Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgaon
bjarnih@mbl.is
Tindastóll er fallinn úr úrvalsdeild
kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, eftir tap gegn Stjörnunni
á Sauðárkróksvelli á Sauðárkróki í
lokaumferð deildarinnar í gær.
Leikmenn Tindastóls byrjuðu
leikinn vel og komust yfir snemma
leiks en Garðbæingar voru fljótir
að jafna metin.
Stjarnan skoraði svo sigurmark
leiksins á lokamínútunum og gerði
þannig út um vonir Tindastóls að
halda sæti sínu í deildinni en Sauð-
krækingar hefðu þurft að vinna
stórsigur í lokaumferðinni og
treysta á að Keflavík myndi tapa
gegn Þór/KA á Akureyri á sama
tíma.
„Stólastelpur byrjuðu seinni
hálfleik líkt og þann fyrri af krafti
en það vantaði þó alltaf seinasta
smiðshöggið í sóknum Tindastóls,“
skrifaði Sæþór Már Hinriksson
meðal annars í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Tindastóll lýkur keppni í níunda
og næstneðsta sæti deildarinnar
með 14 stig en Stjarnan endar í
fjórða sætinu með 27 stig eftir sigur
gærdagsins.
_ Garðbæingurinn Elín Helga
Ingadóttir skoraði sitt fyrsta mark í
efstu deild en hún er 21 árs gömul og
á að baki 23 leiki í úrvalsdeildinni.
Stórsigur í Kópavogi
Breiðablik fagnaði öðru sæti
deildarinnar með stæl en liðið vann
stórsigur gegn Þrótti úr Reykjavík á
Kópavogsvelli.
Leiknum lauk með 6:1-sigri
Breiðabliks en Þróttarar, sem voru
öruggir með þriðja sætið, hefðu með
sigri getað brúað forskot Breiða-
bliks í eitt stig með sigri.
„Í seinni hálfleik héldu liðin áfram
að berjast hvort við annað og veðrið
auðvitað. Leikmenn Breiðabliks
voru þó mun sprækari og gekk betur
að spila boltanum sín á milli,“ skrif-
aði Þór Bæring Ólafsson meðal ann-
ars í umfjöllun sinni um leikinn á
mbl.is.
Breiðablik lýkur keppni með 36
stig en Þróttarar með 29 stig.
_ Agla María Albertsdóttir skor-
aði sitt tólfta deildarmark í sumar
gegn Þrótti og endar sem næst-
markahæsti leikmaður deildarinnar
á eftir Brennu Lovera sem skoraði
13 mörk.
Nýtt met á Akureyri
Þá gerðu Þór/KA og Keflavík
markalaust jafntefli á SaltPay-
vellinum á Akureyri en stigið gull-
tryggði sæti Kelfavíkur í efstu deild
að ári.
„Norðankonur mega una nokkuð
sáttar við sitt eftir sumarið en gengi
liðsins var ekki gott í byrjun móts en
liðið þéttist með hverjum leik og inn-
koma Shainu Ashouri í lok júlí
breytti heilmiklu fyrir sóknarleik
liðsins,“ skrifaði Einar Sigtryggsson
meðal annars í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Þór/KA endaði með 22 stig í sjötta
sætinu en Keflavík í því áttunda með
18 stig.
_ Með úrslitum gærdagsins setti
Þór/KA nýtt met í efstu deild yfir
fjölda jafntefla í deildinni á einu
tímabili. Alls gerðu Akureyringar
sjö jafntefli í sumar, þá vann liðið
fimm leiki, tapaði sex og endaði
með markatöluna 18:23.
Tindastóll
fylgdi Fylki
niður um deild
Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Fyrirliði Sauðkrækingurinn Bryndís Rut Haraldsdóttir skallar frá marki á
Sauðárkróksvelli en hún og samherjar hennar kvöddu efstu deild í gær.
- Breiðablik fagnaði öðru sæti deild-
arinnar með stórsigri gegn Þrótturum
TINDASTÓLL – STJARNAN
1:2
1:0 Hugrún Pálsdóttir 4.
1:1 Elín Helga Ingadóttir 8.
1:2 Arna Dís Arnþórsdóttir 84.
M
Amber Michel (Tindastól)
Kristrún María Magnúsd. (Tindastól)
Aldís Maróa Jóhannsdóttir (Tindastól)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastól)
Halla Margrét Hinriksd. (Stjörnunni)
Hildigunnur Benediktsd. (Stjörnunni)
Betsy Hasset (Stjörnunni)
Elín Helga Ingadóttir (Stjörnunni)
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
Dómari: Birgir Þór Þrastarson – 8.
Áhorfendur: 150.
BREIÐABLIK – ÞRÓTTUR 6:1
1:0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 16.
2:0 Tiffany McCarthy 45.
3:0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 53.
4:0 Birta Georgsdóttir 66.
4:1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 74.
