Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísland virðist vera að vinna sig hraðar og betur út úr kórónu- kreppunni en flest- ar aðrar þjóðir. Þetta gefur tilefni til bjartsýni um þróun efnahags- mála og almennrar hagsældar hér á landi á næstu árum og bendir til að þeir sem munu skipa næstu ríkisstjórn fái í hendurnar áhugavert og upp- byggilegt viðfangsefni, þó að ófyrirsjáanlegir atburðir muni líklega setja mark sitt á það kjörtímabil eins og mörg önnur. En þó að horfur séu góðar er að mörgu að hyggja og viðfangs- efnin fjarri því einföld. Umsvif ríkisins eru meðal þess mikil- vægasta sem þarf að glíma við á næsta kjörtímabili ef ekki á illa að fara í efnahag þjóðarinnar og þeirrar þjónustu sem lands- menn vilja búa við. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna auglýsa nú af mikl- um móð mikilvægi þeirra starfa sem opinberir starfsmenn vinna þó að enginn hafi lýst efasemd- um um þau störf sem í þeim aug- lýsingum eru nefnd. En það að störfin þarf að vinna felur ekki í sér að þeir sem inna þau af hendi verði að vera opinberir starfsmenn. Þvert á móti eru líkur á að mörg þessara starfa væru betur komin hjá einka- reknum fyrirtækjum og breytir þá engu þó að ríkið mundi í flest- um tilvikum áfram tryggja að þjónustan væri í boði. Brýnt er að ná tökum á rekstrarkostnaði hjá hinu opin- bera og tryggja að nauðsynleg starfsemi á borð við heilbrigð- isþjónustu, menntun og hvers kyns velferðarþjónustu sé unnin á sem hagkvæmastan máta. Þegar að því kemur að finna leiðina út úr óhóflegum og ört vaxandi kostnaði er nauðsynlegt að for- dómum í garð einkarekstrar verði vikið til hliðar og hagkvæmasta leiðin jafnan valin. Kórónukreppan hefur kostað ríkissjóð háar fjárhæðir og skuldsetningu sem allgóð sam- staða var um að hann tæki á sig og virðist það hafa heppnast vel. En skuldasöfnun verður að snúa við á næsta kjörtímabili og er það ein ástæða þess hve brýnt er að endurskoða starfsemi rík- isins, straumlínulaga þann rekstur sem ríkið þarf að halda áfram hjá sér, færa rekstur ann- arrar starfsemi til einkaaðila og hætta óþarfri starfsemi. Þetta mun einnig stuðla að því að auka hagvöxt og auðvelda ríkinu þannig að greiða niður skuldir sínar. Annað sem stuðla mun að hagvexti er að lækka skatta og draga úr regluverki og eftirliti hins opinbera. Af um- ræðunni í kosningabaráttunni nú virðist skilningur á þessu fara vaxandi. Loforð um skatta- lækkanir heyrast til dæmis frá fleirum en stundum áður, þó að eitthvað vanti upp á útfærsluna. Þá heyrist víðar en áður það sjónarmið að besta leiðin fram á við sé að vaxa út úr vandanum, þó að efast megi um að allir þeir sem slíkt nefna skilji fyllilega hvað í því felst. Þrátt fyrir kraðak flokka er því ástæða til hóflegrar bjart- sýni um næsta kjörtímabil, en það krefst þess þó vissulega að þau sjónarmið sem hér hafa ver- ið nefnd verði ofan á við ríkis- stjórnarmyndun og í störfum næstu ríkisstjórnar. Ef rétt er haldið á málum getur næsta kjörtímabil orðið gjöfult Íslendingum} Tækifærin framundan Það er óhætt að segja að kvennalið Breiða- bliks hafi fyrir helgi skráð nafn sitt með gullnu letri í knatt- spyrnusögu Íslands þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fyrst íslenskra fé- lagsliða, með fræknum 3:0 sigri á Osijek, meistaraliði Króatíu. Það segir sitt um hið góða starf sem hér hefur verið unnið í kvennaknattspyrnu að Blikar verða í öðrum styrkleikaflokki af fjórum, þegar dregið verður í riðlana í dag, og er það vonandi ávísun á enn frekari árangur liðsins í leikjunum sex sem það spilar nú í haust og vetur. Árangur Blika þýðir einnig að liðið fær umtalsverða fjárhags- lega uppskeru fyrir árangur sinn, en það hefur nú þegar tryggt sér á áttunda tug milljóna króna hið minnsta, og gæti jafn- vel náð inn meiri fjármunum, ef gengið í riðlinum verður gott. Þetta mikla fé stafar eink- um af því að áhugi sjónvarpsáhorfenda hefur aukist á kvennaknatt- spyrnu og fjárhagsleg umsvif því farið vaxandi. Ennfremur