anna Lise Madsen, f. 31. mars 1949. Þann 19. júlí 1969 giftist Jens hóf á unglingsárum störf í Danmörku hjá jarð- vinnuverktökum víðsvegar þar í landi, þar sem hann vann ým- ist á jarðvinnu- eða kornvélum. Árið 1966 ákveður Jens að hleypa heimdraganum en hann ætlaði upphaflega að fara til Bandaríkjanna. Hann hafði stutta viðkomu á Íslandi þar sem hann fékk vinnu á vegum búsins í Laugardælum við Sel- foss þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Þá starfaði hann árið 1967 á Setbergi í Hafnarfirði en síðar það ár fluttust þau að ríkisbúinu Víf- ilsstöðum í Garðahreppi í Gullbringusýslu. Stofna þau þar heimili og starfa þau þar við búið. Árið 1971 hófu þau hjón búskap í Hátúnum á föðurarfleifð hennar en hún var fjórði ættliður í beinan legg sem búið hafa í Hátúnum. Starfaði hann þar sem bóndi en jafnframt tók hann að sér ýmsa verktaka- og girðinga- vinnu fyrir Vegagerðina auk Kirkjubæjarhrepps. Hann var virkur í Búnaðarfélagi Kirkjubæjarhrepps og annaðist búnað og tæki félagsins. Þá var hann virkur í Hestamanna- félaginu Kóp og gerður þar að heiðursfélaga. Útför Jens verður gerð frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 13. september 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Jens Sigríði Hall- dóru Þórarins- dóttur, bónda og húsmóður í Hátún- um í Landbroti. Hún fæddist í Há- túnum 20. sept- ember 1939 en lést 13. september 2010. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Þórarinn Kjartan Magn- ússon, f. 19. júlí 1912 í Hátún- um, og Þuríður Sigurðardóttir, f. 6. desember 1908 á Hellnum í Mýrdal. Eru þau bæði látin. Börn þeirra Jens og Sigríðar eru: 1) Kári Þór Sigríðarson, f. 22. júlí 1965. 2) Helgi Valberg Jensson, f. 25. ágúst 1978, unn- usta hans er Margrét Kristín Pálsdóttir, f. 15. febrúar 1985, barn þeirra er Elsa María, f. 15. mars 2020. Fyrir á Helgi börnin Arnór, f. 24. apríl 2009, og Thelmu Sigríði, f. 13. októ- ber 2012. Fyrir á Margrét barnið Pál Sölva, f. 3. ágúst 2013. 3) Sveinn Hreiðar Jens- son, f. 8. september 1982, eig- inkona hans er Anastassiya Kim, f. 9. maí 1988. Í dag verður faðir minn bor- inn til grafar. Ein af mínum fyrstu minningum er að vera að sniglast í kringum pabba við ýmsa útivinnu í Hátúnum, eða uppi í dráttarvél að plægja sem og heyja. Þegar honum fannst ég svo tilbúinn til ýmissa verk- efna fól hann mér að vinna á vélunum, fara í fjósið eða vinna í viðhaldi á tækjum og mannvirkj- um á jörðinni. Hann tamdi sér einstakt vinnusiðferði og dugnað sem hann lagði mikið upp úr að aðrir ættu að temja sér. Hann var ekki langskólagenginn en hann kunni nú ýmislegt annað sem hann kenndi okkur bræðr- um og við höfum svo sannarlega nýtt í gegnum lífið. Hesta- mennska var líf og yndi pabba og aldrei leið honum betur en á hestbaki í góðum útreiðartúr. Öll helstu vandamál gat hann leyst í góðum reiðtúr. Hann lagði mikið upp úr að eiga bæði góða keppnis-, smala-, og ekki síst barnahesta. Það voru ófá börnin sem fengu sína fyrstu eldskírn á hestbaki hjá pabba, alltaf á hestum sem hæfði þeim. Pabbi var mikill barnakall og hafði mikla ánægju og þolin- mæði fyrir að snúast í kringum börn. Honum var mjög umhugað um velferð barnabarnanna sinna. Þegar hann veiktist í sumar og lá banaleguna, spurði hann ítrekað hvort barnabörnin hefðu það nú örugglega ekki gott og væru hraust. Þau minn- ast afa síns með hlýju og allra góðu stundanna sem þau áttu með honum. Síðastliðin tvö ár var ansi flókið að eiga góðar stundir vegna samkomu- og heimsóknartakmarkana. Við gerðum samt það besta úr því. Það tókst um stund í sumar að öll barnabörnin gátu heimsótt hann og þá áttum við saman góðar stundir síðustu helgina fyrir andlátið þar sem þau fóru á hestbak fyrir hann, spjölluð og lásu. Það var afar dýrmætt. Eitt af því síðasta sem hann sagði fyrir andlátið var að við ættum að passa vel upp á börnin og það ætlum við svo sannarlega að gera. Honum þótti afar vænt um Möggu Stínu unnustu mína og ljómaði allur þegar hún kom í heimsókn. Hann talaði oft um hana og vildi fá að vita hvað hún væri að gera og hvernig gengi þegar við spjölluðum saman í gegnum síma. Honum líkaði það ekki heldur illa þegar hún bauð honum á kaffihús á Kirkjubæj- arklaustri að fá sér kaffisopa, sem snögglega breyttist í einn Irish Coffee þegar á staðinn var komið. Nú er hann kominn í drauma- landið með mömmu og þau loks sameinuð aftur á ný, en hann saknaði hennar afar mikið eftir að hún dó fyrir rúmum tíu ár- um. Elsku pabbi, takk fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur og kennt, við munum búa að því alla tíð. Þinn sonur, Helgi Valberg. Nú er elsku Jens okkar fall- inn frá. Við tengdadætur hans urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferða honum í lífshlaupinu. Við minnumst sérstaklega hlýj- unnar sem einkenndi hann en Jens var einnig stríðinn og þá einkum við strákana sína sem hann gantaðist við hvenær sem tækifæri gafst. Jens hafði gam- an af því að segja sögur, þá sér- staklega af hestunum sínum, bú- skapnum í Hátúnum og ýmsum prakkarastrikum sem framin voru í sveitinni. Elsku Jens. Þú bauðst okkur velkomnar í fjölskylduna með opnum örmum og fyrir það er- um við þakklátar. Við erum þér einnig þakklátar fyrir að hafa alið upp svona fallega og góða drengi (það hefur örugglega ekki alltaf verið auðvelt), fyrir alla ástina sem þú sýndir okkur og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minning þín mun lifa í hjört- um okkar allra. Þínar tengdadætur, Margrét Kristín og Anastassiya Kim. Elsku afi. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Vildum að við gætum átt fleiri gæðastundir með þér. Það var alltaf gaman að heimsækja þig á Kirkjubæjarklaustur. Þá var það ótrúlega skemmtilegt að fá að keyra traktor með þér. Það var gott að halda í höndina á þér og knúsa þig. Við vitum að þú elskaðir ömmu, pabba, okkur, hestana þína, sveitina og alla fjölskylduna þína. Þú varst frábær afi og við elskum þig rosalega mikið. Þín barnabörn, Arnór, Thelma, Páll Sölvi og Elsa María. Jens Eiríkur Helgason Elsku besti frændi, þú hefur kvatt þína jarðvist og haldið yfir í sumarlandið til hennar Stínu þinnar, foreldra þinna og bræðra. Eitthvað seg- ir mér að glatt sé á hjalla hin- um megin við huluna. Ég ólst upp við að hitta þennan stórskemmtilega frænda frá Akureyri nokkuð reglulega, bæði í heimsóknum norður og þegar Guðmundur og Stína komu suður eftir. Alltaf var stoppað í Borgarnesi og kíkt í kaffi til afa og ömmu á Þórólfsgötunni og mikið talað og ennþá meira hlegið. Eins á ég margar minningar úr ýms- um lautarferðum, berjatínslum og sumarbústaðarferðum með þeim heiðurshjónum og ömmu og afa. Fyrir mér var ákveðinn ljómi yfir þessum bústna frænda mínum, sem mætti á flösku- græna bílnum sínum og var ávallt með sixpensara með dúsk. Hann talaði mikið og fræddi mann um alla heimsins steina og oft var vaðallinn á honum það mikill að svefnhöfgi sótti á mann. En fróður var hann og ennþá meiri listasmið- ur. Síðari ár lagði hann mikið upp úr því að slípa steinana sína og binda þá í ýmiskonar skart og maður fékk sko alls ekki að neita því að taka með sér eins og eitt til tvö hálsmen þegar maður kíkti til hans í heimsókn. Heimsóknir síðari árin voru ekki eins margar og mig hefði langað til að þær væru, en ég náði að kíkja til þeirra hjóna í vinnuferð minni til Akureyrar stuttu áður en Stína mín kvaddi sína jarðvist. Guðmundur Þor- steinn Bjarnason ✝ Guðmundur Þorsteinn Bjarnason fæddist 17. febrúar 1930. Hann lést 11. ágúst 2021. Guðmundur var jarðsunginn 30. ágúst 2021. Í þeirri heim- sókn dró Guð- mundur upp for- láta mynd, eina málverkið sem ég hef gert og gaf honum eftir nám mitt á Ítalíu, og bað hann mig um að árita hana fyrir sig en mér hafði láðst að gera það á sínum tíma. Ég fór svo í stutta sumarferð norður í lok júlí á þessu ári með fjölskylduna mína og gat ekki sleppt því að kíkja til míns ástkæra frænda. Við sátum saman frændurnir í að verða á annan tíma og spjölluðum og fórum yfir gamlar myndir af fjölskyldunni okkar, hann var þokkalega vel með á nótunum, þó að hann dytti við og við út, en ég vissi að honum hafði hrakað umtalsvert síðustu mán- uðina. Ég hélt í höndina á hon- um og náði bæði að knúsa hann og gefa honum góðan kveðju- koss. Ég hefði ekki fyrirgefið mér hefði ég sleppt þessari dýrmætu heimsókn og auðvitað fór ég með skartgripi í vas- anum til handa fjölskyldunni minni frá honum. Ég geymi margar góðar og hlýjar minningar um þennan góða bróður afa míns í hjarta mínu. Þykir leitt að geta ekki fylgt honum allra síðasta spöl- inn sökum heilsuleysis en ég mun vitja hans í garðinum í næstu heimsókn minni norður og spjalla við hann líkt og við gerðum oft hérna í denn. Nú ertu farinn elsku frændi minn. Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn. Á himinboga blika stjörnur tvær. Hve brosi í augum þínum líkjast þær. Nú gengur þú til fundar Frelsarans. Friðargjafans, náðar sérhvers manns. Þar englar biðja í bláum himingeim og bíða þess þú komir loksins heim. Þinn frændi, Jóhann (Jói).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.