5:1 Agla María Albertsdóttir 82
6:1 Hildur Antonsdóttir 89.
M
Hafrún Rakel Halldórsd. (Breiðabliki)
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Birta Georgsdóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Vigdís Lilja Kristjánsd. (Breiðabliki)
Ásta Eir Árnadóttir ((Breiðabliki)
Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti)
Katherine Cousins (Þrótti)
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
– 7.
Áhorfendur: 218.
ÞÓR/KA – KEFLAVÍK 0:0
MM
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Tiffany Sornpao (Keflavík)
M
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Shaina Ashouri (Þór/KA)
Natasha Anasi (Keflavík)
Tina Marolt (Keflavík)
Dómari: Sveinn Arnarsson - 9.
Áhorfendur: 120.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
Knattspyrna
Pepsi Max-deild karla:
Samsung-völlur: Stjarnan – FH ......... 19.15
Handknattleikur
Coca-Cola bikar-karla, 8-liða úrslit:
TM-höllin: Stjarnan – KA......................... 18
Austurberg: ÍR – Fram ....................... 19.30
Dalhús: Fjölnir – Afturelding ............. 19.30
Origo-höllin: Valur – FH...................... 20.30
Í KVÖLD!
VÍS-bikar karla, 16-liða úrslit:
Stjarnan – Grindavík............................ 92:81
Njarðvík – Haukar ............................... 93:61
Sindri – ÍR............................................. 66:91
Tindastóll – Keflavík ............................ 84:67
_ Njarðvík mætir ÍR í undanúrslitum í
Njarðvík á meðan Stjarnan tekur á móti
Tindastól í Garðabæ en leikirnir fara fram
16. september.
VÍS-bikar kvenna, 16-liða úrslit:
Keflavík – Haukar ................................ 59:87
Stjarnan – Valur ................................... 53:79
ÍR – Njarðvík........................................ 39:84
_ Valur mætir Haukum í undanúrslitum á
Hlíðarenda á meðan Fjölnir tekur á móti
Njarðvík í Dalhúsum en leikirnir fara fram
15. september.
Spánn
Meistarabikarinn, undanúrslit:
Barcelona – Valencia .......................... 87:68
- Martin Hermannsson skoraði 11 stig og
tók þrjú fráköst fyrir Valencia á 24 mín-
útum.
Ítalía
Deildabikarinn:
Reggiana – Bologna............................ 78:66
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 5 stig,
tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar fyrir Bologna.
>73G,&:=/D
Coca-Cola-bikar kvenna, 16-liða úrslit:
Fjölnir/Fylkir – KA/Þór ...................... 26:36
_ KA/Þór mætir Stjörnunni í fjórðungsúr-
slitum 14. september í Garðabæ.
Þýskaland
RN Löwen - Magdeburg ..................... 25:28
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
- Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur
mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir
Kristjánsson skoraði ekki.
Göppingen - N-Lübbecke ................... 27:24
- Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk
fyrir Göppingen.
Wetzlar - Lemgo .................................. 27:25
- Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo.
Melsungen - Kiel .................................. 26:33
- Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir
Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson tvö og
Alexander Petersson eitt. Guðmundur Þ.
Guðmundsson er þjálfari liðsins.
Bergischer - Hamburg........................ 31:26
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk
fyrir Bergischer.
Balingen - Minden ............................... 27:21
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson var ekki í
hóp.
Buxtehuder - Sachsen Zwickau......... 32:25
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6
mörk fyrir Sachsen Zwickau.
B-deild:
Aue - Essen........................................... 28:32
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 5 skot í marki liðsins.
Danmörk
GOG - Bjerringbro/Silkeborg ........... 31:30
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði fjögur
skot í marki GOG.
Nordsjælland - Aalborg...................... 26:33
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðar-
þjálfari liðsins.
Frakkland
Aix - Limoges ....................................... 31:29
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 5
mörk fyrir Aix.
Montpellier - St. Raphaël ................... 29:29
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði
fjögur mörk fyrir Montpellier.
Svíþjóð
Skövde - Guif........................................ 32:21
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 6
mörk fyrir Skövde.
- Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mörk
fyrir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði
8 skot í marki liðsins.
Sviss
Basel - Kadetten .................................. 22:28
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
Austurríki
Alpla Hard - Voslauer......................... 31:14
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
%$.62)0-#
um og þá hefur
hann einnig lagt
upp fjögur mörk
fyrir liðsfélaga
sína það sem af
er tímabili. Sand-
efjord er í tíunda
sæti deildarinnar
með 24 stig og
hefur Viðar Ari
verið lykilmaður í liðinu á tímabilinu.