má ætla að næsta vor fái öll íslensk félög sem eiga lið í efstu deild kvenna greiðslur vegna sölu á sjónvarpsrétti, sem er jákvæð þróun og ætti að styrkja kvenna- knattspyrnuna enn frekar. Það er ekki sjálfgefið að fá- menn þjóð geti átt svo öflugt lið og keppt með góðum árangri við helstu stórþjóðir Evrópu í vin- sælustu íþróttagrein heims. Þessi merki árangur Breiðabliks er því fagnaðarefni og verður vonandi öðrum íslenskum fé- lagsliðum hvatning í framtíðinni til að feta þá braut, sem Blikar hafa nú rutt. Kvennalið Breiða- bliks er braut- ryðjandi fyrir íslensk félagslið} Einstakt afrek É g fékk mjög áhugaverða ábend- ingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast samt velvirðingar á eilít- ið tæknilegri grein – en vonast til þess að ég geti útskýrt af hverju ég hneykslaðist allsvakalega enn og aftur á því hvernig TR virðist mismuna fólki. Síðast voru það búsetuskerðingarnar, núna virðist það vera lífeyrissjóðsgreiðslur. Ef ég fer í reiknivél TR fyrir ellilífeyri og slæ inn 400.000 krónur í atvinnutekjur þá seg- ir reiknivélin að ég fái 576 þúsund krónur í tekjur samtals. Ef ég fæ hins vegar 400 þús- und krónur í greiðslu úr lífeyrissjóði þá gerist eitthvað stórfurðulegt og ég fæ einungis um 520 þúsund krónur. Einhvern veginn gufa upp rúmlega 50 þúsund krónur á mánuði ef ég fæ greiddar 400 þúsund krónur úr lífeyrissjóði í staðinn fyr- ir að fá sömu krónur í atvinnutekjur. Ástæðan fyrir þessu er áhugaverð, en samkvæmt lög- um um tekjuskatt teljast greiðslur úr lífeyrissjóðum vera tekjur. Samkvæmt lögum um almannatryggingar er hins vegar gerð undanþága frá því fyrir örorkulífeyri en ekki ellilífeyri. Sem sagt, ef ég er með örorkulífeyri þá eru lífeyrissjóðsgreiðslur ekki tekjur en ef ég er með elli- lífeyri þá teljast lífeyrissjóðsgreiðslur vera tekjur eins og venjulega. Reiknivél TR segir mér hins vegar að það sé ekki farið með atvinnutekjur og lífeyrissjóðsgreiðslur á sama hátt. Þetta þýðir að 100 þúsund króna frí- tekjumarkið vegna atvinnu sem ellilífeyris- þegar hafa á mánuði virkar ekki fyrir tekjur úr lífeyrissjóði og heildartekjur ellilífeyris- þega skerðast – án þess að stoð sé fyrir því í lögum. Hér ætla ég að gera risastóran fyrirvara við þessa niðurstöðu mína. Lög um almanna- tryggingar eru fáránlega flókin og kannski eru löglegar ástæður fyrir þessu faldar ein- hvers staðar annars staðar í lagatextanum, en miðað við minnisblað frá Tryggingastofn- un sem ég fékk samhliða þessari ábendingu, þá sé ég ekki að vísað sé til annars hluta lag- anna – en þar stendur orðrétt: „Ekki verður því séð að tilefni sé til að jafna lífeyrissjóðs- tekjum við atvinnutekjur við túlkun á 1. mgr. 23. gr. ATL.“ Þetta er mjög skýrt í 16. gr. laganna og 23. gr. breytir engu hvað það varðar: „Þegar um er að ræða örorkulífeyri […] teljast ekki til tekna […] greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum“. Ekk- ert sambærilegt orðalag er að finna í málsgreininni: „Þegar um er að ræða ellilífeyri …“ Því virðist TR reikna lífeyrissjóðsgreiðslur til ellilíf- eyris eins og um örorkulífeyri sé að ræða og það virðist, miðað við lögin, vera rangt. Hversu miklum skerðingum ellilífeyrisþegar verða fyrir vegna þessa er óljóst en það gætu verið ansi háar fjárhæðir ef rétt reynist. Björn Leví Gunnarsson Pistill Ólöglegar skerðingar Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is T ilraunir voru gerðar til að veiða ljósátu í Ísafjarðar- djúpi á nýstárlegan hátt í tveimur leiðöngrum árið 2018. Aðferðin byggist á því að nota blátt ljós til að laða ljósátu að dælu sem dælir henni að mestu lifandi um borð í skip. Líffræðingarnir Petrún Sigurðardóttir og Ástþór Gíslason á Hafrannsóknastofnun fjalla um þessar tilraunir í nýlegri skýrslu. Í samtali við Morgunblaðið segir Pet- rún að tilraunirnar hafi í sjálfu sér gengið ágætlega og ljósátan hafi dregist að ljósinu. Hún segist ekki vita til þess að verkefninu verði haldið áfram hér við land. Farnir voru tveir leiðangrar