_ Glódís Perla Viggósdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, var á skot-
skónum fyrir Þýskalandsmeistara
Bayern München þegar liðið vann
4:0-heimasigur gegn Freiburg í
þýsku 1. deildinni á laugardag. Gló-
dís lék allan leikinn í hjarta varn-
arinnar en þetta var hennar fyrsti
byrjunarliðsleikur fyrir félagið eftir
að hafa gengið til liðs við Bayern
München frá Rosengård í júlí. Karól-
ína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tím-
ann á varamannabekk Bayern Münc-
hen en liðið er með 9 stig eða fullt hús
stiga á toppi deildarinnar eftir fyrstu
þrjár umferðirnar.
_ Bandaríski skotbakvörðurinn Brian
Halums er genginn til liðs við Kefla-
vík og mun leika með liðinu á kom-
andi keppnistímabili í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik. Brian, sem er
23 ára gamall, kemur til félagsins
frá Al-Fateh í Sádi-Arabíu þar sem
hann lék á síðustu leiktíð. Keflavík
varð deildarmeistari á síðustu leik-
tíð en tapaði fyrir Þór frá Þorláks-
höfn í úrslitaeinvígi um Íslands-
meistaratitilinn.
_ Danski sókn-
armaðurinn Wes-
sam Abou Ali,
leikmaður Vend-
syssel, hneig niður
í leik liðsins gegn
Íslendingaliðinu
Lyngby þegar liðin
mættust í dönsku
B-deildinni í knattspyrnu á laugardag.
Um klukkutími var liðinn af leiknum
þegar Abou Ali hneig niður á vellinum
og var í kjölfarið fluttur með hraði í
sjúkrabíl á spítala. Í kjölfarið var leik-
urinn flautaður af og er óvíst hvenær
honum verður haldið áfram. Freyr Al-
exandersson er þjálfari Lyngby og
þeir Sævar Atli Magnússon og Fre-
drik Schram eru á mála hjá liðinu.
_ Enski tennisleikarinn Emma
Raducanu skráði sig í sögubæk-
urnar þegar hún vann ótrúlegan
sigur á Opna bandaríska mótinu á
laugardaginn. Raducanu er að-
eins 18 ára gömul og vann sinn
fyrsta risatitil án þess að tapa
setti á öllu mótinu. Hún mætti
hinni 19 ára gömlu Leyluh Fern-
andez frá Kanada í úrslitunum í
gær og vann fyrra settið 6:4 og
það síðara 6:3. Raducanu er
fyrsti tennisleikarinn í sögu opins
tennismóts sem vinnur risatitil eftir
að hafa farið í gegnum undan-
keppni. Hún er um leið yngsti Bret-
inn til að vinna risatitil og fyrsta
breska konan sem vinnur slíkan titil
í 44 ár, eða síðan Virginia Wade
gerði það árið 1977.
Portúgalski sóknarmaðurinn Cris-
tiano Ronaldo sneri aftur í ensku
úrvalsdeildina með stæl þegar hann
skoraði tvö marka Manchester
United í öruggum 4:1 sigri gegn
Newcastle United á laugardaginn.
Hann skoraði fyrstu tvö mörk
Rauðu djöflanna þegar hann kom
liðinu í 1:0 og 2:1. Hann lék síðast
með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í
maí árið 2009 og því rúm 12 ár síð-
an hann klæddist síðast rauðu
treyjunni.
Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára
gamall virðist síður en svo vera að
hægjast á þessum óviðjafnanlega
markaskorara, enda gildir aldur
einu þegar menn búa yfir líkast til
besta markanefi knattspyrnusög-
unnar. Ekki skemmir heldur fyrir
að leitun er á íþróttamanni sem
hugsar jafn vel um líkama sinn og
má því vænta þess að Ronaldo muni
reynast Man. Utd ansi drjúgur á
þessu tímabili og því næsta, jafnvel
lengur ef vilji er fyrir hendi.
_ Mohamed Salah kom Liverpool
á bragðið í öruggum 3:0 sigri gegn
Leeds United í gær. Markið var
hans 100. úrvalsdeildarmark, þar
af eru 98 fyrir Liverpool og tvö fyr-
ir Chelsea. Liðin fjögur sem fyrir-
fram eru talin, og ekki að ósekju,
sterkustu lið deildarinnar, unnu öll
sína leiki um helgina og virðist nú
þegar stefna í fjögurra hesta kapp-
hlaup í deildinni.
Chelsea vann auðveldan 3:0 sigur
gegn Aston Villa á laugardag þar
sem Romelu Lukaku fór fyrir þeim
bláklæddu og skoraði tvö mörk.
Sama dag vann Manchester City af-
ar sterkan 1:0 útisigur gegn skeinu-
hættu liði Leicester City. United,
Chelsea og Liverpool eru hnífjöfn í
efstu þremur sætunum en City and-
ar ofan í hálsmálið á þeim, einu
stigi á eftir. gunnaregill@mbl.is
Fjögurra hesta kapphlaup þegar hafið?
AFP
2 Það tók Ronaldo 45 mínútur að
stimpla sig inn í úrvalsdeildina.