sumar og haust 2018 með norska skipinu Røstnesvåg og var aflinn bræddur um borð til að framleiða lípíðolíu og mjöl. Aðspurð segir Pet- rún að olían sé rík af fitusýrum, t.d. omega-fitusýrum, og andoxunar- efnum eins og astaxanthin sem gefi henni rauðan lit. Hún er aðallega notuð sem fæðubótarefni. Einnig myndast mjöl við framleiðslu á ljósátuaflanum sem er aðallega not- að í dýrafóður. Mest af fullorðinni öggu Markmið leiðangranna var að prófa virkni dælunnar við ólíkar að- stæður ásamt því að rannsaka teg- undasamsetningu ljósátu og með- afla. Betur gekk að veiða ljósátuna um haustið og var heildarafli þá tölu- vert meiri, 13,1 tonn, en um sumarið, 4,6 tonn. „Ljósátan laðaðist greinilega að ljósinu á dælunni og safnaðist yfir- leitt fljótt að henni. Fiskur leitaði einnig mikið í ljósátuna í kringum dæluna, en það olli vandræðum í dælingu og festust nokkrir fiskar í dælunni á meðan dælt var. Til að koma í veg fyrir þetta var reynt að setja 50 mm möskva net fyrir dælu- opið í september, en ljósátuaflinn reyndist þá minni og var netið því fjarlægt eftir 17 daga,“ segir í ágripi skýrslunnar. Um sumarið var aflinn aðallega fullorðin agga (Thysanoessa raschii, 96% af afla). Um haustið fannst einnig mest af öggu (66%), en öfugt við fyrri leiðangurinn þá fundust bæði fullorðin dýr og ungviði í aflan- um. Einnig fannst þá mikið af ung- viði augnsílis og náttlampa. Meðafli var sömuleiðis meiri um haustið þeg- ar alls fundust 46 loðnu- og/eða síld- arlirfur í sýnum sem voru tekin úr aflanum, en um sumarið aðeins eitt seiði. Áætlað er að heildarmagn fisk- seiða sem veiddust um haustið hafi verið um 242.000 seiði. Þó ekki sé áætlað að halda til- raunaveiðum með þessari dælu áfram við Ísland þá eru ýmsar til- raunir í gangi hvað varðar ljósátu. Þannig fékk Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. leyfi til veiða á ljósátu með fínriðnu neti í Ísafjarðardjúpi í sumar og haust. Einnig eru, að sögn Petrúnar, í gangi tilraunir við að fóðra þorsk með hjálp ljóstækni hjá Ocean EcoFarm ehf. í Steingríms- firði. Tilraunin gengur út á að laða ljósátu að búrum eða kvíum með þorski í sem svo nýtist sem fóður fyrir þorskinn. Veiðar í Suður-Íshafinu Spurð um veiðar á ljósátu í at- vinnuskyni nefnir Petrún að slíkar veiðar séu aðallega stundaðar í Suð- ur-Íshafi á tegund sem nefnist Eup- hasia superba, sem er stærri en þær íslensku og er því líklega auðveldara að veiða. Þar er net dregið á eftir skipi og afla stöðugt dælt upp úr net- inu um borð í skipið. Þær veiðar eru kvótasettar. Einnig voru stundaðar veiðar á öggu, ljósátutegundinni sem fyrr er nefnd, við Kanada með 500 tonna árlegan kvóta, en Petrún seg- ist ekki vita hvort þær veiðar séu enn í gangi. Norska fyrirtækið Calanus AS hefur stundað veiðar á rauðátu, en hún er mun smærri en ljósáta. Afl- inn er ekki mjög mikill en verðmæt efni eins og omega-fitusýrur, astax- antín og fleiri tegundir eru unnin úr aflanum. Norðmenn eru jafnframt að kanna hvort átan inniheldur líf- virk efni. Ljósátan í Djúpinu dróst að bláa ljósinu Ástþór Gíslason, annar höfunda skýrslunnar um rannsóknirnar í Ísafjarðardjúpi, hefur um árabil rannsakað m.a. svif og átu í haf- inu. Hann segir um veiðar á átu: „Það er gríðarmikið af átu í hafinu og hún er því auðlind sem kemur til greina að nýta, en veiðar eru vandkvæðum bundn- ar vegna þess hversu smávaxin átan er. Hún er líka framarlega í fæðukeðjunni en það á svo sem við um fleiri nýtta stofna. Vegna vandkvæða við að veiða átu er hætt við að aflinn yrði aldrei mjög mikill. Því þyrfti að huga vel að því að vinna verðmæt efni úr aflanum. Og auðvitað þarf að hafa í huga vistfræðilegt hlutverk átunnar og einnig huga að meðafla í veiðunum.“ Veiðarnar vandasamar FRAMARLEGA Í FÆÐUKEÐJU Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Tilraunir Dælan og kerfið sem henni fylgdi í rannsóknum í Ísa- fjarðardjúpi fyrir þremur árum. Ljósáta Rík af fitusýrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.